Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 58

Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ í ÞESSARI grein verður gerð grein fyr- ir hvers eðlis íyrirhug- aður einkaréttur IE er og hvernig veiting einkarétts á heilsu- farsupplýsingum og erfðaefni skerðir rétt sjúklinga. Niðurstaðan er að stjórnvöldum sé óheimilt að veita einkarétt á notkun heilsufarsupplýsinga í gagnagrunn hvort sem er til fyrirtækja eða akademískra hópa. Dulkóðaður einkaréttur Þegar ÍE bað Lagastofnun HÍ um álit á því hvort einkaréttur á gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns væri samrýmanlegur EES-samningnum voru lögfræð- ingarnir settir í nokkum vanda því hvergi í texta frumvarpsins er minnst á að ætlunin sé að veita ein- um aðila einkarétt til þess að búa til og reka miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Niðurstaða Laga- stofnunar varð þó að slíkur einka- réttur sé fyrirhugaður, enda hafa stjórnvöld, ÍE og lögfræðingar á vegum IE fjallað ítarlega um nauð- syn og réttmæti þess að veita ÍE einkarétt á gerð og rekstri gagna- grunnsins. Það er því engu líkara en að einkarétturinn hafi verið dulkóðaður í frumvarpinu til að torvelda umræðu um hann og skilning á afleiðingum hans. Vænt- anlega verður þetta eitt af þeim at- riðum sem á að „skilgreina í endan- legu fonni í greinargerð eða skerpa á í reglugerð eða leyfísveit- ingu“ svo notuð séu orð forstjóra ÍE. Hvað er átt við með hugtakinu einkaréttur? Töluverður rugling- ur hefur komið fram varðandi hvers konar einkarétt stjórnvöld ætla sér að veita með lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Að hluta til stafar þessi ruglingur af því að hugtakið getur átt við a.m.k. þrjú mismun- andi fyrirbæri. í fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að einkaréttur á gagna- grunninum jafngildi einkaleyfi á grundvelli uppfmning- ar (á ensku „patent"). í öðru lagi hefur verið fjallað um hugtakið einkaréttur í skilningi höfundar- réttar (á ensku ,,copyright“) á gagnagrunninum, og í þriðja lagi í þeim skilningi að stjórnvöld hygg- ist veita rekstrarleyfíshafa sérað- gang (á ensku „exclusive licens- ing/rights“) að heilsufarsupplýs- ingum til að byggja upp gagna- grunninn. Fyrsta skilgreiningin á ekki við hér því viðskiptahugmynd um rekstur gagnagrunns með heilsu- farsupplýsingum samræmist á engan hátt þeim kröfum sem gerð- ar eru til einkaleyfis sem byggt er á uppfinningu. SMk samlíking stafar annaðhvort af þekkingar- leysi eða vísvitandi rangfærslu. Ef um væri að ræða uppfinningu gæti IE, eins og önnur fyrirtæki, ein- faldlega sótt um einkaleyfi byggt á einkaleyfalögum. Þó heldur ÍE þessum skilningi á lofti, meðal ann- ars á vefsíðu fyrirtækisins um gagnagrunninn, þar sem Jón L. Amalds hæstaréttarlögmaður ályktar að „sérleyfi til gerðar og reksturs gagnagrunns á heilbrigð- issviði gegnir sama hlutverki og hefðbundin einkaleyfi fyrir upp- finningum með því að uppfmninga- manninum er gert kleift að ná til baka kostnaði þeim, sem hann hef- ur lagt í vegna uppfinningarinnar, þróunar hennar og markaðssetn- ingar.