Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Smekkleysa KVIKMYNPIR Stjörnubfó ng Laugurásbfó BLADE ★ Leikstjóri: Stephen Norrington. Handritshöfundur: David Goyer. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Stephen Dorff, Nebushe Wright, Tracy Lords og Kris Kristoffer- son. New Line Cinema 1998. PESSI bíómynd fjallar um hinn mennska Blade sem er einnig af vampírukyni og er leik- inn af Wesley Snipes. Hann er samt góði karlinn sem vill koma í veg fyrir að vampíi-urnar yfíi-taki heiminn og berst því af fullum krafti gegn þessum óvættum. Því miður er Blade afskaplega leiðinleg kvikmynd og svo ófrum- leg að hún er farin að reyna á þol- rifín eftir fimmtán mínútm-. Það væri þó íyrirgefanlegt ef hún væri ekki svona hryllilega mikil smekkleysa. Söguþráðurinn er gamall og útþynntur og atriðin felast að mestu leyti í subbulegu og grófu ofbeldi sem er afskap- lega þreytandi til lengdar þegar ekkert annað er að byggja á. í öðrum eins höi-mungum er ekki hægt að ætlast til að per- sónusköpunin sé til fyrirmyndar og sú er ekki raunin. Leikstjórnin er eftir því, og leikarar sem geta verið báðum megin línunar eiga sér ekki viðreisnar von. Snipes hefur stundum verið býsna sterk- ur, en sem Blade er hann ofur dramatískur. Til að vera meira ógnvekjandi dýpkar hann í sér röddina, það kemur bæði hall- ærislega og vandræðalega út. Kr- is Kristofferson er ekki leikari, en hefur visst útlit sem sumir sjá eitthvað við. Það þarf að stjórna honum mjög vel til að hann hon- um takist að standa sig sæmilega, og hann hefur oft gert betur en nú. Eg hef ekki séð hinn unga og snoppufríða Stephen Dorff gera neitt stórkostlegt hingað til, en það er aldrei að vita nema hann eigi eftir að sanna sig sem góður leikari, en það tekst honum ekki í Blade. Eg verð að segja að mér fannst danstónlistin ekki slæm. Einnig var ekki sem verst þegar Blade var að sjúga blóðið úr vinkonu sinni undir lokin. Það var býsna kynferðislegt eins og góð blóðsuguatriði eiga að vera. Og þá er það jákvæða upptalið. Blade gekk víst ágætlega í Bandaríkjunum, en mér fínnst það mjög alvarlegt ef raunin verður sú sama hér á iandi. Hver getur mögulegt haft gaman að þessum ómerkiiega subbuskap? Hildur Loftsdóttir Leirker með gamla laginu MYIVPLIST Listasafn ASÍ LEIRLIST SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Aðgangseyrir 200 kr. Til 6. des. 1 i Fréttir á Netinu ^mbl.is /KLLT/Kf= eiT~TH\SAÐ NÝTl TVÆR sýningar sem nú eru í gangi eiga ýmislegt sammerkt og það er því við hæfi að fjalla um þær í sömu andrá. Báðar eru þær leir- listasýningar, aðferðin er nokkurn veginn sú sama, stíllinn og efnis- tökin ekki ósvipuð og báðir sýnend- ur hafa leitað leiðbeiningar hjá sama lærimeistara. Eg veit ekki betur en að það sé tilviljun að sýn- ingar þeirra Sigríðar Ágústsdóttur, sem sýnir í Listasafni ASí, og Magnúsar Þorgn'mssonar, sem sýnir í Stöðlakoti, skuli skarast. En fyrst svo er þá er áhugavert og nánast óhjákvæmilegt að bera þær saman. Sigríður hefur fengist við leirlist síðan á áttunda áratugnum þótt hún hafi ekki sýnt hér á landi reglulega fyrr en í byrjun þessa áratugar. Hún hefur sótt námskeið í leirlist í gegnum tíðina, m.a. í Cambridge á Englandi, og þar hef- ur hún kynnst leirlistakonunni Ja- ne Perryman og notið leiðsagnar hennar. Perryman er ein af þeim sem hafa beint athygli leirlista- manna að og vakið áhuga þeirra á „frumstæðum" aðferðum í leir- keragerð. Aðferðin er „frumstæð" að því leyti að leirkerin eru ekki rennd og þau eru brennd á frekar frumstæðan hátt. Á sýningunni hefur Sigríður komið fyrir gögnum sem gefa innsýn í vinnsluaðferðina, og er það þakkarvert. BOSCH Bílskúrshurðaropnari CMOÍB SHARR Faxtæki F1500 verð áður 21.900,- mm verð áður 39.900,- _r“^i BRÆÐURNIR [©lORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 20% afsláttur af öllum ryksugum,kafflkönnum,brauðristum,straujárnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indeslt