Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 6
6 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laun járniðnaðarmanna hafa hækkað umfram samninga
Hækkanir raktar til
vinnustaðasamninga
LAUN jámiðnaðamianna hafa
hækkað talsvert umfram 4% al-
menna kauphækkun frá seinustu
áramótum. Það gildir bæði um laun
með og án bónusgreiðslna, að því er
fram kemur í könnun sem Félag
járniðnaðarmanna gerði á meðal
félagsmanna sinna í október síðast-
liðnum.
Orn Friðriksson, formaður
Félags jámiðnaðarmanna, segir að
launahækkanir séu mismunandi,
þannig megi nefna að á höfuðborg-
arsvæðinu hafi laun járniðnaðar-
manna án bónuss hækkað um 8,8%
frá október 1997 og laun með
bónusum um 10,3% frá sama tíma.
Utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. á
Suðurlandi, hafi laun jámiðnaðar-
manna án bónuss hækkað um 5,7%
frá október 1997 og laun með
bónusgreiðslum hækkað um 7,6%
frá sama tíma, að meðtalinni 4%
hækkun í janúar síðastliðnum.
Eftirspum á haustdögum lítil
„Samningarnir um seinustu
áramót gerðu ráð fyrir að menn
gætu gengið til vinnustaðasamn-
inga, sem ættu bæði að færa fyrir-
tækjum og starfsmönnum tekju-
hækkun, eftir þvi samkomulagi sem
næðist urn^ skipulagningu og hag-
ræðingu. Eg tel að stóran hluta
þeirrar hækkunar sem orðið hefur
umfram þessi 4% megi rekja til
slíkra vinnustaðasamninga. Eitt-
hvað hefur líka verið um að menn
færi sig á milli fyi'irtækja þannig að
persónulegar launabreytingar hafa
orðið hjá hluta þeirra sem svöruðu
könnuninni.
Þó má líka skrifa einhvern hluta
þessarar hækkunar á spennu á
markaðinum sem varð fram á sein-
asta sumar, en eftir það hef ég ekki
orðið var við neinar launabreyting-
ar að heita má. Það er nóg að gera
hjá öllum, en ég verð ekki var við
neina sérstaka þenslu eða spennu
undanfarið og engin sérstök eftir-
spurn efth' mönnum nú á haustdög-
um,“ segir Orn.
Könnunin var gerð meðal allra
félagsmanna Félags járniðnaðar-
manna og komu svör frá 321 félags-
manni. I niðurstöðum könnunarinn-
ar kemur fram að launahækkanir
hafi verið heldur meiri á höfuðborg-
arsvæðinu en utan þess.
Mótun, notkun og frágangur
miðbæjarsvæðisins í Kópavogi
Arkitektar koma
með hugmyndir
KÓPAVOGSBÆR hyggst ráða
þrjái' ai'kitektastofui' til að koma
fram með hugmyndir um mótun,
notkun og frágang miðbæjar-
svæðisins í Kópavogi, og þar á
meðal hvernig tengja megi bakka
Kópavogsgjái’innar saman. Að
sögn Birgis Sigurðssonar, skipu-
lagsstjóra bæjarins, eiga þær
hugmyndh- að liggja fyi'h' í mars
næstkomandi.
„Þetta verður tvíþætt, þar sem
annars vegar verðm- Hamraborg-
in frá Alfhólsvegi upp að kh'kju og
Digranesvegurinn, og hins vegar
hugmyndir um það hvernig tengja
megi bakka gjáarinnar saman. Ut
úr því gætu komið einhveijai- nýj-
ar byggingar, en við vitum það
ekki. Við höfum óljósai' hugmynd-
h’ um þetta, en við viljum fá þessa
þrjá aðila til að spreyta sig og gefa
okkur hugmyndir," sagði Birgir.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur ein lóð yftr
gjána verið auglýst til úthlutunai',
en verslanakeðjan 10-11 sótti um
það síðastliðið sumar að fá að
byggja verslunarhús á lóðinni.
Birgir sagði að fleiri hefðu enn
sem komið er ekki sýnt áhuga á
að byggja á lóð yfir gjána.
„Þetta hefur verið höfuðverkur
hingað til, enda dýrt, en þetta er
hlutur sem þarf að vinnast í sam-
ráði við Vegagerðina sem er veg-
haldari á Hafnai-fjarðarveginum,“
sagði hann.
*
Samvinnunefnd um svæðisskipulag
á hálendinu
Fyrirvarar gerð-
ir við lónastærð
í NIÐURSTÖÐUM Samvinnu-
nefndar um svæðisskipulag á miðhá-
lendinu til Skipulagsstjóra er gerður
fyrirvari við Fljótsdalsvirkjun sam-
kvæmt núgildandi tilhögun. Fyrir-
vai'inn snýr að stærðum á lónum á
Eyjabakkasvæðinu og segir í skýrsl-
unni að vegna mikilvægis og ,sér-
stöðu svæðisins hvað varðar gróður-
far, dýralíf, landslag og fleira sé
ástæða til endurskoða tilhögun virkj-
unar samkvæmt gildandi lögum.
í skýrslunni segir að svæðið hafi
Fimm
ölvaðir
við stýrið
ÁTTA ökumenn voru teknir í
Reykjavík í fyrrinótt vegna
gruns um ölvun við akstur. Eru
það óvenju margir í miðri viku
en lögreglan fylgist grannt með
hugsanlegum ölvunarakstri um
þessar mundir.
