Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 33 Fjáröflun Clintons ekki rann- sökuð REPÚBLIKANAR í dóms- málanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings féllu í fyrra- dag frá þeirri ákvörðun sinni að rannsaka ásakanir um að Bill Clinton forseti hefði gerst brot- legur við lög með fjársöfnun sinni fyrir kosningarnar árið 1996. Nefndin hefur því hætt við að yfírheyra yfírmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI og saksóknara dómsmála- ráðuneytisins, sem rannsakaði málið. Pessi ákvörðun greiðir fyrir því að dómsmálanefndin geti greitt atkvæði um hvort ákæra eigi Clinton til embætt- ismissis vegna ásakana um að hann hafí framið meinsæri. Blöðin eiri Lafontaine GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hvatti í gær bresku æsifréttablöðin til að láta af árásum sín- um á þýska fjármálaráð- herrann, Oskar Lafontaine, vegna deilu Þjóðverja og Breta um samræm- ingu skatta í Evrópusam- bandinu. Schröder sagði um- fjöllun blaðanna „smekklausa". Lahnstein hyggst hætta ANNE Inger Lahnstein, for- maður Miðflokksins í Svíþjóð, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og hyggst láta af formennsku á þingi flokksins í mars. Hún ætlar þó að gegna embætti menningar- málaráðherra áfram. Odd Roger Enoksen, varaformaður flokksins, er talinn líklegastur til að verða eftirmaður hennar. Tyrkir hafna tillögu ítala ISMAIL Cem, utam-íkisráð- herra Tyrklands, hafnaði í gær tillögu Itaia og Þjóðverja um að kúrdíski skæruliðaforinginn Abdullah Öcalan yi'ði leiddur fyrir alþjóðlegan dómstól. Tyrkir óttast að evrópskur dómstóll kunni að láta í ljós efa- semdir um stefnu tyrknesku stjórnarinnar í 14 ára baráttu hennar gegn kúrdískum að- skilnaðarsinnum. 250 uppreisn- armenn féllu RÚMLEGA 250 uppreisnar- menn úr röðum hútúa féllu í bardögum við her Rúanda í tveggja vikna hernaðaraðgerð- um hans í norðvesturhluta landsins sem hófust 16. nóvem- ber, að sögn heimildarmanns í hernum í gær. Hann sagði að markmiðið með aðgerðunum hefði verið að hrekja uppreisn- armennina úr fylgsnum sínum nálægt bænum Gisenye. Lafontaíne Hannes Hólmsteinn Gissurarson um viðhorf í Chile til Pinochets Þjóðin skiptist í þrennt CHILEBÚAR skiptast í þrjár fylk- ingar í afstöðu sinni til máls Augu- stos Pinochets, fyrrverandi einræð- isherra landsins, en hann bíður þess í London að ákvörðun verði tekin um hvort hann verði framseldur til Spánar, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa á valdatíma sínum á ár- unum 1973-1990 borið ábyrgð á al- varlegum glæpum. Þetta er mat Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar, prófessors í stjómmálafræði, en hann hefur dvalið þessa vikuna í höf- uðborginni Santiago de Chile og átt viðræður m.a. við sjávarútvegsráð- herra landsins. „Þetta er gífurlega mikið mál hér í Chile, eins og nærri má geta þar sem um er að ræða fyrrverandi þjóðhöfð- ingja landsins," sagði Hannes í sam- tali við Morgunblaðið. „Eg held að óhætt sé að segja að andrúmsloftið hér gagnvart þessum umdeilda manni sé allt annað en í Evrópu. Þar hefur hann mjög vont orð á sér - flokkaður með mönnum á borð við Idi Amin - en hér í Chile eru mun skiptari skoðanir um hann. Auðvitað eru sumir þessarar skoðunar, sér- staklega sósíalistar, en svo eru aðrir þeirrar skoðanir að margt hafi farið úrskeiðis fyrstu fímm ár valdaferils hans, þegar talið er að allt að 3.000 manns hafi týnt lífi af ýmsum ástæðum, en þetr segja að það ástand hafi verið nær borgara- stríði en einhverjum skipulögðum útrýming- araðgerðum stjórn- valda,“ segir Hannes. Að mati Hannesar er það rétt sem hefur kom- ið fram í alþjóðlegum fjölmiðlum, að það megi í stórum dráttum skipta Chilemönnum í þrennt, hvað afstöðuna til Pin- ochet varðar. „I fyrsta þriðjunginum eru þeir sem eru alfarið á móti Pinochet og vilja að hann sé dreginn fyrir dóm á Spáni, það hlakkar í þeim yfir þessu, þetta er fólk sem varð fyrir barðinu á honum, átti kannski ættingja sem týndi lífi í þessum miklu átökum. Síð- an eru tveir þriðjungar sem vilja að hann verði sendur aftur til Chile. Annar þriðjungurinn ena fólk á miðju stjórnmálanna, aðallega kristilegir demókratar, sem eru hér í stjórn, og fleiri hófsamir miðju- menn sem telja að Pin- ochet hafi gert mjög mikið af sér og hann eigi að standa reikn- ingsskil gerða sinna en þeir vilja gera það á for- sendum sem ógna ekki jafnvæginu í landinu sjálfu. Síðan er einn þriðji og jafnvel fleiri - Pinochet var kosinn af 44% landsmanna í for- setakosningum 1989 - sem telja að hann hafi bjargað Chile frá kommúnismanum og gert afskaplega margt gott. Þeir eru því tilbún- ir til að horfa fram hjá því sem hann gerði misjafnt eða var gert á hans vegum. Þessi sjónarmið koma öll fram í viðræðum hér,“ segir Hannes. Rétt væri að bæta því við, segir Hannes, að langflestir Chilemenn vilji leggja þessa fortíð að baki. „Það hefur orðið heilmikil hreyfing hér í átt til miðjunnar. Þess vegna eru margir órólegir yfir því að þetta gæti aftur skerpt andstæðurnar í þjóðfé- laginu. Þeir hafa fengið nóg af þess- um hörðu átökum á milli hálfgerðra öfgaskoðana í stjórnmálum sem hér voru áður fyrr.