Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 61 . , .c Pappírs- söfnun á Selfossi FORMLEG dreifing á söfnunar- kössum fyrir óunninn pappír hefst í KÁ, Selfossi, í dag, föstudaginn 3. desember, kl. 13. Pappír hefur verið aðgi-eindur á Suðurlandi í tvö og hálft ár. Á þeim tíma hafa safnast 295 tonn af blönd- uðum pappír, aðallega dagblöð, tímarit og gæðapappír. Þessi pappír hefur allur verið fluttur til Sorpu, þar er pappírinn baggaður og send- ur til Svíþjóðar. Ný gjafavöru- verslun í Listhúsinu GJAFAVÖRUVERSLUNIN Kirsuberið opnar laugardaginn 5. desember í Listhúsinu í Laugardal. Þar verða meðal annars seldar vörur í hinum ameríska sveitastíl, ilmkerti o.fl. Á laugardaginn verður opið frá kl. 11 til kl. 17. Tískusýning í Everest KYNNING á útivistarvörum og út- búnaði verður laugardaginn 5. des- ember í versluninni Everest í Skeif- unni í Reykjavík. Þar munu hinir ýmsu innflytjend- ur og seljendur kynna vörur sínar. Tískusýningar verða kl. 14 og 16 í versluninni og þar mun tískusýn- ingahópur frá John Casablanca sýna það helsta í fatnaði frá fram- leiðendum eins og Vango, Demon, Lafuma, Aii-walk, Foldu, Steiner, Sunway, Thorlo, Trezeta og Duof- old. Starfsfólk Everest á sýningunni munu gefa gestum góð ráð um val á hentugum útivistarbúnaði. Verslun- in verður opin laugardaginn kl. 10-18 og á sunnudag kl. 13-18. Sýningum lýkur Listasafn ASÍ SÝNINGUM Önnu Þóru Karlsdótt- ur og Sigríðar Ágústsdóttur lýkur á sunnudag. Safnið er opið kl. 14-18. Galierí Borg Sýningu Péturs Gauts Svavars- sonar lýkur á sunnudag. Galleríið er opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 14-17. KRISTIN Rútsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir. Nikulásargleði í Goethe- Zentrum í TILEFNI af því komu jóla mun Goethe-Zentrum, Lindargötu 46, standa fyrir Nikulásargleði laugar- daginn 5. desember. Þessi samkoma er kennd við heilagan Nikulás sem samkvæmt þýskri hefð færir börn- um gjafir þann 6. desember ár hvert. Samkoman hefst kl. 16 með hefð- bundinni þýskri Nikulásargleði fyr- ir börn. Sagðar verða sögur, sungin jólalög og teiknað og málað þangað til sjálfur Nikulás birtist. Öll börn sem áhuga hafa eru velkomin ásamt aðstandendum sínum. Kl. 17.30 býður svo Goethe- Zentrum öllum vinum Þýskalands og þýskrar menningar til Nikulás- argleði fyrir fullorðna þar sem boð- ið verður upp á ýmislegt góðgæti. Námskeið um ástarfíkn LAUGARDAGINN 5. des. heldur Vilhelmína Magnúsdóttir námskeið um ástarfíkn í Gerðubergi frá kl. 13-18. „Aðaláhersla er lögð á leiðir til bættra samskipta ástvina og bata frá ástar- og flóttafíkn. Aðgangs- eyrir er 5000,“ segir í fréttatilkynn- ingu. LEIÐRETT Nafnabrengl Nafnabrengl varð á síðu 83 þegar Árni Bjömsson lýtalæknir var sagð- ur Haraldur Sturlaugsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Drykkjudúettinn en ekki Nesun Dorma í umsögn um tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Islands, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag, urðu þau mistök að nefnd var aría sem ekki var flutt, Nesun Dorma. Hún var felld niður af fyrirhugaðri dag- skrá og í staðinn fluttur Drykkju- dúettinn úr La traviata sem einnig var fjallað um í umsögninni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Jólahlutavelta Sjálfsbjargar SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verður með sína árlegu jólahlutavelta, lukku- pakka og kaffisölu helgina 5. og 6. desember. Húsið opnað kl. 14 báða dagana. Margir góðir vinningar verða í boði og er aðalvinningur 20“ sjón- varp. Jólasveinar koma á svæðið og