Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 39
ssonar gegn íslenska ríkinu
ppálaort
i fisk-
'kerfið
tannessonar gegn
er hiklaust einhver
rsendurnar tala sínu
innufrelsi og mismun-
•íðir gegn stjórnar-
m dóminn.
sem höfðu yfir að ráða skipum við
veiðar í upphafi umræddra takmark-
ana á fiskveiðum.
Því telur Hæstiréttur að ekki
verði fallist á að til frambúðar sé
heimilt að gera þennan greinarmun
á mönnum. Hið umdeilda
ákvæði 5. gr. laga nr.
38/1990 sé því í andstöðu
við jafnræðisreglu 1. mgr.
65. gr. stjórnarskrárinnar
og þau sjónarmið um jafn-
ræði, sem gæta þurfi við takmörkun
á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgi’.
75. gr. hennar.
Boltinn hjá löggjafanum
Eins og fyrr segir verður löggjaf-
inn því nú að endurskoða núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi til að upp-
fylla þau skilyi’ði sem Hæstiréttur
lýsir. Þessi skilyrði eru þau að það
megi takmarka fiskveiðar hér við
land tO vemdar fiskistofnum, en við
þær takmarkanir á atvinnufrelsi
manna og jafnræði megi ekki ganga
lengra en nauðsyn krefur, gæta verði
þess að mismuna ekki þegnunum,
enda séu fiskistofnamir sameign
þjóðarinnar. Hvemig nákvæmlega
eigi að uppfylla þessi skilyrði lætur
dómurinn ósvarað, enda er það eðli-
lega verkefni löggjafans að ráða fram
úr því. Þó er gefin vísbending um að
tryggja verði að allir landsmenn eigi
annaðhvort atvinnurétt í sjávarút-
vegi eða að þeir njóti sambærilegrar
hlutdeildar í þeirri sameign sem
nytjastofnarnir era. Með öðram orð-
um verði hið endurskoðaða kerfi ann-
aðhvort að veita öllum jafna mögu-
leika á að hasla sér völl í útgerð eða
sjá til þess að þeir sem ekki eiga þess
kost fái „sambærilega hlutdeild“.
Flest þessara skilyrða eru stjórn-
arskrárbundin og því ekki á valdi
hins almenna löggjafa að hrófla við
þeim. Þó verður að vekja athygli á
því að Hæstiréttur styðst einnig við
1. gr. laga nr. 38/1990 um að nytja-
stofnamir séu sameign íslensku
þjóðarinnar. Þar er auðvitað um al-
mennt lagaákvæði að ræða sem lög-
gjafinn getur vikið til hliðar með síð-
ari lagasetningu. Hvort þar sé úr-
ræði til að halda í núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi að einhverju
leyti skal ósagt látið, en af pólitísk-
um ástæðum væri ákaflega óárenni-
legt að hagga við þessu lagaákvæði
og yfirleitt óvíst hvort það hefði
nokkuð að segja gagnvart stjórnar-
skrárákvæðunum.
Það er á þessu stigi ekki hægt að
sjá fyrir endann á öðram afleiðing-
um þessa dóms. Það er spurning frá
hvaða tímapunkti fiskveiðistjórnun-
arkerfið telst andstætt stjómar-
skránni. Umsókn Valdimars var
synjað 10. desember 1996. Jafnræð-
isákvæði stjórnarskrárinnar var sett
sumarið 1995, þótt áður hafi reyndar
gilt ólögfest meginregla um jafnræði
borgaranna. Það vakna því óhjá-
kvæmilega spurningar um bótarétt
þeirra sem fram hjá hefur verið
gengið við úthlutun fiskveiðiheimilda
og þeirra sem ekki hafa notið hlut-
deildar í sameign þjóðarinnar. Hver
væru skilyrði þess að slíkur bóta-
réttur teldist fyrir hendi er ekki gott
að segja. Hugsanlega yrðu menn að
sýna fram á eitthvert tjón, þ.e. til
dæmis að þeir hafi átt skip en ekki
geta haldið því til veiða.
A hinn bóginn munu einnig rísa
spurningar um rétt handhafa veiði-
heimilda sem fengið hafa þær á
grundvelli ólögmætra úthlutunar-
reglna sem og rétt þeirra þegar nú-
verandi fiskveiðistjómunarkerfi verð-
ur endurskoðað. Þá mun hugsanlega
reyna á hvort úthlutun veiðiheimilda
til þehra og sú staðreynd að þær hafa
gengið kaupum og sölum samkvæmt
heimild í lögum hafi skapað eignarétt.