“ Hannes telur þó að flestir heimamenn séu þeirrar skoð- unai- að þetta ógni ekki lýðræðisþró- uninni í Chile en þetta geti orðið til þess að skerpa aftur andstæðurnar í þjóðfélaginu. „Fólk vill ekki endur- taka þau hörðu átök sem hér urðu á árunum 1973-1978.“ Sjónarmið Chilemanna afflutt? „Margir Chilemenn telja að fjöl- miðlar heimsins afflytji svolítið við- horfín hér,“ segir Hannes. Þó allir viðurkenni að Pinochet hafi verið ein- ræðisheira þá telji menn að hann hafi sér ýmislegt til málsbóta sem ekki komi nægilega skýrt fram. Hann hafi hindrað valdarán komm- únista, hann hafi komið á frjálsu markaðshagkerfi og hann hafi svo skilað völdunum eftir lýðræðislegai- kosningar; sætt sig við niðurstöðurn- ar þar sem hann fékk ekki meiri- hlutastuðning þjóðarinnar til að halda áfram sem forseti. „Margir segja að það sé út af fyrir sig í lagi að gera upp þessa fortíð, en þeir vilja þá helzt að Chilemenn geri það sjálfir." Hannes Hólmsteinn Gissurarson ■ Reuters Endeavour á leið til geimstöðvar GEIMFERJUNNI Endeavour var skotið á loft í fyrrinótt, sólarhring á eftir áætlun. Gekk geimskotið vel en um borð eru sex geimfarar sem eiga að tengja bandaríska rannsóknarstöð við fyrsta hlutann úr alþjóð- legri geimstöð sem Rússar skutu á loft í síðasta mánuði. Endeavour var skotið frá Canaveral-höfða um kl. 3.30 að staðartíma að nóttu en þá fór geimstöðin yfir höfðann á sporbaug um jörðu. Yfir fjörutíu ferð- ir verða farnar með geimfara og einingar til byggingar geimstöðvar- innar, en um finim ár líða Iíklega áður en hún verður fullbyggð. Tíu særðust í átökum í Portadown á Norður-írlandi Sambandssinnar sakaðir um að ganga á bak orða sinna TALSMENN Tony Blairs, forsætisráðhen-a Bret- lands, sögðust í gær ennþá sannfærðir um að von væri á samkomulagi milli deiluaðila á N-írlandi um fyrirkomulag á fyrirhuguðum samráðsnefnd- um Irlands og N-írlands og stofnun heimastjóm- ar á N-írlandi þrátt fyrir að samningaviðræður hefðu á fimmtudag siglt í strand. Gengu brigslyrði þá á milli leiðtoga sambandssinna og þjóðernis- sinna eftir að svo virtist sem Blair hefði með heim- sókn sinni til Belfast á miðvikudag tekist að tryggja samkomulag í þessum efnum. Blair átti sjö tíma langan fund með stjórnmála- leiðtogunum á miðvikudagskvöld og þegar hann fór frá Belfast um miðja nótt virtist sem sam- komulag væri í höfn, a.m.k. samkvæmt orðum Seamus Mallons, varaleiðtoga flokks hófsamra kaþólikka (SDLP) og verðandi aðstoðarforsætis- ráðherra. I fyn’akvöld sakaði Mallon leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP) hins vegai- um að „ganga á bak orða sinna“ hvað þetta varðaði og heimildarmenn The Irish Times sögðu Blair, sem staddur er í Frakklandi, hafa verið í miklu upp- námi vegna þeirra erfiðleika sem upp hefðu kom- ið. Átök við Drumcree Þótt fulltrúar forsætisráðherrans segðu hér ein- ungis um tímabundin vandamál að ræða setur það strik í reikninginn að David Trimble, leiðtogi UUP og verðandi forsætisráðherra á N-Irlandi, hélt í gær til Bandaríkjanna þaðan sem hann mun fara beint til Óslóar til að taka við friðarverðlaunum Nóbels á fimmtudaginn kemur. Er því ekki von á honum til Belfast fyrr en eftir tíu daga eða svo og óvíst að nokkuð gerist í fjarveru hans. Lét Bertie Ahern, forsætisráðheira Irlands, hafa eftir sér fyrr í vikunni að menn væru að gera „herfileg mis- tök“ tryggðu þeir ekki samkomulag fyrir jól. Voru málsaðilar minntir óþyrmilega á það í fyrrakvöld hvað í húfi er því þá kom til átaka milli lögreglunnar og sambandssinna í bænum Porta- down en þar hafa um þúsund sambandssinnar úr Óraníureglunni komið saman á hverju kvöldi síðan í júlí, samanlagt í 155 daga, í mótmælaskyni við þá ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að þeim væri ekki leyft að ganga niður Garvaghy-veginn, sem að mestu er byggður kaþólikkum. Særðust fjórá- óbreyttir borgarar og tíu lögreglumenn í átökun- um sem eru þau verstu síðan í júlí, en allur vindur fór úr harðnandi deilum þá, þegai- öfgamenn úr hópi sambandssinna brenndu inni þrjá bræður í bænum Ballymoney. Mótmælendur við Drumcree segja hins vegar nú að þeir séu staðráðnir í að ganga niður Gar- vaghy-veginn áður en árið er úti, og hafa hótað að efna til mikilla mótmæla 19. desember næstkom- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.