Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 13 DÓMUR HÆSTARÉTTAR Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur dóminn merkt skref í stjórnskipunarsögunni Dómurinn hefur aukið gildi stjórnarskrárinn- ar fyrir almenning* ÓVISSA ríkir um hvernig Alþingi bregst við dómnuin og endurspeglaðist það í gengi hlutabréfa í sjávarút- vegsfyrirtækjum í gær. * Islenskir lögmenn leggja mismunandi skilning í dóm Hæsta- réttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ís- lenska ríkinu og ber ekki saman um hvaða afleiðingar hann hefur fyrir fiskveiðistjórnun- arkerfið. Ljóst er þó af orðum þeirra í samtöl- um við Hjálmar Jóns- son að Alþingi mun þurfa að breyta lögum um stjórn fiskveiða með einhverjum hætti. Haggar ekki núverandi atvinnuréttindum Sigurður Líndal, prófessor við Háskóla íslands, sagði að dómurinn haggaði í engu þeim atvinnurétt- indum sem nú væru fyrir hendi að sínu mati og varaði við því að menn drægju of víðtækar ályktanir af honum. Ástæða væri þó til að hugsa málið ítarlega. Sigurður sagði að íslensk fisk- veiðistjórn bæri það megineinkenni að fískveiðarnar væni ekki ein- göngu takmarkaðar með aflakvót- um heldur einnig með því að réttur- inn til fiskveiða væri bundinn við tiltekinn fjölda fiskiskipa eða skipa sem komi í þeirra stað. Málið sem Hæstiréttur hefði dæmt í snerist að borga þennan skatt. Menn gleyma þessum þætti þegar þeii’ eru að tala um hagkvæmni kvótakerfisins og þeir gleyma hinum gífurlegu fólks- flutningum og því mikla raski sem orðið hefur um allt land út af þessu kerfi. Þar eru heilu byggðirnar að leggjast í auðn og eignir manna að verða að engu vegna þess að það er ekkert við að vera þar sem kvótinn hefur verið fluttur í burtu. Fólk er því að fara frá eignum sínum í raun og veru eignalaust með skuldir á bakinu,“ sagði Valdimar. Hann sagði það einnig skipta höf- uðmáli í þessu sambandi að hægt væri að sýna fram á það að fiski- skipaflotinn hefði stækkað um rúm- lega 25% að rúmlestafjölda á kvóta- tímabilinu og um 30% að vélarafli, en þó ennþá meira að fjárfestingu vegna dýrari og flóknari tækja í skipunum. „Skuldfr útgerðarinnar hafa auk- ist en aflinn hefur dregist stórkost- lega saman og það svo rosalega að við erum núna nýlega komnir upp í 200 þúsund tonn af þorski á ári á Is- landsmiðum, en fyrir daga kvóta- kerfisins veiddum við 400-500 þús- und tonn að meðaltali á ári um ára- tuga skeið. Núna erum við komin upp í aðeins 40% af því og það er ár- angur kvótakerfisins í 14 ár og ann- arra friðunaraðgerða fyrir þann tíma. Þetta er því alveg eins og óður maður sé að segja frá. Það er einnig hægt að sýna fram á það að olíunotk- un fiskiskipaflotans hefur aukist um 120% á hverja aflaeiningu á þessu tímabili. Hagkvæmnin í þessu kerfi er því verri en ekki nein og þetta hafa menn bent á. Það er hins vegar ekkert mark tekið á þessum ábend- ingum og það er haldið áfram að tönnlast á hagkvæmninni án þess að hægt hafi verið að sýna fram á hana með neinum hætti. Nema hvað það er auðvitað hagkvæmni í því fyrir þá sem fá gefins 300 milljarða króna,“ sagði Valdimar. Kvótakerfið aðeins einkenni á sjúkdómnum Dómur Hæstaréttar þýðir, að mati Valdimars, að kvótakerfið sé eingöngu um 5. grein laganna um stjórn fiskveiða, þar sem fjallað væri um veitingu leyfa til veiða í at- vinnuskyni og þar væri nánar til- tekið hvaða skip kæmu til greina í þeim efnum. I 7. grein laganna væri hins vegar kveðið á um sjálfar veiðiheimildirnar, en þar segði að veiðiheimildum á þeim tegundum þar sem heildarafli væi’i takmark- hrunið til gi’unna. Hann gangi út á það að ekki megi mismuna íslensk- um þegnum hvað þetta varðar og beita verði sömu takmöi’kun á alla. „Það er ekki þar með sagt að ég fái þennan kvóta vegna þess að þeir verða auðvitað að láta jafnt yfir alla ganga. Þá get ég ekki fengið þennan kvóta ef aðrir geta ekki fengið hann. Eg hvet hins vegar menn til að sækja um veiðileyfi og aflaheimildir því þjóðin á þessa eign. Það er sjálf- sagt að hún fái að njóta hennar en ekki aðeins fáeinir útvaldir, þessi forréttindastétt sem stjórnmála- menn hafa búið til vitandi vits hvað þeii’ voru að gera. Þeir vissu hvað þeir voru að gera 1990 en þeir vissu það ekki 1983 því þá í’ann þetta hugsunarlaust í gegn og var einfald- lega stimplun Alþingis á vilja hags- munaaðila. Arið 1990 er hins vegar ekki hægt að ætla alþingismönnum þá heimsku að þeir hafi ekki séð hvað þeir voru að gei’a, en það er hægt að væna þá um óheiðarleika gagnvart þjóðinni. Þeir menn sem bera á þessu ábyrgð eiga að fara úr pólitík því þeir ei’u ekki traustsins verðir,“ sagði hann. Valdimar sagðist líta svo á að