Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þróun byggðamála - byggðatillaga LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001. Tillaga þessi er tímamótatillaga varð- andi byggðamál, þvi að í henni eru sóknarfærin til framtíðar. Að baki til- lögunni liggja vandaðar rannsóknir ýmissa vísinda- og rannsóknarstofn- ana auk sjálfstætt starfandi fræði- manna, sem hafa lagt þessu máli lið. Fagna ég slíkum vinnubrögðum sér- staklega og geri mér vonir um að þegai- svo vel er vandað til undirbún- ings hljóti þær tillögur að bera ár- angur, ef eftir þeim verður farið. Jafnframt legg ég áherslu á nauðsyn þess að tillögurnar í heild komi til framkvæmda þar sem vandinn er fjölþættur og ekkert eitt atriði dugar til að árangur náist. Meginatriði tillögunnar Meginatriði tillögunnar snúa að fjórum þáttum. I fyrsta lagi snúa þau að nýsköpun í atvinnulífinu, í öðru lagi að menntun, þekkingu og menn- ingu, í þriðja lagi jöfnun lífskjai-a og í fjórða lagi bættri umgengni við landið. Samkvæmt þeim rannsóknum sem liggja að baki tiliögunni er skortur á Þróun byggðar á Is- landi er eitt okkar mesta samfélagsvanda- mál, segir Arnbjörg Sveinsdóttir. Tillagan er sett fram með þeim markmiðum að fjölga fólki á landsbyggðinni um a.m.k. 10%. atvinnu ekki eina vandamálið. Það er einhæfni atvinnulífsins, sem plagar fólk. Því er það mikil nauðsyn að auka fjölbreytni í atvinnulífínu. I tillögunni er mikil áhersla lögð á þróunarstörf, enda eru ekki til neinar einfaldar lausnir til að auka fjöl- breytni í atvinnulífí. Með almennum aðgerðum og stuðningi við nýsköpun og þróunarstarf er hægt að láta hjól- in fara að snúast. Það er hins vegar ljóst að frumkvæði verður að koma heiman úr héraði. Það er hins vegar stjómvalda að hafa tiltæk verkfærin sem þarf til að prófa hugmyndir á og stíga fyrstu skrefín. Verkfærin samkvæmt þessari þingsályktunartillögu eru í fyrsta lagi þau að þær þróunarstofur sem settar hafa verið á stofn í samvinnu við at- vinnuþróunarfélögin verði efldar. í öðru lagi er iagt til að byggður verði upp traustur og sjálfstæður byggða- sjóður sem hafí það að markmiði að efla nýsköpun og auka hagkvæmni í rekstri fyiártækja á landsbyggðinni. í þriðja lagi er lagt til að komið verði á fót eignarhaldsfélögum til þess að tryggja nægilegt eigið fé til nýsköp- unarverkefna. Auk þess er gert ráð fyrir ýmsum hliðarráðstöfunum. Einnig er gert ráð fyrir að auðvelduð verði atvinnusókn úr sti'jálbýli og kostnaður samfara því lækkaður auk þess sem stuðlað verði að bættum al- menningssamgöngum. Ahersla er einnig lögð á að opinberum störfum fjölgi á landsbyggðinni með því að ný starfsemi á vegum hins opinbera verði staðsett úti um land. Hvert ráðuneyti fyrh- sig á að leggja fram tillögur um þau verkefni sem ráðu- neytin, opinber fyrirtæki og opinber- > ÍSLENSKT MAL Viðtengingarháttur (lat. coni- unctivus) hefur ekki átt sjö dagana sæla í máli margra grannþjóða okkar. Svo er komið, að varla er þar eftir af honum nema tangur eða tetur. Þetta er óbætanlegt tjón fyrir fegurð og fjölbreytileika tungumálsins. Allt, sem er í útlöndum, kemur til okkar, og umsjónarmaður hefur stundum skrifað um þá hættu sem steðjar að viðtengingarhættinum okkar. Hann er því miður á undan- haldi. Hugarleti veldur mörgum málspjöllum, og lathuga menn forðast vanda með því að hafa sem flestar sagnir í einum og sama hætti, framsöguhætti. Tómas Sæ- mundsson trúði því, að menn töl- uðu rétt, ef þeir hugsuðu rétt. Viðtengingarháttur er notaður til þess að tákna það sem er óvíst og skilyrðisbundið, ósk eða bæn. Dæmi: Hann vissi ekki hvort hann kæmi. Eg færi, ef ég gæti. Gangi þér vel. Fari hann og veri. Sértu í sæmd og æru. Málið flækist nokkuð