Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 45

Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 45 MINNINGAR ANNA HJARTARDÓTTIR + Anna Hjartar- dóttir fæddist á Bakka við Bakka- stíg 10 í Reykjavík 24. nóvember 1921. Hún lést á heimili sínu, Vesturgötu 69, 25. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Björg Guðmundsdóttir, f. 13.7. 1896, d. 7.3. 1955 og Hjörtur Arnason Fjeldsted, f. 17.1. 1875, d. 4.1. 1935. Hún var yngst fjögurra systkina sem voru Guðmundur, fæddur 1910, (látinn); Ingibjörg f. 1915 og Hjörtur f. 1919, (látinn). Anna giftist Magnúsi H. Bjarnasyni, Bjarna Jónssonar frá Vogi, og Guðlaugar Magnús- dóttur, hinn 13. nóvember 1941. Börn þeirra: 1) Bjarni, f. 14.5. 1942, ókvæntur. 2) Guðlaug, f, 6.1.1945, maki Frank P. Halj. 3) Björg, f. 7.6. 1946, maki Örn Henningsson og 4) Magiiþóra, f. 18. 11. 1948, maki Árni O. Thor- lacius. Börn Guðlaugar og Franks: Katrín, f. 1964 í sambúð með Guðjóni Pedersen. Þeirra Við viljum með fáum orðum minnast tengdamóður okkar Önnu Hjartardóttur sem lést á heimili sínu aðfaranótt 25. nóvember síð- astliðins. Anna fæddist á Bakka við Bakkastíg 10, dóttir hjónanna Bjargar Guðmundsdóttur og Hjart- ar Fjeldsted, yngst fjögurra systk- ina. Frambernsku sinni eyddi hún á Bakkastíg, en fluttist svo á Freyju- götu og gekk í Austurbæjarbarna- skólann. Þær mæðgur fluttust síðai' í Austurstræti 7 þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Magn- úsi Bjarnasyni. Þau giftust 13. nóv- ember 1941, og fluttust á Túngötu 16, þar sem þau hófu búskap í húsi móður Magnúsar. Magnús sem var sjómaður var mikið að heiman og kom það því að mestu í hlut Önnu að annast heimilið og börnin sem urðu fjögur. Kynni okkar hófust stuttu áður en við kvæntumst inn í fjölskyld- una, en við Frank og Örn kvænt- umst Gullý og Björgu í september árið 1964 en þá bjuggu Bjarni og Magga enn í föðurhúsum. Ai’ni kvæntist síðan Möggu í nóvember árið 1971 en Bjarni er ókvæntur. Barnabörnin fæddust eitt af öðru og var Túngatan miðstöð fjölskyld- unnar, þar hittust allir. Anna var þá heimavinnandi og gátu barnabömin komið hvenær dagsins sem var. Okkur eru minnisstæð mörg kvöld- in sem fjölskyldurnar með öll börn- in eyddu á Túngötunni. Tengda- mamma sá um veitingarnar því að hún var af gamla skólanum og fannst að konur ættu að sjá um eld- hússtörfin, og munum við ennþá eftir svipnum á dætrum hennar þegar hún sagði við þær: „Stelpur mínar, smyrjið þið nú eitthvað handa strákunum.“ Anna var hvorki skap- né skoðanalaus kona, fylgdist vel með öllum fréttum og höfðum við gaman af því að ekki brást að hún hlustaði á veðurfrétt- irnar eins og hún ætti allt undir veðrinu, hún hafði líka mjög ákveðnar skoðanir á stjónimálum, og var mikil sjálfstæðismanneskja alla tíð, það var eins gott að vera ekki að flíka öðrum stjórnmála- skoðunum. Rússneska sendiráðið var beint á móti Túngötu 16, og hafði hún sínar efasemdir um starfsfólk þess húss, og þess veislu- höld. Anna tók bílpróf seint og byrjaði raunvenilega ekki að aka bfl fyrr en rúmlega fímmtug, hún var ágæt- ur bflstjóri, og ók fram á síðasta dag, þótti okkur það nokkuð skond- ið þegar hún var tekin fyrir of hrað- an akstur 75 ára að aldri. Magnús og Anna keyptu sér íbúð á Vesturgötu 69, eftir 40 ára bú- sonur Frank Fann- ar; Frank Þórir, f. 1972 í sambúð með Helgu Haraldsdótt- ur, og Bjarni, f. 1979, nemi. Börn Bjargar og Arnar: Magnús Helgi, f. 1964 í sambúð með Margréti Birgis- dóttur, þeirra dóttir er Thelma Börg; Elísa Henný, f. 1968. Maki Bjarki Sigurðsson, þeirra synir Orn Ingi og Kristinn Hrannar; Hjödur f. 1976 í sambúð með Klöni Gísladóttur, þeirra dóttir Ragnhildur. Börn Magnþóru og Árna: Anna Ólöf, f. 1972 í sam- búð með Ásmundi Guðmunds- syni, þeiira dóttir Agnes María; Linda Björk í sambúð með Guð- niundi Ara Kristjánssyni. Anna var við afgreiðslu í líf- stykkjabúðinni áður en hún gifti sig. Síðan húsmóðir og vann jafnframt við