Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913
277. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
TIL nokkurra átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar í austurhluta Jertísalem í gær.
Leiðtogar Israels og Palestínumanna enn í hár saiiian
Kröfur Netanyahus
sagðar óviðunandi
Jerúsalem. Reuters.
Ovænt lækk-
un vaxta
Frankfurt, París. Reuters.
SEÐLABANKAR aðildarríkja
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu (EMU) lækkuðu vexti óvænt í
gær, niður í 3,0% nema hvað Italir
létu sér nægja að lækka vexti í 3,5%.
Munu þetta verða viðmiðunarvextir
þegar myntbandalagið tekur til
starfa um næstu áramót, en ellefu af
fimmtán aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins hyggjast þá taka upp sam-
eiginlegan gjaldmiðil ESB. Tóku
hlutabréfamarkaðir í Evrópu fyrir
vikið nokkum kipp, DAX-vísitalan
þýska hafði hækkað um 2% við lokun
og í London hækkaði FTSE-vísital-
an um 1,1%. Ekki var ánægja Dom-
iniques Strauss-Kahns, fjái-málaráð-
herra Frakklands, minni enda hafði
hann, eins og aðrir evrópskir stjórn-
málaleiðtogar, undanfarnar vikur
óskað eftir slíkri vaxtalækkun.
■ Engra vaxtabreytinga/18
Tími Stóra
bróður
runninn upp
London. Reuters.
STÓRI bróðir hefur tekið að
sér að fylgjast með breskum
sorphreinsunarmönnum, hann
mænir á þá utan úr geimnum
og passar, að þeir séu ekki með
neitt slugs við vinnuna.
Svo er tækninni fyrir að
þakka, það er að segja GPS-
staðsetningarkerfinu, að nú er
unnt að fylgjast með hverri
hreyfingu manna á jörðu niðri,
til dæmis sorphreinsunarmann-
anna í Teignmouth í Vestur-
Englandi. Slóri þeir til að
mynda of lengi á kránni í kaffi-
tímanum fer það ekki framhjá
vinnuveitanda þeirra, Onyx-
fyrirtækinu. Það hefur komið
sér upp þessum búnaði fyrir
um sjö milljónir ísl. kr. og til-
gangurinn sá að sögn að bæta
þjónustuna. Bæjarstjórnai’-
menn í Teignmouth eru hins
vegar æfareiðir.
„George Orwell hefði vafa-
laust skemmt sér vel. Það er
engu líkara en tími „1984“ og
„Stóra bróður“ sé loks runninn
upp,“ sagði einn þeirra í gær.
MIKIL spenna er ntí í Mið-Austur-
löndum og lét Benjamin Netanyahu,
forsætisráðherra Israels, þung orð
falla í garð heimastjómar Palestínu í
gær og sagði að friðarumleitunum í
Mið-Austurlöndum væri stefnt í voða
með árásum „æsingalýðs" á ísra-
elska ríkisborgara. Sagði Netanyahu
að leiðtogar Palestínustjórnar yrðu
að hætta að æsa upp fólk sitt og sak-
aði þá um að hafa skipulagt árás á
ísraelska borgara á Vesturbakkan-
um á miðvikudag.
Netanyahu lét sér fátt um finnast
þótt Bandaríkjamenn hefðu hafnað
úrslitakostum sem hann setti Palest-
ínumönnum í fyiTadag, en þá krafðist
Netanyahu þess að Palestínumenn
hétu því að lýsa ekki yfir stofnun rík-
is Palestínumanna eftir 4. maí 1999
þegar sá frestur rennur út sem þjóð-
unum hefur verið settur til að ná end-
anlegu friðarsamkomulagi. Hafði
Netanyahu einnig krafist þess að
Palestínumenn lýstu því yfir að Isra-
el hefði aldrei samþykkt að láta lausa
þá palestínsku fanga sem „hefðu blóð
á höndum sínum“. Færu Palestínu-
menn ekki að kröfum þessum myndu
Israelsmenn ekki afhenda þeim
frekara land á Vesturbakkanum.
Sagði Yasser Arafat, forseti
heimastjórnar Palestínumanna, að
úrslitakostir Netanyahus væru óvið-
unandi og brytu í bága við Wye-frið-
arsamkomulagið sem náðist í Banda-
ríkjunum í október.
Varpar skugga á
heimsókn Clintons
Fréttaskýrendur segja úrslitakosti
Netanyahus í beinu samhengi við erf-
iða stöðu ríkisstjórnar hans, en geng-
ið verður til atkvæða um það á mánu-
dag hvort boðað verði til þingkosn-
inga fyrr en ætlað hafði verið. Hefur
Netanyahu gengið erfiðlega að
tryggja stuðning Þjóðarflokks heit-
trúaðra (NRP), sem aðild á að ríkis-
stjóm hans, við tillöguna og er talið
að hann vilji með kröfum sínum í
garð Palestínumanna friða NRP.
Bauð hann aukinheldur Yitzhak
Levy, menntamálaráðherra og leið-
toga NRP-flokksins, í gær sæti í sér-
stöku þjóðaröryggisráði sínu.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
mun heimsækja Israel 12.-15. des-
ember og var markmið ferðarinnar
að festa Wye-friðarsamkomulagið í
sessi en eftir þessar síðustu deilur
mun ferð hans að öllum líkindum
frekar snúast um það að bjarga frið-
arsamningnum fyrir horn. Sagði
Netanyahu að hann myndi taka vel á
móti „vini sínum“ Clinton, en sam-
komulaginu yrði einungis hrint í
framkvæmd ef Palestínumenn
„bættu ráð sitt“.