af því, að ekki er sama hvort umsögn skil- yrðissetningar er í þátíð eða nútíð. í nútíðinni notum við framsögu- hátt. Dæmi: Ég veit ekki hvort hann kemur á morgun. Ég hitti hann, ef hann er heima. Nokkrum hættir við að segja: ef hann ?sé. Svokallaðar viðurkenningar- setningar eru tengdar með þó að og þótt (enda þótt). í slíkum setn- ingum er umsögnin í viðtengingar- hætti, og þess vegna nota margir þá aðferð til að þekkja eða fínna háttinn, að búa sér til setningar sem hefjast á viðurkenningarteng- ingum. Dæmi: Þótt ég fari, gerist ekki neitt. Við verðum að glæða tilfinningu okkar fyrir notkun viðtengingar- háttar og hvenær hann á við og hvenær framsöguháttur. Ef við- tengingarhátturinn hyrfi, væri það óbætanlegt tjón. Hins vegar í nú- tíð: Ef vth. hverfur, er það o.s.frv. Þessar hugleiðingar eru settar á blað, ekki síst vegna þess að bréfrit- arar og viðmælendur hafa óskað þess sérstaklega. Svakalegast dæmi um rangan hátt sagnar sendi mér Jón ísberg á Blönduósi. Þetta var hér í blaðinu undir mynd 20. okt. sl. Þar stóð: „Gabriel Batistuta skorar hér fyrir Fiorentina án þess að Pier Wome, vamarmaður Roma, kemur (leturbr. hér) vömum við ...“ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 982. þáttur Þarna á að tákna óvissuna um varnir markmannsins með viðteng- ingarhætti: Án þess að P.W. komi vömum við. Það sem í blaðinu stóð, er raunalegt dæmi um þau örlög sem viðtengingarhætti eru búin, ef við gætum okkar ekki. Umsjónar- maður vonar að þær fátæklegu leiðbeiningar, sem fram komu í upphafi þáttarins, geti hjáipað ein- hverjum til að rétta mál sitt. ★ Þá á umsjónarmaður að þakka svofellt bréf frá Þorsteini Péturs- syni í Hafnarfírði: „Hr. Gísli Jónsson, íslensku- fræðingur. Ég veit ekki hvort minnst hefur verið á þetta við þig áður, en ég hef ekki séð það þó ég lesi eins reglu- lega og ég get þætti þína í Morg- unblaðinu um íslenskt mál. Þeir era úrtöku góðir. En þannig er að íþróttafréttamenn á Stöð 2 nota að mínu viti ákveðinn greini rangt og ástæðulaust þegar þeir lýsa fót- boltaleikjum í beinni útsendingu. Þeir segja til að mynda að tiltekinn leikmaður komi með „sendinguna", „skotið" eða „fyrirgjöfina“. Það er ekki fyrr en að því loknu sem hægt er að tala um einhverja ákveðna at- höfn. Þá segja þeir t.d. að einhver standi sig vel í „bakverðinum". Létt verk er að segja sem bakvörð- ur. Þá er undarleg tíska hjá þeim að segja að einhver komi „á ferð- inni“. Þá eru þeir að lýsa því að leikmaður komi hlaupandi og taki við boltanum. Mér finnst þetta tU lýta. Að öðru leyti fínnst mér þeir tala eðlilegt mál og hef ekkert út á þá að setja. En mér fínnst þetta sláandi. Því eðli leiksins sam- kvæmt tönnlast þeir á þessu leik- inn út í gegn. Þá held ég því fram að Guð- mundur Haraldsson rithöfundur frá Eyi-arbakka hafí haft einkaleyfi á því að nota ákveðinn greini án þess að fara alveg eftir ritúalinu eins og lesa má í bók hans „Ferða- pistlarnir". Með kveðju." Umsjónarmaður notar tækifær- ið til að andmæla ofnotkun orða- sambandsins að vera að í knatt- leikjalýsingum. Þarna er stfllinn slævður með þvf að gera sögnina að vera að fullkomlega óþarfri hjálparsögn: Dæmi úr blaði: „KA var ekki að spila vel.