Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fær vegleg sænsk vís- indaverð- iaun FRETTIR Sorpa og Endurvinnslan hefja samstarf um móttöku einnota umbúða Hægt að skila og fá greitt á sjö gámastöðvum Morgunblaðið/Kristinn JÓN Benjamín Sverrisson skilar hér umbúðum til að fá uppí kostnað við knattspymuferð sem hann er að safna fyrir. Hjá honumn standa Inga Jóna Þörðardóttir, stjórnarformaður Sorpu, og Eiríkur Hannes- son, sljórnarformaður Endurvinnslunnar. SORPA og Endurvinnslan hafa samið um að á endurvinnslu- stöðvum Sorpu verði framvegis tekið á móti einnota drykkjar- vöruumbúðum og greitt fyrir. Tekið er á móti umbúðunum á af- greiðslutíma stöðvanna, sem eru sjö, og er þess óskað að menn skili umbúðum flokkuðum eftir tegundum, ál, plast og gler. Skilagjald er nú sjö krónur á hverja einingu. Inga Jóna Þórðardóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði við stutta athöfn er samstarfið var kynnt á endurvinnslustöð- inni við Ananaust, að með þessu væri verið að auðvelda borgar- búum að losna við umbúðir og kvaðst hún ánægð með að þetta samstarf hefði nú tekist. Fólk gæti nú sameinað mörg erindi á endurvinnslustöðvarnar með umbúðir og úrgang. Hún snar- aði siðan þremur umbúðapokum á afgreiðsluborðið og varð fyrsti viðskiptavinur þessarar nýju þjónustu endurvinnslustöðvar- innar. Safnað fyrir íþróttirnar Eiríkur Hannesson, stjórnar- formaður Endurvinnslunnar, sagði skilagjaldskerfi hafa verið komið á hérlendis árið 1989 og hefðu skil aukist jafnt. og þétt. Þau væru nú kringum 86% af seldum umbúðum, sem hann seg- ir með því hæsta sem þekkist, og þau hefðu náðst þrátt fyrir fáa móttökustaði. Hann sagði nauð- synlegt að gera fólki skil umbúða sem auðveldust til að viðhalda háu hlutfalli skila. Ál- og plast- umbúðir eru seldar úr landi en gler er mulið og notað í fylling- arefni. Við opnun umbúðamóttökunn- ar í gær skiluðu börn úr sund- deild Breiðabliks umbúðum sem þau hafa safnað til að fá upp í rekstrarkostnað deildarinnar og Jón Benjamin Sverrisson, tíu ára, skilaði umbúðum til að hafa upp í kostnað við knattspyrnuferð sem hann ráðgerir með skólanum eft- ir þrjú ár. Móttaka Endurvinnslunnar við Knarrarvog verður eftir sem áð- ur opin og er ætlast til að veit- ingastaðir og aðrir stórir söfnun- araðilar skili umbúðum þangað hér eftir sem hingað til. Árlega er nú skilað 25 milljónum af plastflöskum, 23 milljónum áldósa og 9 milljónum af gler- flöskum. Samanlagt vega umbúð- ir um 3.700 tonn. Kaupmannahöfn. Morgrmblaöið. ÚLFI Árnasyni, prófessor í sam- eindalíffræði, voru í gær veitt sænsku Linné-verðlaunin í dýra- fræði fyrir rann- —^^ dýí-a. Verðlaunin nema 340 þús- undum sænskra lenskra ki-óna, og eru veitt jiriðja "'**** hvert ár á árshá- ýlfur tíð konunglegs Ámason vísjndafélags í Lundi. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Rolf Elofsson, fyriverandi pró- fessor í dýrafræði og ritari félagsins, verðlaunin veitt Úlfi fyrir rannsókn- h% sem hafa sýnt að hvalir og selir hafa þróast frá landdýrum miklu fyri' en haldið var. Um leið breytist þróunarsaga mannsins, þannig að nú er álitið sennilegt að hann hafi þró- ast frá skyldum dýrum fyrir 10-13 þúsund ái-um, en ekki fimm þúsund- um árum, eins og áður var haldið. Leigubflstjdrar ósáttir við hugmyndir um breyttan ökutíma Takmarkanir ekki sagð- ar raunhæfar