Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SPRON selur „tollvörur“ Radíóbúðarinnar án ábyrgðar Morgunblaðið/Golli NOKKUR hundruð manns söfnuðust saman fyrir utan Radióbúðina þegar rýmingarsala fór fram á þrotabúi verslunarinnar. Stórkaupmenn leita álits Sam- keppnisstofn unar Kristinn Björnsson for- stjóri Skeljungs hf. Hef trú á góðri fram- tíðarlausn SKELJUNGUR hf. á nokkurn eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtækj- um, 4-5% í Haraldi Böðvarssyni hf., liðlega 2% í Granda og 2% í Utgerð- arfélagi Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs telur málið vera pólitískt eins og staðan er í því núna. „Ef þessi dómur kemur tii með að hafa áhrif er þetta býsna mikið stórmál fyrir þessi stærri útgerðarfélög á Verðbréfaþingi sem hafa aflað sér umtalsverðs kvóta. Hinsvegar er einum of snemmt að vera að segja eitthvað til um áhrifin á okkai' félag. Við höfum fjárfest töluvert i sjávar- útvegsfyrirtækjum og það skiptir okkur því talsverðu máli að tekið verði á þessu af skynsemi. Eg hef trú á að menn fínni góða framtíðar- lausn á þessu,“ sagði Krstinn. Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbankans Viðskiptafyr- irtæki bank- ans eru sterk STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, vildi lítið tjá sig um málið í gær en sagði þó ljóst að dómurinn virtist hafa haft einhver áhrif til lækkunar á gengi hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann vildi engu spá um framhaldið en sagðist telja að þau sjávarút- vegsfyrirtæki, sem væru í viðskipt- um við Búnaðarbankann, væru sterk. Erlendur Magnússon hjá fyrirtækjaþjónustu FBA Ekki lánað út á kvóta ERLENDUR Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir að dómur Hæstaréttar komi ekki til með að hafa mikil áhrif á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. „Það er ekki komið í ljós hver end- anleg áhrif hans verða á útgerðina í landinu þannig að það er erfitt að tjá sig um áhrifin strax. Jafnvel þó að hann kunni að valda uppstokkun innan greinarinnar, sem ég er þó alls ekki að segja að verði, þá held ég að það muni ekki hafa mikil áhrif á FBA. Forveri bankans, Fiskveiðasjóður, sem stærstur hluti útlána FBA til sjáv- arútvegs kemur frá hafði mjög íhaldssamar útlánareglur. Ekki var lánað nema fyrir að hámarki 65% af húftryggingarmati skips. Við stofn- un Fjárfestingarbankans í upphafi árs var farið verulega í gegnum þá umræðu og skoðun á því hvað væri kvóti. Við litum svo á frá upphafi og skilgreindum það þannig að kvóti væri ekki veðandlag, það er við myndum ekki lána út á kvóta. Þetta vai' okkur ljóst frá fyrsta degi. Að sjálfsögðu sjáum við kvóta sem tæki manna til þess að afla tekna en í út- lánum göngum við ekki út frá veð- um sem útgangspunkti heldur öfl- ugu greiðsluflæði, það er að rekst- urinn geti staðið undir vöxtum og afborgunum af láni. I annan stað höfum við horft á uppbyggingu efnahagsreiknings, að hann sé í samræmi við þá áhættu, tekjur og eignir sem menn eru með. Fjárfestingarbankinn hefur miðað við að þessir tveir þættir séu algjört forgangsatriði og síðan koma atriði eins og stjórnun og fjölhæfni eða einhæfni í einstökum atvinnugrein- um. Allt þetta hefur verið tekið með og veðtryggingar koma síðast í lánshæfismati. Þess vegna tel ég að þetta muni ekki snerta okkur veru- lega,“ segir Erlendur. Fiskveiðar halda áfram Hann segir að það sé sama hvern- ig menn ætli sér