Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 49
Mai-ía Bjarnadóttir fæddist og ólst
upp á Akureyri umkringd fjörugum
systkinum, góðum foreldrum, vinum
og félögum. Jafnan minntist hún upp-
vaxtarára sinna með sérstakri gleði
svo maður fékk á tilfinninguna að þar
hefði allan tímann verið gott veður og
allir alltaf í góðu skapi. Nýlega vorum
við hjónin og Sigurjón, tengdasonur
Maríu, að virða fyrir okkur af svölum
Hótels KEA húsið þar sem Bjami frá
Unnarholci og Solveig kona hans
bjuggu og ólu upp sex börn sín, son-
inn Einar og dætumar fímm, Unni,
Kristínu, tvíburana Maríu og Guð-
rúnu og Guðfinnu. Við það minntumst
við ft'ásagna Maju og lýsinga á ýms-
um atvikum, orðum og gjörðum frá
æskuárum.
Ung að árum kynntist hún Arnold
Henckell og þau gengu í hjónaband
og settust að í heimaborg hans,
Hamborg. Þar áttu þau góða daga,
María kunni vel við sig og naut lífs-
ins. Svo fæddust dæturnar, Helga
Guðrún 1937 og Hilde Sólveig 1939.
Oft sagði hún okkur frá lífinu í
Hamborg fyrir stríð, frá görðum og
gróðri, fegurð borgarinnar, góðu
veðri, kaffíhúsum o.fl. - en hún var
mjög hrifin af borginni - frá tengda-
foreldrum sínum og öðru venslafólki
sem hún hafði bundist vináttu- og
tryggðaböndum. Ekki furðar mann
heldur á því að þau hafi hrifist af
þessari fjörugu og fallegu stúlku úr
norðrinu, því María var heillandi
manneskja.
Svo skall stríðið á og allt breyttist,
heimilisfaðirinn var kallaður í herinn
og þar kom að Hamborg varð skot-
spónn loftárása. „Arið 1943 fluttist ég
ásamt tveimur dætrum mínum í hús
tengdaföður míns, sem þá var orðinn
ekkjumaður. I júlí sama ár hófust
loftárásirnar á Hamborg fyiú' alvöru.
26. s.m. vaknaði ég kl. 12.15 eftir mið-
nætti við það, að merki var gefið um
loftárás og um leið heyrði ég
sprengju falla í nági-enninu. Eg
fleygði aðeins yfir mig baðkápu og
flýtti mér allt hvað af tók niður í loft-
vamarskýlið í kjallara hússins ásamt
dætrum mínum báðum, 6 og 4 ára, og
tengdafóður mínum sem var mjög lítt
klæddur, en telpurnar voru berfætt-
ar og aðeins í náttfótum. - Að vörmu
spori féll fyrsta sprengjan á húsið og
rétt á eftir önnur til. Féll þá húsið til
grunna nema sá hluti kjallarans, sem
loftvamarskýlið vai’ í. Ljósin slokkn-
uðu, vatnsleiðslur sprungu og vatnið
flóði út úr leiðslunum. Er við áttuð-
um okkur nokkumveginn, sagði
tengdafaðir minn, að við myndum
vera grafin lifandi og yrðum að bíða,
þar til okkur bærist hjálp að utan.