Af þessum átta reyndust
fimm með áfengismagn yfir
leyfilegum mörkum í blóði en
þrír voru undir mörkum og
sluppu þvi. Fjórh' voru sviptir
ökuréttindum til bráðabirgða,
en einn var ökuréttindalaus.
einnig mikið gildi fyrir ferðaþjónust-
una. Nefndin gerir ráð fyrir að
skoðaðir verði til hlítar möguleikar á
að virkja saman Jökulsá á Brú (Kára-
hnúkavirkjun) og Jökulsá í Fljótsdal
með þeim hætti að Kárahnúkalón geti
nýst sem miðlun fyrh- bæði vatna-
svæðin. „Því er gerður fyrii-vari um
lónastæðir á Eyjabakkasvæðinu og
aðra tilhögun virkjunai'.
Fljótsdalsvirkjun var heimiluð með
lögum 1981 og leyfi ráðherra var veitt
fyrir 1. maí 1994. Virkjunin er því ein-
ungis matsskyld ef um breytingar er
að ræða frá upphafiegum áætlunum.
Lokatillaga væntanleg
Skipulagsstofnun hefur nú svæðis-
skipulag á miðhálendi íslands fram tii
2015 til umfjöllunar. Stoftiunin gerir
lokatillögu til umhverfisráðherra um
afgreiðslu málsins og má búast við því
að sú vinna taki nokkrar vikur.
„Þetta er niðurstaða nefndai'innar
og við fórum yfir hana og metum
hvað fyrirvarinn þýðir. Það er síðan
umhverfisráðherra sem tekur af-
stöðu til þess hvort hann staðfesti
svæðisskipulagið samkvæmt tillögu
samvinnunefndarinnar. Fyrirvarann
þarf að skoða betur áður en málið
verður afgreitt frá skipulagslegu
sjónarmiði jafnvel þótt virkjunar-
leyfi sé gilt. Það verður því að ganga
frá skipulagi á svæðinu," segir
Stefán Thors skipulagsstjóri.
Aldrei gefíð lof-
orð um samráð
, Morgunblaðið/
FELAGSMENN Dagsbrúnar/Framsóknar í starfi hjá Reykjavíkurborg voru boðaðir til þriggja funda í gær
þar sem þeir greiddu atkvæði um uppsögn kjarasamninga við borgina vegna deilna um skólaliða. Von er á að
niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir eftir helgi.
Forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur
HOLTACARÐAR
OPIO í DAG TIL KL«
Í9UO
REYKJAVÍKURBORG hefur ekki
lofað samráði við Dags-
brún/Framsókn um það hvort störf
skólahða verði tekin upp í fleiri
skólum en þeim þremur þar sem
þetta starfsheiti var tekið upp
haustið 1997, að sögn Ólafs Darra
Andrasonar, forstöðumanns fjár-
málasviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur.
I Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Halldóri Björnssyni, formanni
Dagsbrúnar/Framsóknar, að í
kjölfar dóms félagsdóms hefði
borgin gefíð það loforð að taka ekki
upp skólaliðafyrirkomulagið í fleiri
skólum án samráðs við félagið en
það hefði verið svikið í haust þegar
fyrirkomulagið var tekið upp í
þremur skólum til viðbótar. Ólafur
Darri sagði að samráðið hefði hins
vegar falist í viðræðum við félagið
um það hvernig tryggja mætti að
þeir einstaklingar í skólunum sem
voru í störfum ræstingarfólks færu
sem best út úr breytingunni og
fengju annað hvort störf skólaliða
eða yrðu aðstoðaðir við að fá sam-
bærileg störf í öðrum skólum.
„Það var aldrei gefið loforð um
að það yrði samið um það við Dags-
brún/Framsókn hvort þetta yrði
tekið upp í öði'uni skólum,“ sagði
Ólafur Darri.
Fyrst og fremst samráð um að
tryggja atvinnuöryggi
Hann sagði að þegar störf skóla-
liða voru tekin upp með því að sam-
eina almenn störf gangavarða og
ræstingarfólks hefðu gömlu stöð-
urnar verið lagðar niður og fólki
boðið nýtt staif á nýjum kjörum.
Ágreiningur hafi síðan komið upp
um það við Dagsbrún/Framsókn
hvort rétt hafi verið að málum
staðið. Aðilar hefðu orðið sammála
um að vísa þeim ágreiningi til
félagsdóms, sem staðfesti að borg-
in hefði staðið rétt að málinu í öll-
um atriðum.
„I framhaldi af því undirbjugg-
um við að taka þetta upp í fleiri
skólum og við ræddum það við
Dagsbrún/Framsókn. Af hálfu
borgarinnar voram við fyrst og
fremst að tala um samráð um það
hvemig við gætum tryggt atvinn-
uöryggi þessa fólks, en félagið aft-
ur á móti óskaði eindregið eftir því
að við semdum við félagið um störf
skólaliða. Það er í raun og veru
þvert á niðurstöðu félagsdóms um
að Reykjavíkurborg hafi staðið rétt
að málinu með því að líta á þetta
sem ný störf og að eðlilegra væri
að þau væra á verksviði Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
Við höfum aftur á móti viljað
gera þessa kerfisbreytingu eins
milda fyrir það starfsfólk sem lend-
ir í þessu og hugsast getur og höf-
um lagt okkur fram við það.
Þannig teljum við okkur hafa getað
tryggt öllum atvinnu sem þess
óskuðu, annað hvort við skóla-
liðastörf eða við ræstingu í öðram
skólum," sagði Ólafur Darri.