Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 42

Morgunblaðið - 04.12.1998, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ í lið með fjendunum Sjaldan eða aldrei hafa vinstrimenn á Islandi fœrt andstæðingum sínum svo öflug vopn í hendur. Eftir Ásgeir Sverrisson Engu er líkara en að vinstrimenn á ís- landi hafi samein- ast um að renna stoðum undir þá gagnrýni sem þeir hafa í gegn- um tíðina sætt af hálfu and- stæðinga sinna. Borgarstjóm Reykjavíkur hefur nú samþykkt að svipta íbúa höfuðstaðarins kaupmáttarauka þeim sem fylgja átti skattalækkunum er ríkisstjórnin hafði ákveðið um áramót og „sameiningarferlið" svonefnda á vinstri vængnum einkennist af hagsmunavörslu, sundurlyndi og pólitískri bernsku. I gegnum tíðina hafa vinstri- menn á Islandi verið bomir þeim sökum að sundurlyndið í VIÐHORF þeim sé ekki treystandi til að fara með völdin. Jafnframt hafa hægi-i- menn í landinu löngum haldið því fram að eina úrræðið sem þeir vinstrisinnuðu kunni í fjár- málarekstri séu skattahækkan- ir. Margir hafa litið á slíkar ásakanir sem einn lið í þeirri pólitísku baráttu er jafnan fer fram með tilheyrandi áróðri, út- úrsnúningum og talnaleikjum. Skattahækkanir vinstrimanna í Reykjavík og furðulega ei-fiðar fæðingarhríðir sameiginlegs framboðs A-flokkanna og Kvennalistans í næstu þing- kosningum gefa hins vegar ekki einungis vísbendingu um að áróður hægi-imanna eigi við rök að styðjast heldur hljóta þær að öðlast gildi sönnunar í huga al- mennings í þessu landi. „Sundurlyndisfjandinn" hefur enn á ný reynst vera lögmáls- bundið hlutskipti vinstrimanna líkt og berlega hefur komið í ljós í tilraunum þein-a til að knýja fram sameiginlegt fram- boð í næstu þingkosningum. Pað sem einkennt hefur þetta „ferli“ er varsla stjómmála- manna um eigin hagsmuni, þingsæti og stöðu á framboðs- listum í stað þeirrar málefna- legu baráttu sem nauðsynleg er eigi draumurinn um sterkt stjómmálaafl vinstra megin miðjunnar að verða að vem- leika. Er nú svo komið að litlar sem engar líkur era á því að afl þetta öðlist þann styrk sem því er nauðsynlegur ætli það sér að verða mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn í íslenskum stjómmál- um. Raunar sýna skoðanakann- anir að fylgi við nýja framboðið fer heldur minnkandi en hitt. Almenningi er sýnilega ofboðið og er það ekki að undra. Þessa þróun hljóta menn að harma. Færa má gild rök fýrir því að það myndi reynast stjórnmálalífinu í landinu hag- stætt ef fram kæmi slíkt afl vinstra megin við miðjuna. Sundrungin í röðum vinstri- manna hefur sannanlega orðið til þess að áhrif þeirra hafa orð- ið minni í íslenskum stjórnmál- um en raunin hefði orðið ella. Sameining sem þessi reynir hins vegar á þroska og dóm- greind þess fólks sem að henni stendur. Hvað þetta atriði varð- ar hafa sameiningarmenn ekki staðið undir væntingum umtals- verðs hluta þjóðarinnar. Þessi niðurstaða er einnig dapurleg fyrir þær sakir að í svonefndri „málefnaskrá" vinstri flokkanna, sem að sönnu reyndist vera undarlegt og illa ígrandað plagg, er að finna margar nútímalegar hugmyndir sem erindi eiga við kjósendur. Má þar nefna boðaða