Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VÍSINDAAFREK BÆKUR Fræðirit „ALLEGORY IN NJÁLS SAGA and its Basis in Pythagorean Thought", eftir Einar Pálsson. For- máli og umsjón útgáfu: Árni Einars- son. Myndskreyting: Robert Guillem- ette. Prentun: Prentsmiðjan Oddi. Útgcfandi: Mímir 1998. BÓKIN Allegory in Njáls Saga, sem kom út nú á þessu ári, er um líkingamál eða dulmál Njáls Sögu, þar sem niðurstaða rannsókna Ein- ars Pálssonar, heitins, eru nú birt, samanþjöppuð í einni bók á ensku, en Einar lést eins og kunnugt er 30. október 1996. Eins og heiti bókarinnar ber með sér er kenning Einars studd veiga- miklum rökum Pythagoreskrar hugsunar og er hér í fyrsta skipti að fínna fjölda tilvísana í önnur rit um sama efni og Einar Pálsson hefur verið að fjalla um á opinberum vett- vangi síðan 1969, að hans fyrsta bók, Baksvið Njálu, kom út hér á íslandi. Það er skarð fyrir skildi, að þessi bók skuli ekki vera rituð á íslensku og á hún því ekki eins greiða leið til áhugamanna um þessi mál hér á landi. Þetta á jafnframt við um þrjár síðustu bækur Einars um þessi mál. Astæða þess er einfaldlega sú, að Einar var að tryggja aðgengi er- lendra fræðimanna að hugmyndum sínum. Bókin er í einu orði sagt hið mesta snilldarverk. Áreiðanlega munu kenningar Einars Pálssonar verða grundvöllur til endurmats á mörgu því, sem áður hefur verið ski-ifað í ís- lenskum fræðum. Fyrir mér hafa ný- ir heimar opnast og margt, sem áður var mér algjörlega hulin ráðgáta í fomsögunum og goðafí-æðinni, blasii' nú við, eins og opin bók. í heild má líkja þessu við að standa á tindi Mælifells í Skagafirði í fógru sumar- veðri og horfa yfir héraðið sem blasir við, eins og útbreitt landabréf. Það sem áður virtist óskiljanlegt og var það reyndar, er nú augljóst og hægt að skýra með hliðsjón af kenningum Einai’s. Það er vísinda- afrek að geta lesið dul- mál Njálu og áreiðan- lega var það tónlistin sem Einar fékk í vöggu- gjöf sem gerði þetta kleift. Þessu má líkja við það þegar barni er kennt að lesa nótur og nýr heimur áður óþekktur opnast. Nót- mrnar virðast ekki skilj- anlegar í upphafi, en eru leikur einn að lesa, þegar fi'arn í sækir. Fyrir okkur, sem höfum lesið allar bækur Ein- ars frá upphafi, eru þetta engin tíðindi. í þessari bók reynir hann að þjappa saman helstu niðurstöðum sínum og tipla á því helsta, er þær varða. Hér ber hæst grundvöll kenn- inga Einars, sem settar era fram með skýringarmyndum á bls. 24 og 31 í bókinni. Til að lýsa þessum kenningum íyrir lesendum er á bls. 24 sýnd mynd af Rangárhjólinu. Það hjól fann Einar með því að nota tölur og dulmál Njálu, til að reikna og mæla hjólið, eins og það er sýnt í bókinni. í örstuttu máli er hér um það að ræða, að við landnám íslands vora notaðar hugmyndir, sem síðar kom á daginn að vora þekktar m.a. hjá Grikkjum og fleiri þjóðum. Fom- menn skiptu tilveranni í þrjú tilvera- svið. „Macrocosmos", stjömuhiminn, sem heimur. „Mierocosmos", maður- inn, sem endurljómi alheimsins. „Mesocosmos“, þjóðfélagið. Þess vegna var stjörnuhiminn notaður til viðmiðunar til að festa skipan á jörðu niðri, hvar allt væri staðsett og hlutverk allra hluta. Samræmi var milli goða, guða og manna. Alcveðnar tölur stóðu fyrir ákveðin gildi og kennileiti, og gerð ein- staklinga í Njálu og guða tók mið af þessum fræðum. Það sama er upp á teningnum á bls. 31 í bókinni, þar skýrir Einar Ask Yggdrasils, en hann er samtvinnað- ur ummáli sólar, hinum fullkomna teningi (hymingasteininum), þríhymingnum 3/4/5 og Lambda-formúlunni. Utkoman er ávallt sú sama, talan 216, grundvöll- ur alheimsins og laga. Svo skemmti- lega vildi til að núna, síðasta laugar- daginn í nóvember, sýndi