Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 62
S8 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þið vitið
og þið getið
ÞAÐ líður óðum að
afgreiðslu fjárlaga fyr-
ir næsta ár. Það fer
ekki milli mála að eftir
þeirri afgreiðslu verð-
ur tekið af mörgum,
ekki sízt þeim sem eiga
afkomu sína að miklu
leyti undir því komna
hversu endanlega þar
œrður málum ráðið.
Það er líka dagljóst öll-
um, ekki sízt þeim sem
málum stjóma, til
hverra þeir verða öðr-
um fremur að líta þeg-
ar þeir endanlega af-
greiða fjárlög næsta
ár.
Þegar öryrkjar fylktu liði með
logandi blys fyrir framan Alþingis-
húsið í þingbyrjun þá voru þeir að
freista þess að lýsa inn í hugskot al-
þingismanna til að þeir mættu hafa
raunsanna mynd af þeim lífskjömm
sem þeim er gert að lifa af og
ákvarðast að svo miklu leyti af
þeim hinum sömu og sitja á Alþingi,
imjm sem reynt var að upplýsa á
ahrifaríkan og prúðan hátt, ekki
bara þarna, heldur við svo ótalmörg
tækifæri að framhjá engum hefði
átt að fara. Eða hvað, getur það
virkilega verið að alþingismenn séu
svo slitnir úr tengslum við mannlíf-
ið í landinu að þeir viti ekki um hin
ofurkröppu kjör sem alltof margir
búa við og eru í órofatengslum við
ákvarðanir Alþingis, því þar ráðast
tölurnar, sjálfar afkomutölurnar, í
öllu þessu yfirfljótandi góðæri? Eru
menn þarna inni virkilega ekki
tebjnir læsir á annað en úrvalsvísi-
tölur verðbréfanna? Ég neita að
trúa fyrr en ég tek á
því þó hin símalandi
gróttakvöm mark-
aðsvæðingarinnar setji
margt mannlegt úr
skorðum. En ríkjandi
stjórnarmeirihluti sem
gumar af því að færa
allt til betri og bjartari
vegar verður einmitt
dæmdúr af því fyrst og
síðast hvaða kjör þeim
eru búin sem þeir hafa
svo afgerandi áhrif á
að sköpum skiptir. Or-
yrkjar bíða enn, en það
skulu menn vita að þol-
inmæði þeirra og þol-
gæði um leið em tak-
mörk sett.
Þeir vita að það kostar ekki nema
svo sem 1% fjárlagadæmisins að
lagfæra kjör þeirra veralega.
Er mögulegt að ykkur
þyki sanngjarnt og
sjálfsagt, spyr Helgi
Seljan, að góðærið
gangi hjá garði þeirra
sem mest þurfa á
góðum áhrifum þess
að halda?
Og þeir benda á örfá lýsandi
dæmi: Færið þið kjörin upp í þau
lágmarkslaun sem greidd em í sam-
félaginu og engum þykir ofrausn og
Helgi
Seljan
blessunarlega sárafáir þurfa að búa
við sér til lífsframfæris og ef þið
sýnið nú einhverja reisn þá farið þið
nú ríflega í þetta. Þið vitið hvort sem
er að hið opinbera fær mikinn meiri-
hluta þessa aftur í beinum og óbein-
um sköttum. Tvöfaldið þið svo frí-
tekjumarkið vegna vinnuteknanna,
því það mun einnig skila sér aftur,
bæði í krónum og ekki síður í mann-
legri hamingju. Og afnemið svo
tenginguna við tekjur maka, því það
vitið þið að er bæði mannréttinda-
brot og lögleysa.
Tvöfaldið þið svo vasapeningana
svokölluðu, enda vitið þið að það
kostar hreint smáræði þegar allt er
skoðað. Hættið þið svo að skerða
bætur einstæðra foreldra af þeirri
grátbroslegu ástæðu einni að þeir
hafi svo mikið fjárhagslegt hagræði
af börnunum. Hlálegt en grimmúð-
legt um leið. Og hættið þið svo að
taka skatt af þessum ofurlágu húsa-
leigubótum sem leigjendur búa við,
því ekki flýgur ykkur í hug að skatt-
taka vaxtabæturnar og ekki er svo
beysinn skatturinn af verð-
bréfagróðanum.
Og vitið þið svo bara hvað sem ég
svo sem veit þið vitið svona innst
inni. Þetta sem upp hefur verið talið
nær ekki nettó þessu eina prósenti
sem áður var talað um. Og finnst
ykkur nú ekki í alvöru talað að það
sé tilvinnandi fyrir ekki meira að
færa þessu fólki örlítið betri lífsaf-
komu? Finnst ykkur ekki jafnvel að
ekkert sannaði nú betur ykkar
margsögðu fullyrðingu um gósentíð
góðærisins?
Eða er mögulegt að ykkur þyki
sanngjarnt og sjálfsagt að það gangi
hjá garði þeirra sem mest þurfa á
góðum áhrifum þess að halda? Ég
neita að trúa þessu en ég bíð fjár-
lagaafgreiðslunnar og það sama
gera þúsundirnar sem stóðu á bak
við blysfarana í þingbyrjun. Þið eigi
valið.
Höfundur er frumkvæmdastjóri
Oryrkjabandalagsins.