gefa krökkunum nammi. Allir vel- komnir. Tekla með sölusýningu NYVERIÐ hóf þjónustu sína fyr- irtækið Tekla ehf., Sóltúni 3, sem sérhæfir sig í að velja hentugar gjafir við öll tækifæri svo sem handa erlendum og innlendum viðskiptavinum fyrirtækja, starfs- fólki, ráðstefnugestum og ein- staklingum. Á boðstólum eru íslenskir og innfluttir munir og úrval ís- lenskra bóka á erlendum tungu- málum, segir í fréttatilkynningu. Einnig er hægt að panta skreytt- ar körfur með t.d. islenskum ost- um, sjávarfangi eða íslenskum snyrtivörum. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og komið með hug- myndir og sýnishorn í fyrirtæki ef óskað er. Þá er Tekla einnig með húsbúnað frá hinu þekkta bandariska fyrirtæki Bombay og er með sölusýningu á vörum þeirra á morgun og sunnudag í Sóltúni 3, 2. h. (við hliðina á AKOGES-salnum) kl. 13-18 báða dagana. Eigendur Teklu ehf. eru Krist- ín Rútsdóttir og Margrét Örnólfs- dóttir. Toppotoqari kr. 3.950 Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is Bókabúð flytur um set BÓKABÚÐIN „The Yellow Brick Road“ hefur verið flutt frá Skóla-' vörðustígnum og opnuð að nýju á Háaleitisbraut 93 í Réykjavík. Bókabúðin býður eins og áður upp á bama- og unglingabækur á ensku, þar með taldar bækurnar „Goosebumps“ og „Animorphs“. Sjónvarpið hefur hafið sýningu þátta sem byggjast á „Goosebumps“-bókunum auk þess að í haust hófust sýningar í Banda- ríkjunum á þáttum byggðum á „Animorphs“-bókunum, segir í fréttatilkynningu. Waldorfskólinn með jólabasar JÓLABASAR Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 5. desember kl. 14-17 í húsnæði skólans í Kópaseli, Lækj- arbotnum. Á boðstólum verður handverk af ýmsum toga, handunn- in bývaxkerti, lífrænt ræktað græn- meti og brauð, brúðuleikhús, veit- ingar og margt til skemmtunar. Kveikt á jólatré Sandgerðinga JÓLALJÓSIN verða tendruð á jólatré Sandgerðinga við Grunn- skólann laugardaginn 5. desember n.k. kl. 17. I tilefni dagsins verður skemmti- leg jólastemning og jólalögin munu hljóma. Foreldrafélag Grunnskól- ans mun bjóða upp á kakó og smákökur. Fyrirlestrar um vísindi 20. aldar VÍSINDAFÉLAG íslendinga var stofnað 1. desember fyrir 80 árum. í tilefni afmælisins efnir félagið til fjögurra opinberra fyrirlestra um vísindi 20. aldar sem haldnir verða í Norræna húsinu laugardaginn 5. desember kl. 14. Fyrirlestrarnir taka um hálftíma hver, og verða sem hér segir: Jakob Yngvason: Eðlisfræði, Guðmundur Eggertsson: Erfðafræði, Jörgen Pind: Sálarfræði og Hjálmtýr Haf- steinsson: Tölvubyltingin. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og öllum opnir. ATH! HAR ÍDAG! Séifrœðingur frá HALLDÓRIJONSSYNI verður með hár- greiningartœki og ráð- leggur viðskiptavinum urn val á sjampói frá kl. 12-18. Notið tœkifœrið! Verið velkomin VALHÖLL hárgreiðslustofa, Óðinsgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552 2138 Basar hjá Kristniboðs- félagi kvenna HINN árlegi basar Kristniboðs- félags kvenna í Reykjavík verð- ur laugardaginn 5. desember nk. kl. 14. Kökur og margt góðra muna verður á boðstólum. Einnig verður kaffisala. Allur ágóði rennur til starfs Sam- bands íslenskra kristniboðsfé- laga, sem rekur mikið og merki- legt starf í Afríku og styrkir út- sendingu kristilegra útvarps- þátta í Kína. Basarinn verður í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58-60. EERÐU anVQflll HAFÐU ÞAÐ FRÁ ÍSLENSKT-FRANSKT .JuiftUi fuu) stwlítu) mlltl Borgames kjötvörur ehf. Símar 437-1180- 547-6077- Fn 437-1093 fllltafbetra!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.