Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Alftagerðisbræður á Landspítalanum SUM augnablik eru svo stórkostleg að jafn- vel þótt maður ætti þau á myndbandi og reyndi að lifa þau aftur með því að horfa á mynd- bandið þá tækist það ekki, því þetta ákveðna augnablik varir aðeins þessa einu stund. A slíkum stundum er maður bergnuminn og þakklátur fyrir að hafa verið viðstaddur. Tón- listin og leiklistin tengj- ast mjög oft slíkum upplifunum, sem þá eiga sér stað í konsert- sölnm eða leikhúsum. Hinn 16. október sl. fór fram kor.sert sem á sinn hátt var einstæð- ur og ógleymanlegur, fyrst og fremst vegna þess að aðstæður allar í kringum þennan konsei-t voru svo sérstæðar. Upphafið var að Anna Jónsdóttir, vinkona mín og sam- ker nari, frá Stóru-Ökrum í Skaga- firði, veiktist af illvígum sjúkdómi sem engin viðhlítandi skýring hefur fundist á. Hún liggur á Landspít- alanum og líf hennar umturnaðist við það að fá þennan sjúkdóm, breyttist úr lífi athafna- konu, sem aldrei féll verk úr hendi, í líf mjög líkamlega máttfarinnar konu sem getur sig vart úr rúmi hreyft. Þetta er eins og að lenda í fjötr- um á vissan hátt. Það þekkja allir sem hafa legið á spítala langtím- um saman að ekki er al- gengt að skemmtikraft- ar komi þangað tO að brjóta upp daglegt mynstur og veita lífi og gleði inn í líf sjúklinganna. Engan undrar það þótt margir verði daprir og missi jafnvel löngunina til að lifa. Hún Anna mín hefur þó sem betur fer endurheimt lífsneista sinn og kímnin og næmi á hið spaugilega er aftur komið á sinn stað. Þessir ljósu punktar fóru að birtast um það 16. október fór fram konsert sem á sinn hátt var einstæður og ógleymanlegur, segir Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, fyrst og fremst vegna þess að aðstæður allar í kringum hann voru svo sérstæðar. leyti sem Álftagerðisbræður voru væntanlegir til Reykjavíkur 16. október sl. til að syngja á Hótel Is- landi. Anna hefur hlustað á þessa drengi, syni Skagafjarðar, allt frá því þeir fóru að koma fram opinber- lega. Þeir eru nátengdir öllum sem í Skagafirði hafa búið og hafa þeir sýnt uppruna sínum og bernskuslóð- um mikla tryggð. Að sjálfsögðu hafði Anna mikinn hug á að fara á Hótel ísland og hlýða á söng bræðranna. í fyrstu var að því stefnt að hún fengi aðstoð bama sinna og vina til að komast á tónleik- ana. En þvi nær sem dró var sýnt að hún væri of máttfarin og tíminn fram að tónleikunum yrði of stuttur til að tækist að endurhæfa Önnu nægilega. Þá var sú ósk borin fram um það sem gat virst óframkvæmanlegt að biðja þá bræður að koma á spítalann og syngja fyrir Önnu. Skemmst er frá því að segja að bræðumir og hjálparhella þeirra á HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verðfrá kr. 2.700 á mann í2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingahúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is ÁifiJ íf ______ Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir f ci ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR, frá vinstri Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir. tónlistarsviðinu og undirleikari, Stefán R. Gíslason, tóku þessari beiðni afar vel. Stefán gerðist milli- göngumaður og. með ljúfmennsku sinni og hógværð skipulagði hann heimsóknina á spítalann. A meðan gestirnir á Hótel Islandi snæddu kvöldverð og biðu þess að hlusta á Alftagerðisbræður syngja þutu þeir, að lokinni hljóðstillingu í hátalara- kerfi hótelsins, upp á Landspítala. Mikil eftirvænting ríkti á sjúkra- stofunni hjá Önnu og ákveðið var að allir sjúklingarnir á deildinni fengju að njóta söngsins. Eftir því sem ég hef komist næst mun það ekki hafa gerst áður að söngskemmtun hafi farið fram á þessari sjúkradeild Landspítalans. Hjúkrunarfólkið tók þátt í undirbúningi fyrir konsertinn og skulu færðar þakkir til þeirra. Þarna kom Skagafjörður til Önnu íyrst hún var fjarri honum, firðinum sem hún hefur lært að unna. Bræð- urnir frá Álftagerði hafa sungið um brekkurnar heima, bláskyggðan fjallahring, ljósbrot á Héraðsvötn- um og lóuna sem söng á holtinu, þeir hafa sungið um draumana og að í Skagafirði eigi þeir heima hvert sem leiðin liggi. Þeir félagarnir kalla fram allt það besta sem í hverjum manni býr, þeir hreyfa hjartans innsta streng, eins og segir í kvæð- inu. Það er auðvelt að láta hugann reika og grafa upp gömul ævintýr þegar maður hlustar á söng þeirra og þeir eru svo mannlegir og eðlUeg- ir þegar þeir tala til áheyrenda milli laga. Þetta kvöld mátti sjá gleðitár blika á brá og ýmist urðu menn orð- lausir eða þeir, sem lítið höfðu sagt, fengu mál. Kæru bræður og Stefán, ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerð- uð fyrir hana Önnu, þakka ykkur fyrir sönginn, gleðina, léttleikann og hlýjuna sem þið veittuð okkur þetta fallega vetrarkvöld. „Hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer,“ segir í bók eftir Forn- ólf. Skrifað með þakklæti í huga í nóv- ember 1998. Höfundur er sjúkraþjálfuri. mmiu - - Kajakferð Árna Sæberg Ijósmyndara við strendur Grænlands. í blaðinu á sunnudaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.