þýska sjónvarpsstöðin BR heimildarmynd um Indus-menninguna, sem stóð 3.500 til 1.900 íyrh’ Krist. Og hvað halda menn að sé niðurstaða fom- leifafræðinga, sem hafa rannsakað þessa menningu? Jú, nákvæmlega sú sama og Einar Pálsson komst að við rannsóknir sínar á Njálu. Þeir fundu og skýra frá því, að við uppgröft á rústum hinu fomu borgar Indus- þjóðarinnar hafi áttvísi, tölfræði og dulmál verið notað með sama hætti og í Rangárhverfi. Sama niðurstaða, en önnur fræðigrein og enn eldri menning. Microcosmos, Macrocosmos og Mesocosmos vora undirstöður Indus-menningarinnar, stærðfræði-, dulfræði- og stjarn- fræðikunnátta. Fullvíst þykir, að Indus-fólkið kenndi öðram þessi fræði og að þeir þekktu m.a. núllið, en þaðan er það komið til Ai-abíu. Og enn í dag er þessi þekking kennd í gildum í Pakistan, eins og vai’ á ís- landi þar til lúterskan kom til skjal- anna. I heild er bókin ótrúlega skemmtileg aflestrar, en gæti verið tjrfin þeim, sem ekki bera skyn- bragð á tölvísi og launhelgar. Til- vitnanir Einai-s í forn fræði frá horfnum menningarheimum og ófí-úleg elja hans við að koma þessu viðamikla efni á framfæri í bók, sem er ekki nema 357 blaðsíður, er afrek útaf fyrir sig. Á einfaldan hátt er nú hægt að skilja Eddu-kvæðin og margt í fomsögunum. Það sem áður var ógjörlegt að fá neinn botn í, er nú hægt að skrifa og tala um á „mannamáli“, eins og krakkamir segja. Jafnframt sýnir Einar fram á hversu mikilhæfir þeir menn vora, sem rituðu og gáfu út Njálu og forn- bókmenntir okkar. Menntun og kunnátta þessara vísindamanna hef- ur verið á heimsmælikvarða og miklu meiri en hingað til hefur verið haldið. Fyrir okkur nútímamenn, sem teljum okkur vita og kunna allt, er slíkt ótrúlegt og æði mikið undr- | unareftii. Háskóla íslands bíður |; brýnt verkefni og það hlýtur að vera tilhlökkunarefni fyrir unga vísinda- menn að vinna á næstu öld að víð- tækum rannsóknurii á grundvelli þess, að Einar Pálsson hefur opnað leynihólf íslenski-ar fornmenningar fyrir þá. Áður óþekktur þáttur í ís- lenskri menningu hefur með rann- sóknum Einars verið uppgötvaður og mun gefa mönnum erlendis og | hér heima nýja möguleika á að 1 skýra leyndardóma víða um heim, p sem hingað til hafa verið torráðnir. Svo virðist, sem Einar Pálsson hafi ráðið fon-itunarmál fomaldar, þar sem hulunni er svipt af klösum, stengjum, lesgildum og reiknivirkj- um. Nú geta menn á notendavænan hátt skilið, greint og nýtt sér forrit- unai-mál Njálu. Þúsundir íslendinga hafa í dag lært nútíma foi-ritun fyrir tölvur. Það væri verðugt verkefni I fyrir einhvern þessara mörgu vís- 1 indamanna í tölvuheiminum að gera p kennsluforrit fyrir tölvur um dul- ræðimál Njálu, sem væri aðgengi- legt almenningi og um leið vísinda- legt tæki til rannsókna. Mai’gar skýringarmyndir prýða bókina og mikill fjöldi tilvitnana eru í henni, bæði í erlend og innlend rit. Það eina sem betur hefði mátt fara er, að upptalning á eldri ritum Ein- ars hefði þurft að vera einnig á I ensku, ásamt stuttheitum þeirra og | rúnum. Víða er til að mynda vitnað í f RIM, sem er fyrsta bók Einars, en ekki er víst að allir átti sig á því. Eina villu sá ég, þar sem fallið hafði út tala á bls. 89, en flestir ættu að átta sig á því. I heild er þetta snotur kilja og bráðnauðsynlegt að eiga hana og lesa fyrir alla þá, sem stunda íslensk fræði. Hreggviður Jónsson k Einar Pálsson Milli lestarferða BÆKUR Fngliiiga.saga í DRAUMI LÍFSINS eftir Hákan Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. Skjald- borg. 1998 -153 bls. LÍF okkar er sjaldan eins og við búumst við. Sum trúarbrögð gera í raun ráð fyrir að lífið sé breyting, ekki bara meðan við lifum, heldur haldi