Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 7%
i
A
1
RAGNAR
ÞORGRÍMSSON
Þegar mikill öðlingur
verður níræður má
ekki minna vera en
bróðursonur hans setji
nokkur orð á blað til að
þakka honum fyrir
samfylgdina síðastliðna
hálfa öld. Þegar ég læt
hugann reika um alla
þessa áratugi, rifja upp
kynni mín af Ragnari
Þorgrímssyni, verður
mér Ijóst að þær minn-
ingar sem streyma
fram eru jafnframt um
Margréti Helgadóttur
frá Þyrli í Hvalfírði,
eiginkonu hans og lífsfórunaut síð-
ustu 60 árin. Ragnar og Magga eru
fyrir hugskotssjónum mínum sem
ein manneskja, einn óbifanlegur
klettur í lífsins ólgusjó sem hefur
alltaf verið á sínum stað og óhugs-
andi er að verði þar ekki um ókomna
framtíð.
En vandinn er sá að því fleiri
minningar um þessi heiðurshjón
sem koma fram í hugann þeim mun
fátæklegii virðast þau orð sem ég á
til.
Æskuminningar mínar um Ragn-
ar og Möggu eru bundnar Hofteigi
21, húsinu sem þau byggðu árið
1946, ásamt ömmu minni, Ingi-
björgu Þóra Kristjánsdóttur, fyrr-
verandi húsfreyju í Laugarnesi.
Þau áttu heima á efri hæðinni en
amma Ingibjörg, eins og við börnin
nefndum hana, á hinni neðri. Á ár-
unum í kringum 1950 átti ég heima
um hríð með foreldrum mínum,
Gesti Þorgrímssyni og Sigrúnu
Guðjónsdóttur, í kjallara þessa fjöl-
skylduhúss, og fluttum við þangað
aftur fáeinum árum síðar, í það sinn
í litla íbúð í risinu, eftir að við höfð-
um átt heima um skeið suður í
Hafnarfirði, í húsi móðurforeldra
minna.
Ragnar Þorgrímsson, frændi
minn, er í bamsminni mínu glaðleg-
ur maður, frísklegur í ft-amgöngu,
en frá honum stafaði jafnframt
rósemi og hlýja, traust og öiyggi.
Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér
koma inn úr dyrunum í brúnum leð-
urjakka, með SVR-kaskeiti á höfði,
og heyri hann kasta glaðlega kveðju
á okkur börnin, um leið og hann
hengdi af sér jakkann og kaskeitið.
Hann var liðlega fertugur og hafði
unnið hjá Strætisvögnunum frá ár-
inu 1933, fyrirtækinu sem bræður
hans, Pétur og Ólafur hæstaréttar-
lögmaður, stofnuðu við eldhúsborðið
heima í Laugai'nesi tveimur árum
fyrr. Ragnar hélt áfram að vinna hjá
Strætó eftir að bærinn keypti, árið
1943, og var eftir það eftirlitsmaður
á Kirkjusandi, hélt styrkri hendi ut-
an um útgerðina og naut alla tíð
fulls og óskoraðs trausts yfírmanna
og eigenda sem sést best á því að
honum voru löngum falin erfið og
vandasöm verkefni, fyrir utan hinn
daglega rekstur vagnaflotans.
Þegar starfsdeginum á Strætó
var lokið og Ragnar hafði fengið
sér kaffisopa í eldhúsinu hjá Möggu
hélt hann út á ný, án SVR-kaskeit-
isins. Hann opnaði skottið á bflnum
sínum, tók út tvö skilti með orðinu
„kennslubifreið" og hengdi annað
framan á en hitt aftan á bflinn og
tók til við hitt ævistarf sitt, öku-
kennslu. í hálfa öld, frá árinu 1946,
kenndi hann fólki að aka bfl, ekki
síst rosknu kvenfólki, þótti einkar
laginn við það, einmitt vegna ró-
lyndis síns og þolin-
mæði. Þeir eru ófáir
Reykvíkingarnir, kon-
ur og karlar, sem
námu undirstöðu akst-
urs hjá Ragnari Þor-
grímssyni. Eg trúi að
þeir skipti þúsundum
og oftsinnis heyrði ég
um það talað hvað
hann væri natinn og
samviskusamur kenn-
ari. Við frændsystkinin
vorum öll á meðal öku-
nemenda Ragnars;
hann birtist einn dag-
inn í fyllingu tímans,
bauð okkur bflstjórasætið en settist
sjálfur í kennarasætið og tók til við
að gera okkur að bflstjórum. Þá
fékk ég staðfest af eigin raun að
ekkert hefur verið ofsagt um öku-
kennarann Ragnar Þorgrímsson.