Hafnarfjörður
Nýtt deiliskipulag, 1. áfanga nýbyggingarsvæðis í Ásum
í samræmi við gr. 25 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 er hér með auglýstur til kynningar
uppdráttur arkitektastofunnar Úti og inni og Landslagsarkitekta R. V. og Þ. H., dags. 19. nóvember 1998, að
deiliskipulagi 1. áfanga íbúðarsvæðis í Ásum, norðan Ástjamar í Hafnarfirði.
Á svæðinu er gert ráð fyrir 1. áfanga íbúðarbyggðar, 148 íbúðum í blandaðri byggð, sambýli fatlaðra,
leikskóla og náttúrustofu/fólkvangsmiðstöð.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjóm Hafnarfjarðar 24. nóvember 1998 og liggur hún frammi í
afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 2. desember til 30. desember 1998.
Ábendingum skal skila skrifiega til bæjarstjórans í Hafnarfirði, eigi síðar en 13. janúar 1999.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.
^ Skipulags- og umhverfisnefnd Hafnarfjarðar
SKOÐUN
Hörmungar í Hondúras
GETUR
ÞÚ HJÁLPAÐ
OKKUR?
HÉR STEND ég
mitt í hörmungunum
og trúi ekki mínum eig-
in augum. Hvernig get-
ur þetta gerst og á
svona stuttum tíma?
Allt farið.
Venjulega þegar
maður heyrir féttir og
sér myndir frá náttúru-
hamförum í fjarlægum
löndum hugsar maður:
Æ, aumingja fólkið,
þetta er hræðilegt og
stuttu síðar er það
gleymt. Það horfir
öðruvísi við þegar mað-
ur er staddur mitt í
hörmungunum þegar
fellibylur eins og Mitch leggur land-
ið manns gjörsamlega í rúst. Ég hef
búið frá því í lok júlí í Tegucigalpa,
höfuðborg Hondúras, þar sem ég er
skiptinemi í sjálfboðavinnu á vegum
AUS. Hér hef ég upplifað meiri
hörmungar en mig óraði fyrir ég
myndi nokkra sinni sjá í lífinu.
Það er ekki gaman að standa úti á
götu fyrir utan húsið sitt og horfa á
það sem áður var lítil saklaus lækj-
arspræna breytast í stórfljót á ör-
skömmum tíma og skola með sér
húsum, bílum, rafmagnsköplum,
ljósastaumm, brúm og öðra „laus-
legu“. Það var ótrúlegt hvað hækk-
aði hratt i ánni og þegar vatnið var
komið í næstu götu við mína var að-
eins um eitt að ræða; pakka öllu sínu
dóti og vera tilbúinn að koma sér í
burt. Til þess kom þó ekki. Við vor-
um mjög heppin og húsið mitt slapp.
Einhvern veginn var maður nógu
vitlaus að gera ráð fyrir að þegar
hætti að rigna og lækkaði í ánum
kæmist bara allt í lag og allt yrði
eðlilegt aftur. En svo einfalt er það
nú ekki. Hjá þeim sem vora svo
óheppnir að húsin þeirra fóru undir
vatn - en þó svo heppnir því þau
stóðu enn - tók við að moka út eins
til tveggja metra þykku lagi af
drullu úr ánum og þrífa. En það er
meira en að segja það að þrífa heilt
hús í borg þar sem
vatnsskortur er svo til
alger. Fyrst á eftir var
nánast ekkert vatn í
allri borginni, svo fóra
að opnast almennings-
kranar sumstaðar og
var þá rokið út með öll
flát sem fundust og
staðið í röð, jafnvel
tímunum saman, til að
ná í vatn. Allir stór-
markaðir voru nánast
tómir, engar mjólkur-
vörur vora til, ekkert
kjöt, ekkert grænmeti,
ekkert vatn og svo
mætti lengi telja. Ég
og mín fjölskylda lifð-
um fyrstu vikuna nánast eingöngu á
túnfiski og Tortillas.
Fljótlega var sett á útgöngubann
vegna mikillar glæpaöldu sem
fylgdi fast á eftir fellibylnum.
Stuttu síðar var bannað að selja
áfengi í landinu og svo mátti fólk að-
eins keyra bflana sína annan hvem
dag, þ.e. annan daginn bara bíla
sem hafa númer sem endar á 1, 3, ö,
7 eða 9 og svo næsta dag hina bíl-
ana. Fljótlega varð þó bensínlaust í
borginni svo ekki var ástæða til að
hafa áhyggjur af þessu. En þar með
lögðust líka niður strætisvagnasam-
göngur svo ekki var mikið farið út
úr húsi.
Meira en sjö þúsund látnir
og yfír tíu þúsunda saknað
Nú, rúmum máunði seinna, er
langt frá því að lífið sé orðið eðlilegt
héma aftur. Það mun taka
Hondúras marga áratugi að vinna
sig upp úr þessum hörmungum.
Meira en 1,3 milljónir manna misstu
heimili sín, þegar hafa fundist yfir
7.000 látnir og enn er um 10.000
saknað. Um 70% af allri uppskeru
eru ónýt og um 60% af vegakerfinu.
Alls staðar er verið að moka upp
hús, heil hverfi og jafnvel heil þorp
og bæi og stöðugt finnast fleiri og
fleirí látnir. Ómögulegt er að segja
Sigrún
Tómasdóttir
UNDIR-
FATALÍNA
Kringlunni
S. 553 7355
-/elina
ÆÉkJight
Fegurðin
kemur
innan fró
Vandaðar
innréttingar fró Belgíu ó verði
sem ekki hefur sést óður.
Ótal möguleikar!
VERSLUN FYRIR AUA!