breytingu á stjórnarskrá til að gera al- menningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæði um tiltekin mál, stefnu um bætt siðferði í stjórn- málum og stjórnsýslu, loforð um endurskoðun reksturs hins op- inbera og nýja forgangsröðun, áform um hert eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu og lög um starfsemi og fjármál stjórn- málaflokka. Allt hefur þetta fall- ið í skuggann en þess í stað hef- ur almenningur fylgst í forundr- an með framgöngu helstu for- ustumanna sameiningarinnar og deilum þeirra sem einkennst hafa af barnaskap og hugsun þess sem allt gerir til að verja eigin túnþöku. Utsvarshækkun sú sem Borg- arstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið er síðan enn ein sönnun þess að fullyrðingar talsmanna Sjálfstæðisflokksins um fjár- málastjóm vinstrisinna era rétt- ar. Með því að hækka skatta Reykvíkinga um 970 milljónir króna hafa vinstrimenn í Reykjavík sýnt það enn og sannað að auknar álögur á al- menning era eina úrræði þeirra. I stað heilbrigðrar forgangsröð- unar í samræmi við tekjur þær sem til ráðstöfunar era hafa vinstrimenn í höfuðstaðnum ákveðið að svipta Reykvíkinga þeirri kaupmáttaraukningu sem þeir áttu í vændum. Tekjur borgarinnar hafa stóraukist auk þess sem benda má á að tæpum þriðjungi þessarar upphæðar, 275 milljónum króna, verður varið til hátíðarhalda í nafni „menningarinnar" þegar Reykjavík bætist í hóp svo- nefndra menningarhöfuðborga Evrópu árið 2000. Ljóst er að við fjármálastjórn borgarinnar er hvorki tekið mið af nútíma- legum hugmyndum um for- gangsröðun né þeim fjármunum sem til reiðu era. Vinstrimenn era í vöm á öll- um sviðum á íslandi um þessar mundir. Sameiningin, sem svo margir bundu vonir við, hefur tekið á sig grátbroslega mynd mannlegrar heimsku og sjálfs- upphafningar. Og þrátt fyrir allt tal um endurnýjun hafa vinstri- menn í Reykjavík sýnt að þeim er öldungis ókunnugt um þá hugmyndafræðilegu endurskoð- un sem farið hefur fram í röðum skoðanabræðra þeirra í flestum ríkjum Evrópu á undanfórnum áram. Stjórnarhættir þeirra er stjómarhættir sósíalista af gamla skólanum. Sjaldan eða aldrei hafa vinstrimenn á Islandi fært and- stæðingum sínum svo öflug vopn í hendur. Þeir hafa sam- einast um það eitt að renna stoðum undir áróður andstæð- inga sinna. Leitun er að víðlíka glópsku í stjórnmálum. BJARNIJOHANN GUÐMUNDSSON + Bjarni Jóhann Guðmundsson fæddist í Stykkis- hólmi 15. júlí 1919. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórólfs- son trésmiður, f. 18.1. 1887 í Litluhlíð á Barðaströnd, d. 17.11. 1921, og kona hans, Þorgerður Sigurðardóttir, f. 2.11. 1879 á Hell- issandi, d. 14.12. 1964. Systkini Guð- mundar eru: Jónína, f. 3.11. 1902, d. 22.5. 1987, húsfrú í Reykjavík. Hún á fjögur börn á lífi. Sigmundur, dó á barnsaldri. Kristín, dó á barns- aldri. Anna Kristín, f. 10.7. 1910, d. 6. okt. 1939, hjúkrunarfræð- ingur. Hún á tvö börn. Sigmund- ur, f. 8.11. 1911, d. 27.12. 1939, kennari. Hinrik Jón, f. 18.9. 1917, d. 23.3. 1985, húsasmíða- meistari. Margrét, f. 25.10. 