Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ eru enn ræningjar í Kardemommubæ. Ekki bein samskipti við Myriad MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfírlýs- ingu vegna umfjöllunar um brjóstakrabbameinsrannsóknir að undanförnu. þar sem hann ólst upp í Vestur- bænum, lengst af við Lágholtsveg á Bráðræðisholtinu. Kjartan missti föður sinn ungur, hóf störf við verslun um fermingar- aldur hjá Dagbjarti Sigurðssyni og var orðinn verslunarstjóri 18 ára. Um skeið fékkst hann einnig við útgerð bifreiða og vann við heild- verslun. Arið 1947 stofnaði Kjartan versl- unina Jason og Co. að Efstasundi „Að gefnu tilefni vill Krabba- meinsfélag íslands taka fram eftir- farandi: Rannsóknastofa Krabbameinsfé- lagsins í sameinda- og frumulíffræði Hann var einn af stofnendum Inn- kaupasambands matvörukaup- manna, sat í fulltrúaráði Sjálfstæð- isflokksins og var félagi í Oddfell- owreglunni. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, kennari og húsmóðir. Börn þeirra eru sjö. Utfór Kjartans verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. desember. hefur stundað rannsóknir á brjóstakrabbameini í meira en ára- tug. Rannsóknastofan hefur haft samstarf við ýmsa alþjóðlega rann- sóknahópa sem hafa unnið að hlið- stæðum rannsóknum. Fyrir rúmum tveim árum birtist grein um brjóstakrabbameinsrann- sóknir í tímaritinu Nature Genetics. Höfundar hennar störfuðu á ellefu rannsóknastofnunum í fjórum lönd- um, meðal annars hjá krabbameins- félaginu, Marie Curie-stofnuninni í París, Alþjóða krabbameinsrann- sóknastofnuninni í Lyon í Frakk- landi, hjá háskólanum í Toronto í Kanada, háskólanum í Utah í Bandaríkjunum og hjá fyrirtækinu Myriad Genetics í Utah, sem mun nú hafa fengið einkaleyfi í Banda- ríkjunum á tveimur brjóstakrabba- meinsgenum. Starfsmenn Krabba- meinsfélagsins voru í samvinnu við vísindamenn háskólans í Utah en áttu ekki nein bein samskipti við fyrirtækið Myriad Genetics. Pað hefur verið stefna Krabba- meinsfélagsins að leggja sitt af mörkum til að auka þekkingu á or- sökum krabbameins. Þess vegna eru niðurstöður rannsókna birtar í vísindaritum og þannig öllum að- gengilegar." Reykjavík, 4. desember 1998. Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags íslauds. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands. Helga M. Ögmundsdóttir, forstöðu- maður Rannsóknastofu Krabba- meinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði. Jórunn E. Eyfjörð, forstöðumaður erfðarannsókna hjá Rannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins í sam- einda- og frumulíffræði. KJARTAN MAGNÚSSON KJARTAN Magnús- son, kaupmaður í Reykjavík, lést að morgni fimmtudagsins 3. desember, 81 árs að aldri. Kjartan fæddist í Ólafsvík 15.7. 1917, sonur hjónanna Magn- úsar Sigurðssonar, sjó- manns á Hellissandi og síðar í Reykjavík, og Guðrúnar J óhannes- dóttur húsmóður. Kjartan ólst upp á Hellissandi fyrstu árin en flutti ungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur 27 í Reykjavík, í sam- vinnu vð Jason Sig- urðsson. Frá 1959 rak hann sömu verslun einn undir nafninu Kjartansbúð fram til 1984. Starfsævinni lauk við húsvörslu hjá Verslunarbanka Is- lands í Bankastræti. Kjartan stundaði knattspymu og fleiri íþróttir með KR á yngri árum, var ötull útivistarmaður og ferð- aðist um landið. A stríðsárunum vai' hann hverfisstjóri í heimavarnarliðinu. ■ jts BeUm Hmtottmi, sraAteffa Ævisaga þorsksins JrlSKLiKlNN ShM BREyrn , , , HKIMINUM ,nark kunansky „Það er óhætt að hvetja til lestrar þessarar bókar. Hún er feikilega vel unnin ... Þetta er mjög skemmtileg „ævisaga"..." - Mnrnunblaðið „Óvenjuleg blanda bókmennta, líflegrar sögu og blaðamennsku hefur gert þessa bók vinsæla langt umfram það sem ætla mætti af bók um þorsk,..." - Daour „Glæsilega samþjöppuð saga ... uppfull af alvöruhúmor." -1 ns Anoeles Times „Mikið er þorskurinn stórfengleg skepna. Aðferð Kurlanskys er töfrandi og tælandi. Þessi litla bók er stórkostlegt afrek." - Bnsiness Week „Þessi frábæra auðlesna bók er nýtt tæki til að rannsaka mannkynssöguna." - The Mew Ynrk Times Book Review 120 ár frá vígslu fyrsta vitans Sjómenn vilja halda í vitana Tómas Sigurðsson Siglingastofnun ís- lands minntist þess að 120 ár voru liðin frá vígslu fyrsta vitans