Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfirþyrmandi klúður
NEI, aulabárðurinn þinn, það er ég sem á að slá prinsinn kaldan en ekki þú.
Rjúpnaveiðin er talsvert minni en í fyrra
Óvíst að allir fái jóla-
rjúpuna fyrir hátíðina
RJÚPNAVEIÐIN virðist vera
nokkru minni í ár en í fyrra.
Jólarjúpan kostar hamflett 595 krón-
ur í verslunum Nóatúns.
Samkvæmt upplýsingum Jóhanns
Ólasonar, verslunarstjóra í verslun
Nóatúns, selur Nóatún um 10.000
rjúpur árlega og er líkast til um-
fangsmest í greininni hér á landi. Jó-
hann býst við að selja svipað magn í
1 ár. Hann segir að veiðin í ár sé
nokkru minni en í fyrra og gildi það
i um allt landið og verslunina vanti
ennþá nokkuð af fugli til að sinna
fóstum viðskiptavinum sínum.
Rjúpnaveiðimaður norðan heiða
tekur í sama streng og segir ástæð-
una meðal annars þá að veiðiálagið
hafi aukist og svæði sem áður var
i erfitt að sækja nýti menn í auknum
mæli á vélsleðum.
Rjúpan kostar 595 kr.
Jólarjúpan, hamflett, kostar núna
595 kr. í verslunum Nóatúns en verð-
ið getur breyst þegar nær dregur jól-
Morgunblaðið/RAX
TALSVERT er um það að rjúpnaskyttur noti hunda sér til aðstoðar.
um. Verðið á rjúpunni í fyrra var
lengstum það sama og nú en fór nið-
ur í 395 kr. rétt fyrir jólin. Jóhann
sagði það verð alveg út í hött, en í
fyrra barst þeim mikið magn af rjúp-
um rétt fyrir jólin. Segir hann að
rjúpan berist versluninni mun jafnar
nú en áður.
Fyrsta Ijóðabók ungs Ijóðskálds
Agóðinn rennur
til kapellu á
líknardeild
Guðmundur Breiðfjörð
GUÐMUNDUR
Breiðfjörð sendi
frá sér sína fyrstu
ljóðabók, „Köllun“, síðla
í nóvember. Allur ágóði
af sölu ljóðabókarinnar
rennur til uppbyggingar
kapellu við líknardeild á
Kópavogshæli. Stefnt er
að því að starfsemi líkn-
ardeildarinnar hefjist í
mars eða apríl á næsta
ári.
Guðmundur segir að í
bókinni sé úrval ljóða
sinna síðustu 10 til 15 ár-
in. Alls eru ljóðin 57 og
eru 14 ljóðanna á ensku.
Ljóðabókinni er skipt í
fimm hluta. „Fyrsti hlut-
inn heitir Æskurím og
hefur að geyma ljóð frá
því að ég var 13 til 15
ára. Annar hlutinn heitir Proski
og þróun og þar hefur áherslan
færst frá höfuðstöfum og rími
yfir í myndmál og merkingu.
Þriðji hlutinn heitir Stökur, sá
fjórði Minningarljóð og fimmti
Englaborgin L.A. Ljóðin hef ég
ort í Los Angeles síðustu árin.
Form ljóðanna í seinni hlutun-
um er blandaðra en í þeim
fyrsta.“
-Um hvað eru Ijóðin?
„Ég gekk í gegnum afar
ei-fitt tímabil þegar ég missti
afa, ömmu og fóður á þremur
árum frá árinu 1994 til 1997.
Dauðinn er því áberandi við-
fangsefni í Stökunum og svo
auðvitað í Minningarljóðunum.
Skáldagyðjan kemur auðvitað
að efnisvalinu og segja má að
minningarljóðin, sérstaklega
eftir ömmu og pabba, hafi nán-
ast runnið úr pennanum. Af
öðrum viðfangsefnum er hægt
að nefna ástina, vinnuna, um-
hverfið, einveruna, trúmál,
stjórnmál og áfram væri hægt
að telja.“
- Hvers vegna ákvaðst þú að
láta ágóðann renna til uppbygg-
ingar kapellu á líknardeild á
Kópavogshæli?
