Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 13 FRETTIR Læknavaktin hefur gert þjónustusamning við ríkið Þjónar hundrað og sj’ötíu þtísund manna svæði Læknavaktin hefur tekið til starfa í nýju húsnæði á annarri hæð við Smáratorg 1 í Kópavogi og um leið hefur þjónustusvæði vaktarinnar verið stækkað til muna. í BYRJUN október var undirritaður þjónustusamningur Læknavaktar- innar við heilbrigðisráðuneytið til fímm ára og er þar gert ráð fyrir vaktþjónustu kvöld, nætur og helgi- daga fyrir um 170 þúsund manns sem búa á svæðinu. Atli Árnason, yfirlæknh- heilsu- gæslustöðvarinnar í Grafarvogi, er formaður stjómar Læknavaktarinn- ar og Þórður G. Ólafsson, heilsu- gæslulæknir í efra Breiðholti, er vaktstjóri. Þeir eru spurðir um stað- setninguna í Smáranum og hvort það sé ekki nokkuð róttæk breyting að fara úr Heilsuvemdarstöðinni í Reyþjavík í annað bæjarfélag. Nálægt fjölmennum hverfum „Staðurinn er góður og er hugsað- ur til framtíðar. Hér erum við í aust- urhluta höfuðborgarsvæðisins, ná- lægt fjölmennum hverfum Reykja- víkui’ í Breiðholti og Grafarvogi, í þeim hluta Kópavogs þar sem upp- bygging er hröðust og þegar haft er í huga að nú bætast Garðabær, Hafn- arfjörður og Bessastaðahreppur við þá er Smárinn hentugur staður og miðsvæðis. Hann liggur vel við sam- göngum í allar áttir og þótt vega- lengd sé nú meiri til okkar úr mið- og vestm’hluta Reykjavíkur teljum við það samt sem áður vel viðun- andi,“ segir Atli og telur að líkja megi staðsetningunni nú við það þegar Borgai'spítalanum var valinn staður í Fossvogi á sínum tíma. Þórður G. Ölafsson segir vakt- þjónustuna rekna með svipuðum hætti og verið hafi nema að hún sé nú efld: „Við höfum til þessa haft tvo lækna á vakt í senn, annan í móttöku og hinn í vitjunum, og þriðji læknir- inn var síðan á bakvakt. Við erum áfram með tvo lækna á vakt en þrjá á bakvakt sem við köllum til starfa ef álagið krefst. Hér er nú aðstaða fyrir þrjá til fjóra lækna í einu til að taka á móti sjúklingum. Annað starfsfólk er móttökuritari, hjúkrunarfræðing- ur og bflstjórinn sem ekur læknum í vitjanir. Þá sjáum við fram á að þurfa að ráða eins konar læknaliða eða aðstoðarmann sem myndi hjálpa sjúklingum og aðstoða okkur á ýmsa lund. Einnig erum við að ráða á næstunni skrifstofumann til að sjá um daglegan rekstur og fjármálaum- sýslu stöðvarinnai- auk þess sem stjórnin sinnir ýmsum verkefnum er við koma daglegri stjórn." Alls taka rúmlega 50 heimilis- læknar að sér vaktþjónustu Lækna- vaktarinnar. Flestir starfa á heilsu- gæslustöðvunum á höfuðborgai-- svæðinu en nokkrir sjálfstætt. Ár- lega hefur Læknavaktin þjónað um 30 þúsund manns á móttöku sinni og í vitjunum, en þeir Atli og Þórður gera ráð fyrir að heimsóknum muni fjölga með stærra þjónustusvæði. Til samanburðai’ má geta þess að kring- um 40 þúsund manns koma á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur ár- lega. Forráðamenn Læknavaktai’innar leggja áherslu á að síðdegisvakt standi víða áfram til boða á heilsu- gæslustöðvunum. Móttaka Lækna- vaktarinnar er opin daglega milli klukkan 17 og 23.30 og milli 9 og 23.30 um helgar og á frídögum. Símaráðgjöf er hins vegar veitt milli 17 og 8 á virkum dögum og allan sól- arhringinn um helgar og frídaga. Vitjanaþjónusta er veitt bæði á mót- töku- og símatímum. Sími Lækna- vaktarinnar sf. er 1770. Læknarnh’ segja að æ meira sé um það að fólk komi á vaktina og dragi úr vitjunum. „Þetta hefur verið að gerast smám saman, enda má segja að við getum veitt betri þjónustu hér en þegar við Morgunblaðið/Þorkell MEÐAL forráðamanna Læknavaktarinnar eru Atli Arnason (t.v.) sem er formaður stjdrnar og Þórður G. Olafsson vaktstjóri. vitjum sjúklinga. Hér er hægt að aka inn í bflageymslu í kjallara hússins og taka lyftuna beint upp á aðra hæð þannig að fólk þarf ekki að fara út í misjöfn veður. Það verður hins vegar vitanlega gert áfram og stundum er um það veikt fólk að ræða að við sendum það beint á spítala. Hér get> um við skoðað sjúklinga, tekið blóð- og þvagsýni og gert ákveðnar mæl- ingar en annað er sent til rannsókna- stofa. Sé það gert fara niðurstöður til viðkomandi heimilislæknis og fólk leitar til hans eftir frekari ráðgjöf.