hérlendis SIGFÚS Bjarnason, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra, segir útilokað að hægt verði að skikka leigubílstjóra til að aka ekki lengur en 48 klukkustundir á viku, eins og gert er ráð fyrir í nýlegi'i til- skipun frá Evrópusambandinu. „Þessi tala sem hefur verið nefnd er algjörlega út í hött og langt frá því sem tíðkast hjá öðrum stéttum at- vinnubílstjóra,11 segh' hann. Sigfús segir að fyrir um þremur árum hafi rekstraraðilar hópferða- bifreiða kært til nefndar á vegum Evrópusambandsins að þeir sem aka hópferðabílum þyrftu að sæta þess- um tímamörkum en leigubílstjórar ekki. „Þessar takmarkanir voru sett- ar á hópferðabílstjóra og flutninga- bflstjóra sem aka á löngum leiðum, fyrst og fremst til að auka öryggi á vegum en einnig með tilliti til vinnu- löggjafarinnar,“ segir Sigfús. Skrípaleikur með reglur „Leigubflstjórar í Evrópu bjugg- ust alltaf við því að þessi mál myndu fara svona, þ.e. að þeir þyrftu sömu- leiðis að sæta einhverjum takmörk- unum. Þær tölur sem hafa hins veg- ar verið nefndar, þ.e. að bflstjóri megi ekki aka lengur en 48 klukku- stundir á viku, munu hins vegar aldrei ganga hérlendis.“ Hann segir að leigubílstjórar hér- lendis aki að meðaltali á milli 40 og 60 klukkustundir á viku en mjög ströng skilyrði um aksturinn muni ganga aldrei hérlendis. „Menn mega heldur ekki gleyma því að á Islandi geta menn farið úr því starfi sem þeir stunda dagsdaglega og ekið t.d. leigubíl um helgar. Enginn hefur eft- irlit með því þegar menn skipta um starfsgrein með slíkum hætti. Okkur atvinnubflstjórum hefur því fundist talsverður skrípaleikur með þessar takmarkanir á vinnutíma," segir Sig- fús. Aðspurður hvort leigubflstjórar væru sáttir við að takmarkanir á ökutíma næðu bæði yfir þá sem keyra eigin leigubifreiðar og þá sem starfa fyrir bfleigendur, kveðst Sig- fús telja eðlilegt að sama gangi yfir alla, þai' sem öryggissjónarmið ráði ferðinni. „Ég held ekki að ein regla geti gilt fyrir mann sem er að aka fyrir annan og önnur regla fyrir Jiann sem á bfl- inn sem hann ekur. I þessum efnum verður að ríkja samræmi. Það er hægt að fylgjast með ökutíma í gegnum bifreiðastöðvamar og við viljum frekar fara þá leið ef við neyð- umst til þess, fremur en að þurfa að kaupa rándýra ökurita í bflana eins og þeir sem reka vörubfla og rútur hafa þurft að gera,“ segir Sigfús. Samráð við Norðurlönd Hann segir takmarkanir um öku- tíma leigubifreiðastjóra við lýði á nokkrum stöðum á hinum Norður- löndunum og í þeim tilvikum sé um að ræða vilja viðkomandi leigubif- reiðastöðva. „Ég mun ræða við fé- laga okkar á Norðurlöndunum og kynna mér þeirra sjónarmið, áður en við tökum frekari afstöðu til máls- ins,“ segir hann. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Rósu Björk Barkardóttur, Aðalgeir Ara- syni og Valgarði Egilssyni: „Athugasemd vegna fullyrðinga Jórunnar Erlu Eyfjörð, sameindalíf- fræðings hjá Krabbameinsfélagi ís- lands, sem birtust í Morgunblaðinu 2. desember 1998. I Morgunblaðinu 2. desember 1998 er Jórunn Erla Eyfjörð spurð út í samvinnu hennar við bandaríska fyrirtækið Myriad. Undir millifyrii'- sögninni ,AHs engin samvinna við Myriad“ er haft eftir Jórunni Erlu Eyfjörð: „Myriad hefur fengið einka- leyfi á geninu BRCA2 í Bandaríkjun- um. Til grundvallar liggur vinna fleiri hundruð, kannski