Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 277. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters TIL nokkurra átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar í austurhluta Jertísalem í gær. Leiðtogar Israels og Palestínumanna enn í hár saiiian Kröfur Netanyahus sagðar óviðunandi Jerúsalem. Reuters. Ovænt lækk- un vaxta Frankfurt, París. Reuters. SEÐLABANKAR aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) lækkuðu vexti óvænt í gær, niður í 3,0% nema hvað Italir létu sér nægja að lækka vexti í 3,5%. Munu þetta verða viðmiðunarvextir þegar myntbandalagið tekur til starfa um næstu áramót, en ellefu af fimmtán aðildarríkjum Evrópusam- bandsins hyggjast þá taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil ESB. Tóku hlutabréfamarkaðir í Evrópu fyrir vikið nokkum kipp, DAX-vísitalan þýska hafði hækkað um 2% við lokun og í London hækkaði FTSE-vísital- an um 1,1%. Ekki var ánægja Dom- iniques Strauss-Kahns, fjái-málaráð- herra Frakklands, minni enda hafði hann, eins og aðrir evrópskir stjórn- málaleiðtogar, undanfarnar vikur óskað eftir slíkri vaxtalækkun. ■ Engra vaxtabreytinga/18 Tími Stóra bróður runninn upp London. Reuters. STÓRI bróðir hefur tekið að sér að fylgjast með breskum sorphreinsunarmönnum, hann mænir á þá utan úr geimnum og passar, að þeir séu ekki með neitt slugs við vinnuna. Svo er tækninni fyrir að þakka, það er að segja GPS- staðsetningarkerfinu, að nú er unnt að fylgjast með hverri hreyfingu manna á jörðu niðri, til dæmis sorphreinsunarmann- anna í Teignmouth í Vestur- Englandi. Slóri þeir til að mynda of lengi á kránni í kaffi- tímanum fer það ekki framhjá vinnuveitanda þeirra, Onyx- fyrirtækinu. Það hefur komið sér upp þessum búnaði fyrir um sjö milljónir ísl. kr. og til- gangurinn sá að sögn að bæta þjónustuna. Bæjarstjórnai’- menn í Teignmouth eru hins vegar æfareiðir. „George Orwell hefði vafa- laust skemmt sér vel. Það er engu líkara en tími „1984“ og „Stóra bróður“ sé loks runninn upp,“ sagði einn þeirra í gær. MIKIL spenna er ntí í Mið-Austur- löndum og lét Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, þung orð falla í garð heimastjómar Palestínu í gær og sagði að friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum væri stefnt í voða með árásum „æsingalýðs" á ísra- elska ríkisborgara. Sagði Netanyahu að leiðtogar Palestínustjórnar yrðu að hætta að æsa upp fólk sitt og sak- aði þá um að hafa skipulagt árás á ísraelska borgara á Vesturbakkan- um á miðvikudag. Netanyahu lét sér fátt um finnast þótt Bandaríkjamenn hefðu hafnað úrslitakostum sem hann setti Palest- ínumönnum í fyiTadag, en þá krafðist Netanyahu þess að Palestínumenn hétu því að lýsa ekki yfir stofnun rík- is Palestínumanna eftir 4. maí 1999 þegar sá frestur rennur út sem þjóð- unum hefur verið settur til að ná end- anlegu friðarsamkomulagi. Hafði Netanyahu einnig krafist þess að Palestínumenn lýstu því yfir að Isra- el hefði aldrei samþykkt að láta lausa þá palestínsku fanga sem „hefðu blóð á höndum sínum“. Færu Palestínu- menn ekki að kröfum þessum myndu Israelsmenn ekki afhenda þeim frekara land á Vesturbakkanum. Sagði Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, að úrslitakostir Netanyahus væru óvið- unandi og brytu í bága við Wye-frið- arsamkomulagið sem náðist í Banda- ríkjunum í október. Varpar skugga á heimsókn Clintons Fréttaskýrendur segja úrslitakosti Netanyahus í beinu samhengi við erf- iða stöðu ríkisstjórnar hans, en geng- ið verður til atkvæða um það á mánu- dag hvort boðað verði til þingkosn- inga fyrr en ætlað hafði verið. Hefur Netanyahu gengið erfiðlega að tryggja stuðning Þjóðarflokks heit- trúaðra (NRP), sem aðild á að ríkis- stjóm hans, við tillöguna og er talið að hann vilji með kröfum sínum í garð Palestínumanna friða NRP. Bauð hann aukinheldur Yitzhak Levy, menntamálaráðherra og leið- toga NRP-flokksins, í gær sæti í sér- stöku þjóðaröryggisráði sínu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun heimsækja Israel 12.