Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1999 Heildarskuldir fari ekki yfír 65-70% af skatttekjum á árinu I framsöguræðu sinni um fjárhagsáætlun borgarinnar sagði borgarstjori að mark- miðið væri að rekstrarkostnaður færi ekki yfir 82% af skatttekjum og að heild- arskuldir í lok kjörtímabilsins yrðu ekki yfir 65-70%. Jóhannes Tómasson hlýddi á ræðu borgarstjóra og gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlunina. Morgunblaðið/Golli INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarsljóri mælti fyrir frumvarpi um Qárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gærkvöld. Morgunblaðið/Þorkell SIÐARI umræða um íjárhagsáætlunina fer fram eftir hálfan mánuð. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urborgar var til fyrrí umræðu á borgarstjórnarfundi í gærkvöld og fylgdi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri henni úr hlaði með rúm- lega klukkustundar langri ræðu. Hún rakti helstu atriði áætlunarinn- ar og ræddi einnig nokkuð um fram- tíðarsýn og hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, gagnrýndi áætl- unina og sagði ljóst að Reykjavíkur- listinn hefði í upphafi kjörtímabilsins gefist upp á að stjórna fjármálum borgarinnar. Að loknum ræðum og stuttum andsvörum þeirra tveggja var umræðum frestað og fer síðari umræða um áætlunina fram á næsta borgarstjói-narfundi að hálfum mán- uði liðnum. Stærstur hluti teknanna af útsvari „Við setjum okkur það markmið að miðað við óbreyttar forsendur fari rekstrarkostnaður borgarinnar ekki yfír 82% af skatttekjum og að heild- arskuldir borgarsjóðs verði í lok kjörtímabilsins ekki yfir 65-70% af skatttekjum en þær voru 123,7% af skatttekjum í árslok 1994,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal annars í inngangsorðum ræðu sinn- ar. Borgarstjóri sagði heildartekjur borgarsjóðs vera 24,1 milljarð. Stærstur hluti teknanna væru útsvarstekjur eða 63,7%, þjónustu- gjöld væru 17,8%, fasteignaskattur 11,7% og arður af fyrirtækjum 6%. „Frumvarpið endurspeglar stefnu og áherslur Reykjavíkurlistans í málefnum borgarinnar þar sem þekking, þjónusta, samgöngur og menning eru í forgrunni alls upp- byggingastarfs. Tekið er mið af því tvíþætta hlutverki sem Reykjavík gegnir, annars vegar sem sveit- arfélag, sem kappkostar að veita íbú- um sínum sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, og hins vegar sem höfuðborg sem hefur skyldum að gegna við landið allt.“ Borgarstjóri sagði fjármálastefnu Reykjavíkurlistans ekki hafa fengið hljómgrunn hjá minnihlutanum í borgarstjóm: „Viðbrögð hans hafa einkennst af ábyrgðarlausum upp- hrópunum. Það sætir ekki tíðindum. Ábyrgðarleysi hefur einkennt stefnu hans í fjármálum borgarinnar um langt árabil. Sjálfstæðismenn ávísuðu á framtíðina á árunum 1990- 1994 og fyrir síðustu kosningar buðu þeir borgarbúum upp á þær blekk- ingar að hægt væri að lækka skatta, greiða skuldir, afnema eða lækka þjónustugjöld en auka engu að síður þjónustuna. Slíkur málflutningur er marklaus og á ekkert erindi í nútíma stjómmál.“ Þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir Ingibjörg Sólrún sagði fyrirtæki borgarinnar nú leggja fram í fyrsta sinn starfsáætlun og hún sagði áformað að gefa út handbók um fjár- hagsáætlanagerð til leiðbeiningar þeim mörgu sem vinna að fjárhags- áætlun og starfsáætlun. Hún sagði þriggja ára áætlun um rekstur, íramkvæmdir og fjárhagsáætlun verða lagða fram fljótlega eftir áramót og taldi mikilvægt að slík áætlun væri byggð á skýrum mark- miðum og langtímasýn fyrir borgina. Borgarstjóri sagði nýtt fjárhagsbók- haldskerfi geta þjónað vel í þessari vinnu og það gerði einnig sú mikla stefnumótunarvinna sem fram hefði farið í öllum málaflokkum í tengslum við starfsáætlanir. Hún sagði áætlun um uppbyggingu grunnskólanna til fimm ára dæmi um slíka lang- tímaáætlun. Líta yrði á þriggja ára fjárhagsáætlun sem raunverulegan ramma til framtíðar en ekki einfald- an framreikning á ríkjandi aðstæð- um eins og tilhneiging hafi verið til. Um