Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 45
44 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FIKNIEFNI MESTA SAMFÉLAGSMEINIÐ EITURLYF eru eitt mesta samfélagsmein vestrænna ríkja. Þau leiða til ótímabærs dauða fjölda fólks á öllum aldri og eyðileggja líf milljóna manna á Vesturlöndum. Til eitursins má rekja fjölda auðgunar- og ofbeldisglæpa. Skipu- lagður fíkniefnamarkaður leiðir að auki til skipulagðrar glæpastarfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum. Af þessum ástæðum má ekki slæva árvekni fólks gegn þessum vágesti og nauðsynlegt er að herða baráttuna gegn smygli á hvers konar eiturlyfjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa menn verið að halda fram þeim skoðunum að í nafni frelsis einstaklingsins ætti að leyfa hérlendis fíkniefni, svo sem hass og önnur kannabis- efni. Rök þeirra, sem vilja auka frelsið í fíkniefnum er að glæpum fækki um leið og þessum efnum yrði hleypt inn í landið og leyfð á þeim sala hérlendis. Þetta er hin mesta firra og það staðfesta reynslusögur annarra þjóða svo sem Hollendinga, sem gert hafa ákveðnar tilraunir í þessa veru. Ekki eru nema örfáir dagar frá því að svissneska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfir- gnæfandi meirihluta að leyfð yrði sala fíkniefna og mun það hafa verið skoðun margra þar í landi að með því að gefa fíkniefni frjáls yrði Sviss sem griðastaður fíkniefnaneytenda um alla Evrópu. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn skrif- ar svargrein við þeirri umræðu, sem verið hefur hér í Morg- unblaðinu, á fullveldisdaginn 1. desember. Hann segir: Eng- ar rannsóknir staðfesta að afbrotatíðni hafi lækkað með auknu frelsi til eiturlyfjaneyzlu. Þvert á móti hafa athuganir bent til þess að hún hafi aukizt. Hún er t.d. hvergi hærri í Evrópu en í Hollandi. Morð og manndrápstíðni er þar einna hæst miðað við íbúafjölda. Það sama átti við um Alaska, þeg- ar marijúana var lögleitt þar til reynslu. Þá jókst afbrota- tíðnin verulega. Sama reynsla er einnig frá Zurich og Sví- þjóð.“ KJÓSENDAFÆLIÐ VINNULAG NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar Félagsvísindastofn- unar Háskólans, sem fram fór dagana 21. til 28. nóvem- ber sl., sýna versnandi stöðu samfylkingar jafnaðarmanna, sameiginlegs framboðs Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Samtaka um kvennalista, í komandi kosningum. Það vekur athygli, að samfylkingin tapar 6 prósentustiga fylgi frá næstu skoðanakönnun á undan, fékk þá 22,3% stuðning en nú aðeins 16%. Það vekur og athygli að hún fær aðeins 7,7% stuðning hjá yngsta kjósendahópnum, fólki á aldrinum 18 til 24 ára. Staða hennar er sterkust meðal elztu kjósendanna. í aldurshópnum 60 til 75 ára nýtur hún stuðn- ings 24,5% kjósenda. Það er einkum tvennt sem veldur vantrú kjósenda. I fyrsta lagi handarbaksvinna við samsetningu og kynningu stefnuskrár samfylkingarinnar fyrr á þessu ári, sem lítt var til þess fallin að vekja traust'eða trúnað. í annan stað frá- hrindandi, innbyrðis átök um röðun á framboðslista, einkum í Reykjavík, þar sem „vinstri samstaða" hefur breytzt í ánd- hverfu sína. Samfylkingunni tekst efalaust að ná samkomu- lagi um framboðslista í höfuðborginni, en búast má við að að- dragandinn hafi haft og eigi eftir að hafa neikvæð áhrif á ímynd hennar í augum kjósenda. Fleira kemur til. Vinstri-sósíalistar, sem kusu Alþýðu- bandalagið, eru missáttir við ráðgerðan framboðssamruna með Alþýðuflokknum, samanber „rauð-grænt“ framboð Steingríms J. Sigfússonar og félaga. Þá bendir skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar til að ýmsir hægri jafnaðar- menn telji sig ekki eiga samleið með vinstri mönnum í þing- kosningum. Öldutoppur kjörfylgis A-flokkanna var fyrir