Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 67 i \ : ! Í : I ist annað hvort kostur á að skipta sínum bréfum fyrir ný hlutabréf í fyrirtækjum KEA eða að bréfin verði innleyst á gengi sem er í samræmi við metna hlutdeild þeirra í markaðsvirði KEA á þeim tíma sem skipti fara fram. Þeim mætti gefa forgang að því að velja eignarhlut í öðrum fyrirtækjum en þeim sem starfa á sviði landbúnað- ar. Með tilvísan til þessa legg ég fram umræðuhugmynd um að skipta eignarhlut í öllum nýjum fyrirtækjum KEA í þrennt. Hlut- imir gætu sem best verið jafnstór- ir (33,33%), en gætu líka allt eins verið misstórir ef menn komast að þeirri niðurstöðu að slíkt leiddi til meira réttlætis. Eg kýs að tala hér um þá sem jafna þriðjunga til að einfalda umræðuna. I Mjólkursamlagi og Kjötvinnslu verði: 1. einum þriðjungi skipt út frá við- skiptaveltu síðustu 15-25 ára á reiknaða forkaupsréttarávísun og handhöfum seld hlutabréf t.d. á 1 krónu:1000. 2. einum þriðjungi yrði skipt í for- kaupsréttarávísanir á grundvelli viðskiptaveltu næstu 5 ára. 3. einum þriðjungi yrði ráðstafað til sölu á markaðsgengi (etv. með forkauprétti innan félags). I Verslunarsviði, Byggingavör- um og á Iðnaðarsviðinu verði gerð eftirfarandi skipting; 1. einum þriðjungi skipt á eigendur stofnsjóðs (sem eru yngri en 70 ára og sannanlega búsettir á félags- svæðinu 1. desember 1997). 2. einum þriðjungi verði ráðstafað til forkaupsréttar einstaklinga sem versla út á viðskiptakort næstu 2-5 árin. 3. einum þriðjungi verði ráðstafað til B-hlutabréfaeigenda í samræmi við eignarhlutfall þeirra við eigna- skil og það sem út af stendur verði selt á markaðsvirði (etv. með for- kaupsrétti innan félagsins). Er þetta hægt? Eg reikna með að mínir ágætu vinir í forystu KEA kunni að segja að þetta sé ekki hægt, það sé búið að skoða það. Víst er að útilokað má telja að afhenda eignir kaupfé- lagsins hinum eða öðrum, en allar eignir má selja og stjórnendur KEA hafa frjálsar hendur með skilgreiningu á söluverði og hugs- anlegum forkaupsrétti aðila. Málið er víst flókið og þarfnast umræðu, en fram að þessu hafa engar beinar hugmyndir verið kynntar félags- mönnum. Því leyfi ég mér að ríða á vaðið. Á það er einnig að líta að flókin vandamál eiga oftar en ekki einungis einfaldar lausnir. Flóknar lausnir flækja mál stundum bara meira. Meðan engin heildstæð tillaga er á borðinu þá er auðvitað heldur engin lausn í sjónmáli. Hvort sem mínar hugmyndir reynast fram- kvæmanlegar eða ekki skiptir e.t.v. minnstu á þessu stigi, ég er hér einungis að leggja fram vinnuhug- mynd sem biður ekki um neitt ann- að en að fá umræðu. Félagar KEA sem ekki fella sig við þessa nálgun ættu þá að koma fram með aðrar uppástungur, - slíku mundi ég auð- vitað fagna. Gefi menn sér á annað borð tóm til að ræða málin þá kom- ast menn oftast að skynsamlegri niðurstöðu. Umræðan um framtíð KEA er engu að síður hafin með tillögum stjórnar en þær taka ein- ungis á rekstrarforminu, en glíma ekkert við vistun eignarinnar til frambúðar. Það þurfum við að gera ágætu félagsmenn, - við eigum leikinn. Vonandi skila nýir landvinningar KEA á Reykjavíkursvæðinu ein- ungis auknum hagnaði ábyrgrar fjárfestingar en verða ekki til að flýta fyrir hinu óumflýjanlega. Hvernig sá hagnaður skilar sér til okkar eigendanna er það sem mál- ið á að snúast um, en ekki hver er stærri í matvöruversluninni, þessi eða hinn. Höfundur er sérfræðingur í stjórn- un og stjómsýslu skóla. Ljós tendruð á Hamborgartré KVEIKT verður á Hamborgar- trénu í 33. sinn laugardaginn 