verslunar- störf. Útför Önnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. skap á Túngötunni, þar leið þeim vel og tóku vel á móti barnabarna- börnunum, sem nú voru komin til sögunnar, og voru alltaf tilbúin til að passa. Anna hafði mjög róandi áhrif á þau eins og reyndar á alla í kring um sig. Bjarni mágur mætti þar alltaf á laugardögum eða oftar og var samband þeirra mjög náið. Magnús andaðist árið 1992, eftir það bjó Anna ein í íbúðinni. Á síðasta ári fór heilsu hennar hrakandi, án þess þó að hún hefði hátt um það og var það gleðilegt að þrátt fyrir slaka heilsu mætti hún í fímmtugsafmæli Möggu dóttur sinn- ar nokkrum dögum fyrh' andlátið og skemmti sér mjög vel eins og alltaf og vitum við að hún hafði gaman af að hitta þar fjölskyldu og vini. Aldrei öll þessi ár fór styggðar- yrði á milli okkar, það var ekki hennar háttur og viljum við þakka samfylgdina og vitum að það verð- ur vel tekið á móti henni hinum megin lífs. Guð blessi þig, tengdasynir, Frank Örn og Árni. Þegar við systkinin hugsum til ömmu Önnu leitar hugurinn ósjálfrátt til Túngötunnar þar sem amma og afi bjuggu mestan hluta æsku okkar. Þar hópaðist fjölskyld- an iðulega saman og Túngatan var miðstöð fjölskyldunnar, nokkurs konar musteri í hjarta bæjarins. Þau eru ógleymanleg „vídeókvöld- in“ á Túngötunni, afi var sjómaður og varð einna fyrstur til að kaupa myndbandstæki, og þá safnaðist öll fjölskyldan saman með tilheyrandi látum og horfði saman á bíó. Það sem er okkur svo minnisstætt frá þessum kvöldum eru þó ekki mynd- irnar sem við sáum, þeim erum við löngu búin að gleyma. Okkur leið bara svo vel á Túngötunni. Best voru þó jólaboðin hennar ömmu. Á jóladag voru allir mættir klukkan eitt í hangikjöt, kart- öflumús, malt og appelsín og sítrónufromage á eftir. Þessi jóla- matur var hinn eini sanni jólamat- ur. Það voru engin jól án jólaboðs- ins hennar ömmu. Við vitum líka að ömmu þótti vænt um þetta jólaboð og hún hélt það ótrauð á hverju ein- asta ári þrátt fyrir háan aldur. Þetta var einn af fóstu punktunum í tilverunni. Það má segja að jólaboðin hafí verið einkennandi fyrir ömmu. Þau voru glæsileg, óþvinguð og alltaf hægt að treysta á þau - þannig var amma líka. Amma var alltaf glæsileg. Það skipti engu máli hvort hún var að fara í stutta búðarferð, heimsókn eða leikhús, hún hafði sig alltaf vel til. Hún var eins og hefðarfrú, keyrði um á amerískum bíl og skildi eftir varalit á camel-sígarettunum - og okkur. Hún hafði líka svo gaman af því að vera með fólki og skemmta sér. Hún var jafnharður vesturbæingur og hún var sjálf- stæðismaður og vildi hvergi annars staðar búa. Hún hætti sér þó stund- um út fyrir vesturbæinn og við munum sérstaklega eftir því þegar hún fór á gamals aldri í heimsókn til Kötu í Köln. Þar lét hún sig hafa það að láta mömmu, búðaráparann, þvæla sér borgina á enda. En mikið hafði hún gaman af því. Amma var sjómannskona og líklega hefur það mótað líf hennar og karakter. Hún sá um heimilið og börnin, og svo barnabörnin, því við vorum iðulega í pössun hjá ömmu Önnu. Þá leið okkur vel. Það var nefnilega eins og amma lifði í öðrum tíma en foreldr- ar okkar, sem voru eins og gengur með yngi-a fólk uppteknir af erli dagsins. Stressið náði einhvern veginn ekki til ömmu. Samt féll henni aldrei verk úr hendi, en jafn- framt var hún aldrei eirðarlaus. Hún gat setið tímunum saman og lesið dönsku blöðin eða hlustað á útvarpið. Sterkasta minningin er þó þegar hún sat við gluggann lang- tímum saman, horfði út og lét hug- ann reika. Sumir sögðu að hún væri að fylgjast með Rússunum í sendi- ráðinu beint á móti - þeir vora auð- vitað njósnarar. Við höldum nú samt að hún hafí ekki haft áhyggjur af þeim. Það eina sem hún virtist hafa áhyggjur af var það hvort okk- ur liði ekki örugglega vel. Kókó Puffs, kaffi með helling af sykri og mjólk, fylltur bijóstsykur, skyr, suðusúkkulaði, fiskibollur í bleikri. Ekkert var of gott fyrir okkur. Áhyggjulaus