tuttugu árum - árið 1978. Þá fékk Alþýðubandalagið 22,9% kjörfylgi og Al- þýðuflokkurinn 22% - samtals um 45% atkvæða. Öldudalur- inn er á hinn bóginn 16% fylgi sameiginlegs framboðs A- flokka og Kvennalista í skoðanakönnun í nóvember næstliðn- um. Þó ekki megi taka þennan samanburð of bókstaflega sýnir hann engu að síður að þeir, sem standa að samfylkingu jafnaðarmanna, hafa með handarbaksvinnu sinni og ósætti klúðrað málum svo að með ólíkindum er. Æ FLEIRI FATLAÐIR TAKA VIRKAN ÞÁTT í ÞJÓÐFÉLAGINU Morgunblaðið/Golli KRISTIN Jónsdóttir hefur gaman af að ferðast og fara í keilu. Myndin er tekin á heimili hennar. HARALDUR Ólafsson við jeppann sinn en hann ferðast um fjöll og firnindi þegar tækifæri gefst. Landssanitökin roskahjálp WfiiHiifn.. I Itilimitnl ’Miiinntt • iiintii v. imiit, K,„innitift, illtHilititt, iiiniinini} >/iiiiiiih < II iillllH t. iniiii i * ItlllltltHIU ' - iillitltllllli tti/tnmin/ii ' ÍiSiÍ1 ÞEGAR viðmælendur blaðsins, þau Kristín Jónsdóttir, Haraldur Ólafsson, Friðgeir Frið- geirsson og Sigríður Halla Jónsdóttir fæddust fyrir þremur til fimm áratugum, misjafnlega mikið fotluð, var ríkjandi sú hugmynd í þjóðfélaginu að þau væru best geymd inni á stofnunum, eins og Kópavogs- hæli og Skálatúni í Mosfellsbæ. Þar væri hægt að vemda þau fyrir samfé- laginu og ekki síst að vernda samfé- lagið fyrir þeim. I dag hafa þau hins vegar öll sýnt og sannað, hvert á sinn hátt, að þau vilja og geta tekið virkan þátt í sam- félaginu. Til að svo gæti orðið þurfti að vísu ákveðna viðhorfsbreytingu til málefna fatlaðra sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi en auk þess þurftu þau að hafa til að bera kraft, þrjósku, þor og bjartsýni. Skrefið út í samfélagið var erfitt, segja þau, en það tóku þau vegna einlægs áhuga á því að fá tækifæri til þess að nýta hæfileika sína til jafns við aðra og standa á eigin fótum úti í hinum stóra heimi. Við erum stödd í húsakynnum Þroskahjálpar þar sem Haraldur, Kristín og Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, ræða málefni fatlaðra. Hjónin Friðgeir og Sigríður Halla koma síðar eða að loknum vinnudegi hjá vinnustofunni As, vernduðum vinnu- stað. Friðrik vekur at- hygli á því hve langt þau Kristín og Harald- ur hafa náð þrátt fyrir fötlun sína. Þau em bæði hreyfihömluð, mismikið þó, og áttu framan af aldri ekki mikla von um að verða virk í samfélaginu. Að- stæður og umhverfið gáfu þeim alltént ekki þá von, enda lærði Kristín ekki að ganga fyrr hún var sjö eða átta ára og Haraldur skreið um gólf þar til hann var orðinn ung- lingur. Nú taka þau hins vegar virkan þátt í samfélaginu. Hún vinn- ur á þvottahúsi Hrafn- istu hálfan daginn og hann stundar nám í raf- eindatækni við Iðnskól- ann í Reykjavík. Bæði eiga þau sín áhugamál. Henni finnst gaman að fara til útlanda, stunda keilu og fara í bíó, en hann segist vera með bíladellu og keyrir á jeppanum sínum um fjöll og firnindi þegar færi gefst til. Þá hafa þau komið sér fyrir á sínu eigin heimili og leigja íbúðir sínar hjá Öryrkjabandalaginu. Skólar tóku ekki á móti fötluðum Kristín fæddist í Reykjavík fyrir bráðum þremur og hálfum áratug og segist hafa verið fjögurra ára þegar hún hafi fengið pláss á Skálatúni. I þá daga vom ekki neinar dagvistarstofn- anir í boði og því dvaldi Ki'istín á stofnuninni næstu fjórtán árin, þar sem hún fékk faglega umönnun og lærði m.a. að ganga. Hún fór hins Erfitt skref frá stofnun út í samfélagið Fatlaðir taka nú mun meiri þátt í samfélag- inu en oft áður. Þeir starfa á hinum almenna vinnumarkaði, stunda nám í framhalds- eða háskóla og sinna hinum ýmsu áhugamálum svo dæmi séu nefnd. I tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra ræddi Arna Schram við fjóra einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa dvalið inni á stofnunum stóran hluta ævi sinnar en eru í dag orðnir virkir þátttak- endur í samfélaginu, hver með sínum hætti. Morgunblaðið/Kristinn FJÓRMENNINGARNIR eru sammála um að viðhorf til fatlaðra hafi breyst á liðnum áratugum. Stand- andi eru hjónin Sigríður Halla Jöiisdóttir og Friðgeir Friðgeirsson. Fyrir framan þau eru Kristín Jóns- dóttir og Haraldur Ólafsson. vegar ekki í skóla fyrr en á fimmt- ánda aldursári, og þá í Öskjuhlíðar- skóla fyrir fötluð börn, „en fyrir þann tíma gátu engir skólar tekið við fötl- uðum bömum eins og mér“, segir hún. Haraldur tekur undir orð Krist- ínar og segist ekki heldur hafa getað byrjað í skóla fyrr en seint og um síð- ir eða þegar hann hafi verið átján ára. Haraldur er nokkrum árum eldri en Kristín og fæddist eins og hún í Reykjavík. Hann var hins vegar ekki nema þriggja ára þegar hann var fluttur á Kópavogshæli en skömmu áður hafði móðir hans látist. Þar ólst hann því upp og var kominn vel á þrí- tugsaldurinn þegar honum var boðið að flytja á sambýli með öðrum fötluð- um. Nokkrum ánim síðar flutti hann í sína eigin leiguíbúð. Kristín útskýrir að á sambýlum sé fötluðum m.a. kennt að sinna ýmsum heimilisstörfum, til dæmis að þvo þvotta og taka til. „Þetta geri ég reglulega heima hjá mér,“ segir hún, en Haraidur glottir og segir: „En ég svona einu sinni á ári.“ Þau hlæja bæði. Kristín heldur áfram og segist hafa verið rúmlega tvítug þegar henni hafi verið boðið að flytja á sam- býli og bendir á að hún hafi litið á það sem skref í þá átt að geta búið á sínu eigin heimili. Sá draumur hafi síðan orðið að veruleika nokkrum árum síð- ar. Kristín og Haraldur viðurkenna að það hafi verið svolítið erfitt að „koma frá stofnun út í samfélagið", eins og Haraldur orðar það. „Eg vissi í raun ekki hvað ég var að fara út í á þeim tíma þegar ég fór frá Kópavogshæl- inu yfir á sambýlið og þaðan í mína eigin íbúð,“ segir hann. Friðrik bætir því við að það hafi líka verið erfitt fyrir þau að læra að taka sínar eigin ákvarðanir. Haraldur tekur undir þetta en leggur áherslu á að hann sjái alls ekki eftir því að hafa tekið þetta skref. Kristín kinkar kolli og kveðst sama sinnis. Hafa áorkað ýmsu Við spjöllum áfram um líf þeirra fyrr og nú og í ljós kemur að þau hafa áorkað ýmsu sem margir töldu ómögulegt. Friðrik rifjar til dæmis upp fyrstu daga Kristínar í starfinu hjá Hrafnistu en þá fannst mörgum ólíklegt að hún ætti nokkurn tíma eft- ir að geta brotið saman handklæði vegna fötlunar sinnar. „Hún var hins vegar fljót að læra þá tækni sem henni hentaði best,“ segir Friðrik og Kristín bætir því við að nú sé hún bú- in að vinna þar í bráðum sautján ár. Talið berst einnig að því þegar Haraldur lærði á bíl og Friðrik bend- ir á að mörgum hafi þótt það glapræði á sín- um tíma. Haraldur var hins vegar ákveðinn og ökukennarinn gaf sam- þykki sitt eftir að kom- ið hafði í ljós að Harald- ur gæti vel ráðið við ökutækið. Hann tók bíl- prófið og hefur keyrt stórslysalaust eftir það. „Ég hef lent í nokkrum árekstram," segir hann aðspurður en tekur fram að þeir hafi verið minniháttar og enginn hafi slasast. Ekki fer á milli mála að Haraldur hefur mikinn áhuga á jeppum og segist reyndar alltaf hafa ver- ið haldinn einhverri dellu. Ef ekki jeppa- dellu þá talstöðvar- dellu. Þaðan hafi síðan áhuginn á rafmagni sprottið og nú hefur hann lært rafeinda- virkjun í Iðnskólanum í um tíu ár. Þegar hér er komið við sögu bætast þau Friðgeir og Sigríður Halla við hópinn. Þau hafa nokkuð svipaðan bakgrunn og Haraldur og Kristín en voru orðin aðeins stálpaðri þegar þau fluttu inn á stofnanir fyrir þroskahefta. Friðgeir á Kópavogs- hæli en Sigríður Halla á Skálatún. Seinna fóru þau á sambýli en upp úr því kynntust þau hjá sameiginlegum vini. Ekki leið á löngu þar til þau trúlofuðu sig og nú hafa þau verið gift í nokkur ár. Þau virðast ánægð saman og hafa keypt sína eigin íbúð á hinum almenna markaði, eiga sam- eiginleg áhugamál og fara oft, með svokölluðum liðsmanni sínum, í bíó, á kaffihús og á tónleika svo eitthvað sé nefnt. