Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Síhringingar baggi á kaupmönnum Kaupmenn kvarta við kortafyrirtæki mest seldu fólksbíla- tegundirnar í jan.- nov. 1998 ^ári Fjöldi % % 1. Toyota 2.121 16,5 +28,8 2. Volkswagen 1.329 10,3 +27,2 3 Nissan 1.145 8,9 +63,6 4. Subaru_____1.079___8,4__+8,2 5. Mitsubishi 815 6,3 -9,3 6. Opel_________770 6,0 +17,6 7. Suzuki_______714 5,5 +34,5 8. Hyundai 609 4,7 -17,7 9. Honda 563 4,4 +74,3 10. Renault 503 3,9 +28,3 11. Peuqeot_____425 3,3 +148,5 12. Ssanqyonq 395 3,1 +103,6 13. Daihatsu 361 2,8 +137,5 14. Ford________359 2,8 -10,7 15. Daewoo______303 2,4______: ^AðrarteEp^^^l^^OÆ^^TíjA Samtals 12.891 100,0 +33,6 Mikil aukning í sölu á Peugeot Þriðjungi fleiri fólksbifreiðar voru nýskráðar fyrstu 11 mánuði ársins heldur en á sama tíma í fyrra. 12.891 bifreið nú en 9.649 í fyrra. Sala á Peugeot bifreiðum hefur aukist um 148,5%, á Daihatsu um 137,5% og Ssangyoung um 103,6%. Jafnframt hefur sala á Honda aukist um 74,3% og á Nissan um 63,6%. Dregið hefur úr sölu á Mitsubishi um 9,3%, á Hyundai um 17,7% og á Ford um 10,7%. Daewoo er í 15. sæti með 303 bíla, en ekki eru til samanburðartölur við síðasta ár þar sem Daewoo kom fyrst á markað á íslandi á þessu ári. Sama á við um Galloper jeppa sem eru í 16. sæti með 224 bíla. Kellogg segir upp hundruðum starfsmanna Battle Creek, Michigan. 12 891 Bifreiða- innflutn. í janúar tii nóv. 1997 og 1998 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1.212 1997 1998 1997 1998 SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins verður kostnaður kaup- manna vegna símhringinga úr svokölluðum posavélum, rafgreiðsl- um á sölustað, um 75 milljónir króna í ár og nemur símkostnaður þessi um 45% af heildarsímakostn- aði hvers kaupmanns. Mikillar óánægju gætir með þetta meðal kaupmanna og hafa þeir skrifað forsvarsmönnum kortafyi-ir- tækjanna bréf þar sem þeir fara Vegmál fékk gatnamálun til 2002 STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkm-borgar hefur sam- þykkt, að undangengnu útboði, að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda í gatna- málun 1999-2002, Vegmáls ehf., verði tekið. Tvö tilboð bái-ust auk tveggja fráviksboða frá Vegmáli. Tilboð Vegmáls hljóðaði upp á kr. 79.016.160. miðað við allt tíma- bilið, sem þýðir árlegan kostnað upp á kr. 19.754.040, en tilboð hins bjóðandans, Vegmerking- ar ehf., hljóðaði upp á 98.720.000 eða kr. 24.680.000 á ári. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 136.635.300 og er því tilboð Vegmáls 57,83% af kostn- aðaráætlun. fram á að komið verði til móts við þá í þessum efnum. Helst hafa þeir kvartað vegna svokallaðra síhringikorta, en vissir aðilar fá úthlutað slíkum debetkort- um til að koma í veg fyrir að teknar séu út vörur umfram innstæðu. Vilja að fólk borgi fyrir þjónustuna Hluti af handhöfum debetkorta sem hafa lent í einhverjum áföllum í viðskiptum sínum þurfa að nota kort þar sem hringt er inn í hvert sinn sem það er notað og kannað hvort heimild er fyrir úttekt. Aðrir eru ófjárráða sem aðeins mega nota innstæðu, og enn aðrir eru skilafólk sem biður um síhringiþjónustu til að fara aldrei í skuld á reikningi sín- um. Kaupmenn leggja til að bankarn- ir greiði að minnsta kosti kostnað vegna síðastnefnda hópsins, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ragnar Önundarson fram- kvæmdastjóri Europay Island stað- festi í samtali við Morgunblaðið að fjallað yrði um erindi kaupmanna á næstunni. Grænt númer leysir ekkivandann Um það hvort umræða um upp- setningu svokallaðs græns númers, þar sem bankinn í þessu tilfelli þyrfti að borga allar innhringingar, hefði farið fram, sagði Ragnar að svo hefði ekki verið. Hann sagði þó að slíkt myndi ekki leysa nein vandamál þar sem Landsíminn væri með hærri gjaldskrá fyrir slík númer. KELLOGG, mesti kornmetisfram- leiðandi heims, hyggst segja upp 525 starfsmönnum, eða um 21% starfsmanna á launaskrá fyrirtæk- isins í Norður-Ameríku, til að draga úr kostnaði. Fyrirtækið ætlar