Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 71
+
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 71*
MORGUNBLAÐIÐ
1 Jplasýning
Arbæjar-
safns 1998
|
i
1
Á ÁRBÆJARSAFNI stendur und-
irbúningur jólanna nú sem hæst.
Angan af hangikjöti, Iaufabrauði
og tólg fyllir vitin í Árbænum en
rauð jólaeplin og danska greni-
tréð skapa jólaandann í Suður-
götu 7, segir í fréttatilkynningu.
Sunnudagana 6. og 13. desem-
ber nk. gefst gestum tækifæri til
að upplifa undirbúning jólanna
eins og hann var í gamla daga í
sveit og bæ. Flest hús safnsins
verða opin, jólaskrautið er komið
upp úr kössunum, kerti, kramar-
hús, músastigar og margt fleira.
Búið er að kveikja á jólatrénu á
Torginu en auk þess er að finna
jólatré af öllum stærðum og
gerðum í húsum safnsins.
í Árbænum silja fullorðnir og
börn með vasahnífa að skera út
laufabrauð og eftir steikingu í
eldhúsinu er gestum boðið að
bragða á. Einnig verða steypt
tólgarkerti í skemmunni. Uppi á
baðstofulofti stendur jólaundir-
búningur sem hæst, þar er spunn-
ið, pijónað og jólaskór saumaðir.
Krakkar vefja jólatré lyngi og
jólasögur verða lesnar. I Hábæ er
boðið upp á hangikjöt, í Kornhúsi
er sýnt jólaföndur og í Miðhúsi
eru prentuð jólakort. Krambúðin
verður opin og í græna salnum í
húsinu Lækjargötu 4 má sjá jóla-
kort og jólaljós af ýmsu tagi á
nýrri jólasýningu safnsins en í
aðalsal er að finna líkan af Dóm-
kirkjunni eftir Axel Helgason
módelsmið. Dillonshús býður upp
á Ijúffengar veitingar, m.a. heitt
súkkulaði, randalínur og heima-
gerðar jólasmákökur.
TÓLGARKERTI verða m.a.
steypt á jólasýningu Árbæjar-
safnsins.
Kl. 14 verður messa í gömlu
safnkirkjunni frá Silfrastöðum í
Skagafirði og kl. 15 syngja skóla-
börn jólalög á Torginu. Síðan
verður dansað í kringum jólatré.
Jólasveinar verða á vappi um
safnsvæðið frá kl. 14 til 16.30,
hrekkjóttir og stríðnir að vanda.
----------------
LEIÐRÉTT
Sólbjört
I grein Jennu Jensdóttur um
Gunnar M. Magnúss í Morgun-
blaðinu í gær misritaðist nafn eigin-
konu Kristjáns bónda í Breiðási, en
hún hét Sólbjört. Beðist er afsökun-
ar á þessum mistökum.
FRÉTTIR
Er fyrrverandi þingmaður
Álþýðubandalagsins
í frétt á bls. 13 í Morgunblaðinu í
gær, þar sem rætt var við Gunnlaug
M. Sigmundsson, þingmann
Framsóknarflokksins á Vestfjörðum,
var ranglega hermt að Kristinn H.
Gunnarsson, fyi-rverandi þingmaður
Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum,
væri núverandi þingmaður Alþýðu-
bandalagsins. Beðist er velvirðingar
á þessu ranghermi.
Sturlaugur frá Bi-unná
Rangt var farið með heimilisfang
Sturlaugs Eyjólfssonar, sem skipa
mun 5. sætið hjá Framsóknarflokkn-
um á Vesturlandi í næstu alþingis-
kosningum, hér í blaðinu í gær. Stur-
laugur er frá Brunná í Dalasýslu en
ekki Efii-Brunná eins og hermt var.
Sturlaugur er íyrrverandi bóndi.
Beðist er velvirðingai' á þessu.
-------♦♦♦-------
Leiðrétting frá
borgarstjóra
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, hefur sent frá sér eft-
irfarandi leiðréttingu vegna greinar
sinnar í blaðinu í gær.
„I grein sem birtist eftir mig í Mbl.
