Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnutækifæri
TIL SÖLU LJÓSASTOFA
á annarri hæð í fuilum rekstri á góðum stað í
Reykjavík, upplýsingar eingöngu á skrifstofu.
Seljendur athugið
♦ Vantar 70-100 fm skrifstofuhúsnæði á svæði
108 eða í nágrenni
♦ Verslunarhúsnæði 100-150 fm.
♦ Iðnaðarhúsnæði sem hægt er að breyta í búðir,
má vera í lélegu ástandi.
♦ Húsnæði fyrir auglýsingastofu ca 100 fm.
♦ Lóð fyrir atvinnuhúsnæði 500-1000 fm.
♦ Óskum eftir 500-700 fm skrifstofuhúsnæði á góðum
stað fyrir tannlæknstofur í Reykjavík.
Óskum eftir verslunar- og atvinnuhúsnæði á skrá.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SELJA
BÍLAHÚS GRAFARVOGS
Til sölu bílahúsnæði sem á að rísa við Bæjarflöt 6.
Áætlað er að selja húsnæðið fyrir eftirfarandi starfsemi:
Smurstöð. dekkiaverkstæði.
þvottastöð. bílaverkstæði.
réttinqaverkstæði.
— llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllilHIIIIIIIIM 1
' ^ fTl i “ ‘ rn ‘ rn " 1 J-p' j[|
Om Hh, i
19 CTBfS: ÖkPi
lP=rT' Kr
Húsið á að vera tilbúið til afhendingar í maí 1999.
Áhugasamir kaupendur eru hvattir til að hafa samband við
sölumann til að athuga þarfir ykkar á hönnun.
AKRALIND KÓPAVOGI
Atvinnuhúsnæði á tveim hæðum, sem er að rísa við Akralind.
Húsið skiptist í 12 einingar, 101 fm hvert bil. Stórar innkeyrslu-
dyr, sérinngangur, lofthæð neðri hæðar 4,5 m og 4 m efri hæð.
Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til málningar að innan.
Lóð malbikuð og fullgerð.
ATH. Góð fjárfesting, aðeins 5 bil efitr,
gott langtímalán
getur fylgt.
ísak Jóhannsson.
Sölustjóri atvinnuhúsnæðis.
GSM 897 4868.
FASTEIGNASALAN
f r Ó n
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI
SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 533 1313 FAX 533 1314
Opið virka daga 9-18.
Laugard. og sunnud. 11-15.
Iwww.fron.is - e-mail: fron@fron.isl
NEYTENDUR
Islenskar kanín-
ur bætast á
matseðilinn
KANÍNUKJÖT er nú á boðstólum
í verslunum Nýkaups samkvæmt
upplýsingum frá Árna Ingvarssyni
hjá Nýkaupi. „Kanínurnar eru
ræktaðar hér á landi, en þetta kjöt
hefur ekki verið á boðstólum á ís-
landi svo að neinu nemi þar til nú
og er þetta kærkomin tilbreyting
og viðbót við það kjötúrval sem hér
býðst,“ bætir Árni við.
Árni bætti við þetta, að best
væri að hluta kanínurnar í hæfilega
bita áður en þær væru eldaðar.
Hér fer á eftir, svona til gamans,
uppskrift sem hentar kanínukjöti
vel, en Árni gat þess í leiðinni að
flestir kanínukjöt hentaði prýði-
lega í flesta kjúklingarétti, og að ís-
lenskir matreiðslumenn segðu
margar leiðir til að elda kanínu-
kjöt. Uppskriftin sem hér fer, er
eftir Sigurð L. Hall sjónvarpskokk
með meiru.
Hráefnið
Fyrst er að nefna, að uppskriftin
miðast við fjóra. Þá er það hráefnið:
Ein kanína, hlutuð í átta bita.
Þíjár matskeiðar hveiti.
Ein matskeið ólífuolía.
Ein matskeið smjör.
150 grömm af sveppum sem skorn-
ir eru í bita.
Átta sneiðar beikon, skorið í bita.
Eitt til tvö stykki af rauðlauk sem
skorinn er í sneiðar.