einnig að segja upp 240 lausráðnum starfsmönnum, sem eru um 20% starfsliðsins í Norður-Evrópu. Uppsagnirnar miða að því að skera niður kostnað um 105 milljón- ir dollara á ári frá 1999. Verð hluta- bréfa í Kellogg lækkaði um 2,6%. Verðbréfaþing Gengi hluta- bréfa í ÍS og SH hækkar VERÐ hlutabréfa í íslenskum sjáv- arafurðum hækkaði um 11,5% í gær og er þetta þriðji dagurinn í röð sem bréf í félaginu hækka. Hlutabréf í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hækkuðu um 7,5%. Alls námu við- skipti með hlutabréf á Verðbréfa- þingi Islands 155 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með hluta- bréf í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, 103 milljónir króna, og hækk- aði gengi þeirra um 1,1% og var lokagengið 1,81. Úrvalsvísitala Að- allista lækkaði um 0,13% í gær. Markaðsávöxtun skuldabréfa lækkar Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi námu 2.513 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með ríkisvíxla, alls 1.260 milljónir króna og lækkaði markaðsávöxtun þeirra um 3-9 punkta. Viðskipti á skuldabréfa- markaði námu alls um 1.100 milljón- um króna og lækkaði markaðsávöxt- un um 2-15 punkta. fiertu GARÐURINN -klæðirþigvel Háskólinn hafnar til- boði í INTÍS FBA bauð ríflega 37 milljónir króna í 7% eignarhlut HÁSKÓLI íslands hefur hafnað ríf- lega 37 milljóna króna tilboði Fjár- festingarbanka atvinnulífsins í eign- arhlut Háskólans í Internet á Is- landi, INTÍS. Eignarhlutur Háskól- ans er ríflega 7% í INTÍS, eða rúm- lega fjórar milljónir króna að nafn- virði. Tilboð FBA nam tæpum 40 milljónum króna á genginu 9, sem er hæsta gengi sem þekkst hefur í viðskiptum með hlutabréf í INTÍS. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerði BFA tilboð í bréf INTIS fyrir hönd viðskiptavinar. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, vildi ekki tjá sig um ástæður þess að tilboði FBA í eignarhlut Háskólans var hafnað. INTÍS var stofnað áríð 1987 í tengslum við rekstur á netsambandi við útlönd en það var gert að hlutafélagi árið 1995. Félagið annast heildsölu á nettengingum hér á landi. --------------- Hlutafjárútboð Opinna kerfa hf. Mikil um- frameftir- spurn MIKIL umframeftirspurn var eftir þeim hlutabréfum sem boðin voru til sölu í hlutafjárútboði Opinna kerfa hf. á dögunum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Búnaðarbanka Islands, sem hafði umsjón með sölunni, skráðu forkaupsrétthafar sig fyrir tæplega 17 milljónum króna en ein- ungis fjórai- milljónir voru boðnar út. I almenna útboðinu, sem lauk á miðvikudag, voru boðin út hlutabréf að nafnverði 1,5 m.kr. Alls sóttu um 3 þúsund aðilar um hlutabréf í félag- inu að nafnverði rúmlega 52,5 millj- ónir króna. Miðað við útboðsgengi var óskað eftir hlutafé að markaðs- verðmæti rúmlega 3 milljarðar króna. Umframeftirspurn var því um 37-fóld í almennu útboði, sem er sú mesta sem átt hefur sér stað í hluta- íjárútboði félags á Verðbréfaþingi Islands til þessa. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í starfsemi félagsins og hefur velta aukist um 26% á milli ára frá stofnun þess. Rekstraráætlun fyrir árið 1998 gerir ráð fyrir að velta verði 1.600 milljónir, sem er 32% aukning frá fyrra ári. Þá er gert ráð fyrir 70 m.kr. hagnaði eftir skatta að meðtal- inni hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga. ------♦-♦-♦---- Niðurskurður hjá BF- Goodrich Richfield, Ohio. BFGoodrieh hyggst loka fjórum verksmiðjum, sem framleiða flug- vélahluta, og leggja niður 775 störf til að einfalda framleiðsluna í sam- ræmi við söluspár. Verksmiðjum verður lokað í Mar- yland, Arkansas og Hamborg í Þýzkalandi á þremur síðustu mán- uðum næsta árs að sögn fyrirtækis- ins. Niðurskurðurinn stendur ekki í sambandi við fyrri tilkynningu BFGoodrich um fyrirhuguð kaup á Coltec Industries fyrir 2,2 milljarða dollara, eða tilkynningu Boeings um uppsagnir 20.000 starfsmanna, að sögn talsmanns BFGoodrich..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.