Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞATTASKIL
MEÐ DÓMI Hæstaréttar íslands í gær í máli Valdi-
mars Jóhannessonar gegn íslenzka ríkinu hafa orðið
þáttaskil í þeim deilum, sem staðið hafa á annan áratug um
fiskveiðistjórnun, kvótakerfið, áhrif þess og afleiðingar.
Dómur Hæstaréttar er afdráttarlaus: Fimmta grein laga
nr. 38 frá 1990 um stjórn fiskveiða, en sú lagagrein kveður
á um hverjir geti fengið leyfi til að stunda fiskveiðar við Is-
land, gengur gegn jafnræðisreglu 1. málsgreinar 65. grein-
ar stjórnarskrár lýðveldisins og gengur einnig gegn þeim
sjónarmiðum um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á
atvinnufrelsi samkvæmt 1. málsgrein 75. greinar stjórnar-
skrárinnar. Þar með er brostinn sá lagagrundvöllur, sem
núverandi stjórnkerfi fiskveiða byggist á.
í dómi Hæstaréttar er lögð áherzla á, að í 1. grein laga
nr. 38 frá 1990 komi fram „sú almenna forsenda löggjafar-
innar, að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign ís-
lenzku þjóðarinnar. Markmið laganna sé að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því
trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda
samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkall-
anlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þessi
árétting Hæstaréttar er grundvallaratriði.
Hæstiréttur telur, að þær aðgerðir, sem gi’ipið hafi verið
til í því skyni að vernda fiskistofna við ísland hafi falið í
sér mismunun. Tímabundnar aðgerðir af því tagi til þess
að koma í veg fyrir hrun fiskistofna „kunni að hafa verið
réttlætanlegar" en „verður ekki séð að rökbundin nauðsyn
hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð, þá mismunun,
sem leiði af fimmtu grein laga nr. 38 frá 1990 ... Með þessu
lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því að drjúgur
hluti landsmanna geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum,
notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar
hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á íslands-
miðum eru, og þeir tiltölulega fáu einstaklingar eða lögað-
ilar, sem höfðu yfir að ráða skipum við veiðar í upphafi um-
ræddra takmarkana á fiskveiðum.“
Niðurstaða Hæstaréttar er því þessi: „Þegar allt er virt
verður ekki fallizt á, að til frambúðar sé heimilt að gera
þann greinarmun á mönnum, sem hér hefur verið lýst. Hið
umdeilda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 er því að þessu
leyti í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnar-
skrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf
við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr.
hennar.“
Þessi dómur Hæstaréttar Islands er afdráttarlaus og
ekkert vandaverk að túlka hann. Löggjöfin, sem kvóta-
kerfið byggist á, er brot á stjórnarskránni. Það er því
óhugsandi annað en að löggjöfinni verði breytt og við þá
breytingu verði að sjálfsögðu byggt á þeirri afstöðu, sem
fram kemur í dómi Hæstaréttar. Þessi lagabreyting hlýtur
að verða gerð á því þingi, sem nú situr.
Dómur Hæstaréttar kollvarpar ýmsum kenningum, sem
settar hafa verið fram í opinberum umræðum á undanförn-
um rúmum áratug. Ein þeirra kenninga er sú, að útgerðar-
menn hafi eignazt stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi.
Morgunblaðið hefur aldrei fallizt á, að það væru útgerðar-
menn einir, sem gætu gert tilkall til slíkra atvinnuréttinda
með tilvísun til stjórnarskrárinnar. Þessar kenningar
heyra nú fortíðinni til.
Ástæða er til að undirstrika, að Hæstiréttur tekur sér-
staklega fram, að dómsorðið snúist eingöngu um ógildingu
á synjun sjávarútvegsráðuneytis vegna þess að kröfugerð-
in fjallaði um það en ekki um viðurkenningu á rétti til til-
tekinna veiðiheimilda. Það er óþarfi að gera tilraun til að
telja fólki trú um annað.