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 45, Gildistöku lagaákvæðis um þinglýstar eignaskiptayfirlýsingar frestað í þriðja sinn Um 800 yfírlýsingar staðfestar í borginni Útlit er fyrir að gildistöku lagaákvæðis um að þinglýstar eignaskiptayfirlýsingar skuli vera fyrir hendi við sölu á íbúðum í fjöleign- arhúsum verði frestað 1 þriðja sinn. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt til að enn verði frestað gildistöku ákvæðis laga um fjöleignarhús sem gerir það að skilyrði við þinglýsingu vegna sölu á íbúðum í fjöleignarhús- um að fyrir liggi þinglýst eigna- skiptayfirlýsing. Leggur félagsmála- ráðherra til að gildistöku ákvæðisins, sem taka átti gildi um áramót, verði frestað um tvö ár, til 1. janúar árið 2001. Málið var tekið fyrir á ríkis- stjórnarfundi í vikunni og samþykkt að vísa því til þingflokka stjórnar- flokkanna. Þetta mun vera í þriðja skipti sem gildistöku þessa ákvæðis laga nr. 24/1994 er frestað. Var gildistökunni fyi'st frestað til 1. janúar 1997 og síð- an aftur með lögum nr. 127/1996 til 1. janúar árið 1999 og var fresturinn og aðlögunartíminn ætlaður eigendum og húsfélögum til undirbúnings og viðkomandi stjómvöldum til fræðslu, kynningar og annarra undirbúnings- ráðstafana. Nú stendur til að fresta gildistökunni aftur um tvö ár í viðbót, þar sem komið hefur í ljós að þörf er á lengri fresti og hafa félagsmálaráð- herra borist erindi frá byggingarfull- trúanum í Reykjavík, Húseigendafé- laginu og Félagi fasteignasala af þessu tilefni. Þar er vísað til þess að með svipuðum hætti og árin 1996 og 1997 muni að óbreyttu skapast öng- þveiti á fasteignamarkaði og hjá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík taki lögin gildi um áramót- in. Frá því lög um fjöleignarhús og reglugerð á grundvelli þeirra tóku gildi og fram til 1. nóvember í ár hafa verið staðfestar um 800 eignaskipta- jrfirlýsingar í Reykjavík, sem er hálft sjöunda prósent af áætluðum fjölda þeirra sem gæti verið um 12 þúsund í Reykjavík, en þess má geta að áætlað er að um þrjú þúsund fasteignir séu seldar árlega í borginni. Hefði getað torveldað viðskipti Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, sagði að félagið hefði farið fram á þessa frestun vegna þess að embætti byggingar- fulltrúa hefði ekki annað að fara yfir eignaskiptayfirlýsingarnar. Því hefði það getað komið mjög illa við fast- eignaviðskipti ef fresturinn hefði ekki verið veittur og ekki yrði hægt að þinglýsa eignayfirfærslum í viðskipt- unum. Þetta hefði því getað spillt eðlilegum framgangi fasteignavið- skipta. „Það var mjög eðlilegt að við færum fram á frestun þegar við höf- um orðið varir við að það er tveggja til þriggja mánaða bið á þessum stöð- um eins og hjá byggingarfulltrúa eft-., ir afgreiðslu þessara eignaskiptayfir- lýsinga," sagði Jón. Hann sagðist líka telja það rang- látt að ákvæðið tæki eingöngu til þeirra sem ættu í fasteignaviðskipt- um, en ekkert væri rekið á eftir þeim sem væru ekki að selja sínar fast- eignir að gera slíkar eignaskiptayfir- lýsingar. Ætlunin með ákvæðinu væri að tryggja rétta eiganskiptingu innan fjöleignarhúsa, en á þessari eignaskiptingu grundvallaðist skatt- lagning meðal annars. Því væri ekki eðlilegt að ákvæðið tæki eingöngu til þeirra sem ættu í fasteignaviðskipt- um, heldur ætti það að taka til allra fjöleignarhúsa jafnt. Sagðist hann þess vegna vonast til að sá tími