í gær, miðvikudag, voru gerð mistök
sem mér er bæði ljúft og skylt að
leiðrétta. Þar bar ég saman hlutfalls-
lega aukningu skatttekna og rekstr-
argjalda ríkissjóðs annars vegar og
borgarejóðs hins vegar. I þeim sam-
anburði var stuðst við ríkisreikning
íyrir árið 1997, ársreikning borgar-
innar íyrir sama ár og frumvarp til
fjárlaga ríkisins og fjárhagsáætlun
borgarinnar íyrir árið 1999.
Tölumar eru réttar. Það segir þó
ekki alla sögu, því að í umfjöllun um
tölumar láðist að taka tillit til þess að
á árinu 1998 urðu breytingar á fram-
setningu fjárlagafrumvarps sem leið-
ir til þess að tölur era ekki saman-
burðarhæfar milli þessara ára. Þetta
sýnir hversu varasamt getur verið að
fara í beinan talnalegan samanburð.
Mér þykh' miður að hafa ályktað út
frá þessum tölum eins og ég gerði í
ræðu í borgarstjóm og í grein í Mbl.
og biðst ég velvirðingar á því. Rétt
skal vera rétt.“
-------♦-♦“♦----
Ráðstefna um
tungutækni
FJALLAÐ verður um tungutækni á
jólaráðstefnu Skýrslutæknifélagsins
sem að þessu sinni er haldin í sam-
vinnu við EUROMAP. Ráðstefnan
verður haldin á Grand Hótel Reykja-
vík föstudaginn 4. desember 1998 kl.
13. Þátttöku þarf að tilkynna til
Skýrslutæknifélagsins i síðasta lagi í
dag 3. desember eða með tölvupósti
til Sky@sky.is
Frekari upplýsingar má finna á
heimasíðum EUROMAP
www.iceland.cc/euromap og heima-
síðu Skýrslutæknifélags íslands
www.sky.is
-------♦-♦♦-----
Fyrirlestur um
siðfræðikennslu
í skólum
SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir, lektor í
heimspeki, heldur í dag, fimmtudag-
inn 3. desember, fyrirlestur á vegum
Félags áhugamanna um heimspeki
undir heitinu „Siðfræðikennsla í
skólum - boðun lífsgilda eða efling
siðferðilegs sjálfræðis?" Fyrirlestur-
inn verður haldinn í stofu 101 í Lög-
bergi og hefst kl. 20.
I fyrirlestri sínum gengur Sigríð-
ur út frá þeirri miklu umræðu sem
verið hefur í Evrópu um markvissa
siðfræðikennslu í skólum, m.a. sem
andsvar við siðferðilegri upplausn í
vestrænum nútímasamfélögum.
Fjallað verður um heimspekilegar
forsendur siðfræðikennslu í skólum
og reynt að svara þeirri spurningu,
hvert markmið slíkrar kennslu skuli.
vera, segii' í fréttatilkynningu. Á eft-
ir fyrirlestri Sigríðar gefst tækifæri
til fyrirspurna og umræðna.
Állt áhugafólk um heimspeki er
velkomið.
Eftirlits- og öryggiskerfi
ELBEX er stærsti sérhæfði framleiðandi
öryggismyndavéla í Japan. Meðal nolenda
hérlendis eru: Verslanir, sjúkrahús,
heilsugæslustöðvar, kirkjur, skólar, sundlaugar,
íþróttahús, fiskvinnslur o.fl. Sérhæfð róðgjöf.
Leitið upplýsinga.
ELBEX Toppgæði á
hagstæðu verði!
/:/:
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28, « 562 2901 og 562 2900
I
I
Merktu við !
Sendum í póstkröfu s: 568 8190
60 hlutir
Með Ijósi
(Jláhyrningur 25 crn)
Kerruvagn
án innkaupagrindar
(Jmjómboð með hljóðnema. Án rafhlöði?)
An straujárns'
Polly Pocket
KRINGMN
(J Kerruvagn
Brúðkaup með tónlist
Sett: maður, búningur 09 tveir í einum bátur
(Kr. 3.980)
cketv-----------
Ótal hreyfimpguleikar
f3abyBorn\
V kerra J
Eldhús
stærð
94*70*53
' Kerruvagn ^
jneð innkaupapoka og tösku.