“ Ekki veit ég hvaða gjald lögmað- urinn tók fyrir að komast að þess- Stjórnvöld hafa engan rétt til að takmarka rétt þeirra, segir Bogi Andersen, sem vilja að heilsufarsupplýsingar þeirra nýtist í öllum rannsóknum og gagna- grunnum sem fengið hafa samþykki siða- nefnda og geta orðið að gagni. ari niðurstöðu, en ég bendi gratís á að þetta gildir um allar viðskipta- hugmyndir. Þar sem forráðamenn ÍE hafa ekki sótt um venjulegt einkaleyfi, gera þeir sér augljós- lega grein fyrir að ekki er um hefð- bundið einkaleyfi að ræða. Einkaréttur í skilningi höfundar- réttar, það er vernd gegn því að upplýsingar úr gagnagrunninum verði fjölfaldaðar eftir að hann hef- ur verið búinn til, á augljósan rétt á sér. Að mínu mati eru þeim rétti settar óæskilegar skorður í frum- varpinu, meðal annars með að- gangi heilbrigðisyfirvalda að vænt- anlegum gagnagrunni IE. Slíkt fyrirkomulag mun skapa óeðlileg hagsmunatengsl milli rekstraraðila og stjómvalda sem eiga að hafa eftirlitshlutverk með gagnagrunn- inum, en ef til vill er það einmitt til- gangur væntanlegs rekstrarleyfis- hafa að skapa slík hagsmunatengsl. Komi til greina svipting rekstrar- leyfis er erfitt að sjá hvernig ráðu- neytið getur fjallað um það á hlut- lægan hátt þegar hagsmunir þess eru jafn samofnir hagsmunum rekstrarleyfishafa og gert er ráð fyrir. Samkvæmt áliti Jóns L. Arn- alds hæstaréttarlögmanns verður höfundarréttur verndaður með öðrum lögum og í frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði er ekki vísað sérstaklega til höfundar- réttar. En ef einkarétturinn sem veita á í tengslum við lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði byggist hvorki á einkaleyfi í skilningi „patents" né höfundarrétti, á hverju byggist hann þá? Hann byggist einfaldlega á því að rekstrarleyfishafa verður gert kleift að semja við sjálfstætt starfandi lækna og stjórnendur heilbrigðisstofnana um séraðgang að heilsufarsupplýsingum („exclusive licensing“) þannig að aðrir geta ekki komið á sjónarsvið- ið og notað sömu heilsufarsupplýs- ingar til að byggja upp gagna- grunna sem ógna viðskiptahags- munum sérleyfishafa. Einkaréttur- inn er því hliðstæður sérleyfí á rútuferðum eða póstþjónustu. Verndun sérleyfishafa I áliti Jóns L. Arnalds hæsta- réttarlögmanns sem gert var að beiðni IE segir að einkaleyfisvernd hafi „því mikilvæga hlutverki að gegna, að hún veitir einkaleyfis- hafa heimild til þess að hindra aðra á einkaleyfistímanum í að fram- leiða og markaðssetja sömu aðferð eða afurð - Sérleyfi til gerðar og reksturs gagnagrunns á heilbrigð- issviði gegnir sérstaklega þessu sama hlutverki - „ I umræðum um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði hefur heilbrigðisráðuneytið aldrei gert opinberlega grein fyrir hvernig stjórnvöld ætla að standa að þessari verndun rekstrarleyfis- hafa sem Jón L. Arnalds lýsir í álitsgerð sinni, og enn síður hefur ráðuneytið gert grein fyrir hvernig slík viðskiptaleg vemd muni skerða réttindi sjúklinga. Þvert á móti hefur ráðuneytið reynt að gera þetta atriði óljóst. Frumvarp- ið sjálft er lítil hjálp því þar er hvergi skilgreint hvað átt er við með hugtakinu „miðlægur gagna- grunnur" og því er, eins og Laga- stofnun HI bendir á, óljóst hversu víðtækur einkaréttur rekstrarleyf- ishafa er í raun. Afleiðingin er sú að fáir gera sér grein fyrir að með einkaréttinum era stjómvöld að takmarka mögu- leika sjúklinga til að taka þátt í öðmm gagnagrunnum en þeim sem rekstrarleyfishafi ætlar að byggja upp. Gott dæmi um