ró og friður einkenndi allt. Undh- það síðasta fengu barna- barnabörnin þín að njóta alls þessa sem við höfum talað um og Frank Fannar skynjaði svo vel þessa ró og vellíðan sem þú barst með þér (og honum veitir ekki af, eins og þú veist). Honum leið líka svona vel hjá þér og hann skrifaði kveðju og óskaði þér hins sama. Við sendum þessa kveðju í nafni okkar alh'a, elsku amma. Takk fyrir það sem þú gafst okkur. „Góði Guð ég er svo leiður vegna ömmu Önnu. Eg bið þig kæri Guð að leggja þitt af mörkum til að ömmu Ónnu líði vel hjá þér og ég bið þig líka að minning hennar verði góð. Eg bið þig Guð. Frá Frank Fannari." Katrín, Frank og Bjarni. Elsku amma, það er erfitt að þurfa að kveðja þig í dag hinstu kveðju en minningin um þig mun ekki kveðja okkur, heldur mun hún svo sannarlega varðveitast í hjört- um okkra allra sem syrgja þig nú. Það var svo gott að hafa hitt þig nokkram dögum áður en þú fórst, glaða og yndislega í veislunni hjá mömmu, þar sem þú áttir góða stund með þínu fólki. Þú varðst alltaf að vita allt um alla, hvað þessi og hinn var að gera, þú vildir fylgjast vel með og maður gat talað við þig tímunum saman um hitt og þetta. Það var líka svo gaman að hlusta á þig tala um stjórnmál því þú lifðir þig svo inn í þau og varst með allt á hreinu um þau efni og ákveðnar skoðanir. Vonandi ertu kominn á stað þar sem allt er þér í hag og þú og afi gangið þar um eins og kóngur og drottning í ríki sínu. Elsku amma, þakka þér fyrir samfylgdina og gleðina sem við áttum með þér ávallt, hvfl þú í friði og ró. Hljótt er inni, úti kyrrð og friður, aðeins regnið drýpur niður, yfir þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bænir alls, sem biður við brjóst þín, móðir jörð. Allir hlutu einn og sama dóminn. Alla þyrstír, líkt og blómin, hverja skepnu, hverja sál. Um allar byggðir blikar daggarljóminn, bláma slær á sund og ál. Öllum sorgum sínum hjartað gleymir. Svalinn ljúfi um það streymir, eins og regn um sviðinn svörð. Blómin sofa, börnin litlu dreymir við brjóst þín, móðir jörð. (Davíð Stef.) Anna og Agnes María. Elsku amma mín, ég sem ætlaði bara að hringja í þig og óska þér til hamingju með afmælið en fékk svo þessar fréttir í staðinn og hér sit ég úti í Ameríku og skrifa til þín síð- asta bréfið sem fer okkar á milli. Og hvað það er erfitt að tráa þessu og hvað þá að reyna að sætta sig við það. Við sem vorum að tala sam- an í síma í afmælisveislunni hennar mömmu um hvað það væri nú stutt í að við hittumst þegar ég kæmi heim um jólin. En þú skemmtir þér svo vel í veislunni, vildir ekki fara heim fyrr en með síðustu mönnum. Jólin verða nú skrítin án þín amma, því þú hefur verið hjá okkur um jól- in síðan ég man eftir mér. Og þú varst alltaf eins og litlu börnin með fullt af pökkum frá börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum, svo þessi jól verður hálfeinmanalegt hjá hinum pökkunum undir trénu. Ámma, þú sem alltaf galdraðir eitt- hvað upp þegar maður kom í heim- sókn og maður fékk sér, saddur eða svangur, það skipti ekki máli. En alltaf var nú samt jafn gott að koma til þín, eitthvað svo þægilegt og ró- andi svona ömmuumhverfi. Eða amma, þegar þú sendir mér bréfið. Fyrst fórstu og keyptir um- slagið og frímerkið, svo baðstu mömmu að skrifa heimilisfangið mitt utan á og svo skrifaðirðu bréf- ið, en þetta var þín leið og það komst alveg jafnt á áfangastað og annars. Þú varst alltaf svo þakklát, hversu lítið sem maður gerði fyrir þig, eins og þegar ég bónaði bflinn fyrir þig, þá fannst þér hann svo hreinn og fínn í heilan mánuð á eft- ir. Eða það að skrifa nokkrar línur til þín frá útlandinu, það var eins og að senda þér gull, enda var líka gaman að gera eitthvað fyrir þig. Þú náðir 77 ára afmælinu þínu og fékkst öll börnin þín í heimsókn, en nú ertu komin á annan stað þar sem þér líður vel og komin aftur til hans afa Magnúsar. Elsku amma mín, ég kemst því miður ekki til hinstu kveðjustundar