“ í staðinn hefði átt að segja: KA spilaði ekki vel, eða KA-menn stóðu sig ekki vel. Mýmörg dæmi um þetta mál- lýti mætti tína til. ★ En myndin þín í minningunum lifir, svo mild og góð í svæfðum dularþyt; hún máist ei, þó landið skifti um ht - og læðist dauðinn hljóðar jarðir yfir. Þó fenni á veginn, fótspor les jeg þín, uns fljótið djúpa kallar mig til sín. (Olafur Jóhann Sigurðsson) ★ Hlymrekur handan kvað: Jóhannes orti sín Óljóð, útigangshesturinn snjóljóð, en þú, Mæja Dís, stígur dansspor um ís. Ó, hve lipurt og létt er þitt skóhljóð. ★ Fleiri atriði frá Hólmfríði Gestsdóttur (sjá 978. þátt): 1) Það getur verið erfítt að stjórna í trássi við vilja almenn- ings. Þetta merkir: andstætt vilja almennings. Þetta er kunnugt frá 16. öld. Tráss er skylt þrjóska, á þýsku trotz, á dönsku trods (til trods for). Þetta er allt annað en blóri. Ef menn segjast stjóma í blóra við almenning, merkir það að almenningi sé kennt um (vonda) stjórn. Af blóri kemur blórabögg- ull = sektarlamb. „Gott er að hafa barn til blóra og kenna því alla klækina," sagði gamla fólkið. 2) Faðir minn kenndi mér að rangt er að segja „skilja einhvern útundan“: menn hafa einhvern út- undan, setja einhvem hjá og skilja einhvern eftir. 3) Tuggan „að mínu mati“ er al- gerlega óþörf. Það, sem menn halda fram, er auðvitað að þeirra mati. ★ Smáræði 1) Ymislegt er „undirliggjandi“ (underlying) um þessar mundir, svo sem verðbólga (!) og óánægja. Hvernig væri að breyta til og segja fremur til dæmis: dulin, undir yfir- borðinu, kraumandi eða jafnvel hulin. 2) Ankannalegur = afkáralegur, annarlegur, skrýtinn er orðið til úr andkannalegur og merkir þá lík- lega „sá sem menn kannast ekki við, kunna ekki (við), kenna ekki, bera ekki kennsl á“ eða eitthvað á þessum slóðum. ar stofnanir geta iátið sinna úti um land og þá verði sérstaklega hugað að möguleikum upplýs- ingartækninnar til að auðvelda slíkan verk- efnatilflutning. Menntun, þekking og menning Þegar litið er til fram- tíðar er ekki síður mikfl- vægt að huga að mennt- un, þekkingu og menn- ingu. í þingsályktunar- tillögunni er lögð mikil áhersla á að efla mennt; un á landsbyggðinni. I því sambandi er rætt um verklegt nám, tölvunám og námsráðgjöf. Jafn- framt er lagt til að skilyi'ði til að stunda nám utan heimabyggðai' verði bætt með jöfnun námskostnaðar og að möguleikar fjai'kennslu verði full- nýttii'. Ahersla er einnig lögð á endur- og símenntun og að allir eigi þess kost að afla sér nýn-ar þekkingar í sam- ræmi við breytingar í atvinnullfinu. Að undanfómu hefur verið mikil vakning í fjarkennslumálum, t.d. hef- ui' Fræðslunet Austurlands verið stofnað til þess m.a. að sinna þessum þörfum og byggja brú á milli skóla- stiga. I tillögunni er einnig gert ráð fyrir að í boði verði nám á háskólastigi á Austurlandi og Vestfjörðum. Þetta er nú þegar komið til framkvæmda að nokkra leyti, því að Byggðabrú Byggðastofnunar hefur gert það kleift að Háskólinn á Akureyri býður nú nám á háskólastigi með fjarfundabún- aði bæði á Vestfjörðum og Austfjörð- um. Einnig hafa Háskóli íslands og Endurmenntunarstofnun tekið þessa tækni í þjónustu sína. Þetta er stór- kostlegt framfaraspor í byggðamál- um því auðvitað er það svo, að fólk hefur tilhneigingu til að skapa sér sin tækifæri í lífinu þar sem það hefur komið sér fyrir á námsárum sínum. Það er stór þáttur í því að fólk kemur ekki til sinnar heimabyggðar að loknu námi. Fjarkennsla verður því lykflorð í bættri menntun fólks á landsbyggð- inni, einnig á gi'unnskólastigi. Verið er að gera tilraun með það hvort unnt sé að kenna með fjarkennslu og fjarfundabúnaði á milli skóla á gi-unn- skólastigi. Aðra merkilega ný- breytni í byggðatillög- unni vildi ég nefna en það er sú áhersla sem lögð er á menningar- mál. Samkvæmt rann- sókn Stefáns Olafsson- ar kvartar fólk yfir fá- breytni menningarlífs á landsbyggðinni og það sama kemur fram í álitsgerð Háskólans á Akureyri. I tillögunni er lagt til að auknu fé verði vai-ið til hvers konar menningarstarfsemi. Háskólinn á Akureyri nefnii' í sínum tillögum til úrbóta að komið verði á fót menning- ai-miðstöðvum á Austurlandi og Vest- fjörðum til margvíslegrar menning- arstarfsemi á svæðunum. Þá