Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MIÐBÆJARGÖTU samtökin eru að færa þér öryggismyndavél að gjöf til að hafa á
skrifstofunni, hr. lögreglustjóri.
19 ára piltur vill 4. sæti Framsóknar á Norðurlandi vestra
NÍTJÁN ára Siglfirðingur, Birk-
ir Jónsson, hefur ákveðið að gefa
kost á sér í prófkjöri framsókn-
armanna á Norðurlandi vestra
sem fram fer um miðjan næsta
mánuð, og er hann sennilega
einn af yngstu mönnum sem
sækjast eftir sæti á framboðslist-
um flokkanna fyrir alþingiskosn-
ingar á næsta ári.
Birkir er nemi í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki og á að ljúka stúd-
entsprófum í vor. Hann er for-
seti nemendafélags skólans.
Birkir segir ekki einsdæmi að
ungt fólk á svæðinu taki þátt í
pólitísku starfi. Til dæmis hafi
stúlka ári eldri en hann, Þóra
Björk Þórhallsdóttir, verið í
framboði til sveitarstjórnar við
sameiningu sveitarfélaga í
Skagafirði. Hann kveður póli-
tískan áhuga í fjölskyldunni og
sé í henni bæði að finna fram-
sóknar- og sjálfstæðismenn, og
til dæmis sé Olafur bróðir hans,
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á Siglufirði.
„Framsóknarflokk-
urinn höfðaði hins
vegar meira til mín
og ég hef um tveggja
ára skeið verið virk-
ur félagsmaður
hérna á Sauðárkróki,
ásamt því að starfa
innan Sambands
ungra framsóknar-
rnanna," segir Birkir.
Vill auka
áhrif ungmenna
Hann kveðst stefna á fjórða
sæti listans. „Þetta er ákveðin
dirfska, ég játa það, að nítján
ára piltur sækist eftir varaþing-
mannssæti. Ég á ekki einu sinni
mynd af mér, þannig að ég verð
að láta smella af mér passamynd
til að fólk viti hvernig ég lít út.
Mér fínnst hins vegar að áhrif
ungs fólks séu ekki næg og
raddir þess hljómi ekki tiltakan-
lega hátt í samfélaginu," segir
Birkir.
„Ég býst líka við að mennta-
málin verði mér ofarlega í huga
fyrir prófkjörið, bæði
krafan um jöfnun til
náms og að reyna að
leiðrétta það misvægi
sem er á milli ung-
menna á landsbyggð-
inni og í Reykjavík
hvað varpar aðgengi
að háskólanámi. Mér
finnst. að auka þurfi
menntunarsvið fram-
haldsskóla á lands-
byggðinni þannig að
menn þurfi ekki að
flylja frá heima-
byggð sinni til að
stunda háskólanám
fyrir sunnan, jafnvel
ásamt fjölskyldu
sinni allri.“
Birkir þykir Iagtækur í brids-
íþróttinni en hann er sonur Jóns
Sigurbjörnssonar og Bjarkar
Jónsdóttur sem nú stýra þekkt-
ustu bridssveit utan höfuðborg-
arinnar. Sveit þessi gekk á árum
áður undir nafninu bræðrasveitin
frá Siglufirði og varð Islands-
meistari í sveitakeppni 1993 en
er nú fjölskyklusveitin frá Siglu-
firði sem m.a. afrekaði það að
verða í öðru sæti í Islandsmótinu
í fyrra. Þá varð Birkir íslands-
meistari yngri spilara í tvímenn-
ingi 1997 ásamt frænda sínum
Ara Konráð Arasyni.
„Akveðin dirfska,
ég játa það“
Birkir Jónsson
frá Siglufirði.
LEIÐINNI
HEIM
UM
LAfND
ALLT
Dumle
»
Samtök útivistarfélaga stofnuð
Vilja hafa áhrif
á lagasetningn
Gunnar H. Hjálmarsson
STOFNAÐILAR
Samtaka útivistar-
félaga voru 13 félög
og landssambönd með alls
um 30.000 félaga. Fleiri
félög hafa þegar sótt um
aðild, þ.á m. Bandalag ís-
lenskra skáta. A fyrsta
fundi samtakanna 23. nóv-
ember sl. tilnefndu félögin
hvert sinn fulltrúa í
stjórn, en í þriggja manna
framkæmdastjóm sitja
auk Gunnars Hjálmars-
sonar formanns þeir Ivar
Pálsson gjaldkeri og Páll
Dagbjartsson ritari.
Markmið samtakanna er
að standa vörð um rétt al-
mennings til að umgang-
ast náttúruna og vera
málsvari aðildarféiaganna
gagnvart stjórnvöidum og
öðrum í sameiginlegum
hagsmunamálum.
- Er ekki hætta á hagsmunaá-
rekstrum milli svona ólíkra fé-
laga?
„Hvert félag hefur auðvitað
eigin menn til að sinna sínum
sénnálum, en hagsmunir okkar
fara saman á mörgum sviðum.
Það era slík mál sem við munum
einbeita okkur að núna. Vonandi
verður þetta líka umræðuvett-
vangur milii féiaganna, en ég sé
ekki að það þurfi að verða miklir
árekstrar þar ef við hugsum mest
um það sem sameinar."
