Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR4vDESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters NÁMSMAÐUR skoðar styttu sem lýðræðissinnar reistu við háskólann í Hong Kong í gær til minningar um þá sem létu líflð er hermenn brutu á bak aftur stúdentamótmæli í Peking árið 1989. Lýðræðissinnar handteknir í Kína Kínverjar mót- mæla afskiptum Bandaríkj anna Roiitors Peking. Reuters. KÍNVERSK stjórnvöld vöruðu Bandaríkin í gær við að skipta sér af innanríkismálum Kína, eftir að talmaður Hvíta hússins gagnrýndi handtöku andófsmannsins Xu Wenli og annarra forystumanna í Kín- verska lýðræðisflokknum fyrr í vik- unni. Kínverskir lýðræðissinnar eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla handtökunum. Xu, sem er 55 ára, var handtek- inn á heimili sínu í Peking á mánu- dag. Lögreglan vildi ekki gi-eina frá því hvaða glæpi Xu er sakaður um, að öðru leyti en að hann væri grun- aður um athæfí sem ógnaði þjóðar- öryggi. Flokksbróðir hans, Qin Yongmin, var handtekinn í borginni Wuhan og sagður hafa „lagt á ráðin um að steypa stjórninni", sem varð- ar lífstíðarfangelsi í Kína. Níu aðrir meðlimir Kínverska lýðræðisflokks- ins eni enn í haldi lögreglu. Tveir leiðtoga stúdenta í mót- mælunum á Torgi hins himneska friðar árið 1989 hófu á miðvikudag tveggja sólarhringa hungurverkfall til að krefjast lausnar mannanna, og sautján aðrir andófsmenn hyggjast skiptast á að fasta í mótmælaskyni. Lýðræði ekki í sjónmáli Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði á miðvikudag að Bandaríkjastjórn harmaði handtök- umar, og að hún teldi að brotið væri á mannréttindum með því að meina meðlimum Kínverska lýðræðis- flokksins að láta skoðanir sínar í ljós á friðsamlegan hátt. Kínversk stjórnvöld vísuðu þessari gagnrýni á bug í gær sem óréttmætum af- skiptum af innaríkismálum Kína. Kínverjar undirrituðu í október sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem tryggja á funda- og málfrelsi. Li Peng, forseti þingsins, sagði þó í viðtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt fyrir viku, að kínversk stjórnvöld léðu ekki máls á lýðræði að vestrænni fyrirmynd og myndu ekki leyfa nýja stjómmálaflokka ef markmið þeirra væri að berjast fyr- ir „fjölflokkakerfi og afneita forystu kommúnistaflokksins“. Vsx-407 Útvarpsmagnari 2x70w • Rms • 4x50w 30 stöðva minni • Rds Pd-106 . , Geistaspilari 1 bft • forritaniegur hantiahótsspifun xk 18.900.- stgr.'i I 7 DV-505 ,, Myndgeislaspilari AC3 • frambóinn i hJjóð og mynd FRA Lafontaine á fund ráðamanna í Washington Bandaríkj amenn eru tor- tryggnir á hugmyndir ESB Bonn, London. Reuters. OSKAR Lafontaine, fjármálaráð- herra Þýzkalands, mun að öllum lík- indum verða var við verulega and- stöðu er hann hittir í dag ráðamenn í Washington, m.a. til að reyna að telja þá á að fallast á áætlun Evr- ópuríkjanna um að þau fái að tefla fram aukafulltrúum á fundum G7- hópsins svokallaða, samtaka sjö helztu iðnríkja heims. Fjármálaráðherrar ESB-ríkj- anna fimmtán urðu sammála um það á þriðjudag að fara fram á að fulltrúar Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjómar ESB hefðu rétt til að leggja sitt til málanna á fundum G7 eftir að ellefu ESB-ríki stofna með sér Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) um ára- mótin, en auk þess skuli sá ráðherra sem gegnir formennskuhlutverkinu í hópi EMU-ríkjanna hverju sinni einnig sitja G7-fundina. Þar sem formennskuhlutverkið í ráðherra- ráði ESB gengur á hálfs árs fresti á milli aðildarríkjanna yrði þar með í fyrsta sinn opnað fyrir möguleikann á því að fulltrúi frá hinum smærri ríkjum Evrópu fengi seturétt á fundum G7, án þess að viðkomandi land eigi aðild að samtökunum. Ahyggjur Bandaríkjamanna Lafontaine, sem hefur vakið um- tal á fyrstu fimm vikum sínum í embætti íyrir að viðra hugmyndir um strangari reglur um gjaldeyris- markaði og aukið pólitískt eftirlit með peningamálastefnu iðnríkj- anna, er einn helzti stuðningsmaður tillögu ESB-ráðherranna. En tals- menn bandarískra stjórnvalda, sem verða ásamt öðrum meðlimum G7 (Japan, Rússlandi og Kanada) að veita tillögunni samþykki sitt, hafa þegar sagt að þeir álíti hugmyndir af þessu tagi ekkert annað en til- raunir Evrópuríkjanna til að ná yf- irhöndinni innan samtakanna. Fjög- ur ESB-ríki eiga eins og er fasta- fulltrúa í þeim, þ.e. Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Bretland. Öll verða þau nema Bretland með í EMTJ. Bandaríkjamenn hafa lengi leitað eftir því að Evrópuríkin mæli einni röddu á vettvangi G7, en þeir óttast að sífelld mannaskipti geti grafíð undan einbeitingu í starfi samtak- anna. Þjóðverjar gegna formennsku í hópnum á næsta ári, og þar sem þeir gegna jafnframt formennsku í ráðhen-aráði ESB íyi'ri hluta ársins verður Lafontaine sem fjármálaráð- herra formennskuríkisins í lykil- hlutverki. Finnar taka við ESB-for: mennskunni síðari hluta ársins. I viðtali við Reuters á miðvikudag lýsti Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, efasemdum sínum um ágæti þeirrar málamiðlunar sem ESB-ráðheiTamir hefðu náð um þetta mál. Æskilegra væri að hans mati að fulltrúi framkvæmdastjórn- arinnar væri aðaltalsmaður ESB á fundum G7 hvað málefni mynt- bandalagsins varðar. SLOKKVILIÐSMENN berjast við eldinn. Reuters 27 fórust í eldi á barnahæli TOn ** Vsx-906 Útvarpsmagnari 2x110w • Rms • 5x60w 30 siöðva minni • Rds-AC-3 . • Mji-707 . Mini-disk spilari ^ Stafræn upptaka og afspilun Hægt að setja inn nafn eða titia, 39.900.- stgtE Sv-606 Heimabíó hátaiarar Aðeins 5sm þykkir • 150W Rms +100w bassabox Þegar hijómtæki skipta máii jli—é B R Æ Ð U R N_ l__E ORMSSON Láamúla 8 * Sími 533 28 00 Lágmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Manila. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 27 manns fórust, þar af 22 böm, þegar eld- ur blossaði upp á hæli fyrir mun- aðarlaus börn í miðborg Manila fyrir dögun í gær. Flest þeirra sem létu lífið í eldsvoðanum urðu innlyksa á efri hæðum hússins og nokkur koraabörn, sem höfðu verið skilin eftir á vöggustofu hælisins, urðu einnig eldinum að bráð. Þriggja baraa var enn saknað 15 klukkustundum eftir að eldur- inn blossaði upp vegna gallaðra rafleiðslna. Starfsmenn hælisins sögðu að mörg barnanna sem fórust hefðu ekki komist út úr byggingurmi vegna þess að út- göngudyrnar hefðu verið læstar. Yngsta baraið af þeim 22 sem fórust var þriggja mánaða. 50 manns - 24 börn, umsjónarmenn þeirra og starfsfólk - komust út úr byggingunni. Joseph Estrada, forseti Fil- ippseyja, skoðaði hælið eftir branann og kvaðst sjálfur ætla að stjórna fjársöfnun til að hægt yrði að endurreisa það. Hann sagðist einnig ætla að fyrirskipa rannsókn á því hvernig staðið var að slökkvistarfinu. Að sögn filippeyskra ljölmiðla kom fyrsti slökkvibíllinn ekki á staðinn fyrr en klukkustund eftir að eldurinn blossaði upp þótt hælið sé aðeins 500 m frá næstu slökkvistöð. Slökkviliðsmennirn- ir komust ekki strax inn í bygg- inguna, 78 ára gamalt timbur- hús, vegna gífurlegs hita og dældu vatni inn í hana. Krstic flutt- ur til Haag Haag. Reuters. SERBNESKI hershöfðinginn Rad- islav Krstic var fluttur með flugvél til Haag í gær og ráðgert er að hann verði leiddur fyrir stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Saksóknarar Sameinuðu þjóðanna hafa ákært Krstic fyrir stríðsglæpi og segja að hann hafí stjórnað morð- um á um 6.000 múslímum í borginni Srebrenica árið 1995 ásamt Ratko Mladic, þáverandi yfirmanni hers Bosníu-Serba. Krstic, sem var tekinn höndum í fyrradag, er níundi maðurinn sem hermenn NATO hafa handtekið vegna stríðsglæpanna í Bosníu og hæst setti herforingi Bosníu-Serba sem náðst hefur til þessa. Saksókn- arar stríðsglæpadómstólsins vonast nú tii þess að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, verði handtekinn og telja að líkurn- ar áþví að það takist séu miklar. „Eg tel að við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að það takist og varfærni borgar sig í þeim efnum,“ sagði Louise Arbour, aðal- saksóknari SÞ. ------------------ Varað við hryðjuverkum London. Reuters. CHILESKUR þingmaður, Ignacio Perez Walker, varaði í gær við því að öfgamenn í Chile kynnu að ráða stjórnmálamenn af dögum og grípa til hryðjuverka, yrði Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, framseldur til Spánar. Walker, sem er nú í London til að þrýsta á Breta að fallast ekki á framsal Pinochets, sagði að í Chile stæði valið á milli réttlætis og friðar. Hann benti á að Bretar hefðu fyrr á þessu ári neitað að framselja n-írska konu til Þýskalands, þar sem hún var eftirlýst fyrir aðild að sprengju- tilræði IRA, á sama tíma og viðræð- ur um friðarsamninga á Norður-ír- landi stóðu yfir. Hann sagði að Bret- ar hefðu valið þann kost að standa vörð um friðinn, og að þeir ættu einnig að gefa Chilebúum tækifæri til þess. Breska dagblaðið The Independ- ent greindi frá því í gær að lögfræði- kostnaður Pinochets næmi yfir 12 þúsund pundum (um 1,4 milljónum ísl. kr.) á dag, og yrði kominn yfir eina milljón punda (116 milljónir ísl. kr.) um jólin, en hann hefur fimm lögfræðinga á sínum snærum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.