1920, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Hún á tvö börn. Bjarni varð fyrir fóðurmissi á ijórða aldursári. Ólst upp í for- eldrahúsum og hjá móður sinni eftir fráfall Guðmundar í Stykk- ishólmi til sjö ára aldurs. Heilsu- leysi móður Bjarna, Þorgerðar, átti sinn þátt I að Bjarni ólst upp að Kolgröfum í Eyrarsveit frá sjö ára aldri fram yfir ferming- araldur. Hafði samt ávallt þau ár gott samband við æskuheimilið í Stykkishóhni. Bjarni hlaut venju- bundna menntun barna og ung- linga. Að því búnu stundaði hann nám tvo vetur í Héraðsskólanum í Reykholti og lauk þaðan prófi 1937. Að lokinni Reykholts- dvöl fluttist Bjarni til Reykjavíkur - þangað hafði móðir hans þá þegar flutt - þar bjuggu og öll systkini Bjarna. Bjarni stundaði sjó- mennsku frá fyrstu Reykjavíkurárum. Á stríðsárum var hann í hópi togarasjó- manna, sem stund- uðu hættulegar sigl- ingar til Bretlands. Á árunum eftir heimsstríðið tók. Bjarni upp störf sem bifreiða- sljóri í Reykjavík. Fyrst sem leigubílstjóri en siðan um langt skeið sem vörubflstjóri hjá Þrótti. Bjarni átti tvö börn með sam- býliskonu sinni, Elínu Þorgerði Magnúsdóttur, f. 12. október 1921, d. 2. september 1983. 1) Gróa Herdís, hjúkrunarfræðing- ur, f. 10.10. 1947, d. 2.2. 1972 í Kaupmannahöfn - stundaði þar framhaldsnám. 2) Magnús Grét- ar Karl, f. 20.1. 1952, d. 29.8. 1975. Sambýliskona Bjarna um langt árabil var Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1918, d. 1981. Heimili þeirra var á Kleppsvegi 34. Sigríður var ekkja þegar sambúð þeirra Bjarna hófst. Sambýliskona Bjarna síðustu æviárin var Kristbjörg Guð- mundsdóttir. Utför Bjarna fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. í dag, fóstudaginn 4. desember, verður til grafar borinn Bjarni Jó- hann Guðmundsson, Kleppsvegi 34, elskulegur vinur og sambýlismaður móður okkar, Kristbjargar Guð- mundsdóttur. Það vai' fyrir fimm ár- um, eða haustið 1993, að hún mamma kynnist honum Bjama. Við systkinin glöddumst með henni enda var hann Bjarni henni mjög góður. Þau áttu vel saman, höfðu bæði gaman af að dansa, spila og ferðast. Þau fóru margai- ferðir til sólarlanda, það voru þeim ómetanlegar samverustundir. Á meðan Bjarni hafði heilsu til fóru þau flest kvöld út að spila og dansa. Við systkinin kölluðum hann alltaf kærastann hennar mömmu enda var hann henni mjög kær. Elsku Bjarni, við þökkum þér fyrir allar ánæju- stundir sem þú veittir henni, og við vitum að þér var það ljúft. Einnig þökkum við þér hvað það var alltaf gott að koma á Kleppsveg- inn þú varst alltaf tilbúinn að taka á móti okkur, og alltaf var sjálfsagt að við gistum hjá ykkur þegar við vor- um á ferð suður. Elsku Bjarni, þetta voru okkur ómetanleg kynni, ekki var það síður mikilvægt fyrir börnin okkar að fá að kynnast þér þú varst svo bamgóður og það var gaman að sjá hvað þú hafðir gaman af að tala við þau og gefa þeim súkkulaði eða eitthvað annað. Þú vildir alltaf vera að gefa bæði okkur og þeim eitthvað. Það var svo í haust að örlögin tóku í taumana og þú greindist með erfiðan sjúkdóm sem reyndist þér ofviða þótt þú reyndir að berjast á móti. Við vit- um að það var þér ómetanlegt að fá að vera heima sem mest og það var líka mömmu mikils virði að geta ann- ast þig og launað þér hvað þú varst henni alltaf góður. Elsku mamma, megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Arni, Fríða og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Elsku Bjai'ni, megi Guð og góðir englar vera með þér. Blessuð sé minning þín. Margrét Skúladóttir, Jóhann Skúlason og fjölskyldur. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast þess ágæta frænda míns, Bjarna Guðmundssonar, sem á laugardaginn lést á heimili sínu, Kleppsvegi 34 í Reykjavík. Bjarni fæddist 1919 á menningar- höfuðsetri Vesturlands, Stykkis- hólmi. Hann var sjöunda barn for- eldra sinna. Fjögur eldri systkini voru þá lifandi í hópnum. Elst og gjafvaxta var Jónína. Anna Kristín og Sigmundur voru u.þ.b. 7 og 8 ára, Hinrik Jón var tæplega tveggja ára. Öll eldri systkini Bjarna hafa horfið yfir móðuna miklu. Þau Anna Kristín og Sigmundur féllu raunar frá um þrítugt og urðu mörgum mikill harmdauði. Eftir lifu' af systkinum Bjama Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, fædd 1920. Fyrir víst veit ég að Bjarni var enginn eftirbátur systkina sinna í greind og gjörvuleika. Hagyrðingur- inn og trésmiðurinn Guðmundur Þór- ólfsson (bróðir Sigurðar skólafröm- uðar) hafði ásamt Þorgerði Sigurðar- dóttur frá Hellissandi byggt gott og menningarlegt bemskuheimili fyrir Bjarna og önnur böm sín. En í nóv- ember 1922 skipuðust veður í lofti við fráfall ágæts fóður Bjama. Varð þá brátt þröngt í búi hjá ekkjunni Þor- gerði, sem þó barðist við að halda heimilinu í horfi sem einstæð ekkja. Kom að því þegar Bjarni var sjö ára að hann hvarf til fósturs hjá góðu fólki að Kolgröfum í Eyrarsveit og sá um leið á bak kæra bernskuheimili í Hólminum. Þótt samband héldist milli Bjama og móður hans, bendir margt til þess að þessi viðskilnaður ungs drengs við fjölskylduumhverfið hafi reynst honum erfiður. Torveldar samgöngur auðvelduðu ekki líf fólks á þeim árum. Námsgáfur Bjama voru miklar þótt ekki legðist hann í langskóla- nám. Héraðsskólinn í Reykholti veitti Bjarna þó mikilvæga kjölfestu til áframhaldandi þroska og sjálfsnáms. Að Reykholtsdvöl lokinni var Bjarni 18 ára stælt ungmenni sem kom þá til Reykjavíkur. Þangað lá straumurinn í kjölfar kreppuáranna. I Reykjavík bjó þá þegar ekkjan Þor- gerðm-. Elsta systir Bjarna, Jónína, stóð að glæsilegu heimili í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum. Anna Kristín hafði einnig stofnað nýlega til fjölskyldu. Saman lögðust þær systm' á eitt að greiða götu þessa unga bróður og aðkomumanns til borgar- innar. Bjarni var af frægum sjósóknurum kominn og snemma heillaði sjó- mennskan. I heimsstríðinu síðara skipaði Bjarni sér í raðir þeirra hraustu togarasjómanna sem buðu örlögunum byrginn með hættulegum veiðum og Bretlandssiglingum. Ára- tug síðar söðlaði Bjami um og gerð- ist bifreiðastjóri í Reykjavík, ók leigubílum um árabil en lengst af stýrði hann vörubíl hjá Þrótti. Bjarna varð tveggja barna auðið með fyrstu sambýliskonu sinni, Elínu Þorgerði. Dóttirin Gróa Herdís fæddist 1947 og sonurinn Magnús Grétar Karl fæddist 1952. Þótt sam- búð foreldra hafi slitnað er vitað að börnin voru Bjarna mjög kær. Stórt varð því áfallið þegar þau dóu á ung- um aldri. Gróa Herdís stundaði fram- haldsnám í Kaupmannahöfn og lést þar árið 1972. Ekki voru þrjú ár liðin þegai' dauðinn sótti einnig soninn Magnús Grétar Karl heim. Sótti við þetta djúpur harmur að frænda mín- um þótt náttúrulegur styrkur hans hefði vamað broti. Sambýliskona Bjarna og ástkær fórunautur var frá Sigríður Guð- mundsdóttir í u.