Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 50
-50 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
DAVÍÐ ÓLAFSSON,
Hvítárvöllum,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
1. desember.
Vigdís Eiríksdóttir,
Ólafur Davíðsson, Þóra Stefánsdóttir,
Davíð Ólafsson,
Katrín Arna Ólafsdóttir,
Arnþór Ólafsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍS G. VIBORG,
Barmahlíð 36,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
1. desember.
Guðríður Þorsteinsdóttir,
Viðar G. Elísson,
Guðrún Elsa Elísdóttir,
Þorsteinn Elísson, Ásta Fríða Baldvinsdóttir,
barnabörn og langafabarn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRGVIN GUÐNASON,
lllugagötu 16,
Vestmannaeyjum,
sem lést á heimili sínu fðstudaginn 27. nóv-
ember, verður jarðsunginn frá Landakirkju
laugardaginn 5. desember kl. 14.00.
Erna Alfreðsdóttir,
Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir, Helgi Þór Gunnarsson,
Aðalheiður Björgvinsdóttir, Ómar Reynisson,
Guðný Björgvinsdóttir, Georg Skæringsson,
Sigfríð Björgvinsdóttir, Hallgrímur Gísli Njálsson,
Harpa Björgvinsdóttir, Ólafur Vestmann Þórsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA HJARTARDÓTTIR,
Vesturgötu 69,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 4. desember kl. 15.00.
Bjarni Magnússon,
Guðlaug Magnúsdóttir, Frank P. Hall,
Björg Magnúsdóttir, Örn Henningsson,
Magnþóra Magnúsdóttir, Árni Thorlacius,
Ingibjörg Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
KRISTJÁN PÁLSSON,
Hlíf 2,
Torfunesi,
lést mánudaginn 30. nóbember sl.
Útför hans fer fram frá ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 5. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hins lótna, er vin-
samlega bent á Sjúkrahús ísafjarðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
*
Guðmunda Jóhannsdóttir.
BJARNIKRISTINN
BJARNASON
+ Bjarni Kristinn
Bjarnason
fæddist á Ondverð-
arnesi í Grímsnesi
31. ágúst 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
22. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Dómkirkjunni 2.
desember.
Kveðja frá
Skógræktarfélagi
Reykjavíkur
Látinn er hér í bæ Bjarni K.
Bjarnason, fv. borgardómari og síð-
ar hæstaréttardómari. Þar fór ein-
lægur skógræktarmaður sem hann
var og mátti sjá hann á langri leið
vinna að hugsjón sinni á margvís-
legan hátt. Hann var kjörinn í aðal-
stjórn Skógræktarfélags Reykja-
víkur árið 1979 og sat þar til 1989
er hann lét þar af störfum vegna
embættisanna. Þar var Bjarni sí-
kvikur og glaður og flutti fjölda til-
lagna. Hann var ódeigur boðberi
nýrra hugmynda og að því leyti elt-
ist hann aldrei. Hann var vakinn og
sofinn í ræktun og kom upþ trjá-
lundum á ýmsum stöðum í Arnes-
þingi. Trén í Húnbogalundi á Laug-
arvatni og við Ashildarmýri munu
geyma nafn hans. Utan embættis
og funda var Bjarni einlægur og
vinfastur, sfleitandi og ungur í
anda, alltaf að finna eitthvað nýtt
að gleðjast yfir. Hann átti sér hug-
sjón, draum um nýtt land viði vaxið
og til dauðadags vann hann að upp-
fyllingu þess draums.
Skógi'æktarfélagið þakkar störf
hans og sendir fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
Asgeir Svanbergsson.
Eg varð fastagestur á heimili
þeirra Bjarna og Olafar fyrir tæp-
um sex árum, er leiðir okkar Tinnu
lágu saman. Aður en ég hitti
Bjarna í fyrsta skipti hafði Tinna
sagt mér, að ég mætti búast við lít-
ilsháttar yfirheyrslu
um ætt mína og upp-
runa. Ég gekk í gegn-
um þá prófraun og
ekki leið á löngu þar til
Bjarni var farinn að
reka mig á gat í þeim
efnum. Ættfræði var
aðeins eitt af áhuga-
málum Bjarna. Hans
stærsta hugðarefni var
auðvitað skógræktin,
sem hann sinnti af
rómuðum dugnaði.
Bjarni var ótrúlega vel
að sér á flestum svið-
um og fróðleiksfúsari
manni hef ég varla kynnst. Hann
var fljótur að seilast í uppflettirit ef
vafi lék á höndum um þau málefni
sem bar á góma.
Bjarni studdi ákaflega vel við
bakið á fólkinu sínu og hafði mikinn
áhuga á því sem það var að fást við.
Þeim eiginleika fékk ég að kynnast
í ríkum mæli og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Sérstaklega ánægjulegt finnst
okkur Tinnu, að Bjarni og Ólöf
skyldu geta heimsótt okkur til Mi-
ami síðastliðinn vetur. Þetta var
sérlega vel heppnuð ferð hjá þeim
hjónum og þá, sem endranær, fund-
um við hversu mjög þeim var annt
um okkar hagi.
Ég er afar þakklátur Bjarna fyr-
ir allt sem hann hefur gert fyrir
okkur Tinnu og kveð hann með
miklum söknuði.
