Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 68

Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 68
J58 FÖSTUDAGUR 4, DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tónleikar og upplestur i Tjarnarbíói Rokk gegn þynnku „ROKK gegn þynnku" verður yfirskrift stórtónleika í Tjarnarbíói sem efnt verð- ur til á laugardag klukkan 14. Botnleðja, Súkkat, Unun og Ensími koma fram og rithöfundarnir Mikael Torfason og Hall- grímur Helgason lesar úr nýjum bókum. „Allir halda þetta á kvöldin með bjór og áfengi og vilja vera í stuði,“ segir Gunnar Hjálmarsson í Unun. „Okkur var sagt að aðalljónið í vegin- um fyrir tónleikum svona snemma dags yæri að allir væru þunnir eða í miðjum 'prófum. Við getum lítið gert til að höfða til þeirra sem eru í próflestri nema þeir vilji hvfla heilann við Ijúfa tóna. En ann- að gildir um þunna liðið. Við getum boðið því upp á magnyl og heitt te ef það er kalt úti. Þá pössum við upp á að hljómur- inn verði góður því við viljum ekki að fólk fái hausverk. Og þótt fólk sé ekki þunnt getur það átt þarna notalega dags- stund.“ Og það verða ælupokar? „Já, við ætlum að hafa þá, jafnvel sem aðgöngumiða," segir Gunnar og brosir. „Ef fólk er verulega illa farið þarf það ekki að missa af neinu. Það getur jafnvel pantað sér pizzu. Þynnkan er eitthvað sem við ætlum að hjálpa fólki að upp- ræta.“ YFIR 40.000 AH0RFEN00R FGMorvniMM RAGNAR Sólberg og tíkin Sara. Upplifun Ragn- ars Sólberg’ TOlMJST Geisladiskur UPPLIFUN Fyrsti geisladiskur Ragnars Sólberg. 011 lög og textar eru eftir Ragnar auk þess sem hann leikur á gítar og bassa og syngur. Einnig koma fram á disknum Egill O. Rafnsson, Omar Kristjánsson, Haraldur Þorsteinsson, Dan Cassidy, Heiðar Kristjánsson og Hildur Guðnadóttir. Geislaplatan var tekin upp í Græna herberginu og hljóðblönduð af Ken Thomas. Error músik gefur út en Japis dreifir. HINN ungi Ragnar Sólberg gaf fyrir skemmstu út sína fyrstu geisla- plötu, nafnið Upplifun er vísun í Ex- perience sveit Jimi Hendrix heitins sem Ragnar hefur miklar mætm’ á. Geislaplatan er afar stutt, aðeins rúm tuttugu og ein mínúta, og fer því nokkrar sekúndur yfu- staðlaða skilgreiningu á smáskífu. Einnig eru í raun aðeins sex lög á plötunni þvi platan hefst á stuttri strengja- stemmu, Nibblheimssöng, og lýkur á sama stefi leiknu öfugu sem heitir enda Öfugsnúið. Upplifun hefst því á laginu Málum myrkrið eins og sólina, hröðu og hressu rokklagi, Ragnar syngur sjálfur líkt og í flestum lögunum og sýnir strax að þar fer óvenju fjöl- hæfur drengur. Hann á ekki í nokkrum vandræðum með að syngja, syngur styrkri röddu þótt gelgjuskeiðið sé ekki enn farið að segja til sín auk þess að leika sjálfur á gítar og bassa. Áðurnefnt lag er líklega besta lag plötunnar, ferskt og þróttmikið þungarokk. Lögin sem fylgja eru flest rólegri og þar tekst Ragnari ekki alveg eins vel upp í lagasmíðum sínum, öll bera lögin vott um ótvíræða hæfileika hans sem tónlistarmanns og þá eink- um sem gítarleikara, nægir að nefna lögin Eg þrái og titillagið Upplifun þar sem Ragnar leikur ásamt Dan Cassidy fíðluleikara og Haraldi Þor- steinssyni bassaleikara og gefur þeim lítið eftir. Aðrir gestir plötunn- ar standa sig með prýði, Hildur Guðnadóttir og Heiðar Kristjánsson hafa áður sannað sig sem söngvarar en skemmtilegt er að bera Ragnar saman við þau, hann hefur tilfinn- ingu fyrir söngnum og fyrir utan það að rödd hans er ekki tilbúin er ekki að heyra að þar fari óreyndur tónlistarmaður. Bróðir Ragnars, Egill Örn Rafnsson, trommar einnig af smekkvísi. Lagasmíðarnar eru akkilesarhæll Ragnars, hans eigin stíll er ekki enn kominn fram og lögin sex eru að mestu leyti tilraunir með og tilbrigði við stíla sem áður hafa komið fram. Þetta er skiljanlegt þegar litið er til aldurs Ragnars, hann er aðeins tólf ára gamall. Ragnar á enn eftir að slípast mikið til'sem tónlistarmaður og spurning er hvort skynsamlegt hefði verið að bíða með útgáfu, jafn- vel í nokkur ár. Hljómur plötunnar er ágætur, hefði þó mátt vera hrárri, Ragnar er gítarleikari og það er á stundum ekki nógu vel undirstrikað í hljóð- blöndun. Umslagið hins vegar er af- bragð, Spessi hefur sýnt að hann er í fremstu röð útlitshönnuða og sjald- gæft er að umbúðir séu svo stílhrein- ar og áhorfanlegar á íslenskum geisladiskum eins og þegar hann hefur komið að gerð þeirra. Margt er vel gert á Upplifun, auð- séð er að Ragnar hefur hæfileika og alla tilburði til að verða áberandi í framtíðinni. Hins vegar er hann varla tilbúinn strax til þess að leggja af stað. Enda er Upplifun líklega aðeins forsmekkurinn að Ragnari Sólberg. Gísli Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.