“ Gjald fyrir viðtal á móttöku Læknavaktarinnar er það sama og á heilsugæslustöð, þ.e. 1.100 krónur, 700 kr. fyrir þá sem hafa afsláttar- kort, 500 kr. fyrir lífeyrisþega og börn og 300 fyrir fólk í þeim flokki sem hefur afsláttarkort. En í hverju felst þjónustusamn- ingurinn við ríkið? „Læknavaktin fær ákveðna upp- hæð á ári til að veita íbúum á svæð- inu læknisþjónustu utan sjúkrahúsa og utan dagvinnutíma," segir Atli. „I samningnum eru skilgreindar ákveðnar magntölur og staðalkröfur sem gerðar eru til þjónustunnar og verðum við að standa og falla með þeim með 6% fráviki til eða frá. Breytist tölumar meira en það er hægt að endurskoða samninginn til hækkunar eða lækkunar. í þessari þjónustu er falið að við sjáum um að útvega húsnæðið, sem við leigjum hér, og allan búnað, greiðum starfs- KRAFTBIRTINGARHLJOMUR GUÐDÓMSINS K R K' Xí I j’ R, t’-í f ) „ l U R: A H „ ó m s i N s c i i •• Ð \ D O / 6 , F 0 g' * V " D 1 B í< ^ ’ S& g u.R n u / S A A H J ú s J> iM s 0 N A k / '• V "i ■ ý jft mf s H Á S K UNNENDUR HEIMSLJÓSS HALLDÓRS LAXNESS ÆTTU EKKI A Ð LÁTA ÞESSA BÓK FRAM H J Á S É R FARA LÍF OG DAGBÆKUR MAGNÚSAR HJ. MAGNÚSSONAR ER VIÐFANGSEFNl ÞESSARAR BÓKAR, EN HANN ER FYRIRMYND HALLDÓRS LAXNESS AÐ ÓLAF KÁRASYNI LJÓSVÍKING HANS HEIMSLJÓSI. HÉR^Í & SKIPTI BIRT DA< SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON TÓK RITIÐ SAMAN 0£ SKRIFAR ÍTARLEGAN1N-Ilkir A Ú T G A F S í M I 5 2 5 fólki og eða undirverktökum laun og höfum eins marga lækna á vaktskrá og við teljum nauðsynlegt. Samning- urinn er gerður til fimm ára og ég vona að við getum haldið áfram þeg- ar þeim tíma er lokið.“ Þeir tvímenningar segja að í samningnum sé auk þessarar þjón- ustu fólgin símaráðgjöf að næturlagi við 13 H-l-heilsugæslustöðvar út um landsbyggðina, þ.e. stöðvar með að- eins einum lækni, og verður á næst- unni útfært nánar hvernig sú þjón- usta verður rekin. Er þá sími við- komandi heilsugæslustöðvai’ tengd- ur Læknavaktinni beint og aðeins kallað í heilsugæslulækninn ef alvar- legur vandi kemur upp sem leysa þarf strax úr og er þessu ætlað að létta á óþarfa truflunum heima fyrir. Tilraun með hrossauppboð í Hindisvík Tíu trippi boðin upp UPPBOÐ eru algengur sölumáti á hrossum víða um heim en hér á landi er lítið um slíkt nema þá helst þegar boðin eru upp óskilahross. A morgun kl. 16 verður gerð til- raun í Hestamiðstöðinni Hindisvík að Varmárbökkum í Mosfellsbæ þegar boðin verða upp 10 ótamin hross. Að uppboðinu standa Davíð Jóns- son og Ástmundur Norland. Byrjað verður á að hleypa hrossunum inn tveimur saman í senn og gestum boðið að skoða allan hópinn með þeim hætti. Síðan verður tekið eitt í senn í salinn og óskað eftir boðum. I auglýsingu segir að fylgt sé al- mennum uppboðsskilmálum og greiðsla fari fram við hamarshögg. í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir Davíð og Ástmundur að þetta væri tilraun sem gerð væri bæði í gamni og alvöru. Uppboðsleiðin væri mjög algeng erlendis við að koma hrossum á framfæri við kaup- endur. Þetta væri skemmtilegur verslunarmáti sem oft skapaðist góð stemmning í kringum. Eftirfarandi viðskiptanúmer voru vinningsaðilar i Talló 1 58 102 143 187 233 283 322 364 401 2 59 103 144 191 234 284 323 365 402 3 60 105 145 193 235 285 324 366 403 5 61 106 146 195 236 289 327 367 406 7 63 107 147 197 238 290 328 368 407 10 65 108 149 199 239 292 329 370 410 13 66 109 150 200 240 294 331 371 411 14 68 110 152 202 241 295 332 374 412 15 69 113 157 203 242 297 333 375 413 16 73 114 158 204 243 298 336 376 414 17 74 115 161 205 244 301 337 377 415 21 75 116 162 207 246 302 338 379 416 25 76 117 163 208 247 303 340 380 417 27 77 118 165 211 250 304 341 381 418 32 78 119 166 212 254 305 342 382 34 79 120 168 214 258 306 343 383 35 81 121 170 215 259 307 344 384 38 82 122 171 216 264 308 345 385 43 87 123 172 217 265 309 346 386 44 88 124 174 218 266 310 347 387 45 89 127 176 220 270 311 348 389 46 90 128 178 222 271 312 349 390 47 91 130 179 223 272 313 351 391 48 93 134 180 224 274 314 356 392 49 96 136 181 225 275 315 357 394 50 97 137 182 227 276 317 358 395 51 98 139 183 228 278 318 359 396 54 99 140 184 229 280 319 360 397 56 100 141 185 230 281 320 362 399 57 101 142 186 231 282 321 363 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.