kvótakei’fið sjálft væi’i ekki sá sjúk- dómur sem glíma þyrfti við heldur aðeins einkennið á sjúkdómnum. „Sjúkdómurinn er sá að við skilj- um ekki jafm-æðið og þær hugsjónir sem kristölluðust í frönsku stjórnar- byltingunni. Þessi ójöfnuður er um allt þjóðfélagið og kemur t.d. fram í hálendismálinu og landbúnaðinum þar sem stjórnmálamenn hafa sett bændur í fátæktargildi-u og skapað mun óhagkvæmari landbúnað en við þyi-ftum að búa við. Síðan kemur þetta líka fi’am í alveg ótrúlegum samskiptum hins opinbera við ein- staklinga og á það bæði við sveitar- stjórnir og ríkisvaldið. Jafnræðið er ekki virt í samskiptum þessara aðila og þetta er hluti af þefrri bai’áttu sem við ei’um að vinna fyi’ir í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum. Þannig að þó að kvótamálið leysist er sjúkdóm- urinn sjálfur ólæknaður," sagði Valdimar Jóhannesson. aður skuli úthlutað til einstakra skipa og hvei’ju skipi úthlutað til- tekinni hlutdeild af leyfðum heild- ai-afla tegundarinnar. Þetta væri kölluð aflahlutdeild og hún væri óbreytt milli ára. Síðan réðist afla- mark skips á tilteknu veiðitímabili eða vertíð af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skips í þeim heildarafla. Sigurður sagði að í dómi Hæsta- réttar vfrtist honum orðalagið svo- lítið villandi. Hann vísaði í dóminn, en þar segir orðrétt: „Þótt tíma- bundnar aðgerðix- af þessu tagi til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð, að í’ökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leið- ir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda." Sigui-ður sagði að réttara hefði verið að tala um úthlutun veiðileyfa en ekki veiðiheimilda. Um veiði- heimildir væri fjallað í 7. grein og um þá grein væri ekkert fjallað í dómnum og því væri alls ekki hægt að segja að sjálft kerfið til að tak- marka veiðarnar væri hrunið. Akvæðið um kvótakerfið væri í 7. gi’ein, en ákvæði um veiðileyfin sjálf væru í 5. gi’ein. Sigurður sagði að afleiðingar dómsins gætu verið tvenns konar. Annars vegar væri hugsanlegt að hægt væri að orða 5. grein laganna með öðrum hætti þannig að hún samrýmdist þessum jafnréttisá- kvæðum stjórnarskrárinnar. Það væri leið sem hann vissi ekki hvort væri fær. Hinn möguleikinn væri sá að allir gætu fengið úthlutað veiði- heimildum, þótt þeir eigi ekki skip. Það þýddi náttúrlega að menn yrðu að kaupa kvóta. Sigurður sagði aðspurður að dómur Hæstaréttar væri vissulega tímamótadómur, en varaði mjög við oftúlkun á honum á þessu stigi málsins. Allir þegnar landsins eiga að sitja við sama borð Gunnar G. Schram, px-ófessor við Háskóla íslands, sagði að þessi nið- urstaða Hæstaréttar mai’kaði tíma- mót og dómurinn væri það skýi’ að menn þyrftu ekki að velkjast í vafa um hvað þar væri átt við. „Það er sagt alveg skýrum orðum í dómn- um að þegar allt er virt þá verði ekki fallist á að til frambúðar sé heimilt að gera þann greinarmun á mönnum sem felst í 5. gr. núver- andi fiskveiðistjórnunarlaga, sem sagt að tiltölulega fámennur hópur hafþeinn heimild til að veiða fiskinn við Islandssti’endur," sagði Gunnar. Hann sagði að þetta væri sagt berum orðum í dómnum sem þýddi að Hæstiréttur teldi að þessi ákvæði eða 5. greinin brjóti í bága við stjómarskrána, annars vegar jafnræðisákvæði í 65. grein hennar og þá jafnréttishugsun sem komi fram í atvinnufrelsisákvæðinu sem sé í 75. grein. „Ég held að það sé ótvírætt að núverandi fiskveiðikei’fi sem byggir á þessum lögum stenst ekki stjórn- ai-skrána og þess vegna hlýtur það að vera forgangsverk Alþingis að setja lög um nýtt fiskveiðikei’fi sem tekur tillit til þessarar niðurstöðu æðsta dómstóls þjóðarinnar. Það er ekki verið að banna í sjálfu sér að halda áfram að stjórna fiskveiðum með kvótum eða öðrum úthlutunar- reglum. Það er heimilt út af fyrir sig, en hins vegar verða allir þegn- ar landsins að sitja þar við sama borð,“ sagði Gunnar ennfremur. Tveiins konar algerlega aðskilin réti indi Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður sagði að það væri nauðsynlegt við athugun á dómi Hæstaréttar að hafa það í huga að samkvæmt lögunum um stjórn fisk- veiða væri verið að fjalla um tvenns SJÁ SÍÐU 14 Ljósakróna kr. 14.900 stgr. Sessalon kr. 29.900 stgr. Nótnastandur kr. 31.900 stgr. Úrval af Ijósakrónum f/kerti og rafmagn fró kr. 14.900 stgr. Fullt af gjafavöru ó góðu verði úr tré og jórni Veggborð kr. 35.900 stgr. Skól kr. 5.900 Dekor Bœjarhraun 14, Hafnarfirði, sími 565 3710. Keramik-ker kr. 13.500 stgr. Skrautnólar í ker f/kerti fró kr. 2.190 Nýtt kortatímabil byrjar 10. des. Opið alla daga fram að jólum Nœg bílastœði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.