að deila kvótanum út. Fiskinn muni ávallt veiða þeir sem eiga bestu skipin og eim með bestu áhafnirnar. „Það eru viðskiptavinir okkar og ég hef enga efasemdir um að þeir muni flestir koma vel út úr þessu að því gefnu að þeir hafi áfram góð skip og góðar áhafnir. Jafnvel þó svo að einhver uppstokkun innan greinarinnar komi til þá mun það ekki snerta okkur þar sem við höf- um ekki lánað út á kvóta. Ef niður- staðan verður sú að stokka þurfi spilin upp á nýtt þá held ég að það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Við erum yfirleitt á fyrsta veðrétti í lánum vegna skipakaupa þannig að aðrir lánardrottnar koma á eftir okkur svo við erum yfirleitt vel tryggðir ef menn geta ekki staðið í skilum," segir Erlendur Magnús- son, framkvæmdastjóri fyrirtækja- þjónustu FBA. Axel Gíslason hjá VÍS Kom á óvart AXEL Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands, VÍS, segir að sér komi það á óvart að lögin sem Al- þingi setur, og notuð hafa verið við stjórnun fiskveiða, skuli ekki stand- ast. Hann telur of snemmt að hafa rök- studda skoðun á málinu. „Ég tel einsýnt að ríkissjórnin og Alþingi þurfa að taka á málinu hið fyrsta til að línur skýrist í því,“ sagði Axel. VIS á hlut í sjávarútyegsfyrir- tækjunum Skagfirðingi, Útgerðar- félagi Akureyringa hf., Vinnslustöð- inni hf., Snæfelli, Borgey, Búlandstindi og Tanga. „Fjárfesting félagsins í sjávarút- vegi skiptir hundruðum milljóna þannig að þessi dómur og hugsan- legar afleiðingar hans geta skipt okkur máli.“ Ólafur B. Thors forstjóri Sj óvár-Almennra Mörg álitaefni ÓLAFUR Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra, sagði að þar á bæ hefðu menn enn ekki metið dóminn að fullu. „í fljótu bragði höfum við ekki gert okkur grein fyrir áhrifum dómsins fyrir okkar fyrirtæki. Það eru mörg álitaefni, en ég fullyrði ekki að hann geti ekki haft áhrif," sagði Ólafur. Sjóvá á hluti í sjávarútvegsfyrir- tækjum en eignaraðildin er mjög dreifð, að sögn Ólafs. Aðspurður sagði hann að ekki yrði hlaupið til og selt bréf fyrii'tækisins í fyrir- tækjunum þrátt fyi'ir dóm hæsta- réttar sem þegar hefur valdið mik- illi lækkun á verði hlutabréfa sjáv- ar útvegsfyi-irtækj a. Gunnar Felixson hjá Tryggingamiðstöðinni Ómögulegt að meta áhrifín strax GUNNAR Felixson forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar sagði að fyrirtækið bæði tryggði sjávarút- vegsfyrirtæki og væri hluthafi í nokkuð mörgum sjávarútvegsfyrir- tækjum, en þó ekki stór hluthafi í neinu þeirra. Hann sagðist ekki lesa dóminn þannig að kvótakerfíð væri að riða til falls. „Mér finnst að menn verði að bíða og sjá hvernig framhaldið verður. Það er ómögulegt að meta það á þessari stundu hver áhrifin af þess- um dómi verða, en ef verð í fyrir- tækjum fellur mikið þá hefur það einhver áhrif hjá okkur,“ sagði Gunnar. AUGLÝST var í Morgunblaðinu í gær að tollvörur Radíóbúðarinnar yrðu seldar þar á útsölu. Stefán Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, ber brigður á lagagildi yfir- lýsingar í auglýsingunni um að allir hlutir séu seldir án ábyrgðai'. Einnig sé villandi að gefa í skyn í auglýsingunni að um sé að ræða ótollafgreiddar vörur. Þá segir hann að ýmsum viðskiptavinum SPRON, sem reka raftækjaverslanir, þyki það kaldar kveðjur frá viðskipta- banka sínum að fara út í samkeppni við þá í upphafi helstu söluvertíðar í greininni. Samtök verslunarinnar sendu Samkeppnisstofnun bréf