Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 1
278. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Varnar- hlutverk ESB aukið Saint-Malo. Reuters. STJÓRNVÖLD í Bretlandi og Frakklandi hafa ákveðið að auka hlutverk Evrópusambandsins í varnarmálum, meðal annars með það fyrir augum að það geti gripið til hernaðaraðgerða, teljist það nauðsynlegt. Var um þetta samið á tveggja daga fundi þeirra Tony Blairs, for- sætisráðheira Bretlands, og Jacq- ues Chiracs, forseta Frakklands, í Saint-Malo í Frakklandi. Sagði Blair, að um sögulegt samkomulag væri að ræða, en með því hafa Bret- ar sagt skilið við andstöðu sína við sérstaka, evrópska vamarstefnu. Mun styrkja NATO Bretar hafa ætíð staðið fast með Bandaríkjamönnum í öryggismál- um, en George Robertson, varnar- málaráðheira Bretlands, sagði í gær, að ekkert væri að óttast, Bandaríkjamenn hefðu ávallt óskað eftir meira framlagi Evrópuríkj- anna til öryggismála og því myndi samkomulagið verða til að styrkja NATO. Þótt þeir Blair og Chirac hafi orðið ásáttir um varnarmálin, er enn mikill ágreiningur um skatta- málin og framlög ríkjanna í hina sameiginlegu sjóði Evrópusam- bandsins. Þeir kváðust þó vona, að um þau næðist eitthvert samkomu- lag fyrir mitt næsta ár. ■ Snúa við/34 Prímakov vill fínna „rússneska lausnu á kreppunni Vonleysið verra en efnahagsvandinn Moskvu. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær, að ríkisstjórnin stefndi að því að koma á frjálsum markaðsbúskap í land- inu, en á hinn bóginn yrði að fínna „rússneska lausn“ á kreppunni, sem nú ríkti. Sagði hann, að efna- hagsöngþveitið væri ekki mesti vandinn, sem við væri að glíma, heldur hitt, að landsmenn væru að missa trú á sjálfum sér og framtíð- inni. Prímakov, sem átti í gær fund með Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, á sjúkrahúsi í Moskvu, lýsti þessu yfir á fundi WEF, alþjóðlegs umræðuhóps um efnahagsmál, en hann sækja jafnan frammámenn í atvinnu- og fjármálalífi víðs vegar um heim. Sagði hann, að Rússar yrðu þó að leysa kreppuna með sín- um hætti, þar sem hinar hefð- bundu, vestrænu aðferðir hefðu ekki dugað og gengið mjög nærri landsmönnum. Sagði hann brýnast að vekja þjóðina og draga úr von- leysinu, sem umlyki allt. Rússneskir ráðamenn hafa hins vegar vísað á bug þeim ummælum bandaríska auðjöfursins George Soros, að ástandið í Rússlandi sé orðið „stjórnlaust" og ekki á færi erlendra ríkja að hjálpa upp á sak- imar. Oleg Sysújev, aðstoðarstarfs- mannastjóri Jeltsíns, sagði í gær, að Rússar þyrftu á meiri erlendum lánum að halda ef koma ætti í veg fyrir samfélagslega upplausn. Óhjákvæmileg útgjöld ríkisins á næsta ári yrðu verulega meiri en það réði við. Kommúnistar og þjóð- ernissinnar á þingi lýstu hins vegar yfir í fyrradag, að hætta bæri öllu samstarfi við IMF, Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Neyðast til að éta hundana Borís Mísník, formaður þing- nefndar í málefnum norðurhérað- anna, sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna, að hægt væri að komast hjá hungursneyð í Rúss- landi ef yfirvöld í Moskvu og hér- uðunum tækju saman höndum um það. Sagði hann, að ástandið væri alvarlegt og sums staðar, til dæmis í Jakútíu, hefði fólk neyðst til að éta hundana sína. Samkvæmt upplýsingum frá rússnesku hagstofunni hefur Rúss- um fækkað um eina milljón sl. þrjú ár. Er ástæðan sögð hærri dánar- tíðni vegna skorts, mikillar áfeng- isneyslu og mikillar fækkunar fæð- inga. Gott lið í grísnum FRANSKIR bændur eru ekki sátt- ir við sinn hlut enda hefur verð á mörgum afurðum þeirra Iækkað vei-uíega, til dæmis á svínakjöti. Til að vekja athygli á þessu trufl- uðu þeir lestarferðir nálægt borg- inni Lille í gær með því