Fræðimenn hafa reyndar heldur hall-
ast að því að svo sé ekki, þ.e.a.s. að
þegar rýmkað sé um takmai’kanir
sem gilt hafa á nýtingu auðlinda,
skapist ekki bótai’éttur vegna verð-
mætisrýmunar atvinnuréttinda.
Sjálfstætt skoðunarefni væri svo
hvort útgerðarmenn ættu bótarétt
vegna þess að þeir gætu ekki nýtt
skip sín og veiðarfæri með sama
hætti og þegar þeir fjárfestu í þeim.
Brýn úrlausnarefni
Dómurinn vekur ýmsar mjög brýn-
ar spumingar. Hvernig á sjávarút-
vegsráðuneytið að bregðast við um-
sóknum manna eins og Valdimars um
veiðiheimildir þegar ekki er laga-
grandvöllur til að synja
þeim? Hvernig á að bregð-
ast við því ef menn halda til
veiða núna án þess að hafa
„tilskilin" veiðileyfi? Fram
kom hjá forsætisráðherra í
gær að nægilegt gæti verið að setja
reglur um fiskveiðistjórn til árs í
senn. Það gengi hugsanlega í eitt
skipti sem alger neyðarráðstöfun til
að tryggja lögmæta stjórnun á helstu
auðlind þjóðarinnar og afstýra glund-
roða. Það yrði þó aldrei nein fram-
búðarlausn, því þar með væri verið að
gefa Hæstarétti langt nef.
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
Oftúlkun að
Hæstiréttur
ætli að gera
útgerðarfyrir-
tæki verðlaus
„NIÐURSTAÐAN er einföld og ljós
við lestur dómsins. Þar stendur að
sjávarútvegsráðuneytinu hafi ekki
verið heimilt að beita þessari synjun
með þeim rökum, sem ráðuneytið
hefur fært fram,“ sagði Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Annað
segir dómurinn ekki, fyrir utan það
að af því leiði ekki sjálfkrafa að við-
komandi hafi átt rétt á þeirri úthlut-
un, sem hann krafðist að eiga rétt á.“
Davíð sagði að það virtist sem dóm-
urinn teldi að ekki mætti hafa lögin
um stjórn fiskveiða án tímatakmark-
ana. „Þannig að það verði að fjalla um
þetta með þeim hætti, sem var alltaf
áður, að lögin gildi í tiltekinn tíma, 1,
2 eða 3 ár, þannig að þau komi jafnan
til kasta og endurmats Alþingis
hverju sinni.“
Aðspurður um nauðsynleg við-
brögð við dóminum sagðist Davíð
ekki hafa stúderað dóminn. „En sam-
kvæmt dóminum verður sjávarút-
vegsráðuneytið núna að skoða af-
greiðslu sína á nýjan leik og hvort
hann geti synjað þessari beiðni á öðr-
um forsendum - því Hæstiréttur seg-
ir að þessar forsendur dugi ekki - eða
hvort það hafi heimild til að úthluta
þessum einstaka manni 500 tonnum
af afla. Hæstiréttur tekur ekki af-
stöðu til þess, ráðuneytið þarf að taka
afstöðu til þess. Síðan þarf, fyrir lok
næsta næsta fiskveiðiárs, að huga að
því að setja tímatakmörkun á löggjöf-
ina, þannig að hún komi jafnan til
endurmats."
Eru tveir Hæstaréttir?
„Ég held að það sé varla hægt að
ætla að Hæstiréttur hafi ætlað að
leggja kvótakei’fið í rúst, eins og sum-
ir halda fram, og jafnvel gera öll út-
gerðarfyrirtæki landsins verðlaus á
einum degi. Ég held að það sé oftúlk-
un hjá mönnum,“ sagði Davið. „I öðra
máli, sama daginn, túlkar Hæstirétt-
ur mál þannig að eignarheimild á
kvóta sé fyrir hendi og eigi að koma
til skipta hjá hjónum," sagði Davíð og
vísaði þar til niðurstöðu Hæstaréttar
í máli um búskipti við skilnað útgerð-
aimanns og eiginkonu hans. „Þannig
að annað hvort eru tveir Hæstaréttir,
ef kenning áfrýjandans er rétt, með
tvær mismunandi skoðanir eða þá að
hans skoðun er röng.“
Davíð sagði að það kynni að vera
að aðrir dómarar hefðu dæmt um
skilnaðarmálið. „Það er dálítið óþægi-
legt upp á réttarástandið í landinu ef
menn kveða upp dóma í Hæstarétti
sama daginn sitt á hvað. Ég held að
það sýni sig best að dómurinn telur
þetta ekki mjög mikilvægan dóm, að í
því tilviki hefði málið hlotið að fara í
sjö manna dóm, sem er gert ráð fyrir
ef um stærri mál er að ræða, þannig
að dómurinn virðist telja um smámál
að ræða.“
Valdimar Jóhannes-
son málshöfðandi
Gleðst fyrir
mína hönd og
þjóðarinnar
„ÉG gleðst fyrir mína hönd og þjóð-
arinnar og tel að þetta sanni það að
það sem við höfum verið að gera í
Frjálslynda lýðræðisflokknum eigi
erindi. Við teljum að það verði að
breyta þessu ójafnræði og öðru ójafn-
ræði sem viðgengst á ýmsum sviðum
í þjóðlífinu,“ sagði Valdimar Jóhann-
esson, blaðamaður, sem höfðaði málið
gegn íslenska ríkinu og flutti það
sjálfur íýi’ir Hæstarétti.
