Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Aldis Hafsteinsdóttir
STARFSMAÐUR verslunarinn-
ar Heiðar Ásgeirsson.
Ný raftækja-
verslun
Hveragerði - Raftækjaverslunin
ELÓ var opnuð nýverið í Hveragerði.
Verslunin sem er staðsett við Austur-
mörk býður uppá Qölbreytt úrval raf-
tækja, ljósa og efnis til raflagna.
Verslunin selur vörur frá ýmsum
þekktum verslunum á höfuðborgar-
svæðinu svo sem Heimilistækjum,
Sjónvarpsmiðstöðinni, Rafha og
fleirum. Að sögn eigenda verður
kappkostað að bjóða góðar vörur á
góðu verði. Mikið úrval er af hvers-
konar gjafavöru nú fyrir jólin og
ennfremur er boðið uppá Mizuno
íþróttavörur ásamt hinum sívinsælu
Hamars-göllum.
Eigendur verslunarinnar eru
giónin Guðni Guðjónsson og Ebba
lafía Ásgeirsdóttir.
LANDIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnaon
FJOLMENNI heimsótti dvalarheimili aldraða f Stykkishólmi er
minnst var 20 ára starfsafmælis. Ungt tónlistarfólk skemmti gestum
með hljóðfæraleik sem heimilisfólk hafði gaman af.
MARÍA Guðmundsdóttir var heiðruð á afmælinu, en hún hefur starf-
að allan tímann á dvalarheimilinu. Á myndinni er með henni Kristín
Björnsdóttir forstöðukona, en hún hefur tengst starfi dvalarheimilis-
ins í langan tíma.
Dvalarheimilið í
Stykkishólmi 20 ára
Stykkishólmi - Dvalarheimili
aldraðra í Stykkishólmi tók til
starfa 25. nóvember 1978. í til-
efni af 20 ára afmælinu var
heimilsmönnum og öðrum bæj-
arbúum boðið í afmæliskaffi.
Nemendur tónlistarskólans
Iéku á hljóðfæri, flutt var
kveðja frá Árna Helgasyni í
bundnu máli og næturvörður-
inn, Hinrik Finnsson, spilaði
gömul dægurlög á píanó. Á
þessum timamótum var María
Guðmundsdóttir heiðruð, en
hún hefur starfað við dvalar-
heimilið allt frá byrjun.
Helstu breytingar á starf-
seminni á þessu tímabili er
bygging þjónustuíbúða fyrir
aldraða sem eru áfastar dval-
arheimilinu. Árið 1991 voru
teknar í notkun 8 íbúðir og í
fyrra var enn byggt við og þá
bættust við 7 íbúðir. Næstu
framkvæmdir við dvalarheimil-
ið verða á næsta ári, en þá á að
endurnýja eldhúsið og stækka
borðsalinn.
Dvalarheimilið er fullskipað
og búa þar 19 heimilismenn. El-
stir þeirra eru fæddir árið
1906, en það eru þau Dagbjört
Níelsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir
og Jóhann Rafnsson. Magnúsína
Magnúsdóttir hefur dvalið
lengst eða í 19 ár. Forstöðu-
kona dvalarheimilisins er Krist-
ín Björnsdóttir.
fyrir
krakka
Tvær spennandi sögur um
furðufyrirbæri sem elcki sjást
alltaf 1 veruleikanum.
Sögur tjiTir 8-14 ára krakka
eftir Helga Jónsson.
svona erfitt
í
Sjálfstætt fr;
bókunum ALLTÍSLEIKog
SUNDUR & SAMAN eftir
Helga Jónsson
tndur
8 0 k «6 I 1 i * l
. .... ... ... .,
Sparisjóður Olafsvíkur
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
STARFSFÓLK Sparisjóðs Ólafsvíkur, f.v.: Þórey Kjai-tansdóttir,
Anna Ingvarsdóttir, Erla Þórðardóttir, Helga Guðjónsdóttir skrif-
stofustjóri og Kristján Hreinsson sparisjóðsstjóri.
KRÓNURNAR vöktu niikla kátínu og hvetja börn vonandi
til að fara vel með aurana sína.
Nýr af'greiðslusalur
tekinn í notkun
Hellissandi - Sparisjóður Ólafsvíkur
hefur tekið í notkun nýjan af-
greiðslusal. Sparisjóðurinn var
stofnaður árið 1892 og hefur starfað
óslitið síðan. Öllu útliti Sparisjóðsins
og aðstöðu fyrii' viðskiptavini og
starfsfólk hefur verið gjörbreytt. Þá
opnaði hann hraðbanka nýlega en
slík þjónusta hefur ekki verið til
staðar fyrr. Sparisjóðurinn hefur
fimm fasta starfsmenn.
Sparisjóður Ólafsvíkur er ekki
einn af stærstu sparisjóðum landsins
en honum hefur lánast að starfa
óslitið í 106 ár og rekstur hans hefur
alla tíð staðið traustum og öruggum
fótum enda hefur hann verið svo lán-
samur að eiga trygga og ábyrga við-
skiptamenn.
Áfgreiðslusalurinn nýi hefur gjör-
breytt útliti Sparisjóðsins og hefur
það verið gert eftir teikningu Snorra
Haukssonai-, arkitekts í Reykjavík.
Verður varla annað sagt en af-
greiðslusalurinn sé nú með þeim ný-
tískulegustu sem sjást í bankastofn-
unum. Framkvæmdirnar önnuðust:
Jónas Ki-istófersson trésmíðameist-
ari, Jón Arngiímsson rafvirkjameist-
ari, Sævar Þórjónsson málarameist-
ari og Einar Beinteinsson dúklagn-
ingameistari.
Auk þess hefur salurinn verið
stækkaður og gefur það viðskipta-
mönnum og starfsfólki betri aðstöðu
til þjónustu og starfa. Eftir miðjan
janúar verður sett upp nýtt og full-
komið afgreiðslukerfi. í tilefni þess-
ara breytinga var Sparisjóðurinn op-
inn íbúum, boðið var upp á veitingar
og skerhmtun sl. föstudag og var
mikið fjölmenni í Sparisjóðnum þann
dag. Lúðrasveitin Snær lék undir
stjórn Ian Wilkinson og settur var á
svið Krónuleikur sem vakti mikla at-
hygli viðstaddra.
I tilefni dagsins gaf Helgi Krist-
jánsson, stjórnarformaður Spari-
sjóðsins, sjóðnum myntsafn sitt sem
hann hefur safnað frá bernsku og
óskaði eftir að það yrði varðveitt í
Sparisjóðnum.
I