að koma fyrir búfénaði á teinunum. Að því búnu hélt hver til síns heima, þar á meðal þessir tveir, sem hafa þó hugsanlega orðið að borga fyrir þrjá í hraðlestina. Reuters Þýski seðlabanka- stjórinn Telur vera litla hættu á kreppu Frankfurt. Reuters. HANS Tietmeyer, yfirmaður þýska seðlabankans, sagði í gær, að efnahagslífið í Bandaríkjunum og í Evrópu væri þróttmikið og lítil hætta væri á alþjóðlegri fjár- málakreppu. A hinn bóginn væni erfiðleikarnir víða um heim famii’ að valda nokkrum samdrætti í iðn- ríkjunum. Tietmeyer sagði, að þótt erfið- leikarnir í Asíu og víðar væru farn- ir að valda nokkrum samdrætti annars staðar, væri samt lítil hætta á alþjóðlegii fjármálakreppu eins og ýmsir hefðu þó verið að spá. Þrótturinn í bandarísku og evr- ópsku efnahagslífi mælti gegn allri svartsýni af því tagi. Skynsamleg peningastefna tryggir stöðugleika evrunnar Um samræmdar vaxtalækkanir í þeim Evrópusambandsríkjum, sem verða með í myntbandalaginu frá næstu áramótum, sagði Tietmeyer, að þær hefðu verið viðbrögð við ástandinu í efnahags- og peninga- málum en lagði áherslu á, að í Evr- ópu hefði tekist að koma á stöðug- leika í verðlagi og ekkert benti til, að á því yrði breyting. Tietmeyer sagði, að stöðugleiki evrunnar, nýja gjaldmiðilsins, sem verður að veruleika um áramótin, myndi ráðast jafnt af ákvörðunum Evrópska seðlabankans og þeim ákvörðunum, sem teknar yrðu af ríkisstjómum í aðildarlöndum myntbandalagsins. í þeim efnum yrði skynsamleg peningastefna höfð að leiðarljósi. Kosninga- (%• 4. / ijor a Tævan ÞINGKOSNINGAR eru á Tævan í dag og einnig verður kosinn borgarsljóri í höfuðborginni, Tæpei, og í borginni Kaohsiung. Kosningar í landinu einkennast af mikilli litadýrð og þetta lit- skrúðuga fólk safnaðist í gær saman til að lýsa yfir stuðningi við einn borgarstjóraframbjóð- andann í Tæpei. Raunar þykja borgarstjórakosningarnar hafa skyggt á þingkosningarnar en þar takast 400 frambjóðendur á um 225 þingsæti. Er ágreiningur- inn við Kína ekki ofarlega á blaði, heldur aðallega áhyggjur af fjármálakreppunni í Asíu. Alþjóðadómstóllinn vísar „grálúðusti íðinu‘‘ frá sér Hefur ekki lögsögu í málinu Ilaag. Rcuters. ALÞJÓÐADOMSTOLLINN í Haag úrskurðaði í gær, að hann hefði ekki lögsögu í „grálúðustríð- inu“ svokallaða, deilu milli Spán- veija og Kanadamanna. Kom málið upp í mars 1995 þegar kanadíska strandgæslan færði til hafnar spænskan togara, sem var á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði undan austurströnd Kanada. Taka togarans olli miklum ágreiningi með Kanadastjórn og Evrópusambandinu en seint á ár- inu 1995 var komist að samkomu- lagi um kvóta og veiðireglur á hafsvæðinu undan Nýfundna- landi. Spánverjar ákváðu hins vegai- að fara með málið fyrir Al- þjóðadómstólinn. Kanadastjórn réttlætti töku togarans með því, að samkvæmt kanadískum lögum um verndun fiskstofna héldi hún uppi eftirliti á viðkomandi svæði þótt það væri utan lögsögunnar og hélt því fram, að dómstóllinn hefði ekki lögsögu í málinu þar sem stjórnin hefði komið á framfæri við hann sérstökum fyrirvara hvað varðaði deilur um fiskvernd og veiði- stjórnun í maí 1994. Stephen Schwebel, forseti dómsins, sagði í gær, að sam- þykkt hefði verið með 12 atkvæð- um gegn fimm, að „grálúðustríð- ið“ félli undii’ fyrii’vara Kanada- stjómar og því hefði dómstóllinn ekki lögsögu í því máli. Philippe Kirsch, helsti ráðu- nautur Kanadastjórnar í deil- unni, fagnaði í gær niðurstöðunni en Spánverjar voru vonsviknir. Talsmaður þeirra lagði hins veg- ar áherslu á, að aðeins hefði verið skorið úr um lögsögu Alþjóða- dómstólsins en ekki hvort taka spænska togarans hefði verið lögleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.