„Ég tel að kvótakerfið sé ekki sjúk-
dómurinn sjálfur, heldur er þetta
sjúkdómseinkenni á íslensku þjóðfé-
lagi, Það að Alþingi skuli hafa getað
sett lög sem mismuna þegnunum
svona ómálefnalega ber vott um sjúk-
dóm í þjóðfélaginu og í stjómmálalífi
landsins og á Alþingi, þar sem menn
ganga erinda hagsmunasamtaka.“
„Ég er mjög ánægður og stoltur yf-
ir að við skulum eiga Hæstarétt sem
hefur þann þroska að hann tekur á
þessu máli. Það er ánægjulegt og
gleður mig ósegjanlega," sagði Valdi-
mar.
Hluti af stjórnmálabaráttu
Valdimar sagði að málareksturinn,
sem hófst fyrir um það bil 2 árum,
væri orðinn hluti af stjórnmálabarátt-
unni og þeirri hreyfingu, sem hann
tilheyrir í stjórnmálum, sem ritari
hins nýstofnaða Frjálslynda lýðræð-
isflokks. Valdimar flutti málið sjálfur
fyrir Hæstarétti en sagðist hafa, allt
frá því málareksturinn hófst fyrir 2
áram, notið liðsinnis lögmanns síns,
Lúðvíks E. Kaaber, héraðsdómslög-
manns og varaformanns Frjálslynda
lýðræðisflokksins. „Ég hef byggt af-
skaplega mikið á hans lögfræðilegu
kunnáttu en fyrst og fremst byggist
þetta mál á siðferði, siðfræði og rétt-
læti,“ sagði Valdimar. „Það era stór-
tíðindi að Hæstiréttur sé í raun búinn
að ógilda lög um stjórn fiskveiða frá
1990.“
Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra
Þurfum að
fara nánar
ofan í dóminn
„VIÐ erum rétt að byrja að skoða
dóminn og forsendur hans,“ sagði
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið síð-
degis í gær.
„Við þurfum að fara nánar ofan í
það með okkar sérfræðingum áður en
hægt er að segja nokkuð til um það
hvaða áhrif hann hefur.“
„Ég vek á því athygli að dómurinn
tekur skýrt fram að þrátt fyrir þessa
niðurstöðu er því ekki haldið fram að
ráðuneytið hefði átt að veita veiðileyfi
í þessu tilviki," sagði Þorsteinn.
„Þannig að það er engan veginn hægt
að fullyrða hversu mikil áhrif þessi
dómur hefur fyrr en hann hefur verið
skoðaður nánar.“
Kristján Ragnarsson
formaður LÍÚ
Kollvarpar ekki
kvótakerfinu
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segist ekki telja að dómur
Hæstaréttar í máli Valdimars Jó;
hannessonar kollvarpi kvótakerfinu. I
dómnum segi einungis að ekki sé
hægt að synja Valdimari um kvóta á
grundvelli 5. greinar laga um stjórn
fiskveiða. Eðlilegt sé því að þessi
grein verði numin úr gildi.
„Mér sýnist að dómurinn leggi út
frá því að ekki hafi verið heimilt að
synja Valdimari þessum tilteknu
tonnum sem hann bað um á grund-
velli 5. gi-ein laganna, en hún byggist
á því að enginn geti fengið veiðileyfi
nema hafa haft veiðirétt árið 1988.
Mér sýnist að dómurinn telji að það
geti allir átt þann rétt að koma með
skip til að veiða. Dómurinn tekur hins
vegar ekkert á kvótamálinu sem
slíku. Hann tekur sérstaklega fram
að hann sé ekkert að úrskurða hvern-
ig ráðuneytið hefði átt að afgreiða
umsóknina. Ráðuneytið mátti hins
vegar ekki synja á grundvell 5. grein-
arinnar sem fjallar um veiðileyfið."