Einn desilítri hvítvín sem þarf alls
ekki að vera áfengt.
Tveir desilítrar af kjötsoði.
Lítið búnt af timian.
Þrjú til fimm lárviðarlauf.
Einn og hálfur til tveir desilítrar af
rjóma.
Tveir hvítlauksgeirar, lítið búnt af
steinselju og ein teskeið af rifnum
sítrónuberki saxað fínt saman
og loks pipar og salt úr kvörn.
Og hvað svo?
Það sem á að gera er eftirfar-
andi: Veltið kanínubitunum upp úr
hveitinu. Bræðið saman olíuna og
smjörið á djúpri pönnu. Saltið og
piprið kjötið og brúnið við miðl-
ungshita. Þegar bitarnir eru orðnir
vel brúnaðir á öllum hliðum skulu
þeir látnir í eldfast form og settir
til hliðar. Ekki þvo pönnuna. Á
sömu pönnu, brúnið sveppi, beikon
og rauðlauk. Hellið hvítvíni og síð-
an kjötsoði yfir grænmetið á pönn-
unni og látið sjóða vel saman. Strá-
ið timiangreinum og lái-viðarlaufi
yfir kjötið og hellið sósunni af
pönnunni. Að síðustu er rjómanum
hellt yfir. Látið í 140 gráða heitan
ofn og bakið í hálfa aðra til tvær
klukkustundir. Þegar rétturinn á
eftir 20 til 30 mínútur skal hann
tekinn út og hökkuðum hvítlaukn-
um stráð yfir.
Svo mörg voru þau orð.
Vönduð
dagatöl og jólakort
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snorrabraul 54 (£)5Ó1 4300 ['„’&l 4302
^mb l.i is
ALLTAf= eiTTHXSAÐ A/ÝTl
Til sölu
Borgnesingar
kynna sér
framboðið á
Búmannsdögum
Markaðsráð Borgfirðinga stendur
að svokölluðum Búmannsdögum í
Borgarnesi dagana 3.til 5. desem-
ber næst komandi. Þetta er hefð-
bundið átak Borgnesinga fyrir jol-
in að sögn Guðrúnar Jónsdóttur
framkvæmdastjóra Markaðsráðs
Borgfirðinga.
Að sögn Guðrúnar eru alls um
40 fyrirtæki sem veita ríkulegan
afslátt á vörum sínum og þjónustu.
„Þátttaka í átakinu meðal heima-
manna er mjög góð og þama kenn-
ir margra grasa. Meðal annars er
mikill afsláttur á matvöru sem
framleidd er í Borgarnesi, svo sem
kjöti og laxi. Sem dæmi um fyrir-
tæki sem veit afslátt þessa daga
má nefna hárgreiðslustofur, nudd-
stofur, dekkjaverkstæði, bifreiða-
verkstæði, byggingarvömverslan-
ir, matvöraverslanii’ og gjafavöru-
verslanir. Veitingastaðir taka
einnig ríkulegan þátt í átakinu
með sértilboðum á veitingum, svo
sem heitu súkkulaði og vöfflu með
rjóma, pizzum og fleira. Síðasti
Búmannsdagurinn, laugardagur-
inn ð.desember verður svo langur í
Borgamesi og bærinn verður ljós-
um skrýddur,“ sagði Guðrún.
Hugmyndin að baki Búmanns-
daga er að sögn Guðrúnar sú, að
það sé búmaðurinn sem fer
snemma að skipuleggja jólainn-
kaupin sín með hagsýni í huga.
Búmannsdagar vom fyrst haldnh’ í
Borgarnesi í byrjun desember
1993 og nú er svo komið, að sögn
Guðrúnar, að fólk reiknar með
þessu og kynnir sér framboðið á
Búmannsdögunum áður en það
byrjar á jólainnkaupunum.
Til sölu 87,5% af fasteigninni Höfðabakka 9, Rvík,
bogahús ásamt bakhúsum.
Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 577 1100.
... __________ ^™”™8***”*- - ..-- ...-.... iMHWMMi , ....