þ.b. tvo áratugi til dánardægurs Sigríðar 1981. Sigríður er okkur ættingjum Bjarna minnis- stæð fyi'ir glaðlynda og góðlega framkomu sína og engum duldist að milli þeirra ríkti mikil ást og virðing. Sonur Sigríðar Árni J. Baldursson hafði þolað fóðurmissi og var á við- kvæmum unglingsaldri þegar Bjarni kom við hans sögu. Víst tel ég að Bjami hafi efth mætti orðið Árna styrkur og góður vinur og stóðu traust tilfinningabönd milli Bjama og Ama fram til hins síðasta. Eg veit einnig að sérstakt og náið vináttu- samband stóð milli Jórannar, eigin- konu Árna, og sona þeirra hjóna og Bjarna, sem ekki slaknaði við brott- hvarf Sigríðar. Hin síðustu æviár Bjarna kom til sögunnar fr. Kristbjörg Guðmunds- dóttir, sem deildi með frænda mínum mörgum ánægjustundum og varð honum einnig ómissandi hjálparhella nú í vetrarbyrjun þegar vágestur, ólæknandi sjúkdómur lagðist á ald- inn sægarp og fór því miður með sig- ur af hólmi. Óverðugur skrifari þessa pistils á sér minningar frá barnæsku um móðurbróður minn Bjarna, sem oft kom við á bernskuheimili mínu í Hafnarfirði í fylgd Hinriks, sem einnig var móðurbróðir minn. Auð- velt er mér að rifja upp hraustlegt útlitið, góðlegan svipinn og kímnina, sem ávallt einkenndi Bjarna á þeim árum. Mjög kært var milli bræðranna, þótt ekki væru þeir að öllu leyti líkir. Hinrik var mjög virkur í að tengja frændsemisbönd í stórri fjölskyldu, tengihður margra einstaklinga hvers við annan. Bjai'ni var á hinn bóginn hlédrægur en gat þó orðið hrókur alls fagnaðai- við réttar aðstæður. Ég trái því að Bjarni hafi mótast þegar á bernskuárum af óvæntum föðurmissi og þeim umhverfisbreytingum, sem þá fylgdu í kjölfarið. Sorgaratburðir seinna á lífsleiðinni hljóta einnig að hafa sett sitt mark á sálarlífið. Kær bróðir Bjama, húsameistarinn Hin- rik Jón, féll frá 1985 og enn reyndi þá á styrk frænda míns. Æðruleysi, karlmennska, góðai' gáfur og afbragðs skopskyn er það sem helst mótar mína minningu um Bjama frænda minn. Ég veit að hið innra með þessum góða manni bærð- ist viðkvæm lund, góðvilji og innsæi um líðan annama. En Bjami var ekki þeirrar gerðar að flíka tilfinningum sínum eða bera þær á torg. Fáir munu hafa öðlast allan tránað hans en víst er að hið innra með Bjarna lágu sterk bönd til umhverfisins, vit- und um uppruna og rætur, sem kjöl- festu móta. Lífssigling Bjama var ekki öll á lygnum sjó. Brot og boðaföll komu þar við sögu. Styrkri hendi sigldi hann þó áfram í meðbyr og mótbyr með sama öryggi og einkenndi Bjarna á vettvangi Ægis konungs. Frændgarður þinn sér með sökn- uði á bak góðum dreng. Far þú í friði. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. (Örn Arnarson) Baldur Andrésson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.