í eigu hins opinbera, Reykjanes- vita, 1. desember sl. Vit- inn var reistur á Vala- hnjúki og endurbyggður á Bæjarfelli á árunum 1907 til 1908. Tómas Sigurðsson, forstöðumaður rekstrar- sviðs vita hjá Siglinga- stofnun Islands, segir að fyrstu árin eftir að Reykjanesviti var byggður hafi uppbygg- ing vitanna gengið held- ur hægt. „Annar vitinn í eigu hins opinbera var byggður á Garðskaga árið 1897. Aðrir vitar voru byggðir í Gróttu og Skuggasundi í Reykja- vík. Smám saman komst skrið- ur á uppbygginguna og náðu landsvitarnir nokkurn veginn saman árið 1958. Nú eru lands- vitamir 104 talsins um landið allt. Siglingastofnun sér um upp- byggingu og rekstur vitanna ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með uppbyggingu og rekstri hafnarvita og innsigling- armerkja." - Hver var fyrsti vitavörður- irtn? „Fyrsti vitavörðurinn hét Arnbjöm Ólafsson og var fædd- ur 1849. Að gegna starfi vita- varðar var ansi erilsamt starf á meðan vitarnir brenndu steinol- íu. Suma vita þurfti að trekkja upp með lóðklukku og réð hæð- in því hversu oft þurfti að ganga til þess verks - stundum tvisvar, þrisvar sinnum á sólar- hring. Víða sinntu vitaverðir veður- gæslu með vitavarðarstarfinu. Ekki var fátítt að sinna þyrfti veðurathugunum á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Núna höfum við sett upp nokkrar sjálfvirkar veðurat- hugunarstöðvar sem við rekum í samvinnu við Veðurstofu á einum 20 stöðum. Öldudufl sendir okkur upplýsingar um ölduhæð á 8 stöðum á klukku- tíma fresti. Sjómenn geta hringt til okkar til að fá upplýs- ingar og hefur þjónustan verið talsvert notuð.“ - Eru horfur á að vitar legg- ist smám saman af? „Nei, ég held ekki. Sjómenn hafa viljað halda í vitana enda um afgerandi fastan punkt að ræða. Með ýmiss konar tækninýjungum styður nýr búnaður annan eldri við að vísa sjómönnum leiðina. Siglingastofnun rek- ur leiðréttingabúnað við GPS-staðsetning- arkerfið og víða hefur verið komið upp ljós- duflum. Radarsvarar eru á 18 stöðum.“ - Hafa vitaverðir enn búsetu íeða við vitana? „Oft var nauðsynlegt að vita- verðir hefðu búsetu í eða við vitana á fyrstu árunum, Tækn- inni hefur fleygt fram og núorð- ið hefur aðeins einn vitavörður, á Stórhöfða, fasta búsetu í vita miðað við 20 þegar flestir bjuggu í vitum. A hinn bóginn eru margir vitaverðir í hluta- ► Tómas Sigurðsson, for- stöðumaður rekstrarsviðs vita hjá Siglingastofnun Is- lands, er fæddur 29. apríl ár- ið 1932 á Sauðárkróki. Tómas gekk í gagnfræða- skóla og fékk sumarvinnu hjá Vitastofnun Islands árið 1944. Hann hefur starfað hjá Vitastofnun og Siglingastofn- un Islands eftir að Siglinga- málastofnun rfldsins, Vita- stofnun Islands og Hafna- málastofnun rikisins voru sameinaðar í eina stofnun fyrir tveimur árum. Hann hefur stundað nám í vélsmíði og í tengslum við nýjungar í búnaði vita á vegum stofnun- arinnar. Eiginkona Tómasar er Sig- rún Sigurbergsdóttir kennari og eiga þau dótturina Ásdísi og sonarsynina Tómas, 13 ára, og Þorbjörn, 11 ára. starfi og sinna vitunum á ákveðnum tímum.“ - Hverjir búa í gömlu vita- varðahúsunum? „Siglingastofnun á víða hús- næði í tengslum við vitana. Með minni búsetu hefur verið reynt að leigja eða selja húsnæðið á almennum markaði. Eg get nefnt að á árinu var selt hús- næði í tengslum við að búseta við Reykjanesvita var lögð nið- ur um síðustu áramót." - Hefur almenningur sýnt húsnæðinu áhuga? „Fólk hefur ekki sýnt húsun- um sérstaklega mikinn áhuga enda er húsnæðið oft afskekkt. Engu að síður er auðvitað leið- inlegt að sjá húsin grotna nið- ur.“ - Hvernig eru vitarnir þjón- ustaðir? „Við erum svona alla jafna með 12 manna hóp til að sinna viðhaldi vitanna. Hópurinn stækkar þegar sumannennirnir bætast við yfir háannatímann. Á vegum stofnunarinnar er farið út í alla vitana til að sinna viðhaldi yfir sumartímann. Við sjáum um fyrirbyggjandi aðgerðir enda er oft erfitt að komast út í vitana á veturna. Yfirleitt eru þrjár til fjórar perur í hverjum vita. Þeg- ar ein fer tekur önnur við og svo framvegis. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg ef eitthvað bregður út af á veturna." Suma vita þurfti að trekkja upp iin af 25 bestu bókuni ársins.” - The New York Public Library
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.