En ég gat ekki beðið aðgerðalaus og
fór strax að leita að útgöngu. Tvenn-
ar dyr voru á þessum kjallarahelm-
ingi, en rústirnar höfðu lokað þeim
báðum, svo ókleift var að komast þar
út. Eg tók því það ráð að þreifa með-
ft’am veggjunum, til þess að leita að
einhverri smugu og fann ég þá uppi
undir lofti gat, sem hægt var að
skríða út um. Gátum við með miklum
erfiðismunum smogið þar út og
klifrað yfir rústimar, en svo var illt
yfiríerðai', að við voram hálftíma að
komast til kunningjafólks okkar, sem
bjó í húsi einu 4 mínútna gang frá
okkar húsi. Hjá þessu kunningjafólki
mínu vorum við það sem eftir var
nætur, en morguninn eftir urðum við
að leita eitthvað annað, því þar var
ekki mat eða drykk að fá og öll vor-
um við fatalaus. Þennan morgun birti
aldrei af degi, því að borgin viríist öll
brenna og niðamyrkur var af reykn-
um allan daginn. Ég var berfætt, því
ég hafði misst morgunskó þá, er ég
hafði á fótunum, og varð nú að leita
mér að einhverju til að ganga á. Að
síðustu fann ég í einhverjum rústum
barnaskó, sem ég gat smeygt tánum
í, og sömuleiðis barnavagn, sem ég
setti dætur mínar í. Um eiganda
hans var ekki spurt, enda efamál,
hvort nokkur hefði fundizt. Lögðum
við tengdafaðir minn svo af stað með
börnin í vagninum og var ferðinni
heitið til mágkonu minnar, sem átti
heima í útjaðri borgarinnar. Við
gengum í 6 klukkustundh- samfleytt,
þurftum að fara miklar kiúkaleiðir,
því fjöldi gatna var alveg ófær vegna
elds og rústa. A þessari leið bar
margt hræðilegt fyiár sjónir. For-
eldrar sem báru lík barna sinna, fólk
sem leitaði að sínum nánustu í rúst-
unum, hrúgur af líkum á götunum
o.s.ft'v. Að lokum náðum við th mág-
konu minnar.“
Þetta er hluti frásagnar Maríu
sem birtist í bókinni Lokuð sund.
Síðan segir hún frá dvöl þeirra
mæðgnanna í Meissen og nágrenni í
hálft annað ár, ævintýralegri för
þaðan með kolapramma niður Elbu
þegar Rauði herinn nálgaðist og
flóttamönnum að austan fjölgaði og
að lokum undankomu til Danmerkur
sem líka var eins og röð af hinum
ótiúlegustu tilviljunum og því líkast
að á dularfullan hátt væri haldið
verndarhendi yfn- þeim. En öll sú
saga lýsir líka þrautseigju, hug-
kvæmni og óbilandi kjarki Maju, því
það var eins og hún kynni ráð við
hverjum vanda.
Tveimur mánuðum eftir komuna
til Kaupmannahafnar fengu þær svo
far til íslands með Esju. Ekki er
erfitt að gera sér í hugarlund gleði
fjölskyldu Maju - sem hér hafði beð-
ið milli vonar og ótta - að hafa þær
mæðgur úr helju heimtar í orðsins
fyllstu merkingu.
Arið 1947 komst svo Arnold til Is-
lands, settist hér að og bjó til dauða-
dags. Fyrst bjuggu þau á Amt-
mannsstíg 2 en síðar á Hraunteig 20
og þar kynntist ég þeim þegar við
Hilde urðum skólasystur og vinkon-
ur. Þau kynni hafa verið mér dýr-
mæt þá rúma fjóra áratugi sem síð-
an eru liðnir.
Þau bjuggu sér gott heimili og
fagurt á Hraunteignum, sannkallað-
an gi-iðastað og unaðsreit. Þar var
Maja drottning í ríki sínu, þar ríkti
ástúðleg glaðværð og sérstakur
menningarbragur, einstök smekk-
vísi og göfugmennska til orðs og æð-
is. Þar var gestkvæmt, mikið rætt,
mikið hlegið, spilað brids, hlustað á
tónlist, yndislegar veitingar bornar
fram - og svo sé ég síðar að þarna
var verið að ala mann upp, veita
veganesti fyirir ailt lífið. f það hef ég
sótt lærdóm og gleði æ síðan.
Dæturnar tvær voru að vonum
yndi og eftirlæti foreldra sinna og
þau drógu enga dul á að þau vildu
búa sem allra best að þeim, styðja
þær til mennta og leyfa þeim að
kynnast og njóta alls þess sem þau
vissu best. T.d. fóru þau öll saman í
ferðalög um talsvert óvenjulegar
slóðir - en auðvitað voru þau þaul-
kunnug á meginlandi Evrópu og
vissu betur en ýmsir aðrir í þá daga
hvar var áhugavert að koma og
skoða.
Skugga dró fyrir sólu 14. apríl
1963 þegar Helga Guðrún fórst í
flugslysi við Ósló. Þá held ég að Maja
hafi verið sú sterkasta og stutt þau
Arnold og Hilde. Nokkrum áram síð-
ar fæddist önnur Helga Guðrán,
dóttir Hilde og manns hennar, Sigm'-
jóns Helgasonar. Gæddi hún tilveru
síns fólks lífi og lit. Bróðh' hennar,
Hjalti, kom svo í heiminn fimm áram
síðai' og birti þá enn. Litlu börnin era
nú orðin fullorðið fólk og oft minntist
Maja á það við mig hvað þau væra
óþreytandi að gera allt sem henni
mætti verða til gleði og hugnaðar.