Regla sem LÍÚ
hefur gagnrýnt
„Mér sýnist því að hver og einn
geti fengið leyfi til að veiða og það
þurfi að afnema þessar úreldingar-
reglur um að það þurfi að koma skip
fyrir skip. Það er reyndar regla sem
LÍÚ hefur gagnrýnt. Við teljum að
hver og einn eigi að vera ábyrgur
sinna veiða út á þann kvóta sem
Spurningar
vakna um
bótarétt
menn hafi og skipti ekki máli hvaða
skip sé notað til þess. Ég sé því ekki
að þessi niðurstaða breyti okkar fisk-
veiðistjórnkerfi hvað kvótakerfinu
viðkemur," sagði Kristján.
Kristján sagði að þegar dómurinn
vitnaði í jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar væri jafnframt vitnað í 5.
greinina. Allir ættu því að fá leyfi til
að gera út skip, en ekkert væri hins
vegar sagt um hvaða veiðirétt skipin
ættu að hafa.
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
Ekki séð
dóminn
„ÉG hef ekki séð þennan dóm og
hann er þess eðlis að ég er ekki reiðu-
búinn að tjá mig um málið fyrr en ég
hef kynnt mér hann rækilega," sagði
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Ég tel málið þess eðlis að það sé
nauðsynlegt að fara rækilega yfir það
til að menn átti sig á því hvert Hæsti-
réttur er að fara.“
Svavar Gestsson
alþingismaður
Minniháttar ►
lagabreytingar
duga ekki
SVAVAR Gestsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, segir að
dómur Hæstaréttar sé áfellisdómur
yfir úthlutunarkerfi aflaheimilda.
Niðurstaða Hæstaréttar sé að ekki
megi ganga eins langt og gert hafi
verið í að úthluta veiðiheimildum til
margra áratuga til örfárra manna,
sem eiga skip. Á þessu verði ekki
hægt að taka með minniháttar laga-
breytingum.
„Þessi dómur er stórtíðindi og ég
efast um að það sé hægt að finna
mörg dæmi um að dómur Hæstarétt-
ar snerti með jafn beinum hætti póli-
tískt deilumál á Islandi eins og þessi
dómur gerir. Ég tel að þetta sé ekki
bara lögfræði heldur endurómur af
almennum viðhorfum í þjóðfélaginu,
sem Hæstiréttur hefur fullan rétt til
að kveða upp.
Áfellisdómur
Þessi dómur er fyrst og fremst
áfellisdómur yfir úthlutunarkeifi
aflaheimilda. Út af fyrir sig má hugsa
sér að við væram með aflaheimildir
áfram, en þeim væri úthlutað öðru
vísi. Það sem dómurinn er að hafna
era rök sjávarútvegsráðuneytisins
fyrir því að neita Valdimar um veiði-
heimildir. Rökin era þessi 5. gr. lag-
anna um stjórn fiskveiða, sem er tek-
in nákvæmlega upp úr upprunalegu
lögunum frá 1983. Það er verið að
hafna því að það megi binda þetta við
skip í svona langan tíma. Þess vegna
sýnist mér að úthlutunarkerfi afla-
heimilda sé hrunið. Ég tel að það þýði
ekki fyrir ríkisstjórnina að reyna að
lappa upp á kerfið með einhverjum
minni háttar lagfæringum á lögun-
um,“ sagði Svavar.
Svavar sagðist vera einn af þeim
mönnum sem sátu á Alþingi árið 1983
þegar upprunalegu lögin voru sett.
Alþýðubandalagið hefði lagt ofurá-
herslu á það við þriðju umræðu um
málið, að heimildunum yrði ekki út-
hlutað nema til eins árs í senn og það
yrði ekki reynt að framlegja ranglæt-
ið til mjög langs tíma með þeim hætti
sem síðar var gert. Svavar sagði að
Hæstiréttur geri þetta atriði að úr-
slitaatriði og segji að það mætti ekki
ganga svona langt í að úthluta þess-
um heimildum til áratuga til örfárra
manna sem ættu skip.
Svavar sagði mikilvægt að hafa í
huga að auðlindagjald á aflaheimildir
hefði engu breytt um niðurstöðu
Hæstaréttar. Ekki væri hægt að
kaupa sig frá ákvæðum stjórnar-
skrárinnar.
Svavar sagðist telja að viðbrögð
stjórnmálaflokkanna í landinu við
dómi Hæstaréttar yi’ðu stærsta mál
komandi alþingiskosninga. •*