Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 70

Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 70
f70 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ félagsmiðstöð aldraðra í Árskógum. Tímaritið Lifandi vísindi árs- gamalt 13. TÖLUBLAÐ tímaritsins Lif- andi vísindi er nýkomið út með fjölbreyttu efni. Meðal efnis má nefna greinina Ur myrkrinu í ljós- ið, sem greinir frá sérstakri með- ferð sem gæti hjálpað fjölda ein- hverfra til að ná bata. I kynningu á nýrri sjónvarps- tækni er fjallað um leysigeislasjón- varp, í annarri grein er fjallað um baráttu dýrafræðinga íyrir betra lífi mannapanna. í greininni „Við erum heimskari í fríunum" er greint frá þvi að heilinn skreppi saman þegar fólk er í fríi. Þá er fjallað um ótta sérfræðinga um að banvænn inflúensufaraldur geti verið á næsta leiti, sérstök grein er um kjamorkueðlisfræðinginn Ric- hard Feynman, sem hlaut Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði, fjallað er um námsráðgjöf Háskóla Islands og greinin Land i gylltum hlekkj- um fjallar um Burma, ríkasta og fátækasta ríki Asíu. » I þættinum Ný þekking er greint frá ormum sem berjast um karlkynshlutverkið og í greininni Ljósskin á húð getur bjargað næt- ursvefninum er sagt frá því að flugþreytu, svefnleysi og skamm- degisþunglyndi sé hægt að með- höndla með einfaldri ljósameðferð. Lifandi vísindi er 76 síður, prentað á afar vandaðan pappír og skreytt íjölda litmynda. Prent- vinnsla er unnin í Steindórsprenti Gutenberg og ritstjóri og ábyrgð- -armaður er Guðbjartur Finn- bjömsson. Aðventustund * í Arskógum AÐVENTUSTUND verður haldin í félagsmiðstöð aldraðra v/Árskóga föstudaginn 4. desember kl. 14. Þar verður m.a. kveikt á aðventu- kransi, hugvekja í umsjón Ólafs Skúlasonar, íyrrum biskups, böm úr Suzuki-tónlistarskólanum, flytja tón- list og Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona les jólasögu. Jólakaffihlaðborð verður í boði á 600 kr. Allir 67 ára og eldri velkomnir. ----------------- Fræðsla hjá fötluðum í DAG, 3. desember á alþjóðlegum degi fatlaðra, stendur FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - að kynningu á störfum og starfsviðum svæðisráða og trúnaðarmanna fatl- aðra. Fundurinn verður haldinn hjá Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22 og hefst kl. 20. Á fundinum munu kynna störf sín og svara fyrirspumum þau Halldór Gunnarsson formaður svæð- isráðs Reykjavíkur, Snorri Aðal- steinsson formaður svæðisráðs Reykjaness, Hrefna Haraldsdóttir trúnaðarmaður fatlaðra í Reykjavík og Bjami Þór Bjamason trúnaðar- maður fatlaðra á Reykjanesi. Fatlaðir og aðstandendur þeirra em hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér réttindi sín í lögum um málefni fatl- aðra. Aðild að FFA eiga: Landssamtök- in Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. -------♦-♦-♦------ Vistfræði íslenskra stöðuvatna Miðlægur gagnagrunnur I DAG dr. Sigurður S. Snorrason dósent við líffræðiskor HI halda fyrirlestur um miðlægan gagna- grunn um vistfræði íslenskra stöðu- vatna. I erindinu verður sagt frá sam- starfi fjögurra rannsóknastofnana um uppbyggingu miðlægs gagna- gmnns um vistfræði íslenskra stöðu- vatna. í gagnagmnninn hefur m.a. verið safnað upplýsingum um jarð- fræði og gróðurfar á viðkomandi vatnasviðum, eðlis- og efnaeiginleika vatnsins svo og gerð smádýra- og jurtasamfélaga í svifi og á botni. I erindinu verður greint frá notagildi gagnagmnnsins og tekin dæmi til skýringar. VETRARVINDAR 2 fyrir 1 á Vetrarvinda! KVIKMYNDAHATIÐ I HASKOLABIOI OG REGNBOGANUM 26. nóv.