eilíf hringrás breytinganna áfram eftir líkamsdauðann. I draumi lífsins nefnist bók fyrir ung- linga eftir sænska höfundinn Hákan Lindquist sem út hefur komið í þýð- ingu Ingibjargar Hjartardóttur. Meginviðfangsefni bókarinnar er sorgin og ástin og hvernig missir og sorg leiðir til einhvers konar endur- fæðingar og hvernig kærleikurinn gerir okkur heil á ný. Aðalpersónan, Michael, missir föður sinn og fyllist við það sorg. I upphafi sögu era þrír mánuðir liðnir frá fráfalli hans og enn á Michael margt óleyst. Það er dæmi um list- fengi höfundarins að hann rammar söguna inn í upphafl og endi annars vegar með hugleiðingu um endur- holdgun og einnig með lestarferð- um. I byrjun sögu er Miehael á leið í lest til Skánar á æskuslóðir til kunningja þar sem hann hafði oft dvalið með föður sínum. Þessi ferð er á vissan hátt táknræn um þá breytingu sem er að verða með Michael og þegar hann heldur heim á leið síðar er hann breyttur maður og hefur ef til vill fundið sjálfan sig. Michael tekst nefnilega ekki bara á við eilífðarmálin og sorgina heldur uppgötvar hann og viðurkennir með sjálfum sér að hann er samkyn- hneigður því að hann festir ást á pilti, Theo að nafni, sem endurgeld- ur ást hans. Þetta er sem sé öðrum þræðinum saga af samkynhneigðum unglingi sem er að uppgötva ástina og mátt hennar. Hér er á ferðinni vel skrifuð bók og þýðingin er á einföldu og ljósu máli svo að hún er þægileg aflestr- ar. Höfundur velur þá leið að segja söguna í 3. persónu eintölu en sögu- miðjan er ávallt þar sem aðalper- sónan er. Jafnframt er okkur sýnt inn í hugarheim Michaels með því að sýna okkur drauma hans sem all- ir tengjast láti fóður hans. Sagan er því í reynd ferðalag ungs manns í leit að sjálfum sér. Persónusköpun er yfirleitt skýr og einfóld en mesta rækt leggur höfundur þó við aðalpersónuna. Þetta er kærleiksríkur piltur og til- finningar sínar nær hann að tjá hindrunarlaust þegar hann upp- götvar þær og skilur. Það ætti ekki að trufla neinn þótt ást hans sé samkynhneigð. Höfundur segir þannig frá að það styggir engan, enda greinilega eitt meginmarkmið hans að vinna gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum og öðr- um minnihlutahópum. Um aðra per- sónu, kærasta Tínu vinkonu Michaels, en hann er fullur for- dóma, segir Tína og tjáir bersýni- lega skoðun höfundar: „Ég á við að heimurinn mun aldrei laga sig að fordómum hans. Þess vegna verður hann að vera það séður að laga sig að umheiminum. Maður getur ekki skilið eða sætt sig við allt en maður þarf heldur ekki að fordæma það sem hann skilur ekki eða sættir sig ekki við. En einfaldast væri þó að reyna að skilja. Og skilji maður ekki þrátt fyrir tilraunina þá verður hann barasta að kyngja því og gera sig ánægðan með að hafa þó í það minnsta reynt.“ I draumi lífsins er vönduð ung- lingabók um sorgina, ástina, um- breytingu lífsins og sjálfsleit. Hún er vel skrifuð og þýðingin er með ágætum. Hér er á ferðinni bók sem vinnur gegn fordómum en er jafn- framt ágætis bókmenntaverk. Skafti Þ. Halldórsson Alhliða landlýsing BÆKUR Þjóðfræði HULDULANDIÐ I máli og myndum eftir Vigfús Björnsson. 