Maja hélt reisn sinni og andlegum
kröftum til æviloka. Síðustu árin hafa
þó verið erfið. Arnold lést á nýársdag
1996. Þá var Hilde orðin veik þótt
dult færi og rámu ári síðar var hún
öll. Þótt óbærilegt væri bai' Maja það
af hetjulund eins og annað. Nú er hún
búin að kveðja okkur og ekki annað
eftii' en að þakka samverana, þakka
veganestið, þakka ógleymanlegri
manneskju fyrir að hafa verið til.
Við Vikar sendum Helgu, Hjalta
og Sigurjóni innilegar samúðar-
kveðjur, ennfremur eftMifandi
systrum Maríu, þeim Guðrúnu og
Guðfinnu, en það er nú svo með
þessar óvenju samiýndu systur að
sé ein nefnd koma hinar í hug.
Vilborg Sigurðardóttir.
María Bjarnadóttir Henckell,
Maja frænka, var tvíburasystir móð-
ur minnar, Guðránar. Þær voru
næstyngstar fimm barna þeirra Sól-
veigar Einarsdóttur og Bjarna Jóns-
sonar bankastjóra íslandsbanka þar
í bæ. Þær ólust ugp í borgaralegu og
hlýju umhverfi. Arið 1936 fóra tví-
burasysturnar í ferð til Evrópu til
þess að víkka sjóndeildarhringinn.
M.a. dvöldu þær í Hamborg þar sem
Maja kynntist verðandi lífsförunaut
sínum Ai'nold Henckell. Þau eignuð-
ust tvær dætur þær Helgu Guðrúnu
og Hilde Sólveigu og framtíðin virt-
ist björt og blómum stráð.
En enginn má sköpum renna.
Heimsstyi'jöldin síðari skall á með
ólýsanlegum hörmungum. Til er frá-
sögn Maju frænku þar sem hún á yf-
irvegaðan hátt lýsir skelfingarnótt-
inni 26. júlí 1943 en þessa nótt
hófust heiftarlegar loftárásir banda-
manna á Hamborg. Þessar árásir
beindust ekki síst að almennum
borgurum því sprengjuregnið dundi
á íbúðarhverfum og grandaði tug-
þúsundum manna. Maja frænka
komst ásamt dætram sínum og
tengdafóður í loftvarnaskýli í kjall-
ara húss þeirra. Tvær sprengjur
féllu á húsið og jöfnuðu það við jörðu
nema þann hluta kjallarans sem
skýlið var í. Ljósin slokknuðu,
vatnsleiðslur sprungu og rástirnar
lokuðu allri útgöngu. A ótrúlegan
hátt klifraði Maja upp vegg og
komst út um þrönga rifu uppi við
loft og gat náð fólki sínu út. Þau
voru öll í náttfotum einum klæða og
skólaus. Hún fann í nærliggjandi
rústum lítinn barnavagn og kom
dætrunum þar fyrir. Sjálf tróð hún
sér í barnaskó sem hún gat smeygt
tánum í en þá fann hún á götunni.
Þau biðu af sér nóttina, en næsta
dag, segir Maja, „birti aldrei af degi,
því borgin virtist öll brenna og niða-
myrkur var af reyknum allan dag-
inn“. Þá lögðu þau af stað fótgang-
andi, hún og tengdafaðirinn, með
dæturnar í barnavagninum. Var
ferðinni heitið til mágkonu Maju
sem bjó stutt fyrir utan Hamborg.
Margt hræðilegt bar fyrir sjónir á
leiðinni, foreldrar sem báru lík
barna sinna, fólk sem hljóp um í leit
að sínum nánustu og hrágur af lík-
um á götunni. Eftir sex klukku-
stunda göngu komust þau á leiðar-
enda. Næstu tvö árin má segja að
Maja frænka hafi verið á flótta með
dætur sínar tvær og sýndi hún þá
óbilandi kjark og ótrúlegan dugnað
við að komast fyrst til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til íslands með Esj-
unni árið 1945.
Fjölskyldan sameinaðist þó ekki
fyrr en árið 1947 þegar Arnold kom
til íslands og hér bjuggu þau síðan.
