Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 50
.i-„ 50 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hvorki de né von „Nöfn eru einhver persónulegasta eign og smekksatriði sem hægt er að hugsa sér en samt eru sum nöfn rétt eða röng, afástæð- um sem virðast eiga rætur í einhverjum launhelgum. “ AKVEÐIÐ hefur ver- ið í Kanada að allir innflytjendm- verði framvegis að taka Lipp nöfn sem auð- velt sé að laga að enskum eða frönskum rithætti og hefðum. Mælst er til þess að fjölda stað- arheita og ömefna sem þykja of framandleg, eins og Gimli og Arborg, verði breytt en það er þó ekki skylda. Þetta er auðvitað uppspuni. En á Islandi ráðumst við inn í helgustu vé einstaklinga sem hingað flytjast, þeir skulu taka upp íslenskt nafn í þjóðskrá auk gamla nafnsins. Og ráðherra- skipuð Mannanafnanefnd, skip- uð þremur VIÐHORF virtum fræði- Eftir Kristján mönnum, úr- Jónsson skurðar m.a. hvort skírnar- nöfn hvítvoðunga séu við hæfi, séu þau ekki á opinberri manna- nafnaskrá. Lögin sem nefndin styðst við eru ekki gömul, frá 1996 og þar er vissulega búið að gera mikla bragarbót frá geðþóttahugsun- inni og smásmyglinni sem áður ríkti í þeim. En þó er víða vand- lega tilgreint hvað má og hvað ekki. Gamlar hugmyndir forsjár- hyggjunnar frá einveldistíman- um eru enn í fullu gildi á sviðum þar sem engin leið er að skil- greina af viti hvaða almannaheill geti verið forsendan. I’jóðleg íhaldssemi í menningarstefnu er líklega verst þegar hún er í laumulegu slagtogi við áráttu hugmyndafræðinga á vinstri- vængnum. Þeir hafa kannski yf- irgefið stefnuna en eftir lifir skipunartónninn og vantraustið á almenningi. Þessi kokteill er ekki heilsusamlegur. Þarf að segja fullorðnu fólki með landslögum hvaða manna- nöfn séu boðleg? Nöfn eru ein- hver persónulegasta eign og smekksatriði sem hægt er að hugsa sér en samt eru sum nöfn rétt eða röng, af ástæðum sem virðast eiga rætur í einhverjum launhelgum. Og séu þau erlend, án þess að vera hluti af alda- gamalli hefð, verst þjóðin undir forystu löggjafarsamkundunnar eins og broddgöltur. Hvaða brýn ástæða er fyrir því að banna fólki að heita Werner eða Marten, Laila eða Annalísa en leyfa millinafnið Dufþakur? Og er mikil hætta á því að fólk fari að láta skíra börnin sín gömlum þrælaheitum eins og afskræminu Skítur sem mun hafa þekkst? Varla og ég held að það væri íhugunarefni að beita fremur fortölum og al- mennum þrýstingi til að vernda smábörn fyrir fáfræði eða fyrir- hyggjuleysi foreldra. Lög eru óheppileg aðferð til að hafa vit íyrir fólki í þessum málum. Sumt er enn ósnertanlegt. Lögin banna okkur að taka upp ættamöfn. Undantekning er gerð hafl þau verið lengi í notk- un, þá er átt við gömul og góð nöfn eins og Thoroddsen, Haf- stein, Briem og fleiri. Forsendan er sú að spoma skuli við því að íslendingar leggi af þá hefð að kenna sig við fóður eða móður en ekki virðist vera vilji til að íhuga málamiðlun. Samt hefur fordæm- ið lengi verið tU, í Rússlandi. Míkhaíl Gorbatsjov er sonur Sergeis og mUlinafn hans er því Sergeivítsj, sonur Sergeis. Snemma á öldinni tóku all- margir Ustamenn sér ættarnöfn, Laxness, Kjarval, Kamban og Kvaran. Fjöragar umræður urðu en niðurstaðan varð að banna þetta hátterni, þetta rakst á þjóðræknina. A fyrri hluta aldarinnar var bann lausn- in við öllum vanda, ofdrykkju jafnt sem viðskiptahalla. Vafalaust myndum við áfram nota að jafnaði skímarnöfn okk- ar í daglegu tali og fjölmiðlaum- fjöllun ef fólki gæfíst allt í einu kostur á að losna við óþægindin sem því fylgja að íslensk hjón bera yflrleitt ekki sama eftir- nafn. Eg á þá við tortryggni