fleiri þúsund einstaklinga, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, þar á meðal tveggja rannsóknastofa á íslandi, okkar og rannsóknastofu í frumulíffræði á Landspítalanum. Við erum á sama báti og allir þessir aðilar." Þetta er ekki alls kostar rétt með farið hjá Jórunni Erlu Eyfjörð. For- saga málsins er sú að Jórunn Erla Ný kynslóð Boeing MAERSK-flugfélagið danska sendi eina af nýjustu þotum sín- um til íslands í gær vegna áhafnaskipta hjá danska varð- skipinu Vædderen. Þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli og er hún af gerðinni Boeing 737-700 og er í næstu kynslóð þotna frá verk- smiðjunum. Það eru 600-, 700-, 800- og 900-gerðirnar. Maersk hefur þrjár slíkar í rekstri, íjórt- án af gerðinni 737-500 og eina Eyfjörð var samstarfsaðili Myriad við rannsóknaivinnu sem miðaði að því að einangra BRCA2 genið en rannsóknastofan í frumulíffræði á Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði á Landspítalanum var í sam- starfí við breskan rannsóknahóp styrktan af þarlendum krabbameins- samtökum. Myi-iad er bandarískt fyrirtæki og var keppinautur hinna bresku sam- starfsaðila okkar á frumulíffræði- deild RH í meinafræði. Samvinnu- hópi okkar tókst að verða fyrstur að einangra genið og birta niðurstöður um það í Nature í desember 1995. Þrátt fyrir þetta gerði Myriad kröf- ur um einkaleyfi að geninu þar sem þeir hefðu upplýsingar um allt genið en okkar samstarfshópur ekki. Það leit því út fyrir að þetta mál þyrftu dómstólar að útkljá og yrðu það mjög löng og dýr réttarhöld. Af framansögðu má vera ljóst að frásögn Jórunnar Erlu Eyfjörð er all- mjög bjöguð. Skjalfest gögn sýna það svart á hvítu að hún var í samvinnu við fýrirtækið Myi-iad og aðstoðaði Morgunblaðið/Ásdis 737 yfír Reykjavík 737-300. Vélin sem kom hingað í gær tekur 145 farþega en fátítt er nú orðið að þotur af þessari stærð lendi á Reykjavíkurflug- velli. Maersk var fyrsta flugfé- lagið í Evrópu til að kaupa vél af þessari gerð, sem var í mars á þessu ári, en fyrsta bandaríska félagið fékk sína vél í desember í fyrra. Hátt í fjögur þúsund 737- vélar eru nú í notkun um heim allan. það í samkeppni gegn öðrum íslensk- um rannsóknahóp. Þessi samvinna er skjalfest með bh'tingu tveggja vís- indagreina. Önnur birtist í Nature Genetics í mai's 1996 en þar er Jór- unn Erla Eyfjörð meðhöfundm' að grein þar sem Myriad bh'tir niður- stöður sínar um einangrun BRCA2 gensins. I þeirri grein eru í fyrsta skipti bh-tar upplýsingar um 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna sem þeir fundu í íslenskri fjölskyldu. Hin bh't- ist í Nature Genetics í maí 1996 en að þeirri grein Jórunnar og samstarfs- fólks hennar er Sean Tavtigian frá Myiiad Genetics meðhöfundur. Sú grein fjallai' um íslensku 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna í íslensk- um brjóstakrabbameinsfjölskyldum. Það er heldur ekki rétt þegar Jór- unn Erla Eyfjörð segir í sama blaði að íslensku rannsóknh'nar hafi verið kostaðar að stærstum hluta með er- lendu fé. Þær voru auðvitað að stærstum hluta kostaðar af íslensk- um aðilum, þ.e. Krabbameinsfélag- inu og Landspítalanum auk ýmissa íslenskra og erlendra vísindasjóða." I samstarfí við Myriad um að einangra BRACA2 genið HOLTACARÐAR OPIÐ í DAO TIL KL» 18:jo tv:’ .;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.