A síðastliðnu hausti var ég á ferð
með Maju frænku í Hamborg og var
áhrifamikið að ganga með henni um
slóðir þessara örlagaþrangnu at-
burða.
Örlaganornirnar yfirgáfu ekki
Maju þó að hún væri komin í frið-
sældina á íslandi því árið 1963 fórst
eldri dóttir hennar, Helga Guðrún, í
flugslysi við Fornebu-flugvöll í Ósló.
Það var Maju frænku hræðilegt
áfall. Á nýársdag árið 1996 dó
Arnold og rúmu ári síðar yngri
dóttirin, Hilde Sólveig. Lífið greiddi
Maju þannig mörg þung högg en
hún var eins og eikin, bognaði en
brotnaði ei og mætti öllu mótlæti af
mikilli reisn og hugprýði. Hún var
glæsileg kona, dálítið útlendingsleg,
hafði tígulega framkomu, hefði get-
að verið sögupersóna í bókum Tol-
stojs eða Dostojevskíjs, hún var
„aristokrat". Eftirlifandi aíkomend-
ur Maju eru barnabörnin Helga
Guðrún og Hjalti, börn Hilde og Sig-
urjóns Helgasonar.
Ég kveð Maju frænku með mikilli
virðingu og þakka samfylgdina.
Helga Hauksdóttir.
Hún Maja frænka er svo fín kona.
I mínum huga verður það alltaf
þannig. Ekki eitthvað sem tilheyrir
fortíð heldur bara er.
Það er bara skrýtið að maður hitti
hana ekki aftur hér. Ég hugsa svo
mikið um þegar við hittumst heima
hjá mér á Vesturgötu og fengum
okkur köku og kampavín og það var
svo gaman og við ætluðum alltaf að
endurtaka það.
„Grand“ er orð sem kemur einna
fyrst upp í huga minn þegar ég
hugsa um Maju frænku. Líka að hún
hafi alltaf verið dálítið útlensk ein-
hvern veginn, svona dökk í útliti og
með heimskonuyfirbragð og fram-
komu.
Hún hafði gengið í gegnum því-
líka og erfiða reynslu í lífinu að það
hlaut að gera hana öðruvísi og sveip-
aða einhvers konar leyndardómi.
Ég vona að þér líði vel, elsku Ma-
ja frænka.
Margrét Kristín Blöndal.
OSKAR
GÍSLASON
+ Óskar Gíslason
fæddist í
Reykjavík 29. júlí
1960. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 13. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Keflavíkurkirkju
20. nóvember.
Þegar við fréttum
að þú hefðir skyndi-
lega veikst og verið
fluttur á sjúkrahús
fylltumst við mikilli
örvæntingu og grétum mikið. Þá
hófst biðin langa, hvort þú sigrað-
ist á veikindunum eða ekki.
Þetta fannst okkur langur tími,
við biðum heima eftir góðum frétt-
um, við létum biðja fyrir þér og
gerðum allt sem við gátum til að fá
þig til baka. En svo var ekki. Við
fengum upphringingu frá Aðal-
björgu dóttur okkar og hún sagði:
Jæja mamma mín, hann Óskar er
dáinn. Ég grét í símann og sagði ég
trái því ekki Adda mín, er hann
Óskar minn dáinn. I því komu
Grétar og Guðmundur, eða Doddi
eins og við köllum hann. Þeir sáu
hvernig komið var og grétu sárt.
Óskar minn, ekki datt okkur í
hug að það yrði í síðasta skipti sem
við sæjum þig þegar þið Kristín,
Grétar og Gísli komuð í heimsókn
um daginn. Þá var ég með matinn
tilbúinn og bauð ykkur að borða en
þið vilduð ekki þiggja það í þetta
skiptið þar sem þið höfðuð ákveðið
að fara í bíó og bjóða strákunum
upp á pítsu. Þetta var í síðasta
skiptið sem við sáum þig. Á svona'
stundum fara margar hugsanir af
stað og hugsunin um að dóttir okk-
ar og drengirnir ykkar þurfí að
ganga í gegnum þessa miklu raun.
Þá rifjaðist upp fyrir okkur, þegar
við misstum nýfætt barn fyrir
mörgum árum. Þá var sagt við
mig: Vertu ekki að þessu væli, þú
átt þrjú börn fyrir. Okkur fannst
þessi setning ákaflega særandi, því
sársaukinn er sá sami, hvort sem
við eigum ekkert barn eða þrjú,
sorgin er sú sama en þetta eru orð
sem aldrei gleymast og enginn ætti
að segja.