er- lendis þar sem margir þekkja því miður ekki hefðirnar okkar og halda jafnvel að Island sé bara bresk verslanakeðja. Einhverjum gæti þótt eftirsjá í því að vera ekki lengur í hópi útvalinna heldur partur af múg sem líka notar ættarnöfn. Hægt er að fara ótroðnar slóðir og veita þeim og t.d. handhöfum Fálkaorðunnar sérstök réttindi. A meginlandinu er aðallinn auð- þekktur á smáorðum framan við ættarnafnið. Af hverju ekki að nota fordæmið, skreyta málið? Þá gætu jafnvel orðið til tíguleg nöfn eins og de la Dettifoss eða von und zu Gjálp. En í alvöru, ákvæðin um ætt- arnafnabannið eru óþaifl og lög- in em mjög líklega mannrétt- indabrot. A sjöunda áratugnum varð listamaðurinn Baltasar Samper að skipta um nafn til að fá að gerast íslenskur. Nú er að visu búið að bæta lögin og hann má nota sitt upprunalega ættarnafn. Baltasar vildi á sínum tíma fá að taka upp millinafnið Egill Skallagrímsson en því var hafn- að. Skalla-Grímur hefði bara verið viðurnefni, ekki raunvera- legt nafn. Baltasar varð að gefast upp fyrir ofurvaldinu, afsala sér ætt- arnafninu í þjóðskrá og taka upp saklausara millinafn en fékk rík- isborgararétt 1969. Undir bréfíð rituðu þrír íslenskir embættis- menn, allir með ættarnafn. Tungumál og menningarhefðir verða ekki steingervingar í hillu nema ætlunin sé að þar séu þau best geymd. Hvort við göngumst sjálfviijug undir yfirvald í ákveðnum málum, t.d. trúmálum, er auðvitað okkar mál. En það er kominn tími til að þjóð og þing fullorðnist, noti ímyndunaraflið og forgangsraði þegar reynt er að varðveita hefðir og menning- arlegt sjálfstæði. Þá væri líka heppilegt að gleyma ekki rétti einstaklingsins til að vera í friði fyrir afskipta- semi þeirra sem alltaf líta á „hina“ eins og börn sem séu að fara sér að voða. Þeirra sem aldrei láta sér til hugar koma viðmiðunarreglu frjálslyndis: Fullvaxta fólk á að hafa frelsi til að gera það sem það vill að því tilskildu að það gangi ekki á réttindi annarra. MINNINGAR GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðlaug var fædd á Austur- hól í Nesjum, Hornafirði, 18. maí 1909. Foreldrar hennar voru Guð- björg Sigurðardótt- ir og Guðmundur Jónasson. Hún var 6. í röðinni af 9 systkinum. 5 ára gömul missti hún föður sinn og fór þá í fóstur að Stapa í Nesjum og ólst þar upp. Hún giftist 1929 Sigjóni Einars- syni frá Meðalfelli og byijuðu þau að búa þar, en fluttust að Bjarnanesi 1948. Þau eignuðust 4 börn, Snorra f. 1930, Ingi- börgu f. 1933, Þorstein, f. 1939 og Jónu f. 1945. Eftir að Guð- laug missti mann sinn bjó hún með sonum sínum, en þeir tóku síðan við búinu og fluttist Guð- Iaug þá á Víkur- braut 26, Höfn. Hún starfaði mikið að fé- lagsmálum í sveit sinni, í kvenfélag- inu og leikfélaginu og á ýmsum vett- vangi þar sem að- stoðar var þörf. Einnig var hún mat- ráðskona hjá kirkjusmiðunum þegar Bjarnanes- kirkja var byggð. Hún vann einnig á prjónastofu sem starfrækt var í Nesjaskóla um nokkurra ára skeið og á Elliheimilinu á Skjól- garði. Barnabörnin eru 8 og barnabarnabörnin 12. Utför Guðlaugar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Bjarnaneskirkju- garði. Laugardagskvöldið 28. nóvember barst okkur vestur á Isafjörð sú sorgarfregn að amma-Lauga væri dáin. Mig setti hljóða, tárin og minning- amar streymdu fram. Þessi kona sem var búin að vera fastur punktur í tilvera minni svo lengi sem ég man. Skrítið mér finnst stundum að ég hafi átt tvær ömmur þegar ég hugsa um þig. Önnur var konan sem bjó í sveitinni og gekk til verka eins og hverri annarri bóndakonu bar, sem hélt áfram búskap ásamt sonum sín- um eftir að Sinni afi dó 