Danskir jafnaðarmenn
Minnsta
fylgi í 95 ár
Kaupniannahöfn. Morgunblaðiö.
„SVIK“ og „laumuspil“ eru orðin,
sem notuð eru um eftirlaunaráðstaf-
anir Pouls Nyrups Rasmussens for-
sætisráðherra og Mogens Lykke-
tofts fjármálaráðheiTa. Átökin hafa
valdið fylgishruni Jafnaðarmanna-
flokksins, sem samkvæmt skoðana-
könnun er Borsen birti í gær nýtur
aðeins stuðnings 19,5 prósenta kjós-
enda en fékk 35,9% í kosningunum í
mars. Á meðan stígur Venstre í met-
hæðir með 37,5 prósent en fékk 24%
í kosningunum.
Þessi viðbrögð kjósenda skýrast af
hörðum deilum innan Jafnaðar-
mannaflokksins. Er flokksforystan
ákaft gagnrýnd af verkalýðshreyf-
ingunni og ýmsum ábyrgðarmönnum
í Jafnaðarmannaflokknum fyrir
breytingar á biðeftirlaunakerfi sem
notið hefur vinsælda, enda gerh- það
fólki kleift að draga sig í hlé áður en
löglegum eftirlaunaaldri er náð.
Anker Jorgensen
gagnrýnir
„Nyrup sagði rétt fyrir kosningar
að vera hans í stjórn tryggði að bið-
eftirlaunin héldust," sagði verkalýðs-
félagi í útvarpsviðtali í gær frá stór-
fundi trúnaðarmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar í íþróttaskemmu á
Norðurbrú í gær. Það eru einmitt
eindregin loforð Nyrups, sem valda
gífurlegri reiði. Alvarlegustu ásak-
anirnar koma úr verkalýðshreyfing-
unni og þykja enn ein vísbending
þess að Nyrup beri hugmyndir og
flokksstefnuna lítt undir verkalýðs-
hreyfinguna. Samband flokksforyst-
unnar við róttækari arm verkalýðs-
hreyfingarinnar var slæmt fyrir og
er nálægt frostmarki eftir síðustu
uppákomuna. Nyrup og aðrir ráð-
herra segja gagnrýni á hendur sér
hins vegar byggða á misskilningi.
I vikunni bættist Anker Jorgen-
sen í hóp gagnrýnenda, en margir
jafnaðarmenn álíta Anker, sem er
fyrrverandi forsætisráðherra og
leiðtogi jafnaðarmanna, síðasta full-
trúa verkalýðshyggju flokksins.
Hann beindi spjótum sínum gegn
Lykketoft fjármálaráðherra, sem
gjarnan er kallaður valdamesti
maður Danmerkur og sagði hann
hafa komið óheillabreytingum í
gegn.
Reuters
Brottrekstur Cranbornes lávarðs
Upplausn í hópi
lávarða Ihaldsflokks
London. Reuters.
Leiðtoga-
fundur í
Saint-Malo
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti tók á móti Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, í
Saint-Malo í vesturhluta Frakk-
lands en Blair er til Frakklands
kominn til að eiga viðræður við
franska stjórnmálaleiðtoga. Er
talið að Blair sé mjög í mun að
árangur náist í viðræðum um
samstarf landanna í varnarmál-
um því það varpar nokkrum
skugga á heimsókn hans að ein-
angrun Bretlands innan Evr-
ópusambandsins (ESB) varð i
gær enn ljósari þegar seðla-
bankar þeirra ESB-rikja sem
hyggjast taka þátt í myntbanda-
lagi ESB lækkuðu vexti. Hafa
Bretar einnig beitt sér gegn
óskum Frakka og Þjóðveija um
skattasamræmingu innan ESB
og hefur sú deila risið mjög
hátt undanfarna daga.
UPPLAUSN ríkir nú í hópi íhalds-
manna í bresku lávarðadeildinni í
kjölfar brottreksturs Roberts Cran-
bomes lávarðs í fyi'radag. Þá vék
formaður flokksins, William Hague,
Cranborne úr embætti sem leiðtoga
flokksins í lávarðadeild vegna sam-
komulags sem hann hafði gert við
Tony Blair forsætisráðherra um
málamiðlunartillögu um breytingar á
deildinni.
Margir lávarðanna eru afar ósáttir
við Hague. Peter Fraser lávarður,
sem var Cranbome næstur að völd-
um, sagði af sér í gær í mótmælaskyni
við brottreksturinn og kvaðst „fullur
hneykslunai- og viðbjóðs" vegna að-
ferða Hagues. í kjölfarið sögðu þrír
talsmenn flokksins í lávarðadeildinni
þeim stöðum lausum. Þá sagði
Strange barónessa sig úr Ihalds-
flokknum og gekk í lið óháðra lávarða.
Afsagnirnar eru mikið áfall fyrir
Hague, sem hefur reynt að tryggja
sig í sessi sem leiðtogi flokksins á því
rúma ári sem liðið er frá því að hann
tók við af John Major. Með brott-
rekstri Cranbornes gengur Hague
gegn vilja meirihluta íhaldsmanna í
lávarðadeildinni, en þeir studdu
samkomulag Cranbornes og Blairs.
Hague fullyrti hins vegar að sér
hefði ekki verið stætt á öðru en að
víkja Cranbome úr embætti.
■ Hart deilt um framtíð/23