Elsku Ki-istín, Grétar og Gísli,
við getum vel skilið hvernig ykkur
líður og við verðum að trúa því að
við hittumst öll aftur. Elsku vinan
okkar, við viljum gera allt sem við
getum til að styðja þig og drengina
í þessari miklu sorg og hugsum til
ykkar hverja stund. Ökkur finnst
þessi örlög ranglát og eigum erfitt
með að sætta okkur við fráfall
Óskars.
Frá því Óskar kom inn í fjöl-
skyldu okkar hefur alltaf farið vel á
með okkur öllum. Óskar var róm-
antískur og allar gjafimar sem
hann gaf Ki-istínu bera vott um það
hversu smekklegur hann var.
Okkur Grétari og Dodda þótti
alltaf svo vænt um þig, elsku Óskar
minn. Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa okkur ef við leituðum til þín
og framkoma þín einkenndist af
blíðu og ljúfmennsku.
Við viljum koma kæra þakklæti
til sr. Sigfúsar B. Ingvasonar, sem
var Ki'istínu og sonum hennar svo
góður í þessari miklu sorg. Hann
kom oft til þeirra og huggaði og
sefaði sorg þeirra.
Elsku Ásdís og Gísli, við vottum
ykkur innilega samúð við missi
elsta sonar ykkar. Megi góður guð
styrkja ykkur á raunastund.
Einnig langar okkur að senda
systkinum Öskai's og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Elsku Kiistín, Grétar og Gísli,
megi góði guð gefa ykkur styrk og
kraft í framtíðinni og vaka yfir
ykkur nótt og dag.
Þínir tengdaforeldrar
Sjöfn Georgsdóttir
og Grétar Hinriksson.
Óskar starfsbróðir
og góður vinur. Það er
erfitt að setjast niður
og ski-ifa grein eins og
þessa. Ég dofnaði all-
ur upp við símhring-
ingu að heiman frá
vinnufélaga mínum,
þar sem hann tilkynnti
mér að Óskar vinur
okkar væri látinn.
Þessu bjóst ég ekki við
og ósjálfrátt fer maður
að hugsa. Óskar, mað>-
ur á besta aldri, alltaf
hraustur bæði líkam-
lega og andlega.
Við Óskar unnum saman í 10 ár í
vaktavinnu hjá Eldsneytisafgreiðsl-
unni á Keflavíkurflugvelli og ég
man það eins og það hefði gerst í
gær, þegar við hófum störf þar
ásamt fleiri félögum. Við vorum ný-
liðar við þessi störf, en fengum
góða kennslu og leiðbeiningar við
afgi-eiðslu flugvélanna frá Baldri
Gunnarssyni, stöðvarstjóra. Seinna
kom að því að raða mönnum á vakt-
ir, og við Óskar völdumst saman.
Við áttum vel saman og fann ég til
mikils trausts að hafa hann mér vi^,
hlið. Árin liðu og við orðnir sjóaðir.
Þessi vinnustaður var góður, eins
og okkar annað heimili og stöðvar-
stjórinn alltaf eins og einn af okkur
og hefur alltaf reynst okkm' vel.
Óskar hafði mikinn áhuga á
körfubolta og fótbolta, bæði ís-
lenskum og enskum. Á laugardög-
um sátum við oft á kaffistofunni og
horfðum á enska boltann, hann hélt
mikið upp á Tottenham og spáðum
við oft í leikina og gæddum okkur á
einhverju góðgæti sem Óskai' hafði,
komið með að heiman frá henni
Kristínu sinni. Stundum var veisla
og þá sérstaklega þegar hún sendi
hann með eplakökuna. Hún var
alltaf frábær og það fékk hann að
heyra og þá varð hann nú hreykinn
af henni Kristínu sinni.
Öllum aðstandendum Óskars og
vinnufélögum votta ég samúð
mína. Ég hugsa til Kristínar, Grét-
ars og Gísla og votta þeim mína
innilegustu samúð.
Guð veri með ykkur og styrki
ykkur í þessari miklu sorg.
Gísli Garðarsson,
Tulsa, Bandaríkjunum.
Frág&ngur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfeet einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegi'i lengd, en aðrar gi'ein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanh' í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundai' eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.