er það mikið ánægjuefni sem kemur fram í tillögunni, að sérstakt átak verði gert til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa á lands- byggðinni. Þar er víða mikil þörf á átaki. Lokaorð Þi'óun byggðar á Islandi er eitt okkai’ mesta samfélagsvandamál um þessai' mundh'. Það er von mín að til- laga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árinl998-2001 fái fljóta og góða afgreiðslu á Alþingi. Það er ljóst að til ákveðinna verkefna þarf að veita fé á fjárlögum og verður því að leggja fram tfllögur í því efni fyrir lok fjái'lagaafgi’eiðslunnar nú í desember. Tillagan er sett fram með þeim mai'kmiðum að fjölga fólki á landsbyggðinni um a.m.k. 10% og koma fram í henni leiðir til að ná þeim mai'kmiðum. Ég hef trá á því að það takist ef tillagan, með sínum mikilvægu áherslum, kemst til fram- kvæmda. Höfundur cr ulþingismuður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austurlands- kjördæmi. Arnbjörg Sveinsdóttir Tölvuekla Háskóla Islands EINS og mörg fyrir- tæki á landinu hafa ef- laust komist að er í gangi mikið tölvuátak í Háskóla íslands. Full- trúai' stúdenta við Há- skólann fara um allt og leita logandi Ijósi að styrkfé til tölvukaupa fyrir skólann. Það er ekki af engu sem við stúdentar eram að reyna að fá fleiri tölv- ur. Það dylst sennilega engum að tölvur og sú hraða upplýsingavinnsla sem þær gera mögulega er nútíminn sem og framtíðin. Það er nauðsynlegt fyrir háskólanema að geta tileinkað sér vinnubrögð á tölvur til að geta stund- að fræðilega vinnu og eiga möguleika Við biðjum forsvars- menn fyrirtækja, segir Edward H. Huijbens, að taka vel á móti stúdentum þegar þeir biðja um styrk til tölvukaupa. á að halda í við það gríðarlega flæði upplýsinga sem er um samfélagið allt. Þar sem allii' eru sammála um kosti tölva og þess að nemar tfleinki sér þær þá langar okkur, höfunda þessarar gi'einar, að koma með litla dæimsögu. Dæmisagan snýst um jiu-ð- og land- fræðiskor við Háskóla Islands. Öll vinna tengd jarð- og landfræði í dag fer fram í tölvum. Kort, megintæki landfræðinga við fræðilega vinnu, eru gerð í tölvum, gögn era sett í tölvur og tölvur látnar vinna úr þeim og, síðast en ekki síst, landfræðileg upp- lýsingakerfí (GIS) byggjast nánast einung- is á tölvum. Það liggur sem sagt fyrir að sá landfræðingur eða jarð- fræðingur sem ekki not- ar tölvur eða kann ekki með þær að fara er svo gott sem einskis nýtur fræðimaður á þessum sviðum. Þannig mætti halda að jarð- og land- fræðiskor væri vel tölv- um búin og með ágæta aðstöðu til vinnu. Það sem jarð- og landfræðiskor hefur hins vegar eru fímm Power Macintosh 6100/66-tölvur búnar MacOs 7,6 og Freehand 3,1. Ein PC- tölva er notuð fyrir fjarkönnun (úr- vinnslu gervihnattamynda og loft- mynda) og tvær PC-tölvur notast fyrir landfræðfleg upplýsingakerfi, en reyndar þoldu þær ekki álag síð- asta misseris. Þessar tölvur eru hvorki nettengdai' né tengdar við prentara og enginn skanni er til, sem gæti nýst vel við kortagerð. Þetta væri svo sem allt forsvaranlegt ef tíu manns væra í jarð- og landfræðiskor en þar sem stúdentar við skorina eru rámlega sextíu er þetta ástand að sjálfsögðu óviðunandi með öllu svo ekki sé tekið sterkar til orða. Þetta er svona i fleiri skorum og það er þess vegna sem stúdentar við Há- skólann eru nú farnir að leita til fyr- irtækja um styrk til tölvukaupa. Við viljum biðja forsvarsmenn fyr- irtækja að taka vel á móti fulltráum stúdenta frá Háskólanum þegai' þeir koma og biðja um styrk til tölvu- kaupa og leggja þannig menntun í landinu lið. Höfundur er í stjórn Fjallsins, félags jarð- og landfræðinema við HI Edward H. Huijbens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.