Það lýsir ef til vill skapferli
Ragnars betur en margt annað að
hann stundaði mikið skák allt frá
unga aldri og þótti mjög liðtækur í
þeirri íþrótt. Arum saman keppti
hann í firmakeppni fyi'ir Strætó og
hlaut margan verðlaunabikai'inn.
Aldrei leit hann þó á sig sem meira
en „einn af minni spámönnunum“
þótt ég sé sannfærður um að hann
hafi verið ríflega það. Hitt er svo
annað mál að aldrei tókst honum að
gera skákmann úr þeim frænda
sínum sem hripar þessar línur, þótt
hann legði sig talsvert fram um
það, gæfí honum jafnvel forláta
skákborð í fermingargjöf!
Heimili þeirra Margi'étar á
Hofteigi 21 var lengi sem mitt annað
heimili en mér eru sérstaklega
minnisstæð heimboðin, veislurnar
sem þau buðu ættingjum og vensla-
fólki til um jól og á afmælum; borð-
stofuborðið í stóra „holinu" var
hroðið dýrindis tertum og kökum,
allt heimabakað, og alltaf var glatt á
hjalla. Þessar veislur voru eftir á að
hyggja ákaflega mikilvægur þáttui' í
að halda saman stórfjölskyldunni,
þær treystu fjölskylduböndin, kunn-
ingsskap innan frændgarðsins, sem
reynist vera svo mikilvægt í seinni
tíð, á tímum sívaxandi hraða og stór-
borgarbrags, tímaleysis og minnk-
andi frændrækni.
Eftir að fullorðinsárin tóku við
hjá mér urðu heimsóknir mínar á
Hofteig 21 stopulli en áður, tengslin
rofnuðu þó aldrei alveg. Það var svo
fyrir tíu ái’um að ég tók að venja
komur mínar til þessara heiðurs-
hjóna á ný í auknum mæli, eftir að
ég fór að vinna að þeirri bók um
gömlu Laugarnesjörðina sem er
nýlega komin út. Ragnar er einn af
helstu heimildarmönnum mínum
um tímabilið frá 1915, þegar afi
minn og amma tóku við búskap í
Laugarnesi, og stundirnar sem ég
átti á Hofteignum verða mér
ógleymanlegar. Ég kom venjulega
um tíuleytið á morgnana, þegar þau
hjónin voru komin úr sinni daglegu
sundlaugaferð eins og þau hafa
gert undanfarna áratugi. Við Ragn-
ar settumst inn í stofu og hann
sagði frá í einar tvær stundir en
síðan fluttum við okkur fram í eld-
hús þar sem Margrét hafði reitt
fram hádegismat, snæddum, spjöll-
uðum og hlustuðum á fréttir í út-
varpinu.
Ragnar var rúmlega áttræður
þegar þetta var, hættur störfum
fyrir aldurs sakir eins og vei-a ber
með opinbera starfsmenn. Þó ekki
sokkabttxur
fást í öllttm helstti stórmörkuðum
alveg. Hann hafði tekið að sér far-
miðasöluna hjá SVR „til bráða-
birgða“, þar til yngri maður fengist
í starfið, en það „bráðabii'gðaá-
stand“ stóð í 14 ár. Þá dró hann sig
loksins í hlé, 84 ára gamall, eftir að
hafa starfað hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur í sex áratugi.
Þegar skrifaðar eru afmælis-
greinar um íslenska menn heyrir til
að segja frá ættum þeirra. Þor-
grímur, faðii' Ragnars, var sonur
Jóns Ingimundarsonar og Þor-
bjargar Jónsdóttur í Skipholti í
Hreppum þar sem forfeður hennar
höfðu búið frá því um miðja 18. öld.
Þorbjörg var dóttir Jóns í Skipholti
en hann var sonur Gríms Jónssonar
sem kallaður var stúdent. Jón, faðir
Gríms, var frá Hlíð í sömu sveit,
bróðir Eyvindar sem nefndur var
Fjalla-Eyvindur. Ingibjörg, móðir
Ragnars, var dóttir Kristjáns Kúld
Þorsteinssonar, kaupmanns í
Reykjavík, og Guðrúnar Vigfús-
dóttur Thorarensen, dóttur Vigfús-
ar Thorarensen, sýslumanns á
Borðeyri, systursonar Bjarna
skálds, og Ragnheiðar Pálsdóttur
Melsted, konu hans.
