Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 61 .
, .c
Pappírs-
söfnun á
Selfossi
FORMLEG dreifing á söfnunar-
kössum fyrir óunninn pappír hefst í
KÁ, Selfossi, í dag, föstudaginn 3.
desember, kl. 13.
Pappír hefur verið aðgi-eindur á
Suðurlandi í tvö og hálft ár. Á þeim
tíma hafa safnast 295 tonn af blönd-
uðum pappír, aðallega dagblöð,
tímarit og gæðapappír. Þessi pappír
hefur allur verið fluttur til Sorpu,
þar er pappírinn baggaður og send-
ur til Svíþjóðar.
Ný gjafavöru-
verslun
í Listhúsinu
GJAFAVÖRUVERSLUNIN
Kirsuberið opnar laugardaginn 5.
desember í Listhúsinu í Laugardal.
Þar verða meðal annars seldar
vörur í hinum ameríska sveitastíl,
ilmkerti o.fl.
Á laugardaginn verður opið frá
kl. 11 til kl. 17.
Tískusýning
í Everest
KYNNING á útivistarvörum og út-
búnaði verður laugardaginn 5. des-
ember í versluninni Everest í Skeif-
unni í Reykjavík.
Þar munu hinir ýmsu innflytjend-
ur og seljendur kynna vörur sínar.
Tískusýningar verða kl. 14 og 16 í
versluninni og þar mun tískusýn-
ingahópur frá John Casablanca
sýna það helsta í fatnaði frá fram-
leiðendum eins og Vango, Demon,
Lafuma, Aii-walk, Foldu, Steiner,
Sunway, Thorlo, Trezeta og Duof-
old.
Starfsfólk Everest á sýningunni
munu gefa gestum góð ráð um val á
hentugum útivistarbúnaði. Verslun-
in verður opin laugardaginn kl.
10-18 og á sunnudag kl. 13-18.
Sýningum lýkur
Listasafn ASÍ
SÝNINGUM Önnu Þóru Karlsdótt-
ur og Sigríðar Ágústsdóttur lýkur á
sunnudag.
Safnið er opið kl. 14-18.
Galierí Borg
Sýningu Péturs Gauts Svavars-
sonar lýkur á sunnudag.
Galleríið er opið laugardag kl.
12-16 og sunnudag kl. 14-17.
KRISTIN Rútsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir.
Nikulásargleði
í Goethe-
Zentrum
í TILEFNI af því komu jóla mun
Goethe-Zentrum, Lindargötu 46,
standa fyrir Nikulásargleði laugar-
daginn 5. desember. Þessi samkoma
er kennd við heilagan Nikulás sem
samkvæmt þýskri hefð færir börn-
um gjafir þann 6. desember ár
hvert.
Samkoman hefst kl. 16 með hefð-
bundinni þýskri Nikulásargleði fyr-
ir börn. Sagðar verða sögur, sungin
jólalög og teiknað og málað þangað
til sjálfur Nikulás birtist. Öll börn
sem áhuga hafa eru velkomin ásamt
aðstandendum sínum.
Kl. 17.30 býður svo Goethe-
Zentrum öllum vinum Þýskalands
og þýskrar menningar til Nikulás-
argleði fyrir fullorðna þar sem boð-
ið verður upp á ýmislegt góðgæti.
Námskeið um
ástarfíkn
LAUGARDAGINN 5. des. heldur
Vilhelmína Magnúsdóttir námskeið
um ástarfíkn í Gerðubergi frá kl.
13-18.
„Aðaláhersla er lögð á leiðir til
bættra samskipta ástvina og bata
frá ástar- og flóttafíkn. Aðgangs-
eyrir er 5000,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
LEIÐRETT
Nafnabrengl
Nafnabrengl varð á síðu 83 þegar
Árni Bjömsson lýtalæknir var sagð-
ur Haraldur Sturlaugsson. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
Drykkjudúettinn en
ekki Nesun Dorma
í umsögn um tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Islands, sem birtist í
Morgunblaðinu sl. laugardag, urðu
þau mistök að nefnd var aría sem
ekki var flutt, Nesun Dorma. Hún
var felld niður af fyrirhugaðri dag-
skrá og í staðinn fluttur Drykkju-
dúettinn úr La traviata sem einnig
var fjallað um í umsögninni. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
Jólahlutavelta
Sjálfsbjargar
SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á
höfuðborgarsvæðinu, verður með
sína árlegu jólahlutavelta, lukku-
pakka og kaffisölu helgina 5. og 6.
desember. Húsið opnað kl. 14 báða
dagana.
Margir góðir vinningar verða í
boði og er aðalvinningur 20“ sjón-
varp. Jólasveinar koma á svæðið og
gefa krökkunum nammi. Allir vel-
komnir.