1961. Minningin leitar fyrst í eldhúsið hennar ömmu-Laugu til stóra kola- vélarinnar sem gaf frá sér svo und- ur notalegt snarkhljóð og glóðarlit í augum þegar hún skaraði í eldinn svo rösklega að kötturinn flúði und- an vélinni. Og í búrið, að mér fannst þá svo stórt og ævintýri líkast, þar var alltaf einhverju gaukað að manni. Fjósið hennar ömmu-Laugu var heimur út af fyrir sig fyrir litla fæt- ur. Þar sast þú með skýluklútinn þinn og undirbjóst kýrnar af svo mikilli natni að manni fannst enginn geta gert þetta betur en þú. Hin konan vai- amma-Lauga sem flutti á fullorðinsáram út á Höfn. Þá kemur í hugann lítil hnellin kona, vel til- höfð í silkiskyrtu með skart. Elsku amma-Lauga, þú varst algjör prinsessa, alveg sama í hvaða hlut- verki þú varst. Arin færðust yfír og alveg sama hversu mörg þau urðu þá gleymd- irðu okkur aldrei, alltaf hringdi sím- inn á öllum okkar afmælisdögum. Eg hef sagt það áður og segi það enn; þú varst flottust. Það var hreint ótrúlegt hvað þú barst árin þín vel, en þau hefðu orðið 90 í vor. Amma mín, það er sárt til þess að hugsa að geta ekki oftar hitt þig og spjallað við þig um heima og geima eins og alltaf þegar ég heimsæki Hornafjörð. Sárt til þess að hugsa að geta ekki fengið köku með bleiku kremi og að fá enga hlýja og góða ullarsokka í jólapakkann eins og ávallt. Þessar örfáu línur og fátæk- legu orð verða aldrei allt sem ég vildi segja þér, aðeins minningar barns, barnsins sem var svo heppið að fá að eiga þig að. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð geymi þig, elsku amma- Lauga. Þín Valdís. ekki með neinum fagurgala. Það var ekki hennar stíll. Fljótlega komst ég að því að þessi þreytulega sívinnandi kona átti stórt og hlýtt hjarta og ég átti oft eftir að njóta gæsku þinnar. í tólf ár bjuggum við á heimilinu hennar, hún hjálpaði mér og leið- beindi um ótal hluti stóra og smáa. Stundum segi ég að hún hafl tekið við að ala mig upp. Harpa varð fljót- lega sannfærð um að hún væri besta amma í heimi sem örugglega er rétt. Þið áttuð mikið saman að sælda alla tíð. Fyrst gættir þú hennar í vöggu, síðan sunguð þið vísur úr Vísnabókinni, fóruð í ótal göngutúra spiluðuð ólsen og prjón- uðuð, því hún varð að vera eins og amma Lauga. En árin liðu, við fluttum og síðan einnig þú. Eg man þegar ég kom fyrst í litlu fallegu íbúðina hennar. Hún var svo ánægð með lífíð, enda hafði hún aldrei fyrr búið í svona vandaðri íbúð. Nú komu mörg góð ár, félagslynd var hún og nú gafst bæði tími og tækifæri til að sinna spilamennsku og ýmsu öðru. Reyndar var hún stundum lasin, en alltaf var húmor- inn og léttleikinn á sínum stað. Hún naut þess að vera fín og vel tilhöfð, og bar af öðram eldri konum fyrir smekkvísi í klæðaburði. En allt tekur enda, það vitum við öll og þótt ég syrgi nú góða vinkonu og þyki fráfall hennar ótímabært, veit ég samt að það er eigingimi. Endalokin vora einmitt eins og hún hafði óskað sér. Eg kveð Laugu með hjartað fullt af söknuði. Astarþakkir fyrir vin- áttu og tryggð við mig og mína í þau 33 ár sem við áttum saman. Kristín Egilsdóttir. Elsku amma mín. Nú ert þú farin héðan og hugurinn leitar til baka því þær vora margar samverastundirnar sem ég átti með þér í gegnum árin. Við sungum saman vísurnar úr Vísnabókinni, við fórum í fjósið báðar með fjósaklút bundinn yfir hárið. Ég að máta skotthúfuna þína, þú að baka klein- ur og annað góðgæti, en ég að fylgj- ast með og næla mér í bragð öðra hvoru. Svona var þetta, þú varst þessi fasti punktur í tilverunni og alltaf tilbúin að sinna litlu stelpu- skotti. Seinna breyttist þetta, þú fluttir og samverastundirnar