Stöðlakot LEIRLIST MAGNÚS ÞORGRÍMSSON Opið alla daga frá 14-18. Til 13. des. FRÁ sýningu Sigríðar Ágústsdóttur. Leirkerin eru mótuð í höndunum og byggð smám saman upp með því að bæta við ræmum af leir. Yfir- borðið er síðan sléttað og pússað. Það sem ljær aðferðinni þó sér- staka eiginleika er brennsluaðferð- in. Leirkerin eru fyrst hert í ofni, en síðan lögð í gröf eða ofn undir berum himni, eldiviði er hlaðið yfir og kösturinn brenndur. Reykurinn og sótið frá eldiviðnum gefur yfir- borðinu ákveðin litbrigði, sem oft eru tilviljunum háð. Sigríður ber leirlit á yfirborðið fyrir brennsluna og fær þannig fram hlýja jarðliti. Form leirkeranna er mjúkt, og ' yfírleitt aðeins ósamhverft, lokaðar kúiur, með mjóu gati efst, eða eins og ávalir fræbelgir með þröngum stút. Sumir vasarnir eru opnari, ýmist hringlaga eða ávalir. Yfír- borðið er að mestu ómunstrað, nema á nokkrum vösum þar sem eru lóðréttar rákir. Annars lætur Sigríður formlaus litbrigði leika um yfirborðið, og nær í sumum leir- mununum fram innri glóð sem virð- ist koma innan úr leimum sjálfum. Form leirkeranna býr yfir þokka og það er dýpt í fmlegum litbrigð- unum. Sign'ður heldur sig á vel- troðnum slóðum, því eftir þeim heimiidum sem ég hef getað aflað mér er formin og litbrigðin víða að finna hjá Perryman og lærisveinum (og -meyjum) hennar. Sigríður leit- ar sjálfsagt frekar eftir fágun en frumleika, og ég fæ ekki betur séð en hún hafi náð góðum tökum á handverkinu, sem skilar sér í vel gerðum hlutum. Fáguninni verða þó að fylgja persónuleg efnistök, annars er hætta á að hið óvænta og „frumstæða", sem tilheyrir aðferð- inni, stirðni og verði að lífvana íþrótt. Magnús Þorgrímsson hefur verið að viða að sér þekkingu og reynslu á árunum síðan hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1992. Þau Magnús og Sigríður eiga það sameiginlegt að hafa notið leiðsagnar Jane Perryman, en Magnús sótti námskeið hjá Perrym- an í sumar. Hvort sem það er ástæðan eða ekki eiga sýningar þeirra Magnúsar og Sigríðar ýmis- legt sameiginlegt, eins og áður sagði. Lýsingin á aðferðinni hér að ofan á líka við um leirmuni Magnús- ar að mestu leyti. Reyndar rennir Magnús einnig leirker og mótar þau í bland. Á sýningunni eru alls fjörutíu munir, skálar, vasar og stjakar. Mest áberandi eru belgvíðir vasar sem eru mjög áþekkir í forminu og vasar Sigríðar, og sumir nánast ná- kvæmlega eins. Meginmuninn milli þeirra er að finna í meðferð á yfir- borðinu. Magnús reynir að komast af með sem minnst í lit, hvítan lit leirsins og svartan lit reyks og sóts. Hann lætur hvítan leirinn halda sér og reynir að láta brunann teikna á yfirborð leirsins með reyk og sóti. Þannig fær hann fram frjálslegar og mjúkar línur, þar sem eldurinn og reykurinn virðast hafa gælt við yfirborð kersins. Það er því varla hægt að tala um munstur, en Magn- ús reynir þó að stjórna því hvernig bruninn leikur um yfirborðið og það er samspil og andstæður leirs og reyks sem er helsta sérkenni leir- munanna. Magnús hefur tæknina á valdi sínu, en hann er á varkárri braut og hefur ekki mótað með sér þroskað- an stíl og efnistök á þessu sviði. Verkin eru ekki öll jafn sannfær- andi og sýningin hefur yfirbragð söluútstillingar, því það eru fleiri munir tii sýnis en sýningaraðstaðan þolir almennnilega. Maður kemst ekki hjá því að taka eftir að Magnús hefur leitað fanga á svipuðum slóðum og Sigrlður. Leir- munir þeirra eru margir hverjir svo líkir að það er erfitt að gera upp á milli þeirra. Hér verður smekkvísi hvers og eins að ráða ferðinni. Helst má nefna að jafnvægið og samræm- ið í stíl Sigríðar er meira, og mun- irnir búa yfir meiri fágun og fín- leika, en Magnús tekur meiri áhættu í brennslunni og leyfir sér meiri leik með eldinn, enda nefnir hann sýningu sína „Leikur við eld“. Gunnar J. Árnason Opið: 10:00 - 18:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.