Ragnar fæddist í Reykjavík 3.
desember 1908 en fluttist ungur til
Viðeyjar með foreldrum sínum. Þau
fluttu aftur til Reykjavíkur haustið
1914 en vorið eftir fengu Þorgi-ímur
og Ingibjörg ábúð í Laugarnesi,
sem var í eigu bæjarins, og hófu bú-
skap þar. Eftir að Ragnar óx úr
grasi vann hann við bústörf í Laug-
arnesi og stundaði vörubflaakstm-
samhliða búskapnum frá 1926. Árið
1928 tók hann við matvörubúð á
horni Laugarnesvegar og Sund-
laugavegar sem bræðurnir Pétur og
Olafur höfðu sett á stofn í félagi við
foreldra sína, og var oftast nefnd
Pétursbúð, en skráð heiti hennar
var Þorgrímur Jónsson & Co. Pétur
og Olafur stofnuðu Strætisvagna
Reykjavíkur árið 1931 og Ragnar
hóf störf þar árið 1933, var fyrst í
stað vagnstjóri en eftir að Reykja-
víkurbær tók við rekstrinum starf-
aði hann sem eftirlitsmaður á
Kii'kjusandi eins og fyrr segir.
Ragnar kvæntist Margi'éti
Helgadóttur frá Þyrli í Hvalfirði ár-
ið 1938, en hún hafði þá unnið við af-
greiðslu í búðinni hjá honum í nokk-
ur ár. Þau eiga tvær dætur, Kol-
bránu og Guðránu. Kolbrán er arki-
tekt í Þrándheimi, var gift Ingvari
Mikkelsen, og á þrjú börn; Guðrán
er húsmóðir í Reykjavík, gift Stef-
áni Ingólfssyni framkvæmdastjóra,
þau eiga fimm börn.
Fljótlega eftir að Ragnar hætti
störfum seldu þau íbúðina á
Hofteigi 21 þar sem þau höfðu átt
heima í hálfa öld og keyptu aðra
hátt uppi í íbúðablokk þar sem þau
hafa útsýn yfir holtin og mýrarnar
þar sem Ragnar eltist forðum tíð
við hross og annan búfénað, ásamt
bræðrum sínum þegar faðir þeirra
var vörslumaður bæjarlandsins, og
þar sem hann ók gömlu, gráu Stu-
debaker-vögnunum um holótta mal-
arvegi í árdaga Strætó. Enn fara
þau í sundlaugar á hverjum morgni
þótt Ragnai' stingi sér varla lengur
til sundsins og „kroli“ 400 metra
eins og ég horfði á hann gera þegar
hann var um áttrætt. Og fyrir fáein-
um árum héldu þau til Noregs
ásamt Guðrúnu, dóttur sinni, og
Stefáni Ingólfssyni, manni hennar,
að heimsækja Kolbránu, dóttur
sína, börn hennar og barnabarn.
Þau sigldu með „hurtigruta" til
Tromsö og óku þaðan til Falun í
Svíþjóð að heimsækja Ragnar Inga,
son Guðrúnar, og konu hans, og ný-
fætt barnabarnabarn sitt. Þeir eriT*'
varla margir sem leggja út í slíkt
ævintýri hát.t á níræðisaldri.
Megið þið halda áfram að njóta
elliáranna, Ragnar og Magga, og
gleðja okkur hin með rósemi ykkar,
glaðlyndi, rausn og höfðingsskap.
Ég hlakka til enn einnar samveru-
stundarinnar með ykkur, enn einn-
ar veislunnar, sem verður haldin í
tilefni dagsins í dag milli klukkan
þrjú og sjö á laugardaginn kemur, í
veislusalnum að Árskógum 8. Og
vonandi hitti ég þar sem flesta af
hinum gömlu veislugestum frá
Hofteigsárunum sem enn eru á
meðal okkar.
Þorgrímur Gestsson.
Tilboð I i , : Tilboð 2
333 Mhz Þruman tölva 300 Mhz Tatung tölva
15" Tatung skjár
64 Mb minni, 32*CD
5,1 Gb. diskur
S3 VIRGE skjákort
300 W hátalarar
Hljóðkort
56K módem
3 mán. frítt hjá Islandia
17" Tatung, 100 riða skjár
64 Mb minni, 36xCD
5,1 Gb diskur
ATI AGP skjákort
300 W hátalarar
Hljóðkort
56K módem
3 mán. frítt hjá Islandia
Tilboð 3
333 Mhz Tatung tölva
17" Tatung, 100 riða skjár
64 Mb minni, 36xCD
7,6 Gb diskur
ATI AGP skjákort
300 W hátalarar
Hljóðkort
56K módem
3 mán. frítt hjá Islandia
SZSOOkr. 109.900kr.H9.900k,.
Verð áður 119.900kr. Verð áður 129.900kr.
HAGKAUP
IVIeira úrval - betri jkaup