-16. des. Gegn framvísun þessarar auglýsingar býður Morgunblaðið lesendum sínum tvo miða á verói eins á kvikmynda- hátíðina Vetrarvinda sem haldin er í Regnboganum og Háskólabíói. Góða skemmtun! flárgasttMgtHfr 1 CCMpricikikl HASKÓLABIÓ Styrktu Götu- smiðjuna RYDENSKAFFI, umboðsaðili Ma- arud á íslandi, ákvað að senda ekki út jólakort þetta árið heldur láta þess í stað gott af sér leiða á jóla- hátíðinni. Á mánudaginn afhenti fulltrúi Rydenskaffis fulltrúa frá meðferðarheimilinu Götusmiðj- unni-Virkinu 100.000 króna ávísun til styrktar meðferðarheimilinu, sem sérhæfir sig í meðferð ung- menna í vímuefnavanda. Styrkur- inn kemur sér án efa vel þar sem meðferðarheimilið hefur enn ekk- ert öruggt fjármagn til reksturs- ins. FULLTRÚI Götusmiðjunnar- Virkisins, Marsibil Sæmunds- dóttir framkvæmdastjóri og fulltrúi Rydenskaffis, Baldur Árnason sölustjóri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ Kaffistofunni í Hafnarborg. Nýr rekstraraðili Kaffistof- unnar í Hafnarborg GUÐBJÖRG Ósk Friðriksdóttir hefur tekið við rekstri á Kaffistof- unni í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. I tilefni þessara breytinga hafa orðið smávægilegar breytingar, boðið verður áfram upp á tertur og smurt brauð en við bætast ýmsir smáréttir í hádeginu ættaðir frá Italíu svo sem pasta, ciabatta með léttsteiktu grænmeti og með súp- unni verða nýbökuð gerlaus brauð. Laugardaginn 12. desember nk. munu allir kórar Hafnarfjarðar allt frá yngstu deildunum í grunnskóla koma fram í Hafnarborg. Af því til- efni mun Kaffistofan bjóða upp á jólahlaðborð frá kl. 12-20 auk hefð- bundinna veitinga og verður þá kaffistofan opin fram eftir kvöldi. Einnig verður jólahlaðborðið 17. desember og opið til kl. 23.30. Að öðru leyti er Kaffistofan opin virka daga kl. 9-18 en lokað á þriðjudög- um. Opið er um helgar kl. 11-18. Þess má geta að Kaffistofan verður lokuð á milli jóla og nýárs eins og Hafnarborg. Þungar áhyggjur .ADALFUNDUR Landssamtaka heilsugæslustöðva haldinn í Reykjavík 20.11. ‘98 lýsir þungum áhyggjum yfir þróun mála í mönn- un læknishéraða á landsbyggð- inni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og lýsa samtökin sig reiðubúin til samvinnu við stjórn- völd um leiðir til úrbóta, þar sem málið er brýnt,“ segir í ályktun frá Landssamtökum heilsugæslu- stöðva. VÖRURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfiö. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKiSRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is Aðventustund SUNNUDAGINN 6. des. verður að- ventustund 1 kirkjunni kl. 16. Þar munu börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna helgileik og syngja. Barnakór kirkjunnar flytur söngleikinn „Hljóðu kirkjuklukkurnar". Stjórn- un og undirleik annast hjónin Sigur- óli Geirsson og Vilborg Sigurjóns- dóttir. Þá verður einnig almennur söngur þar sem sungin verða að- ventu- og jólalög. Strax á eftir aðventustundinni í kirkjunni verður gengið út á svæðið fyrir framan Landsbankann, en þar verður kveikt á jólatré sem er gjöf frá Hirtshals í Danmörku, sem er vinabær Grindavíkur. Hefst sú at- höfn kl. 17 með því að nýráðinn bæj- arstjóri, Einar Njálsson, flytur ávaip, barnakór og blásarar úr Tón- listarskólanum leika og syngja jóla- lög og jólasveinar koma og láta í sér heyra. Allir bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í þessum samverustundum í Grindavík á sunnudaginn. 0TRULEGA Verð kr. 290. Heildsala — smásala. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 TT S62 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.