Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 52
^rí2 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
Jólakort
til vina og ættingja
Með aðstoð mbl.is getur þú nú sent
vinum og vandamönnum
jólakort á Netinu
Þú velur úr fjölda jólalegra mynda, velur
kveðju, skrifar eigin texta og sendir.
Ódýr og einföld leið til að gleðja vini
og vandamenn hvar í heimi sem er.
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Um skattahækk-
anir og talnaleg
frumhlaup
UM FÁTT hefur verið meira
rætt undanfarna daga en þá
skyndilegu ákvörðun meirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur að auka
skattheimtu á borgarbúa. Þannig
mun útsvar Reykvíkinga hækka um
tæpan milljarð um næstu áramót.
Þessi ákvörðun hefur í för með sér
að fjölskylda í Reykjavík með 250
þúsund króna mánaðartekjur mun
auka greiðslur sínar í borgarsjóð
um 22.500 krónur á ári. Þetta gerist
á sama tíma og ríkisvaldið er að
lækka sína skatta. Um næstu ára-
mót lækkar tekjuskattur ríkis enn
um eitt prósentustig og hefur inn-
heimtan því lækkað um 4 prósentu-
stig á innan við þremur árum auk
þess sem skattleysismörk hækka
um 2,5 prósentustig á ári.
í bakið á launþegum
Sú staðreynd að borgin grípi fyr-
irvaralaust tækifæri til að leysa til
sín skattalækkun ríkisvaldsins er
mikið áhyggjuefni. Ljóst er að rík-
isstjórnin á erfitt með að auka hlut-
fall þess sem verður eftir í launa-
umslagi fólks í borginni, ef borgar-
yfírvöld bregðast jafnharðan við að-
haldi ríkis með auknum sköttum.
Hið versta í þessu er að fólkið í
borginni hafði gert ráð fyrir þessari
skattalækkun um næstu áramót.
Skattgreiðandinn bjóst við að lækk-
unin kæmi í eigin vasa, en ekki að-
eins því að hún mundi færast milli
opinberra aðila. Við kjarasamninga
í fyrra gaf ríkisstjórnin aðilum
vinnumarkaðarins þau fyrirheit að
skattar mundu lækka í þrepum. I
trausti þess gerðu launþegahreyf-
ingamar samninga við vinnuveit-
endur til lengri tíma en áður hefur
þekkst. Reykjavíkurborg hefur
sem aðrir notið afar góðs af þessum
langa friði á vinnumarkaði. Yfirvöld
borgarinnar létu þess ekki getið við
launþega við þessa samningsgerð
að þau mundu hirða skattalækkun
ríkisins til sín. Þvert á móti var
fremur rætt um að sveitarfélög
tækju örlítinn þátt í þessum lækk-
unum. Eðlilegt traust fólks í
Reykjavík á því, að borgaryfirvöld
hygðust ekki hækka álögur, styrkt-
ist enn frekar síðastliðið vor þegar
meirihlutinn í borginni fjölyrti í sí-
fellu um trausta fjárhagsstöðu
Reykjavíkurborgar. Fyrsti maður á
lista R-listans, Helgi Hjörvar, hét
því jafnframt fyrir kosningar að ein
af fjórum aðaláherslum fylkingar
hans yrði „lækkun gjalda til
Reykvíkinga" eins og rifjað hefur
verið upp opinberlega nú nýverið.
Fyiir vikið er þessi spánnýja og
aukna skattheimta nú enn meira
reiðarslag fyrir hinn almenna laun-
þega og skattgreiðanda í Reykja-
vík.
Forsætisráðherra og
efnahagsmálin
Þáttur borgarstjórans í Reykja-
vík í þessu máli er athyglisverður. I
beinni útsendingu á Stöð 2 síðast-
liðið mánudagskvöld sagði hún að-
spurð um orð og efndir R-listans í
skattamálum: „Hér hefur ekkert
loforð verið svikið.“ Undirrituðum
er gjörsamlega fyrirmunað að
ímynda sér hvernig borgarstjóran-
um tekst að komast að slíkri niður-
stöðu, þótt ekki væri nema vegna
ofangreinds loforðs fyrsta manns á
lista. Borgarstjóri sagði hins vegar
þetta kvöld á sama fjölmiðli: „Þekk-
ir þú einhver dæmi þess að þeir
sem bjóða sig fram til kosninga lofi
skattahækkunum?“ Þau viðhorf
borgarstjórans til loforða sem í
þessum orðum felast skýra kannski
að einhverju leyti fyrmefnda niður-
stöðu hennar um meintar efndir.
Mestu púðri hefur borgarstjórinn
þó eytt í að kvarta undan gagnrýni
forsætisráðherra á skattahækkun
Reykjavíkurborgar og segir hann
blanda sér með því sem hún kallar
„sérkennilegum hætti" í umræð-
una. Borgarstjóri virðist líta fram-
hjá því að forsætisráðherra er ekki
aðeins 1. þingmaður Reykvíkinga
heldur einnig ráðherra efnahags-
mála. Honum er eins og öðrum ljóst
Yður er hér með boðið
á tískusýningu í verslun^^^^L
EVEREST, Skeifunni 6 í Reykjávík,"
laugardaginn 5. desember n.k.
kl. 14 og 16
/ohn Casablanca.
fískusýningarhópur
mun sýna nýjusfu línuna í
útivisfarfafnaði sem EVEREST
°S SeSlagerðin AEgir eru með
til sölu fýrir þessf fól.
Skelfan 6 ■ Reykjavlk ■ Slml 533 4450
ALVÖRU SPORTVERSLUN