Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 276. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Gæta öryggis Italanna MASSEMO D’Alema, forsætisráð- herra Italíu, sagði í gær að mál kúrdíska skæruliðaleiðtogans Abdullah Öcalan varðaði Evrópu- sambandið í heild og að afskipti þess af málinu teldust ekki afskipti af innanríkismálum Tyrkja. ítalir handtóku Öcalan fyrir þremur vik- um og vill D’AIema að réttað verði yfir Kúrdanum, sem er eftirlýstur í Tyrklandi, í þriðja landi en Tyrk- ir krefjast þess að Öcalan verði sendur þanga.ð. Samskipti Itala og Tyrkja hafa verið mjög stirð vegna málsins og voru því geysimiklar öryggisráð- stafanir í Ankara í gær er ítalska knattspyrnuliðið Juventus sótti hið tyrkneska Galatasaray heim. Hafði leiknum verið frestað einu sinni vegna ótta við að upp úr syði. ■ Leikur Juventus/B8 Netanyahu æfur vegna ólgu á Vesturbakkanum og Gaza Drög að færeyskri stjórnarskrá HÖGNI Hðydal, sem fer með sjálf- stjórnarmál í færeysku landstjórn- inni, lagði í gær fram lagafrumvarp um að komið verði á fót nefnd sem geri tillögur að stjórnarskrá í'yrit' Færeyjar. Er þetta enn eitt skref í átt til sjálfstæðis eyjanna. Tillaga Hpydals nýtur fulls stuðnings í landstjórninni. Hún felst í því að í stjórnarskrárnefnd- inni sitji fulltrúar allra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á færeyska lögþinginu, auk nokkurra lög- lærðra embættismanna. A nefndin að semja drög að stjórnarskrá sem kveði m.a. á um réttindi og skyldur Færeyinga, mannréttindi og dreif- ingu valds, m.a. á milli löggjafar- og dómsvalds. Stjórnarskrárdrögin eiga að liggja fyrir um mitt ár 2000 og verði þau samþykkt á þinginu verða þau borin undir þjóðaratkvæði. Palestínumönnum settir úrslitakostir Jerúsalein, Ramallah. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði í gær að Israelar myndu ekki láta meira land af hendi til Palestínumanna fyrr en leiðtogar þeirra hefðu heitið því að lýsa ekki yfir stofnun palestínsks ríkis á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Vísaði hann þar til yfirlýs- inga Yassers Arafats, leiðtoga Pa- lestínumanna, sem hefur sagst munu lýsa yfir stofnun ríkis Palest- ínumanna er frestur sá sem þjóðun- um hefur verið settur til að ná end- anlegu friðarsamkomulagi rennur út, 4. maí 1999. Netanyahu setti Palestínumönn- um þessa úrslitakosti vegna spenn- unnai- sem nú er á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. í gær kom til átaka í kjölfar mótmæla palest- ínski'a námsmanna sem kröfðust lausnar pólitískra fanga og réðust á tvo ísraela, hermann og óbreyttan borgara. Brást Netanyahu æfur við og kvað Israela ekki myndu líða slíkar árásir. Auk skilyrðisins um að ekki verði lýst yfir sjálfstæði, krefst Netan- yahu þess að Palestínumenn gangi að kröfum ísraela um skilyrði fyrir lausn palestínskra fanga úr ísra- elskum fangelsum og að þeim sem þátt tóku í mótmælaaðgerðum gær- dagsins verði refsað harðlega. Palestínumenn brugðust í gær- kvöldi ókvæða við úrslitakostum ísraela og sagði Saeb Erekat, aðal- samningamaður þeirra, enga leið að sætta sig við þá. , Reuters PALESTINUMENN bera særðan félaga sinn á brott eftir að hann varð fyrir gúmmíkúlum ísraelska hersins er hann réðist gegn palestínskum mótmælendum í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Tekist á um skattasamræmingu iiman Evrópusambandsins Blair segir Breta reiðubúna að standa eina gegn ESB London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar myndu halda