skuldir borgarinnar sagði borgarstjóri meðal annars: „Sam- kvæmt útkomuspá hækka skuldir á árinu 1998 um 250 m. kr. að raun- gildi, en það er sú upphæð skulda sem fylgdu Kjalarnesi við samein- inguna. Heildarskuldir borgarsjóðs, með yfirteknum skuldum Kjalar- ness, eru áætlaðar 14,75 milljarðar króna í árslok. Ekki er gert ráð fyrir aukningu skulda í þessu frumvarpi. Skuldir í erlendri mynt eru að jafn- virði 6,8 milljarða kr. eða 47% af heildarskuldum. Við lánastýringu á árinu var stefnt að því að 50% af heildaskuldum yrðu í erlendri mynt í árslok. Lætur nærri að því marki sé náð. Munur á erlendum og innlend- um vöxtum er enn verulegur eða allt að fjögur prósentustig. Ná má um- talsverðum peningalegum ávinningi með réttri stýringu á erlendum lán- um en hvert prósentustig til lækkun- ar vaxta af heildarskuldum skilar borgarsjóði 145 m. kr.“ HeQa samskipti yfír pólitískt dægurþras Þá kom borgarstjóri inn á sam- skipti ríkis og sveitarfélaga og sagði sveitarfélög hafa farið halloka í sam- skiptum sínum við löggjafar- og rík- isvald á síðustu árum. Hún sagði löngu nauðsynlegt að hefja sam- skipti þessara handhafa fram- kvæmdavalds ríkisins yfír pólitískt dægurþras. Það muni hins vegar ekki takast nema fram komi sameig- inlegur skilningur á stöðu sveit- arfélaganna um þessar mundir. Einnig sagði borgarstjóri: „Leik- reglur stjórnmálamanna sem ann- arra verða að taka mið af staðreynd- um á hverjum tíma. Vafalaust er öll- um um að kenna, en nú er mál að linni og heiti ég á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fulltrúa löggjafarvalds og rikisvalds og aðra hlutaðeigandi að beita áhrifum sín- um og hefja stjórnmálabaráttuna til vegs og virðingar á grundvelli stað- reynda og viðurkenningar á breyti- legum aðstæðum, sem þessi litla þjóð þarf á öllu sínu að halda til að átta sig á og ná saman um.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræddi um framtíðarsýn og höfuð- borgarhlutverk Reykjavíkur í lok ræðu sinnar. Hún sagði um 100 þúsund landsbyggðamenn versla mikið og fjárfesta í borginni, standa undir stjórnsýslustarfi og opinberri þjónustu sem borgarbúar starfa við. Þeir framleiddu einnig matvæli fyrir borgarbúa og mikilvægi landsbyggð- arinnar hefði aukist vegna ferðalaga, sumardvalar og útivistar fyrir borg- arbúa. „Á sama hátt má segja að borgin sé lífakkeri landsbyggðarbúa. Þeir sækja mikið til borgarinnar og mat þeirra á búsetuskilyrðum fer töluvert eftir fjarlægð frá borginni. Öll sérhæfð þjónusta, sem ekki þrífst á landsbyggðinni, er sótt til borgar- innar, mest öll æðri menntun, tækni- vædd heilbrigðisþjónusta, menning- arstarfsemi og skemmtanir, auk verslunar. Þjóðinni er nauðsynlegt að eiga borg á stærð við Reykjavík. Ef svo væri ekki myndi íslenskt at- gervisfólk hafa haslað sér völl í mikl- um meira mæli erlendis en það gerir í dag, sérhæfð verslun og þjónusta hefði færst úr landinu, æðri menntun væri í miklum mæli erlendis og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að sam- býli höfuðborgar og landsbyggðar sé báðum aðilum til hagsbóta hefur tog- streita einkennt sambúðina í ái-atugi. Það hlýtur þó að vera draumur okk- ar allra að í þessu landi búi ein þjóð en ekki höfuðborgarbúar og lands- byggðafólk. Samstillt þurfum við að róa að því öllum árum að bæta líf- skjör og búsetuskilyrði og auka jöfn- uð milli fólks alls staðar á landinu. Uppgjöf við fjármála- sljórn borgarinnar Inga Jóna Þórðardóttir sagði meðal annars í ræðu sinni um fjár- hagsáætlunina: „í upphafi síðai-a kjörtímabils síns gefst Reykjavíkur- listinn upp á að stjórna fjármálum borgarinnar þannig að Reykvíkingar njóti lágmarksálagningar útsvars eins og jafnan hefur verið í tíð sjálf- stæðismanna. Þessi uppgjöf er nú öllum ljós aðeins sex mánuðum eftir kosningar og eftir ítrekaðar yfirlýs- ingar meii'ihlutans um að hann hafi náð traustum tökum á fjármálum borgarinnar. Núverandi meirihluti nær ekki að ganga frá fjárhagsáætlun 1999 nema með því að grípa til þess örþrifaráðs að hækka útsvar á Reykvíkinga nán- ast upp í það hámark sem lög leyfa. Með þessari hækkuðu álagningu á borgarbúa fær borgarsjóður 970 milljónir ki'óna í viðbótarútsvars- tekjur. Auk þess hækka tekjur af útsvari um rúmar 1.400 milljónir króna milli ára vegna aukinna um- svifa í þjóðfélaginu, hærri launa og bættrar afkomu fólks. Útsvarstekjur hækka því um 2.300 milljónir ki'óna á næsta ári.