í gær þar sem athygli stofnunarinnar er vakin á augiýsingunni og óskað eftir að stofnunin taki á málinu. Varðandi yfirlýsinguna um takmörkun ábyrgðar er spurt hvort Samkeppn- isstofnun geti staðreynt að farið verði eftir þeim fyrii-mælum, sem fram koma í bréfi hennar til skipta- stjóra Radíóbúðarinnar 16. október sl. um takmörkun ábyrgðar með samningi. Þar er vísað til þess að Sam- keppnisstofnun gerði í október at- hugasemd við auglýsingu þrotabús Radíóbúðarinnar um sölu á ýmsum hiutum úr búinu án ábyrgðar. Þá vakti stofnunin athygli þrotabúsins á að samkvæmt samkeppnislögum væri ekki hægt með einhliða yfírlýs- ingu að víkja frá meginreglu kaupa- laga um árs ábyrgð á söluhlut. Ein- ungis væri hægt að víkja frá þeirri reglu með samningi kaupanda og seljanda. Sigurjón Heiðarsson, lögfræðing- ur Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að eftir samtöl við talsmenn SPRON í gær teldi hann skilmála þeirra ekki sérstaklega óaðgengi- lega. Þeir ætii að láta hvern einn kaupanda undirrita samning, sem tekur skýrt og greinilega fram að varan sé undanþegin ábyrgð. Þar með virðist salan samræmast kaupalögum. „Ef maður lítur á vör- una og verðið á vörunni virðist þetta ekki sérstaklega óaðgengilegt. Kaupandinn tekur ákveðna áhættu sem endurspeglast í verðinu," sagði Sigurjón. I samtali Morgunblaðsins við Stefán Guðjónsson kom einnig fram að það virtist villandi að auglýsa að um væri að ræða tollvörur Radíó- búðarinnnar eða „vörur sem lágu ótollafgreiddar í Tollvörugeymsl- unni“. Sigurjón sagði að Samkeppn- isstofnun hefði ekki tekið formlega afstöðu til þess hvort auglýsingin væri villandi að þessu leyti. Stefán Guðjónsson lét einnig í ljós efasemdir um að SPRON hefði verslunarleyfi til að standa að út- sölu sem þessari en Sigurjón Heið- arsson sagði þá spurningu utan við verksvið Samkeppnisstofnunar. Plaggið ekki mikils virði? Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að selj- andi beri í raun alltaf ábyrgð á sölu- hlut og kveðst undrast að jafn virðuleg stofnun og SPRON hagi sér með þessum hætti. „Ég held að það plagg sem kaupendur eiga að undirrita sé ekki mikils virði og ef- ast um að það standist fyrir dómi ef söluvörurnar bila. Ég trúi ekki öðru en að SPRON muni leysa slík mál ef þau koma upp.“ Olafur Haraldsson, aðstoðar- sparisjóðssjóri SPRON, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um takmarkað magn væri að ræða á útsölunni, vörurnar væni á góðum afslætti, og að SPRON bæri skylda til að koma þeim í verð. Hann sagði að það kæmi skýrt fram á hvaða forsendum vörurnar væru seldar, þær væru án ábyrðar og að sam- komulag yrði gert við hvern kaup- anda um slíkt. Aðild SPRON að málinu byggist á því að stofnunin átti veð í birgðum þrotabúsins. Stefán Guðjónsson gagnrýnir að SPRON hafi staðið öðruvísi að verki en Islandsbanki, sem hafi gefið viðskiptamönnum sínum í röðum raftækjasala færi á að selja þær vörur þrotabúsins, sem bankinn hafði tekið að veði. Jólakaffi Hringsins verður ú HÓTEL ÍSIANDI ú morgun, 6. desember kl. 13:30. Dagskráin verður sem hér segir: Hinn alkunni Orn Arnason kemur í heimsókn. Nemendur úr Söngskála Reykjavíkur syngja nokkur lög. Börnfrá Dansskóla Jóns Péturs og Cöru sýna dans. Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika Ijúfa tónlist áfiðlu ogpíanó. Glæsilegt happdrætti - girnilegt kaffihlaðborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.