Því er áreiðanlega svo farið, um flesta landsmenn, að
þeir fagna því, að Hæstiréttur íslands hefur með ótvíræð-
um hætti undirstrikað að við búum í landi, þar sem lög og
sanngirni, jafnræði og réttlæti ráða ríkjum. Niðurstaða
Hæstaréttar mun skapa óvissu um skeið, ekki sízt á fjár-
málamörkuðum hér, en þegar til lengri tíma er litið mun
þessi tímamótadómur Hæstaréttar leggja grundvöll að
réttlátara þjóðfélagi.
Morgunblaðið hefur frá því seint á síðasta áratug haldið
uppi baráttu gegn óbreyttu kvótakerfi og gert kröfu til
þess að fólkið í landinu fái réttláta hlutdeild í þeim arði,
sem við höfum af helztu auðlind þjóðarinnar. Blaðið hefur
lagt höfuðáherzlu á sameign, réttlæti og jafnræði.
Þess vegna er þessi dómur blaðinu sérstakt fagnaðar-
efni. Valdimar Jóhannesson á þakkir skildar fyrir að hafa
haldið til streitu málsókn á hendur íslenzka ríkinu, sem fá-
ir höfðu trú á, að mundi skila nokkrum árangri. Það hefur
farið á annan veg.
Dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhanne
Löggjafanum u]
að endurskoðí
veiðistj órnunai
Dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóh
íslenska ríkinu sem kveðinn var upp í gær
sá afdrifaríkasti í sögu Hæstaréttar. Dómsfo
máli, fískveiðistjórnunarkerfí sem skerðir atvi
ar þegnunum án þess að nauðsyn teljist sti
skránni. Páll Þórhallsson fjallar u:
AÐ er vart ofmælt að
segja að líklega hafi ekki
verið kveðinn upp jafn
óvæntur og jafn afdrífa-
ríkur dómur í 73 ára sögu
Hæstaréttar og sá sem gekk í gær í
máli Valdimars Jóhannessonar gegn
íslenska ríkinu. Þeir lögfræðingar
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
voru á einu máli um að dómurinn
þýddi fyrst og fremst einn hlut: Lög-
gjafínn verður nú þegar að endur-
skoða núverandi fiskveiðistjómunar-
kerfi til þess að uppíylla skilyrði
stjómarskrárinnar um atvinnufrelsi
og jafnræði borgaranna. Núverandi
kvótakerfi er ekki dæmt í andstöðu
við stjórnarskrána frá upphafi held-
ur segir að til frambúðai’ sé ekki
heimilt að gera þann greinarmun á
mönnum sem leiði af ákvæðum laga
um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 um
að veiðiheimildir séu bundnar við
skip.
Mál þetta á sér þau upptök að
Valdimar Jóhannesson sótti um það
með bréfi til sjávarútvegsráðuneyt-
isins 9. desember 1996 að sér yrði
við upphaf næsta fiskveiðiárs veitt
almennt veiðileyfi til að stunda fisk-
veiðar í atvinnuskyni á því ári í fisk-
veiðilandhelgi Islands. Þá sótti hann
um sérstakt leyfi til veiða á tilteknu
magni af kvótabundnum tegundum
eins og þorski. Sjávarútvegsráðu-
neytið synjaði þeirri málaleitan,
enda væm leyfi til veiða í atvinnu-
skyni samkvæmt lögum bundin við
fiskiskip. Valdimar höfðaði þá mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
krafðist ógildingar á ákvörðun ráðu-
neytisins. Héraðsdómur vísaði mál-
inu frá, en Hæstiréttur felldi þann
úrskurð úr gildi og lagði fyrir hér-
aðsdóm að taka málið til efnislegrar
athugunar. Sá dómur markaði þegar
tímamót, því þá var opnuð leið til að
leggja almennt mat á viðkomandi
löggjöf út frá mælikvarða stjómar-
ski’árinnar, því Valdimar hefur auð-
vitað engra hagsmuna að gæta um-
fram aðra landsmenn. Héraðsdómur
sýknaði svo íslenska ríkið með dómi
kveðnum upp 10. febrúar síðastlið-
inn.