áfram virkri þátttöku í umræðunni innan Evrópusambandsins (ESB) um skatta, þrátt fyrir að vera á öndverðum meiði við , Þjóðveija og Frakka um samræmingu skattheimtu. Blair tjáði brezka þinginu að stjórnin myndi taka á I sig áhættuna á að einangrast í afstöðu sinni og berj- ast ein ef nauðsyn krefði til að hindra að samræm- ing skatta innan ESB skaði brezka hagsmuni. t„Við munum standa fastir íyrir og vera áfram virkir - það er eina leiðin til að vernda hagsmuni þessa lands,“ sagði Blair í hávaðasömum spuminga- tíma í neðri deild þingsins. Sagðist Blair ekki trúa því að Bretar myndu standa einir í afstöðu sinni til skattasamræmingar í Evrópu. Hann forðaðist hins vegar að nefna orðið „neitunaivald". En fjármálaráðherrann Gordon Brown ítrekaði á fundi fjármálaráðherra ESB í fyiradag að stjómin myndi beita neitunarvaldi gegn samræmingu skatta ef hún skaðaði hagsmuni Breta, svo sem ef hún snerti sparifé fólks í svokölluðum „skattaparadísum". Ráðherrarnir samþykktu að * Ovæntur brottrekstur leiðtoga íhaldsmanna í lávarðadeild fela framkvæmdastjóm ESB að hafa samband við ráðamenn í Sviss, Liechtenstein og á fleiri slíkum stöðum til að vinna að samræmdum reglum um skattheimtu af vaxtatekjum. Meirihluti ráðheiranna hafnaði tillögu um að fresta enn um sinn gildistöku banns við tollfrjálsri verzlun innan ESB, en af því á að verða um mitt næsta ár. A óvart kom að Bretar bættust í hóp þeirra sem studdu tillöguna, auk Þjóðverja, Frakka og íra. I vörn gegn „sósialistum á meginlandinu" Sumir brezkir fjölmiðlar gera mikið úr því, að nú sé stjóm Verkamannafiokksins komin í vöm gegn „sósíalískum" stefnumiðum núverandi ráðamanna í Bonn og París, sem lýstu sér m.a. í skattasamræm- ingarhugmyndunum og þeim tillögum sem Þjóð- veijar og Frakkar standa sameiginlega að um að- gerðir til að vinna gegn atvinnuleysi. Búist hafði verið við því að William Hague, leið- togi íhaldsmanna á breska þinginu, myndi nota tækifærið í gær og ráðast harkalega á Blair, en vopnin snernst í höndunum á honum vegna deiln- anna um örlög lávarðadeildarinnar. Er upp komst að leiðtogi íhaldsmanna í lávai'ðadeildinni, Cran- borne lávarður, hafði gert samkomulag við Blair um að binda enda á erfðarétt til setu í lávarðadeildinni, varð uppi fótur og fit í íhaldsflokknum og rak Hague Cranborne lávarð. Samkvæmt samkomulagi Blairs og Cranbornes áttu 75 lávarðar að sitja áfram í deildinni þar til fyr- ir lægju tillögur ríkisstjómaijnnar um nýtt fyrir- komulag. Brottrekstur lávarðsins hefur vakið mikla undmn og er talinn munu koma Hague afar illa, takist honum ekki að fylkja íhaldsmönnum að baki sér. ■ Santer segir/26 Foringi úr her Bosníu- Serba handtekinn Akærður fyrir stríðs- glæpi Haag. Reuters. RADISLAV Krstic, foringi í her Bosníu-Serba, var tekinn höndum í Bosníu í gær og ákærður fyrir stríðsglæpi vegna aðildar að grimmdarverkum í bænum Srebr- enica undir lok Bosníustríðsins. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði að Krstic yi'ði fluttur til Haag, þar sem hann kæmi fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Hermenn NATO handtóku Krstic en talið er að hann hafi enn gegnt foringjastöðu í her Bosníu-Serba. Aðstoðarmaður Alija Izetbegovic, fullti-úa múslima í þrískiptu forseta- embætti Bosníu, fagnaði handtöku Krstics í gær og lét í ljós von um að hún leiddi til þess að Radovan Karadzic og Ratko Mladic, leiðtogar Bosníu-Serba í stríðinu, yrðu teknir höndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.