voru meira í foimi heimsókna, en alltaf eins, þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig sem þú gast. Elsku amma. Þín verður sárt saknað af okkur. Þú ert besta amma sm nokkur krakki gat átt. Guð geymi þig. Harpa °g fjölskylda. Þegar ég sest niður til að kveðja Laugu, kemui- fyrst upp í hugann dagurinn sem ég flutti inn á heimili hennar með Hörpu, þá reyndar óskh-ða. Hún tók vel á móti okkur en Langri ferð er lokið. Hún var ekki alltaf auðveld, en hún Lauga gat alltaf séð spaugilegar hliðar mannlífsins. Það var ekki verið að velta sér upp úr erfiðleikunum held- ur hlegið og spaugað með ýmsar uppákomur daglega lífsins. Það lék allt í höndum hennar, hvort heldur var saumaskapur eða matartilbún- ingur. Hún hafði líka góða söngrödd og var leikari af guðsnáð. Það var ekki sett svo upp leikrit í sveitinni þegar hún var yngri, að hún væri þar ekki fremst í flokki. Fólk sem fætt var í upphafi aldarinnar lifði tímana tvenna og vissi hvað það var að vinna hörðum höndum til að komast af. Það átti sína drauma um menntun, ferðalög og falleg heimili, þá eins og nú, og reyndi af fremsta megni að láta þá rætast. Þótt þröngt væri í litla húsinu á Móa og seinna í Bjamanesi var þar alltaf plass fyrir Reykjavíkurkrakk- ana sem komu í sumardvöl í sveit- ina. Ég var ein af þeim lánsömu að vera send í sveit til Laugu og Sinna aðeins sex ára gömul og síðan hef ég átt þessa sveit í huga mínum og talið heimilisfólkið mitt fólk. Þetta vora yndisleg sumur áhyggjuleysis og leikja. Auðvitað var okkur kennt að vinna heilmikið, en allt var samt sem leikur og á haustin fór maður heim hlaðinn gjöfum og orku sem búið var að vetrarlangt. Þar var ekki verið að amast við því þó að ég lægi í bókum. Það þótti sjálfsagt á því heimili. Mér voru gefin lömb sem ég þóttist vera að vinna fyrir á sumrin. Andvirði afurðanna var síð- an lagt inn á reikning minn í kaup- félaginu hvert haust og safnaðist þar upp inneign sem gerði mér síð- ar kleift að fara í það nám sem hug- ur minn stóð til á þeim tíma. Eg man vel þann dag sem nútíminn rann í hlað í Bjamanesi með nýju dráttarvélinni. Þann dag var líka nýja félagsheimilið vígt. Það var stór dagur í lífi okkar krakkanna. Það var líka gaman eitt haustið að fara heim með fallega bláa kjólinn sem Lauga hafði saumað á mig. í minni mínu er hann einn fallegasti kjóllinn sem ég hef eignast um æv- ina. Allar minningarnar hrannast nú upp í stóra flóðbylgju sem fellur yfir mann á kveðjustund sem þessari og söknuðurinn yfir öllum þessum ljúfu stundum er svo sár en samt svo sætur. Nú skilur maður að fullu merkingu orða skáldsins Milans Kundera um óbærilegan léttleika tilverunnar. Hún Lauga hafði alla tíð lag á að hafa fallegt í kringum sig og þegar um hægðist eftir miðj- an aldur ferðaðist hún á hverju ári um ókunn lönd og naut þess að kynnast lifnaðarháttum fólksins þar. Hún tók líka oft á móti mörg- um gestum í bændaferðum og var ekki í vandræðum með að gera sig skiljanlega þótt tungumálakunnáttu vantaði. Það var gaman að heyra hana segja frá ævintýrum sínum, hún hafði svo skemmtilega frásagn- argáfu. Fram á síðasta dag lifði hún lífinu lifandi eins og sagt er. Hún lét veikindi sín ekki hafa áhrif á lífs- gleði sína, tók þátt í félagslífinu sem boðið var upp á og naut þess alla tíð að fá vini og ættingja í heimsókn. Elsku Lauga mín, að leiðarlokum er svo margt sem ég hefði viljað þakka betur fyrir, en í trausti þess að ég hitti þig á ný til að árétta það kveð ég nú og bið þér allrar bless- unar á nýjum vegum. Þín einlæg Maddí, Magnea K. Sigurðardóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.