þinnar en ég heimsæki þig þegar ég kem heim þó svo staðurinn sé annar en við áætluðum fyrir ekki lengra en tveimur vikum. Elsku amma mín, ég vil kveðja þig með þessu ljóði: Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt, ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (V. Vilhjálmsson) Hvfldu í friði, elsku amma mín. Þín Linda Björk Thorlacius. Það er skrýtið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að koma oftar til þín í hádeginu eins og ég gerði stundum. Alltaf gat maður treyst á að það væri nýhrært skyr í ísskápn- um og ekki var mjólkurfernan með varalitnum á stútnum langt undan. Það var alltaf notalegt að koma til þín, fá sér að borða, slappa aðeins af og rabba við þig um daginn og veginn. Við ræddum það, ég og Linda frænka eftir að við heyrðum að þú værir dáin, hvað jólin koma til með að vera skrýtin án þín og fyrir mig og okkur öll verður jóladagur aldrei sá sami. En núna ert þú öragglega komin til afa Magnúsar og hafið þið nú margt um að ræða eftir nokk- urra ára fjarveru hvort frá öðra. Það er nú synd að hún Ragnhildur mín skuli ekki hafa fengið tækifæri til að kynnast þér betur en raun varð, en minningarnar lifa og án efa' fær hún að heyra ófáar sögur af ömmu Önnu og afa Magnúsi. Elsku mamma, Bjarni, Didda og Gullý, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð geymi ykkur öll. Hjörtur. Elsku „skyr-amma“. Nú ert þú farin til Guðs og afa Magnúsar, sem ég hélt alltaf að væri Guð þegar ég sá myndina þina af honum í stofunni þinni. Því mið- ur náðir þú ekki að koma til okkar fyrsta sunnudag í aðventu, en við bræðurnir vorum búnir að bjóða þér og Bjarna frænda í piparkökur sem við bökuðum og skreyttum. Það var svo gaman að koma til þín amma, við fengum alltaf skyr hjá þér enda bjóst þú til besta skyr í heimi. Elsku amma, við vonum og vitum að þér líður vel þar sem þú ert í faðmi Guðs og afa Magnúsar en við söknum þín svo mikið. Sem ylblíð sunna, æskustund þú æ í minning skín, er amma leiddi ljúfri mund hin litlu börnin sín. (Bjami Jónsson frá Vogi) Örn Ingi og Kristinn Hrannar. _ Elsku amma Anna. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú áttir afmæli 24. nóvember og ég hringdi einmitt í þig og óskaði þér til ham- ingju með afmælið og og til að bjóða þér til okkar í piparkökur á fyrsta sunnudegi í aðventu, sem þú þáðir og lofaðir að koma með óska- lista yfir það sem þig langaði í í jólagjöf. Hvar eigum við, fjölskyld- an, nú að hittast með jólapakkana?» Því miðpunkturinn var alltaf hjá ykkur afa, fyrst á Túngötunni sem þið áttuð heima á í 40 ár og svo á Vesturgötunni. Heimili ykkar afa stóð alltaf opið okkur öllum, það var eins og félags- miðstöð fyrir alla fjölskylduna, þar horfðum við á vídeó langt fram á nótt helgi eftir helgi, og skipti þá ekki máli þótt einstaka vinur slædd- ist með, allir vora jafn velkomnir. Eftir að þið fluttuð á Vesturgötuna hjálpuðuð þið afi mér ævinlega með pössun á Emi Inga meðan ég var í skólanum, og er ljúft að finna hve tærar og góðar minningar hann á frá þeim tíma með ykkur. Amma, þú varst hrókur alls fagnaðar, skemtilegast þótti þér að fara í boð og hitta fólk, en síðast vorum við einmitt í afmæli hjá Diddu frænku og þú skemmtir þér svo vel, það var svo gaman að sjá hvað þér þótti gaman að vera þarna með okkur öll- um. Það er alltaf svo sárt að missa einhvern sem maður er vanur að hafa samband við svo að segja dag- lega, en svona gengur það og ég veit að þú fylgist með okkur áfram þar sem þú dvelur nú eins og þú gerðir í lifanda lífi. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, amma mín, en allt hitt á ég í minningunni. > Hjartkæra amma, far í Mði. Föðurlandið himneskt á þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin var inn í landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Höf. óþ.) Elísa. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í gi'einunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.