Þruma úr heiðskíru lofti
Það áttu víst fæstir von á öðru en
að Hæstiréttur myndi staðfesta hér-
aðsdóminn. Dómurinn er kveðinn
upp af fimm dómurum en ekki sjö
eins og búast hefði mátt við í jafn
stefnumarkandi máli. Því kom niður-
staðan eins og þrama úr heiðskíru
lofti og dómsforsendurnar sýna að
dómararnir era síður en svo að skafa
utan af því; grandvöllur núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis virðist
brostinn. Hefði þeim þó verið i lófa
lagið að ganga heldur skemmra í
rökstuðningi sínum ef ætlunin hefði
verið að takmarka fordæmisgildi
dómsins. Það eykur enn slagkraft
hans að dómararnir fimm, reynd-
ustu dómarar réttarins, era á einu
máli.
I því tiltekna deiluefni sem hér
var til úrlausnar, og hafði vissulega
íyrst og fremst táknrænt gildi, um
var að ræða tilbúinn ágreining til
þess gerðan að fá kvótakerfið dregið
fyrir dóm, varð niðurstaðan sú að
synjun sjávarútvegsráðuneytisins
var felld úr gildi. Hins vegar var
ekki tekin til þess afstaða hvort
ráðuneytinu hafí að svo búnu verið
skylt að verða við umsókn Valdi-
mars, enda var málið ekki höfðað til
viðurkenningar á rétti hans til að fá
tilteknar veiðiheimildir í sinn hlut.
Forsendur dómsins fyrir því að
ákvörðun ráðuneytisins er felld úr
gildi era hins vegar þær sem máli
skipta og gera það að verk-
um að hann hefur almenna
þýðingu.
Dómurinn er fyrst og
fremst reistur á tveimur
stjórnarskrárákvæðum,
þ.e.a.s. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár-
innar um jafnræði borgaranna, sem
tekin var upp í stjómarskrána árið
1995 en gilti áður sem ólögfest
grandvallarregla í íslenskri stjórn-
skipun og 1. mgr. 75. gr. um atvinnu-
frelsi sem einungis megi setja skorð-
ur með lögum, enda krefjist al-
mannahagsmunir þess. I dómnum
segir að löggjafinn megi takmarka
fiskveiðar í landhelgi Islands í fisk-
verndaraugnamiði þrátt fyrir fyrr-
greind stjórnarskrárákvæði. Þær
takmarkanir verði hins vegar að
samrýmast grundvallarreglum
stjómarski’árinnar. Svig-
rúm löggjafans verði að
meta í ljósi almennrar
stefnumörkunar 1. gr.
laga nr. 38/1990 um að
nytjastofnar á Islands-
miðum séu sameign íslensku þjóðar-
innar.
Þá segir að löggjafinn hafi árið
1983 talið brýnt að grípa til sér-
stakra úrræða vegna þverrandi fiski-
stofna við Islands. Var skipting há-
marksafla þá felld í þann farveg,
sem hún hafí síðan verið í, að úthlut-
un veiðiheimilda er bundin við skip.
Þar hafi verið gert upp á milli þeirra
sem áttu skip á tilteknum tíma og
hinna sem áttu ekki og eiga ekki
þess kost að komast í slíka aðstöðu.
Tekið er fram að tímabundnar að-
gerðir af þessu tagi til varnar hruni
fiskistofna kunni að hafa verið rétt-
lætanlegar. Þær geti hins vegar ekki
varað um aldur og ævi. Það hvíli á
ríkinu, sem varnaraðila I málinu, að
sýna fram á nauðsyn þessara tak-
markana á stjórnskipulega vemduð-
um rétti manna. Með lagaákvæðinu
sé lögð fyrirfarandi tálmun við því,
að drjúgur hluti landsmanna geti, að
öðram skilyrðum uppfylltum, notið
sama atvinnuréttar í sjávarútvegi
eða sambærilegrar hlutdeildar í
þeirri sameign, sem nytjastofnar á
Islandsmiðum séu, og þeir tiltölu-
lega fáu einstaklingar eða lögaðilar,
Grundvöllur
kerfisins virð-
ist brostinn