Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Forstöðumaður Verðlagsstofu Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð VALTÝR Hreiðarsson, forstöðu- maður Verðlagsstofu skiptaverðs, segir stofunna viðhafa vönduð vinnubrögð og vísar því fyrir sitt leyti á bug að seinagangur einkenni störf stofunnar. Eins og greint var frá í Verinu í gær gagnrýndi Guð- jón Ármann Einarsson, fram- kvæmdastjóri skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar, Verð- lagsstofu í ræðu sinni á formanna- ráðstefnu Farmanna- og fiski- mannafélags Islands í síðustu viku. Hlutverk Verðlagsstofu skipta- verðs er að fylgjast með fískverði og stuðla að eðlilegu uppgjöri á aflahlut fiskiskipa. Valtýr segir að frá því stofan tók til starfa 1. júní sl. hafi gögnum verið safnað og ver- ið sé að vinna úr þeim. „Nú hafa verið innheimtir á annað hundrað fiskverðssamningar og það gengur að mínu mati vel að vinna úr þeim. Það kemur engin sérstök niður- staða úr þeirri vinnu en þessi gögn munu liggja hjá okkur ef á þarf að halda,“ segir Valtýr. Verðlagsstofa hefur heimild til að vísa einstökum málum til úrskurð- arnefndar útvegsmanna sjómanna og hefur gert það í tvígang frá því stofan tók til starfa. Valtýr segir að deila megi um hvort slíkt teljist óeðlilega fá mál. „Við leggjum að- eins áherslu á að rökstuðningur okkar á málsskot til úrskurðar- nefndar sé sterkur. Við höfum verið að láta vinna fyrir okkur tölfræði- leg gögn sem síðan má hugsanlega nota í einstökum málum. Þetta tek- ur sinn tíma og við viljum ekki hlaupa af stað með upplýsingar sem síðar geta valdið írafári. Þessi vinna tekur ekki lengri tíma en ég bjóst við. Það er mikill misskilning- ur ef menn hafa haldið að Verðlags- stofa gerði kraftaverk. Málið er flóknara en svo.“ I ræðu sinni á formannaráðstefn- unni vék Guðjón m.a. að mismun- andi túlkun samtaka sjómanna og Verðlagsstofu á lögum um verksvið stofunnar. Valtýr segir sitt mat að þessi ágreiningur sé óverulegur og skipti ekki höfuðmáli í starfsemi Verðlagsstofu. Auka hrefnukvóta STJÓRNVÖLD í Noregi hafa ákveðið að leyfa veiðar á 753 hrefn- um á næsta ári. Inni í þeirri tölu eru 140 hrefnur, sem ekki náðist að veiða á fyrri vertíðum. Kvótinn í fyrra var 671 hvalur, en alls veidd- ust 624 dýr. Jan Kristiansen, formaður norsku hvalveiðisamtakanna, Norge smaahvalfangerlag, segir að þetta sé allt of lítill kvóti. Hvalveiðimenn hafi búizt við mun meiri kvóta enda sé það í samræmi við tillögur vís- indamanna. Tveir hrefnustofnar eru nýttir í Atlantshafinu, stofninn í austurhlutanum er talinn vera um 184.000 hvalir og 72.000 hvalir á miðju hafinu. „Miðað við viðkomu hrefnunnar og lágmarks vöxt upp á 1 til 2% ætti kvótinn að vera þrisvar sinnum meiri en nú verður leyfilegt eða um 2.000 dýr. Það hefur verið talið að hvalir og selir éti jafnmikið af fiski og veiðar skili á land. Bæði hvalir og selir eru hluti lífkeðjunnar í hafinu eins og fiskarnir og það verður að nýta þessar auðlindir eins og aðrar í hafinu til að viðhalda jafnvægi í líf- keðjunni," segir Kristiansen. Morgunblaðið/Sigurgeir SIGURÐUR Einarsson, framkvæmdasljóri ísfélagsins, ræsir nýju verksmiðjuna, en hún er tölvustýrð. ^ Fiskimj ölsverksmiðj a Isfélagsins endurbyggð ISFÉLAG Vestmannaeyja hefur endurbyggt fiskinyölsverksmiðju sína frá grunni og er vinnsla hafin á ný eftir langt hlé vegna endurbót- anna. „Með þessari endurbyggingu erum við í fremstu röð í fiskimjölsiðnaðinum og getum framleitt hágæða nyöl án mengunar og lyktar," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri ís- félagsins, í samtali við Verið. Verksmiðja ísfélagsins var orðin gömul og úr sér gengin, byggð á árunuin 1964 til 1965. Meng- un frá henni var nokkur og því aðeins brætt á veturna til að minnka lykt frá verksmiðjunni. Nú er hægt að viiuia allt árið án lyktar og mengunar og bætir það rekstrargrundvöll verksmiðjunnar venilega að sögn Sigurðar. Fyrir hágæðanyölið fæst hærra verð, afköstin aukast úr 600 tonnum í 900 á sólarhring, nýting eykst, orkunotkun minnkar og færri menn þarf við daglegan rekstur en áður. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 600 milljónir króna, en innifalið í því er nýtt hús og megnið af vinnslu- búnaði verksmiðjunnar. viðskiptatölvur Tilboð í desember Dell OptiPlex™ GX1 InteÞPentium® II örgjörvi 350MHz eða 400MHz 64 MB minni (100 MHz ECC SDRAM)* 6,4 GB diskur 17" skjár • 2xAGP 4MB skjákort 3Com FastEtherlink XL 10/100 netkort 400 MHz Verð kr. 149.900 stgr. m. vsk* 350 MHz Verð kr. 136.500 stgr. m. vsk * Dell OptiPlex™ G1 InteÞCeleron® örgjörvi 333MHz 128KB skyndiminni • 32 MB minni • 4,3 GB diskur 15" skjár • AGP 2MB skjákort 3Com FastEtherlink XL10/100 netkort Verð kr. 109.900,- stgr. m. vsk * pentium’Q OptiPlex™ með Intel® Pentium®ll örgjörvum Dall. Dell merkið og OptiPlex™ eru skrásett vörumerki Dell Computer Corporation. Intel® inside merkiö og Intel® Pentium® eru skrásett vörumerki og MMX er vörumerki Intel® Corporation. <S3> EJS hefur hlotiö Tick-IT vottun á sviöi þjónustu og hugbúnaðargeröar. Unnið eftir ISO 9001 gæöakerfi. Grensásvegi 10 • Sími 563 3050 • Fax 568 7115 http://www.ejs.is • sala@ejs.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.