Tekla með
sölusýningu
NYVERIÐ hóf þjónustu sína fyr-
irtækið Tekla ehf., Sóltúni 3, sem
sérhæfir sig í að velja hentugar
gjafir við öll tækifæri svo sem
handa erlendum og innlendum
viðskiptavinum fyrirtækja, starfs-
fólki, ráðstefnugestum og ein-
staklingum.
Á boðstólum eru íslenskir og
innfluttir munir og úrval ís-
lenskra bóka á erlendum tungu-
málum, segir í fréttatilkynningu.
Einnig er hægt að panta skreytt-
ar körfur með t.d. islenskum ost-
um, sjávarfangi eða íslenskum
snyrtivörum.
Lögð er áhersla á persónulega
þjónustu og komið með hug-
myndir og sýnishorn í fyrirtæki
ef óskað er. Þá er Tekla einnig
með húsbúnað frá hinu þekkta
bandariska fyrirtæki Bombay og
er með sölusýningu á vörum
þeirra á morgun og sunnudag í
Sóltúni 3, 2. h. (við hliðina á
AKOGES-salnum) kl. 13-18 báða
dagana.
Eigendur Teklu ehf. eru Krist-
ín Rútsdóttir og Margrét Örnólfs-
dóttir.
Toppotoqari
kr. 3.950
Mörkinni 3, sími 588 0640
Casa@islandia.is
Bókabúð flytur
um set
BÓKABÚÐIN „The Yellow Brick
Road“ hefur verið flutt frá Skóla-'
vörðustígnum og opnuð að nýju á
Háaleitisbraut 93 í Réykjavík.
Bókabúðin býður eins og áður
upp á bama- og unglingabækur á
ensku, þar með taldar bækurnar
„Goosebumps“ og „Animorphs“.
Sjónvarpið hefur hafið sýningu
þátta sem byggjast á
„Goosebumps“-bókunum auk þess
að í haust hófust sýningar í Banda-
ríkjunum á þáttum byggðum á
„Animorphs“-bókunum, segir í
fréttatilkynningu.
Waldorfskólinn
með jólabasar
JÓLABASAR Waldorfskólans í
Lækjarbotnum verður haldinn
laugardaginn 5. desember kl. 14-17
í húsnæði skólans í Kópaseli, Lækj-
arbotnum. Á boðstólum verður
handverk af ýmsum toga, handunn-
in bývaxkerti, lífrænt ræktað græn-
meti og brauð, brúðuleikhús, veit-
ingar og margt til skemmtunar.
Kveikt á jólatré
Sandgerðinga
JÓLALJÓSIN verða tendruð á
jólatré Sandgerðinga við Grunn-
skólann laugardaginn 5. desember
n.k. kl. 17.
I tilefni dagsins verður skemmti-
leg jólastemning og jólalögin munu
hljóma. Foreldrafélag Grunnskól-
ans mun bjóða upp á kakó og
smákökur.
Fyrirlestrar um
vísindi 20. aldar
VÍSINDAFÉLAG íslendinga var
stofnað 1. desember fyrir 80 árum. í
tilefni afmælisins efnir félagið til
fjögurra opinberra fyrirlestra um
vísindi 20. aldar sem haldnir verða í
Norræna húsinu laugardaginn 5.
desember kl. 14.
Fyrirlestrarnir taka um hálftíma
hver, og verða sem hér segir: Jakob
Yngvason: Eðlisfræði, Guðmundur
Eggertsson: Erfðafræði, Jörgen
Pind: Sálarfræði og Hjálmtýr Haf-
steinsson: Tölvubyltingin.
Fyrirlestrarnir eru ókeypis og
öllum opnir.
ATH! HAR
ÍDAG!
Séifrœðingur frá
HALLDÓRIJONSSYNI
verður með hár-
greiningartœki og ráð-
leggur viðskiptavinum
urn val á sjampói
frá kl. 12-18.
Notið tœkifœrið!
Verið velkomin
VALHÖLL
hárgreiðslustofa, Óðinsgötu 2,
101 Reykjavík, sími 552 2138
Basar hjá Kristniboðs-
félagi kvenna
HINN árlegi basar Kristniboðs-
félags kvenna í Reykjavík verð-
ur laugardaginn 5. desember nk.
kl. 14. Kökur og margt góðra
muna verður á boðstólum.
Einnig verður kaffisala. Allur
ágóði rennur til starfs Sam-
bands íslenskra kristniboðsfé-
laga, sem rekur mikið og merki-
legt starf í Afríku og styrkir út-
sendingu kristilegra útvarps-
þátta í Kína.
Basarinn verður í Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut 58-60.
EERÐU anVQflll
HAFÐU ÞAÐ FRÁ ÍSLENSKT-FRANSKT
.JuiftUi fuu) stwlítu) mlltl
Borgames kjötvörur ehf.
Símar 437-1180- 547-6077- Fn 437-1093
fllltafbetra!