336 bls. Kornið. Prentun: Ásprent/Pob ehf. Akureyri, 1997. ÞAÐ ERU hinar eyddu byggðir nyrst á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda sem Vigfús Bjöms- son lýsir í þessari ágætu bók: Látraströnd, Fjörður, Flateyjar- dalur, Flatey og Náttfaravíkur. Þarna var fyrram blómleg byggð. Þegar líða tók á öldina fór byggðin að grisjast, bæimir fóra í eyði hver á eftir öðram. Og við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var ljóst að þama yrði ekki lífvænlegt til fram- búðar sakir mannfæðar og sam- gönguleysis. Lengst var búið í Flatey. En þar var raunar hið fjör- legasta athafnalíf á stríðsámnum. Vigfús lýsir landslagi og landkost- um; fjallvegum sem þóttu allhrika- legir í vetrarferðum; bújörðunum og búskaparháttum; ennfremur kennileitum sem setja svip á lands- lagið á þessum afskekktu en mikil- fenglegu slóðum. Hann rekur sögu byggðanna, einkum að því er varð- ar minnisstæða ein- staklinga og atburði. Og þjóðtrúin fær verð- ugt rúm í bókinni. Vig- fús hefur meðal annars skráð stutta þætti eftir mönnum sem segja frá minnisverðum atvikum á árum áður. Oft var það tengt einhverju ferðasvalki. Lætur Vigfús þá talmál þeirra með sérkennum sínum og áherslum njóta sín. Ennfremur er þama leiðsögn fyrir þá sem leggja land undir fót til að bera augum þetta tilkomumikla land við nyrsta haf. En bæirnir í Fjörðum töldust fyrram til hins einangrað- asta sem þekktist á landi hér. Létu menn sér þó ekki allt í augum vaxa hvað það varðaði. Meðal annars skírskotar höfundur til vísu Látra- Bjargar sem bar saman með eftir- minnilegum hætti sumardýrðina og vetrarhörkumar á æskustöðv- um sínum. En bók þessi er, eft- ir á að hyggja, drjúg- um meira en texti. Hún er líka myndskreytt, mikið myndskreytt, og allt í lit, nema hvað gamlar ljósmyndir, sem teknar vora löngu áður en litmyndun hófst, verða að halda sínu svari/hvíta. Þama era landslagsmyndir, hesta og fuglamyndir; myndir af bátum og skipum, myndir af bæjarhúsum og kirkj- um; þar að auki mynd- ir af málverkum; teikn- ingai- margai’, að ógleymdum uppdráttum af svæð- inu. Eðlilega eru flestar litmyndirn- ar teknar að sumarlagi. Vitna þær rækilega um sannleiksgildi upp- hafsorðanna í vísu Látra-Bjargar: »Fagurt er í Fjörðum.« Þetta er í fáum orðum sagt al- hliða landlýsing og hugtæk endur- minning um mannlíf sem einu sinni var. Erlendur Jónsson Vigfús Björnsson RÆKUR Barnabók LJÓNIÐ, NORNIN OG SKÁPURINN Eftir C.S. Lewis. Myndskreytingar: Christian Birmingham. íslensk þýð- ing: Kristín R. Thorlacius. Muninn, 1998. - 48 s. BÆKUR C.S. Lewis hafa verið gríðarlega vinsælt lesefni um all- an heim og margar þeirra komið út á íslensku. í þetta sinn kemur ein þeirra út sem stytt útgáfa í mjög fallegri myndaumgjörð. Sagan segir frá ensku krökkunum fjórum, Pétri, Súsönnu, Lúsíu og Játvarði og ferð þeirra inn í töfra- landið Narníu. Til þess lands ligg- ur aðeins ein leið og hún er í gegnum fataskáp í húsi gamals Narnía í myndum prófessors sem býr úti í sveit. I Narníu fá börnin að kynnast bar- áttu góðs og ills. Þar eigast við hvíta nornin sem heldur í landinu eilífum vetri og Aslan konungur sem í gervi ljónsins er tilbúinn að fórna lífi sínu fyrir einn svikara. Frásagan af því þegar hann er bundinn og drepinn af valdi hins illa, svo og upprisa hans minnir á margt á krossfestingu Krists þótt hér sé talað um töfra. Aukaper- sónur sem koma við sögu t.d. eru bjórapabbi og jólasveinninn sem hjálpa til í baráttunni hver á sinn hátt. Myndirnar eru ákaflega fallegar og útgáfan öll vönduð en sagan er svo mikið stytt að fyrir þann sem ekki þekkir alla söguna getur verið vandkvæðum háð að fylgjast með hvað er að gerast. Þýðing Kristín- ar er falleg og vel við hæfi ævin- týrsins, enda hefur Kristín fengið verðlaun fyrir þýðingar sínar á Narníu bókunum. Þó hnaut ég um orðið „tyrkjasælu“ (Turkish delight). Eg held að fáir á íslandi viti hvað um er að ræða en hins vegar er þetta þekkt sælgæti í enskumælandi löndum. Því hefði verið fremur átt að kalla þetta „sælgæti" en „góðgæti" en þetta er aðeins sparðatíningur því í heild er þýðingin á góðri og fallegri ís- lensku eins og þýðanda var von og vísa. Sigrún Klara Hannesdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.