„Aðdragandinn að því tengist
dauða föður míns. Mér og móð-
ur minni var algjörlega ómetan-
legt að geta leitað stuðnings sr.
Braga Skúlasonar, sjúkrahúss-
prests, á meðan á dauðastríði
hans stóð. Faðir minn varð
fangi í eigin líkama, missti mál,
sjón og mátt öðrum megin áður
en hann fékk loks hvfld eftir
þriggja mánaða þjáningu.
Eftir að ég hafði takið
ákvörðun um að gefa
ljóðin út velti ég því
upp í samtali við sr.
Braga hvemig ég
gæti látið gott af mér
leiða með ljóðunum.
Fljótlega barst í tal að verið
væri að koma upp fyrstu líknar-
deildinni á íslandi, 10 rúmum, á
Kópavogshæli. Oddfellow gaf 30
milljónir til uppbyggingar líkn-
ardeildarinnar í tilefni af 100
ára afmæli hreyfingarinnar.
Ríkisspítalamir reka deildina
með fjárframlögum frá ríkis-
sjóði og gert er ráð fyrir að
þjóðkirkjan greiði launakostnað
vegna sjúkrahússprests í hálfu
starfi við deildina. Nú er hins
vegar ekki útlit fyrir meiri
stuðning frá þjóðkirkjunni og
ekki er gert ráð fyrir kapellu
eða sérstöku afdrepi fyrir sjúk-
► Guðmundur Breiðfjörð er
fæddur 20. mars árið 1968 í
Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð árið 1988, BA-
gráðu í kvikmyndafræði frá
Columbia College í ársbyrjun
1992 og prófi í leikhúsfræðum
frá Los Angeles Theatre
Academy árið 1997.
Guðmundur vann m.a. við
þjónustu- og markaðsmál,
kvikmynda- og handritsgerð, í
Los Angeles á árunum 1990 til
1997. Nú er Guðmundur mark-
aðs- og sölufulltrúi hjá IU.
Hann gaf út sína fyrstu ljóða-
bók, „Köllun“, 27. nóvember.
linga og aðstandendur á deild-
inni. Mér fannst því tilvalið að
láta ágóðann af sölu bókarinnar
renna til uppbyggingar
kapellu."
- Hvað stefnir þú á að safna
miklu?
„Ég stefni að því að safna um
50.000 krónum og hef sótt um
jafn hátt mótframlag frá
Kristnisjóði. Fyrir 100.000 kr.
væri hægt að kaupa stóla,
kertastjaka, Biblíur og sálma-
bækur í smá afdrep á deildinni.
Með því móti væri hægt að
skapa bráðabirgðaaðstöðu fyrir
sjúklinga og aðstandendur fyrir
opnun deildarinnar í lok mars
eða byrjun aprfl á næsta ári.“
-Hvar er hægt að kaupa
bókina?
„Ljóðabókin er til sölu í
Pennanum í Kringlunni, Ey-
mundsson í Austurstræti og
Kringlunni. Ég sel bókina sjálf-
ur á 1.000 kr. eða á 500 kr.
lægra verði en í
bókabúðunum.“
-Hvernig líst þér
á staðsetningu líkn-
ardeildarinnar?
„Mér finnst hafa
valist ákaflega fallegt umhverfi.
Lítill niður heyrist af bflaum-
ferðinni og gert er ráð fyrir að
sjúkrarúmin snúi út að firðin-
um. Gott svæði er til útivistar í
kringum húsið. Ég efast heldur
ekki um að Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri, og
Valgerður Sigurðardóttir, yfir-
læknir, eigi eftir að halda mjög
vel utan um starfsemina."
-Getum við átt von á fleiri
ljóðabókum frá þér á næstunni?
„Ég er að semja leikrit núna
sem tekur allan huga minn.
Vonandi tekst mér að koma því
frá mér á næsta ári.“
Sótt um mót'
framlag frá
Kristnisjóði
*