Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 t>T
ATH
HÁRt
Sérfrœðingur frá
HALLDÓRIJÓNSSYNI
verður með hár-
greiningartœki og ráð-
leggur viðskip tavinurn
um val á sjampói
frá kl. 12-1S.
Noíið tœkifierið!
l'erið velkomin
VALHÖLL
hárgreidslustofa, Óðinsgötu 2,
101 Reýkjavík, sínii 552 2138
sœtír sofar
AÐSENDAR GREINAR
það heyrir fleiri en eina hlið á mál-
inu? Það má álykta sem svo að
skipuleggjendur fundarins hafi haft
það markmið að efla andstöðu við
áform um nýtingu orkulindanna en
forðast að leggja eitthvað það af
mörkum sem gæfi fundargestum yf-
irsýn til að byggja afstöðu sína á.
Framkvæmdastjóri fundarins í Há-
skólabíói, Kolbrún Halldórsdóttir,
svaraði því til þegar ég fór fram á
það við hana að ræðumaður frá
Landsvirkjun fengi að flytja 5 mín-
útna hugvekju um umhverfismál og
hálendið að það kæmi ekki til greina
því þetta ætti að vera „algjör hall-
elújasamkoma" (hennar orð). Er
baráttufundurinn þá farinn að snú-
ast um áróður og múgsefjun? Vilja
menn taka ákvarðanir um mikilvæg
málefni samfélagsins á grundvelli
skoðanamyndunar með þeim að-
ferðum? Umræða um virkjanir og
hálendið á ekki að fara fram í tóma-
rúmi frekar en umræða um önnur
mikilvæg samfélagsmálefni. Þess
vegna var ákveðið að Landsvirkjun
keypti sér pláss frammi fyrir alþjóð
í dagblöðum fundarhelgina. Og boð-
skapurinn var einungis sá að beita
ekki tilfinningunum af ofstopa held-
ur af skynsemi. Boðskapur Lands-
virkjunar í dag er: „Sá sem berst
við skrímsli ætti að gæta þess að
hann verði ekki sjálfur að skrímsli!"
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.
Opið: 10:00 - 18:30
Sá sem berst
við skrímsli...
VIÐBRÖGÐ við
auglýsingu þeirri sem
Landsvirkjun birti í
dagblöðum um síðustu
helgi hafa ekki látið á
sér standa. Sumum lík-
aði ekki boðskapurinn
og telja það ósvinnu að
fyrirtæki í opinberri
eigu leggi peninga í að
koma á framfæri boð-
skap um viðkvæmt
ágreiningsmál í samfé-
laginu. En hver var
boðskapurinn? Kjarni
hans var ekki annað en
þau gömlu sannindi að
tilfinningunum þurfi að
beita í hófi. Hverjum
lesanda er síðan eftirlátið að svara
fyrir sig hvort tilfínningar eða rök
skipti meira máli við ákvörðunar-
töku um virkjun fallvatna. Textan-
um fylgdu tvær myndir af Há-
göngusvæðinu fyrir og eftir að þar
myndaðist lón. Hugsanlega fer það í
taugarnar á andstæðingum virkjana
að sumum gæti þótt svæðið fallegra
með lóni en sandbleytum. En hvað
sem það nú er sem angrar fólk sýna
viðbrögðin að boðskapur auglýsing-
arinnar er augljóslega ekki léttvæg-
ur. Umræðan í kjölfarið bæði um
umhverfismál og málflutning
beggja aðila hlýtur að vera af hinu
góða og stuðlar að málefnalegiá
skoðanamyndun.
Hlutverk Landsvirkjunar sem
fyi-irtækis hefur m.a. verið að stuðla
að aukinni nýtingu orkulindanna í
samræmi við stefnu ríkisstjórna og
alþingis allar götur frá upphafi 7.
áratugarins áður en Landsvirkjun
var stofnuð. Er útilokað að opinbera
fyrirtækið Landsvirkjun geti með
réttu gegnt því hlutverki sínu með
því að birta auglýsingu í blöðum um
virkjun fallvatna? Ég leyfi mér að
fullyrða að flest opin-
ber fyrirtæki og marg-
ar stofnanir noti mun
rneiri fjármuni í aug-
lýsingar en Lands-
virkjun. Keypt auglýs-
ing villir ekki á sér
heimildir. Allir vita að
borgað er fyrir birt-
ingu hennar og menn
geta metið innihald
hennar á þeim grund-
velli. Þá er mikilvægt
að gera sér grein fyrir
að auglýsing Lands-
virkjunar var birt að
gefnu tilefni. Boðað var
til baráttufundar gegn
nýtingu orkulindanna
og fulltrúa Landsvirkjunar meinuð
þátttaka í honum.
Andstætt því sem segja má um
Er barátta fyrir jafn
góðum málstað og
verndun hálendisins
svo vafasöm, spyr
Þorsteinn Hilmarsson,
að fólki sé ekki
treystandi til að styðja
hana ef það heyrir fleiri
en eina hlið á málinu?
auglýsingar er „baráttufundur"
ekki endilega það sem hann er
sagður vera. Skipuleggjendur fund-
arins í Háskólabíói töldu að engin
sjónarmið önnur en þeirra eigin
ættu erindi þangað. Er barátta fyrir
jafn góðum málstað og vemdun há-
lendisins svo vafasöm að fólki sé
ekki treystandi til að styðja hana ef
Þorsteinn
Hilmarsson
Gíróseðlar Uggja frammi f
öllum bönkum, sparisjóðum
og á pósthúsum.
Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti
Gefum bágstöddum von
Dilbert á Netinu ^mbl.is
ALL.TAf= G/TTHWUD NÝTT