sem*- nú gæfist yrði vel notaður af öllum sem vissu til þess að eignaskiptayfir- lýsingar væru rangar og þær yrðu færðar til rétts horfs. injmi 'ííSSSsMC /jauaiB. Morgunblaðið/Einar Falur Landlæknir hvetur til sveigianleffrar stefnu í vísindarannsóknum Sem flestir fái möguleika SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir gerði stöðu vísindarannsókna hérlendis og framhaldsnáms að um- talsefni í hátíðairæðu þeirri sem hann flutti á fullveldisfagnaði stúd- enta við HÍ 1. desember sl. Hann sagði stjórnvöld verða að gæta þess að koma ekki strax fram með lítt sveigjanlega rannsóknarstefnu, þar sem ákveðið væri hvað styrkja skyldi og hvað ekki. I hátíðarræðu sinni við sama tækifæri ræddi Steingrímur Hermannsson meðal annars um mik- ilvægi mennntunar og landverndar, auk þess að leggja áherslu á um- hverfismálin í alþjóðlegu samhengi. Frumkvöðlar á ferð „Saga vísindarannsókna hérlendis er stutt, akurinn vart hálfsáinn, og mér finnst skynsamlegt að gefa sem flestum möguleika á að spreyta sig. Ef slíkri rannsóknastefnu hefði verið komið á hér fyrir 10-20 áram er víst að margir tómstundavísindamenn sem gegna fyrst og fremst öðru starfi eins og ég og margir mínir líkar hefð- um átt í erfiðleikum með að koma okkur af stað,“ sagði Sigurður. Hann sagði mikla grósku ríkja á sviði hug- og raunvísinda og tæki- færin væru ómæld, t.d. á sviði far- aldsfræði, lýðheilsu, erfðafræði, sjáv- arlíffræði, jarðvísinda, eldfjallarann- sókna, jöklafræði, nýtingar jarðhita o.s.frv. „I viku hven’i birtast greinar eftir íslenska vísindamenn í virtum, alþjóðlegum timaritum, um ýmis efni, allt frá genabreytingum í brjóstki'abbameini, sýklaónæmi, til- urð rústa á túndru til rennlis vatns undir jöklum, svo einhver dæmi séu tekin. Um 200 ágrip rannsókna eru kynnt á rannsóknaráðstefnu lækna- deildar sem haldin er annað hvert ár,“ sagði hann. „Rannsóknavirkni af þessu tagi hérlendis hefur ekki sprottið upp úr jarðvegi sem plægð- ur hefur verið og í sáð af öðrum. Flestir sem mest ber á í vísindarann- sóknum hérlendis eru frumkvöðlar hver á sínu sviði, fyrsta kynslóð vís- indamanna." Steingrímur Hermannsson sagði misskilning að Islendingar væru öðr- um þjóðum fremri í landvernd. „Því miður höfum við farið illa með landið. Við höfum eytt skógunum og glatað stórum hluta gróðurmoldarinnar. Því aðeins getum við gert kröfu til eign- arréttar á landinu að við förum vel með það og kappkostum að endur- heimta gæði þess,“ sagði Steingrím- ur. Virkja á með varúð „Við íslendingar eigum enn mikið af óspilltri náttúru. Það geta einnig orðið okkar dýrustu djásn. Það þýðir ekki að vatnsaflið megi ekki nýta, en það verður að gera af meiri varúð en fyrr. Eitt mikilvægasta verkefnið, sem blasir við okkur Islendingum nú, er að ná sáttum um skynsamlega nýt- ingu hálendisins og framsýna stefnu í umhverfismálum." Hann gerði upplýsingabyltinguna að umtalsefni og kvaðst efins um að íslendingar væru í raun læsir og skrifandi á tungu upplýsingatækn- innar. „Það er ekki nóg að kenna börnum í dag að lesa og skrifa ís- lenskt mál. Þau þurfa að læra tungu- tak hátækninnar," sagði hann. „Ég hygg að skortur á nauðsynleg- um tækjabúnaði hái kennslu allt frá grunnskóla í háskóla.“ Steingrímur nefndi Háskóla Islands í því sam- bandi. „Af kynnum mínum af verk- fræðideild Háskóla íslands og verk- fræðinámi erlendis er mér ljóst, að mjög er nauðsynlegt að bæta og styrkja tækni- og raunvísindanámið í landinu. Við í [ráðgjafarnefnd við verkfræðideild HÍ] teljum að sam- eina beri tækni- og verkfræðinám í einum allsjálfstæðum háskóla en þó innan vébanda Háskóla Islands. Þann skóla þarf að tengja atvinnulífinu bet- ur en nú er,“ sagði Steingrímur. *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.