“ Oddviti sjálfstæðismanna benti einnig á að skatttekjur borgai-innar hækkuðu enn og hefðu árin 1997 og 1998 hækkað um 3,6 milljarða og hefði útsvarið hækkað á þessu tíma- bili um 30%. Hún sagði rekstrar- gjöldin hafa hækkað um 10% milli ára ef frá væru dregin fjármunatekj- ur og fjánnagnsgjöld. Sagði hún vekja sérstaka athygli að tekjuhlið rekstrargjaldanna, þ.e. þjónustu- gjöld, hækkuðu um tæp 12%. Hún benti á að ekki væri hægt að loka fjárhagsáætluninni nema með því að auka skuldir um 360 milljónir auk þeirra áforma Reykjavíkurlistans um að skuldsetja nýtt orkufyrirtæki um 3,5 milljarða. Inga Jóna sagði fjárhagsáætlun- ina bera þess merki að mjög væri nú þrengt að fyrirtækjum borgarinnar. Sagði hún handbært fé veitustofnana borgarinnar komið að hættumörkum og stutt gæti orðið í að þau yrðu að reka sig á yfirdráttarlánum. Ástæða rýrnunar á handbæru fé væri gegnd- arlaus krafa meirihlutans um arð frá fyrirtækjunum í borgarsjóð og yrði ekki látið af þeirri ki'öfu blasti tvennt við, annað hvort að standa undir rekstrinum með lántökum eða hækkun gjaldskrár. í lokin greindi borgarfulltrúinn frá því að staða fleiri fyrirtækja borgarinnar væri veik, eigið fé Strætisvagna Reykjavíkur væri neikvætt, reksturinn í járnum á næsta ári þrátt fyrir 500 milljóna króna framlag og að Húsnæðisnefnd Reykjavíkur væri rekin með tapi frá árinu 1995 sem þýddi að stöðugt væri gengið á eigið fé hennar. Margrét Frimannsdóttir um útkomu samfylkingar f skoðanakönnunum Umfjöllun fjölmiðla skaðar framboðið MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segir að einkennileg umíjöllun fjölmiðla um framboðsmál samfylkingar eigi mikinn þátt í slakri útkomu sam- fylkingai' í skoðanakönnunum. Hún segir að ekki hafi gengið verr að koma saman framboðslistum flokk- anna þriggja en hún hafi átt von á. I síðustu skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar fékk samfylkingin 16% fylgi og tapaði framboðið um- talsverðu fylgi frá síðustu könnun. Margrét sagðist ekki gera ráð fyrir að slæm útkoma í skoðanakönnun- um hefði áhrif á framboðsvinnuna. Menn myndu einbeita sér að því að ná samkomulagi um framboðsmálin milli þessara þriggja stjómmálaafla. Margrét er mjög ósátt við frétta- flutning fjölmiðla af framboðsmál- um samfylkingingar og telur að hann eigi mikinn þátt í útkomu sam- fylkingar í skoðanakönnunum þó fleira komi vissulega til. „Samfylk- ingin hefur óneitanlega fengið afar einkennilega umfjöllun í fjölmiðlum. Það er hjá fleiri flokkum sem ekki stendur til að birta framboðslista fyrr en eftir áramót. Það hefur eng- in fréttastofa tekið sig til og kynnt það sem einhvem sérstakan vand- ræðagang. Ég tel að fjölmiðlar, sér- staklega útvarp og sjónvarp, hafi leikið þennan leik alveg með ólíkindum með tali um þennan meinta vandræðagang. Þarna eru þrjú stjómmálaöfl að ná saman og það segir sig sjálft að það tekur lengri tíma en hjá þeim sem hafa allt á hreinu innan sinna flokka. Það mátti reikna með því að þetta tæki nokkurn tíma og reyndi á taugarnar. Menn hafa hins vegar j leitast við að gera þetta verra held- j ur en það nokkrum sinnum er í í samstarfi flokkanna. Ég viðurkenni þó að fulltrúar samfylkingarinnar hafa stundum komist klaufalega að orði og umræðan hefur of mikið verið háð í fjölmiðlum. Við fáum hins vegar örugglega mikla umfjöll- un þegar við höfum lokið við að stilla upp á lista. Mér þætti ekki óeðlilegt að við fengjum hálfan fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þeg- ar fyrsti listinn verður kynntur núna um helgina miðað við áhuga ' þeirra á framboði samfylkingar,“ sagði Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.