Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 83
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 83 FOLK I FRETTUM Niðursoðinn hlátur AGATHA Christie er einhver frægasti reyfarahöfundur tutt- ugustu aldar, en þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Frakkar hafa átt stóra höfunda á þessu sviði, einkum Bandaríkjamenn, sem hafa skrifað margan „krimmann" með stflbrögðum svo nálgaðist frásagnarlist helstu höfunda þeirra sígildra. Hefur sú ritmennska einnig mótast af kvikmyndagerð vestra, þar sem saman hefur far- ið trúverðug spenna og stfll. Allt hefur þetta dofnað á undanfórn- um áratugum og skopskyns-vit- undin brenglast svo hroðalega, að fólk veit varia lengur hvað er fyndið, en hlær bara þegar því er sagt að hlæja af því það þykir svo sjón- varpslegt. Þar er hláturinn hins vegar niðursoðinn og geymdur á bandi og spilaður þegar fram- leiðanda efnisins hentar. Þessi niðursoðni hlátur er öðru fremur afsprengi ‘68-kynslóðai'innar og afkomenda hennai'. Þar kom Ag- atha Christie hvergi nærri, enda skrifaði hún alvarlega reyfara, eins og „Dauðinn á Nfl“ og „Morðið í Austurlandahraðlest- inni“ svo dæmi séu tekin. Auk þess ski’ifaði hún leikritið „Músagildran", sem gekk í ára- tugi í leikhúsi í London og geng- ur ef til vill enn. Ástæða þess að hér er minnst á Agöthu Christie er sú, að á sunnnudagskvöldið sýndi ríkis- kassinn kvikmynd um hana, þar sem því er lýst, þegar Agatha, ung að árum og nýlega gift, hvarf í ellefu daga árið 1926, en það olli einhverju fjaðrafoki og fylgdi henni æ síðan ems og nokkurs konar þjóðsaga. Astæð- an fyrir því að hún kaus að hverfa var sú, samkvæmt mynd- inni, að maður hennar tók fram- hjá henni. Hún var sögð hafa dvalist í baðhúsi þessa ellefu daga og skorti ekki biðil (Dustin Hoffman). Heimkominn aftur og í sáttum við mann sinn hélt hún síðan áfram einstæðum ferli. Margt er dul- arfullt í bókum hennar, en dul- arfyllst var þó sjálfrar. A því raunar aldrei neinar Kannski SJONVARPA LAUGARDEGI hvarf hennar fengust tæmandi skýringar. hún hafi verið svift gamansem- inni í þessu hvarfi sínu, en það finnst ekki mikið af gamni í bók- um hennar og heldur ekki niður- soðnum hlátri. Okkur hefur verið boðið upp á ýmislegt í sjónvarpi, sem snertir okkur ekki einungis sem jarðai'- búa heldur íbúa í alheiminum. Hugmyndir um marþætta tæknilega veröld koma skemmtilega í ljós í kvikmynd- inni „Fimmta frumefnið", sem sýnd var á sunnudagskvöld á stöð 2. Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og fjallar um að sigrast á vondu afli. Við höf- um fengist við það undanfamar aldir, en í myndinni er allt orðið tæknivætt, eins og maður gæti hugsað sér að íslensk öræfi verði orðin eftir tvö þúsund ár eða svo. Djöflarnir í myndinni eru tækni- væddir eins og aðrir, en ferðast eins og venjulegt fólk í geimfór- um á milli hnatta, sem vel getur orðið hlutskipti afkomenda okk- ar. Einkennilegt er að sjá hve mikla þörf maðurinn hefur til að spá í framtíðina, þótt hann viti varla nokkurn skapaðan hlut um næsta nágrenni sitt. Hann er þó að spá í að líftími mannsins á jörðinni sé þegar orðinn u.þ.b. þrjár sekúndur miðað við aldur heimsins. Hann bara veit ekkert hvað heimurinn er gamall. A mánudaginn var okkur svo sýndur þriðji þáttur af þáttaröð- inni Öld uppgötvana í rfldskass- anum, ef það mætti verða til að slá eitthvað á hugmyndaflugið, sem skapaðist við að horfa á Fimmta fmmefnið. Þar voru sýndir þeir Albert Einstein og Niels Bohr, báðir ýtursnallir; annar með afstæðiskenninguna, en hinn með skammtafræðina og vissu báðir mikið. Gaman var að heyra, að þótt þeir væm vinir deildu þeir án afláts um hin æðstu rök, en það voru hreinvís- indalegar deildur. Universið heldur síðan áfram að þenjast út og á sér engin eða þekkir engin takmörk. Gegn svo hrikalegum stærðum dugir ekkert minna en einskonar niðursoðinn hlátur. Indriði G. Þorsteinsson EIGNAMIÐUMN _____________! Starfsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustióri, Þorieifur St.Guðmundsson.B.Sc., sölum., Guömundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fasteignasali, skjalagerö. Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum.. Magnea S. Sverrisdóttir, lögg. fasteignasali, sölumaöur, Stefán Ami Auöólfsson, sðlumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglysmgar, gjaldkeri, Inga Hannesdóttir, jgm símavarsla og ritari, Olðf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiöur D. Agnarsdóttir,skrifstofustörf. II 'ÁR •>«{?{ 9090 • Fax .>}{}{ 9095 • Sídtumila 2 I Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Opið í dag laugardag kl. 12-16. ATVINNUHUSNÆÐI. Fjárfestar athugið. við minnum ykkur á að ekki er ráð nema í tíma sé tekið að fara að huga að fjárfestingum fyrir áramót. Laugalækur - fjárfesting. vor- um að fá i einkasölu stórgóða fjárfest- ingu í atvinnuhúsnæði á Laugalæk. Um er að ræða alls 382 fm og er húsnæðið allt í útleigu. Langur leigusamningur. V. 24,0 m. 5491 Suðurhraun. Þrjár 186-227 fm ein- ingar í Suðurhrauni 2 eru til sölu. Hús- næðið er tilb. undir tréverk og gæti hentað undir ýmiss konar atvinnustarf- semi. Góð aðkoma í snyrtilegu og góðu vinnuumhverfi. Laust strax. 5427 Borgartún. Nú eru aðeins 250 fm eftir af skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 30. Plássið afhendist tilbúið undir tréverk. Fyrstir koma, fyrstir fá. Verð kr. 80.000,- á fm. Skúlagata - verslunarhús- næði. Vorum að fá til sölu mjög vandað um 150 fm verslunar- og þjónusturými á götuhæð. Eignin býður upp á mikla möguleika t.d. hvað varöar útstillingar o.fl. Möguleiki er á að skipta rýminu í tvennt. Stæði í bílageymslu fylg- ir. Aðkoma er mjög skemmtileg, m.a. hefur gatan nýlega verið standsett á skemmtilegan hátt. Tilvalin eign fyrir fjár- festa. V. 15,3 m. 5488 Grensásvegur 12. Til sölu vel staðsett 413 fm verslunarhúsnæði á götuhæð á Grensásvegi 12. Um er að ræða stað með mikið auglýsingagildi. Fyrirtaks fjárfestíng. V. 35,0 m. 1531 Furugerði - verslunar- og þjónusturými. Vorum að fá í sölu rúmlega 100 fm vandað verslunar- og þjónusturými á götuhæð í fallegu vel staðsettu húsi. Húsið er byggt árið 1981. Rýmið skiptist í þrjú herbergi, tvær snyrt- ingar, kaffistofu og móttöku. Rýmið gæti hentað fyrir ýmiss konar þjónustustarf- semi. V. 8,7 m. 5469 Stapahraun - gistihús - leigutekjur. Vorum að fá í sölu mjög gott og nýlegt gistiheimili í þessu reisu- lega húsi. Um er að ræða u.þ.b. 440 fm hús sem skiptist þannig að á efri hæð eru þrjár stúdíóíbúðir og þrjú tveggja manna herb., þrjú baðherb., stofa, eld- hús o.fl. Á neðri hæð er stórt 4ra manna herb. og óinnréttað rými sem er í leigu en þar eru samþ. sex aðrar stúdíóíbúðir. Leigutekjur í dag eru ca 270 þús. kr. en möguleiki að hækka verulega með að Ijúka frág. á íbúðum. Gott verð og hagstæð áhv. lán. 5479 Súðarvogur - f. fjárfesta. Er- um með í sölu mjög gott atvinnuhúsnæði á götuhæð u.þ.b. 440 fm sem nýtt er undir rekstur heildverslunar. Plássið er I mjög góðu ástandi m.a. hús nýlega tekið I gegn að utan, gluggar, gler, þak o.fl. Góður leigusamningur til 5 ára. Gott verð og kjör I boði. Upplýsingar veitir Stefán Hrafn. 5480 Bíldshöfði - sérstakt tæki- færi - verslun - þjónusta. tíi sölu öll húseignin nr. 8 við Bíldshöfða I Reykjavík. Um er að ræða gott verslunar- , iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði I þremur -fjórum hlutum. þessi stóra lóð sem fylgir eigninni er á áberandi auglýsinga- og umferðarstað. Gert er ráð fyrir bygging- arrétti að 900 fm. Góð bílastæði og at- hafnapláss. Nánari uppl. veitir Sverrir. 5457 mmmmmmmmmmmmmHmm | : Fimmta Útkallsbók metsöluhöfundarins Óttars Sveinssonar W,: M Óttar Sveinsson í ótrúlegri Brandsdóttur sem hrapaði fram af Grímsfjalli í jeppa í maí 1998. Everestfarinn Hallgrímur Magnússon lýsir örvæntingarfullri óvissu þegar hann átti stærstan þátt í að bjarga föður sínum og félaga hans sem féllu 200 metra í hlíðum Grímsfjalls árið 1989. Þá lýsa fimm Vestmannaeyingar hrikalegri lífsreynslu er þeir voru hársbreidd frá * drukknun í öldunum við Bjarnarey og v týndir" Dalvíkingar segja frá vist sinni í snjóhúsi á Nýbæjarfjaili í mars 1998. Allar sögurnar í bókinni hafa að geyma áður óbirtar upplýsingar. Síðumúla 11, sími 581 3999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.