-15. des- ember og var markmið ferðarinnar að festa Wye-friðarsamkomulagið í sessi en eftir þessar síðustu deilur mun ferð hans að öllum líkindum frekar snúast um það að bjarga frið- arsamningnum fyrir horn. Sagði Netanyahu að hann myndi taka vel á móti „vini sínum“ Clinton, en sam- komulaginu yrði einungis hrint í framkvæmd ef Palestínumenn „bættu ráð sitt“. Danskir jafnaðarmenn Minnsta fylgi í 95 ár Kaupniannahöfn. Morgunblaðiö. „SVIK“ og „laumuspil“ eru orðin, sem notuð eru um eftirlaunaráðstaf- anir Pouls Nyrups Rasmussens for- sætisráðherra og Mogens Lykke- tofts fjármálaráðheiTa. Átökin hafa valdið fylgishruni Jafnaðarmanna- flokksins, sem samkvæmt skoðana- könnun er Borsen birti í gær nýtur aðeins stuðnings 19,5 prósenta kjós- enda en fékk 35,9% í kosningunum í mars. Á meðan stígur Venstre í met- hæðir með 37,5 prósent en fékk 24% í kosningunum. Þessi viðbrögð kjósenda skýrast af hörðum deilum innan Jafnaðar- mannaflokksins. Er flokksforystan ákaft gagnrýnd af verkalýðshreyf- ingunni og ýmsum ábyrgðarmönnum í Jafnaðarmannaflokknum fyrir breytingar á biðeftirlaunakerfi sem notið hefur vinsælda, enda gerh- það fólki kleift að draga sig í hlé áður en löglegum eftirlaunaaldri er náð. Anker Jorgensen gagnrýnir „Nyrup sagði rétt fyrir kosningar að vera hans í stjórn tryggði að bið- eftirlaunin héldust," sagði verkalýðs- félagi í útvarpsviðtali í gær frá stór- fundi trúnaðarmanna verkalýðs- hreyfingarinnar í íþróttaskemmu á Norðurbrú í gær. Það eru einmitt eindregin loforð Nyrups, sem valda gífurlegri reiði. Alvarlegustu ásak- anirnar koma úr verkalýðshreyfing- unni og þykja enn ein vísbending þess að Nyrup beri hugmyndir og flokksstefnuna lítt undir verkalýðs- hreyfinguna. Samband flokksforyst- unnar við róttækari arm verkalýðs- hreyfingarinnar var slæmt fyrir og er nálægt frostmarki eftir síðustu uppákomuna. Nyrup og aðrir ráð- herra segja gagnrýni á hendur sér hins vegar byggða á misskilningi. I vikunni bættist Anker Jorgen- sen í hóp gagnrýnenda, en margir jafnaðarmenn álíta Anker, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, síðasta full- trúa verkalýðshyggju flokksins. Hann beindi spjótum sínum gegn Lykketoft fjármálaráðherra, sem gjarnan er kallaður valdamesti maður Danmerkur og sagði hann hafa komið óheillabreytingum í gegn. Reuters Brottrekstur Cranbornes lávarðs Upplausn í hópi lávarða Ihaldsflokks London. Reuters. Leiðtoga- fundur í Saint-Malo JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti tók á móti Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í Saint-Malo í vesturhluta Frakk- lands en Blair er til Frakklands kominn til að eiga viðræður við franska stjórnmálaleiðtoga. Er talið að Blair sé mjög í mun að árangur náist í viðræðum um samstarf landanna í varnarmál- um því það varpar nokkrum skugga á heimsókn hans að ein- angrun Bretlands innan Evr- ópusambandsins (ESB) varð i gær enn ljósari þegar seðla- bankar þeirra ESB-rikja sem hyggjast taka þátt í myntbanda- lagi ESB lækkuðu vexti. Hafa Bretar einnig beitt sér gegn óskum Frakka og Þjóðveija um skattasamræmingu innan ESB og hefur sú deila risið mjög hátt undanfarna daga. UPPLAUSN ríkir nú í hópi íhalds- manna í bresku lávarðadeildinni í kjölfar brottreksturs Roberts Cran- bomes lávarðs í fyi'radag. Þá vék formaður flokksins, William Hague, Cranborne úr embætti sem leiðtoga flokksins í lávarðadeild vegna sam- komulags sem hann hafði gert við Tony Blair forsætisráðherra um málamiðlunartillögu um breytingar á deildinni. Margir lávarðanna eru afar ósáttir við Hague. Peter Fraser lávarður, sem var Cranbome næstur að völd- um, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við brottreksturinn og kvaðst „fullur hneykslunai- og viðbjóðs" vegna að- ferða Hagues. í kjölfarið sögðu þrír talsmenn flokksins í lávarðadeildinni þeim stöðum lausum. Þá sagði Strange barónessa sig úr Ihalds- flokknum og gekk í lið óháðra lávarða. Afsagnirnar eru mikið áfall fyrir Hague, sem hefur reynt að tryggja sig í sessi sem leiðtogi flokksins á því rúma ári sem liðið er frá því að hann tók við af John Major. Með brott- rekstri Cranbornes gengur Hague gegn vilja meirihluta íhaldsmanna í lávarðadeildinni, en þeir studdu samkomulag Cranbornes og Blairs. Hague fullyrti hins vegar að sér hefði ekki verið stætt á öðru en að víkja Cranbome úr embætti. ■ Hart deilt um framtíð/23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.