þessa þoku- kenndu framsetningu var ræða heilbrigðisráðhen-a á Alþingi þeg- ar hún mælti fyrir frumvarpinu 15. október 1998. Þar lagði hún annars vegar áherslu á þörfina á því að vernda gífurlega fjárfestingu og áhættu rekstrarleyfishafa gagn- vart samkeppnisaðilum og hins vegar staðhæfði hún að vísinda- menn hefðu óbreyttan aðgang að heilsufarsupplýsingum. Greinilega era þetta ósættanlegar staðhæf- ingar. Það er ekki hægt að veita fyrirtæki einkarétt á t.d. póstþjón- ustu og á sama tíma halda því fram að öllum sé frjálst að stofna fyrir- tæki til að sjá um póstþjónustuna. Eg spurðist því fyrir um þetta atriði hjá heilbrigðisráðuneytinu og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, svaraði m.a.: „Það er því rétt að rekstrarleyfið tryggir rekstrarleyfishafa að enginn annar getur sett upp grann með sömu heilsufarsupplýsingum, þ.e. viða- miklum upplýsingum úr flestum sjúkraskrám landsmanna.“ Einnig spurði ég um möguleika fyrirtækja sem vildu byggja upp afmarkaða gagnagranna. Svar Ragnheiðar var að „Slíkt fyrirtæki gæti efnt til samstarfs við lækna og safnað gögnum, en það hefði ekki heimild til að gera samning við stofnanir um að fá allar upplýsingar úr sjúkraskrám.“ Réttur sjúklinga skertur með því að loka þá inni í gagnagrunni IE Vandamálið við að veita einka- rétt á notkun heilsufarsupplýsinga í gagnagrunn er að við ýmsar rann- sóknir í framtíðinni gæti verið mik- ilvægt að safna „viðamiklum upp- lýsingum úr flestum sjúkraskrám landsmanna". Eins og Ragnheiðm- Haraldsdóttir bendir á væri slík starfsemi ólögleg ef annað fyrir- tæki en rekstrarleyfishafi kæmi við sögu. Þar með era stjórnvöld að skerða rétt sjúklinga til að nota eigin heilbrigðisupplýsingar. Enn alvarlegri og augljósari er útilokun sjúklinga frá því að taka þátt í afmörkuðum gagnagrannum í framtíðinni. Framfarir í mann- erfðafræði verða örar á næstu ár- um og mjög líklegt að íslenskum sjúklingum gefist kostur á að taka þátt í rannsóknum fremstu vísinda- manna heims þar sem leitað verður orsaka sjúkdóma þeirra og nýrra meðferðarmöguleika. Þess vegna er það skerðing á grandvallarréttindum sjúklinga þegar ráðuneytið segir að fyrirtæki annað en rekstrarleyfishafi hafi „ekki heimild til að gera samning við stofnanir um að fá allar upplýs- ingar úr sjúkraskrám". Það eru grandvallarréttindi sjúklinga að gefi þeir upplýst samþykki eða siðanefndir veiti undanþágu frá þeirri kröfu, þá sé læknum og stofnunum skylt að veita aðgang að öllum upplýsingum úr sjúkraskrám þeirra. Islensk stjórnvöld vilja nú gefa læknum og stjórnendum heil- brigðisstofnana vald til að koma í veg fyrir að sjúklingar fái aðgang að heilsufarsupplýsingum sínum. Hér er um að ræða stórkostlegt brot á siðareglum um réttindi sjúk- linga. saaiaBBaBaB«iBH«e ir áw&JILÁ i a cffvziyi1 A. SJk JfSU'M M /44 i /f .. Jtst V Skíði Skíðaskór Bindingar Skíðastafir Skíðagallar Skíðaúlpur Skíðahanskar Skíðagleraugu Skíðahjálmar Skíðasokkar Big Foot 1 Keppnisskíði Keppnisskíðaskór Keppnisbindingar Ótrúlegt verð Ármúla 40 Símar: 553 5320, 568 8860. Skíðaþjónustaf slípum, __! # i I brýnum og berum á skíði. ■Jjg tlííSlHp Ein s t æ rst a sportvöruverslun Ia n d sin s EINKARÉTTUR ÍE - ÓRÉTTUR SJÚKLINGA OG VÍSINDAMANNA Bogi Andersen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.