Elsku Ólöf, þér sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Einar Scheving.
Þegar Bjarni K. Bjarnason er
kvaddur koma margar minningar
og tilfinningar upp í hugann. Mér
er efst í huga innilegt þakklæti til
Bjarna fyrir að hafa reynst dóttur
minni einstaklega^ vel undir öllum
kringumstæðum. I skjóli hans fann
hún traust og öryggi. Sterk réttlæt-
istilfinning hans hafði góð áhrif á
hana og Bjarni var henni mikilvæg
fyrirmynd um heiðarleika og
ábyrgð. Hann veitti henni gott
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. f>að eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, fóstur-
faðir og bróðir,
MAGNÚS GUÐLAUGSSON,
Hjallabrekku 3,
Ólafsvík,
og Lautasmára 3,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykja-
vík föstudaginn 4. desember kl. 15.00.
Lydía Fannberg Gunnarsdóttir,
Ómar Ingi Magnússon,
Óskar Örn Gíslason,
systkini og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
MAGNFRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
sem lést föstudaginn 27. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 4. desem-
ber kl. 13.30.
Stefán Sigmundsson,
Sigmundur S. Stefánsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir,
Kristófer V. Stefánsson, Alda Guðmundsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Pétur Önundur Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
veganesti fyrir lífið. Hann sýndi
mér einnig traust og velvilja og var
afar ráðagóður, fyrir það er ég
einnig þakklátur.
Það er því með miklum trega en
djúpu þakklæti sem ég kveð Bjarna
K. Bjarnason. Ég og fjölskylda mín
sendum Ólöfu og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð geymi Bjama K. Bjarnason.
Asgeir Haraldsson.
Kveðja frá Árnesingafélaginu
í Reykjavík
Þau sorgartíðindi bárust í síðast-
liðinni viku að Bjami Kristinn
Bjarnason hæstaréttardómari frá
Öndverðarnesi væri látinn. Bjarni
Kr. var einn af máttarstólpum Ár-
nesingafélagsins í Reykjavík í ára-
tugi. Hann gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir félagið, lengst af
sem ritari og sérlegur ráðgjafi um
gróður og tijárækt. Bjarni Kr. á
stóran þátt í gróðursetningu hinna
ýmsu tegunda trjáplantna í lundum
þeim austanfjalls sem Ámesingafé-
lagið hefur gengist fyiir að gróður-
setja í. Má þar nefna lundinn á
Þingvöllum og í Áshildarmýri á
Skeiðum.
Þegar ég kom í stjóm félagsins
fyrir nokkmm ámm hafði Bjarni
Kr. verið heiðursfélagi í nokkur ár
og var hættur opinberum trúnaðar-
störfum fyrii- félagið. Þó hafa fáir
verið virkari í félagsstarfinu undan-
farin ár en Bjarni Kr. og frú Ólöf
kona hans, og má nefna stóran þátt
þeirra í afmælishátíðinni miklu á
Áshfldarmýri árið 1996 er þau
gróðursettu fallega birkihríslu með
frú Vigdísi Finnbogadóttur, þáver-
andi forseta Islands. Bjarni lét ekki
þar við sitja heldur hefur reglulega
vitjað um hrísluna ásamt öðrum
gróðri og lifir hún góðu lífi í Vigdís-
arlundi. Ég vil þakka Bjarna
Kristni alla hans greiðasemi og
hvatningu við félagsstarf Árnes-
ingafélagsins hin síðari ár. Frú
Ólöfu og fjölskyldu sendum við fé-
lagsfólk innilegar samúðarkveðjur
og biðjum þeim Guðs blessunar.
Hjördís Geirsdóttir, formaður.
í gegnum árin hefur heimili
Bjarna og Ólafar alltaf verið staður
hlýju og vináttu í minn garð. Ég
tengdist Ólöfu og Bjarna sterkum
böndum strax í æsku í gegnum
Tinnu frænku. Sem smástrák tóku
þau mig með Tinnu á skíði í Skála-
fell og upp í sumarbústað að planta
trjám. Það var nú ekki lítið mál
með ærslabelg eins og mig, efast ég
ekki um að lítið hefur verið um
skipulagða gróðursetningu þá dag-
ana. Oft átti ég mikla fundi með
Bjarna í stofunni. Það var gaman
að rökræða við hann þó svo að yfir-
leitt hafi ég verið í hlutverki hins
hlustandi lærlings. Fyrir strákling
voru þessar stundir með Bjarna
stórar, maður var fullorðinn í stutta
stund, eða allt þar til Ólöf og Tinna
voru komnar á ,jæja...“-tóninn.
En allar leiðir liggja til Rómar...
Síðasti „stofufundurinn" okkar
Bjarna var rétt fyrir Rómarferð
þeirra hjóna í haust. Þar var ég á
heimavelli. Ólöf spurði mig um
Rómverja og bæjarlífið. Bjarni
meira um aksturs“menninguna“,
stjórnarfar og gróðurfar. Saman
létum við svo okkur dreyma um
fornmenningu Rómar, ævintýra-
heim Napólí og dulúð vatíkansins.
Ég votta Bjarna virðingu mína
og séndi fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Bárður Orn.
^li i m xx x x jy
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
u Sími 562 0200 .,
CIIIIIIIITTIH
H
H
H
H
H
H
H
H
H