- Fuglaverndarmenn og skot-
veiðimenn, er ekki stundum mis-
klíð þarna?
„Aherslurnar eru misjafnar,
það er rétt. En útivistarrétturinn
er okkur öllum sameiginlegur,
rétturinn til að hafa aðgengi að
því sem við erum að gera, einnig
samstarf við sveitarfélög og ein-
staklinga um allt land í þeim efn-
um. Síðast en ekki síst viljum við
tala einni röddu gagnvart í-íkis-
valdinu.
Fljótlega verða lögð fram á
þingi endurskoðuð náttúruvernd-
arlög og þar er fjallað um hags-
munamál okkar varðandi um-
gegni við náttúruna, sjálfan um-
ferðarréttinn. Þetta eru þau lög
sem standa okkur næst að fjalla
um í sameiningu. Við munum því
skoða þau og láta okkar álit í ljós.
En við höfum aðeins haldið einn
stjórnarfund enn þá og starfið og
stefnan eru enn ómótuð."
- Stundum er rætt um að tak-
marka eigi aðgang að viðkvæm-
um stöðum á hálendinu til að
draga úr átroðslu, jafnvel að taka
upp aðgangseyri. Hvað fínnst þér
um slíkar hugmyndir?
„Samtökin eru svo ný að við
höfum ekki rætt þetta sérstak-
lega. Aimennt séð tel ég ekki
ástæðu til að taka
upp gjaldtöku, en
þetta er meðal
marga nýrra sjónar-
miða sem nú eru á
lofti.
Annað sem nefna má er hvern-
ig á að verðmeta hálendið og
náttúruna þar eins og hún er
núna. Það er auðvelt að meta
hana til fjár þegar virkjanir eru
hafðar í huga eða eitthvað slíkt
en við verðum að finna leiðir til
að meta hana á miklu víðari
grundvelli."
- Verður það auðvelt?
„Almennt séð eru menn mikið
að skoða þessi mál og viija fara
varlega, það liggur í loftinu."
- Annað viðkvæmt mál er
skipulag hálendisins.
„Eitt af því sem er að ger-
breytast er að afréttarlöndin,
sem áður vora eingöngu notuð til
beitar, verða nú í auknum mæli
► GUNNAR H. Hjálmarsson
lauk námi sem iðnfræðingur
við Tækniskóla Islands og
starfar nú sem markaðsstjóri
hjá vélaverslun G.J. Fossberg í
Reykjavjk. Gunnar er varafor-
maður Utivistar og í nóvember
var hann kjörinn formaður
nýrra Samtaka útivistarfélaga
(SAMÚT). Að samtökunum
standa 13 almenningsfélög og
Iandssambönd sem hafa ýmiss
konar útivist og náttúruskoðun
að markmiði. Meðal aðildarfé-
laganna eru Ferðafélag ís-
lands, Ferðaklúbburinn 4x4,
Landssamband hestamannafé-
laga, Fuglaverndarfélag ís-
lands og Skotveiðifélag íslands.
Gunnar er fæddur árið 1950
og er bóndasonur úr Eyjafirði.
Hann er fráskilinn og á þrjú
börn.
nýtt til ferðamennsku og tekju-
öflunar. Samtökin voru ekki
stofnuð fyrr en eftir að búið var
að samþykkja nýju lögin, en eftir
er að ganga frá þeim málum og
breyta skipuiags- og bygginga-
lögum.
Þessi mál er nú á borði hálend-
isnefndar, vænti ég, og við viljum
hafa þar áhrif, helst hafa fulltrúa
í nefndinni. Ég geri mér vonir
um að hlustað verði á okkar rök,
samtökin era fjölmenn. Við vilj-
um að skipulag á hálendinu verði
samræmt, litið á það sem heild.
Það má ekki verða bitbein í hags-
munagæslu sveitarfélaga.
Ég skal ekki segja hvort mikii
hætta sé á því, en alltaf er mögu-
leiki á að menn fari að deila, ef
ætlunin er að virkja, um það í
hvaða sveitarfélagi stöðvarhúsið
eigi að vera, hverjir skuli fá fast-
eignagjöldin og fleira.“
-Á að bæta vegakerfíð á fá-
förnum stöðum úti í
náttúrunni, t.d. með
hálendisvegum sem
hægt yrði að nota
allt árið?
„Nú verð ég aftur
að tala með fyrirvara vegna þess
að stefnan hefur ekki verið mörk-
uð. En við eigum að fara varlega
í þessu líka, vegirnir mega ekki
verða stór lýti í landslaginu. Veg-
irnir era náttúruvænir eins og
þeir era núna, að minnsta kosti
meðan menn halda sig við þá!“
- A þetta bara að vera auðvelt
fyrir þá sem eiga stóra jeppa?
„Það era nú til fleiri farkostir
til að ferðast með eins og lang-
ferðabílar og hestar, sem mikið
er farið að nota til ferðalaga, en
finna þarf eitthvert jafnvægi.
Þetta er eitt af stóra málunum,
aðgengið. Eftir því sem það er
auðveldara er oft hættara við að
staðir missi töfrana."
Áhersla lögð
á það sem
sameinar