5. des- ember næstkomandi klukkan 17. Gefandi trésins er Hamborgarhöfn, en um skipulagninguna sá Hamburg Gesellschaft. Munu for- svarmenn Reykjavíkurhafnar taka á móti trénu fyrir hönd Reykjavík- urhafnar. í fréttatilkynningu segir: „Fyrsta tréð barst árið 1965. Eimskipafélag íslands hf. hefur í öll skiptin flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavík- ur, en þýski herinn hefur séð til þess að tréð komist klakklaust til Hamborgar. Árleg afhending trés- ins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Hamborg sem þeir af myndarskap færðu stríðshrjáðum börnum eftir síðari heimsstyrjöldina. En upphaf þessarar hefðar má rekja til tveggja herra, Hermanns Schlunz og Wern- ers Hoenig sem minntust rausnar- skapar íslendinga og ákváðu árið 1965 að minnast hans með þessum hætti.“ Við afhendinguna vera sungin jólalög við harmonikuundirleik. All- ir eu hvattir til að mæta á miðbakka Reykjavíkurhafnar, gegnt Kola- portinu, kl. 17 laugardaginn 5. des- ember. Félagshyggju- fólk með kynn- ingarfund SAMFYLKING félagshyggjufólks á Austurlandi heldur kynningarhátíð á morgun, 6. desember, undir yfir- skriftinni „Söguleg stund á Austur- landi“. Þar verður kynntur fram- boðslisti Samfylkingarinnar á Aust- urlandi, sá fyrsti sem kemur fram á vegum sameiginlegs framboðs fé- lagshyggjufólks. Frambjóðendur í efstu sætum flytja stutt ávörp og kynna framtíð- arsýn Samfylkingarinnar fyrir Aust- urland. Listamenn af Austurlandi lesa upp og leika tónlist. Fundar- stjóri verður Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfé- lags Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Sérstakir gestir há- tíðarinnar verða Margrét Frímanns- dóttir formaður Alþýðubandalagsins, Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins og Þórunn Svein- bjarnardóttir varaþingkona Kvenna- listans.Hátíðin verður haldin í safn- aðarheimilinu á Reyðarfirði og hefst kl. 16.30. Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi KIWANISKLÚBBURINN Nes- odden við Oslóarfjörð, sem er vina- klúbbur Kiwanisklúbbsins Ness á Seltjarnamesi, hefur undanfarin 27 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf. Sunnudaginn 6. desember nk. kl. 16 verður tréð afhent Seltjarnarnes- bæ og Ijósin tendruð á því. Tréð verður staðsett fyrir framan Iþrótta- miðstöð Seltjarnarnesbæjar við Suð- urströnd. Við afhendingu trésins verða flutt ávörp og félagar úr lúðrasveit Tón- listarskólans leika nokkur lög. DIRE STRAITS VcriÓvclkomin í Jólapi GífútlegÝ v rval af f Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk Heimstónlist - Kántrý - Þýska og skandinav öllum nýjustu íslensku og erlendu titlunum - Djass - Kjassík - tónlist ásamt Dionne ' Warwick P ELVIS PRESLEY Christmas Collection VERÐ: 999, CARAOKE CHRISTMAS DIONNE WARWICK VERÐ: 999 - Sings Bacharach and David VERÐ: 899,- THE GOLDEN GATE QUARTET 2 cd VERÐ: 999,- DIRE STRAITS The Very Best Of VERÐ: 1699,- Jóiaskraut og4 jólasœigœti í mikiu urvaii! GREASE Úr kvikmynd. VERÐ: 1699,- R.E.M. UP VERÐ: 1699,- SMOKIE The Best Of VERÐ: 999,- ANDERSON & DISSING Svantes viser VERÐ: 999,- tilkoóó myndböndum! Fjögur myndbönd í pakka á aðeins kr. 1999,- Barnakóramót sem haldin hafa verið í Perlunni síðustu ár hafa notið mikilla vinsælda og verða tvo næstu sunnudaga, 6. og 13. des. kl. 15:15 X j X Láttu sjá þig í jólaskapi í Perlunni, njóttu útsýnisins og frábærra veitinga. •BUCK&DEGKER borvél 500W Verð: 5990,- Jólagjöf húsbóndans í óri 71 Amerískttjólafré Þessi flottu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.