Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 grindarlos er aukin hætta á ein- kennum á næstu meðgöngu. En hægt er að draga úr líkum á slæmum einkennum með réttri meðferð." Hvernig’ er hægt að draga úr einkennum grindarloss? „Pað er meðal annars gert með réttri líkamsbeitingu. Hver og ein kona þarf að finna sín mörk, hvað er það sem veldur henni einkum verkjum og hvort þeir komi strax eða eftir á. Besta vörnin er að taka einkennin alvarlega og hlífa sér við álagi.“ Eraa segir að ýmislegt sem konur hafi átt auðvelt með áður en þær fengu grindarlos geti orðið þeim erfitt eftirá. Megi þar nefna heimihs- störf og vinnu eins og áður hefur komið fram, kynlíf, gönguferðir og bíltúrar. Petta kalli á breytingar á lífsstíl konunnai' og fjölskyldunnar allrai' en slík aðlögun geti tekið lang- an tíma. í bæklingnum eru meðal annars gefnar ýmsar ráðleggingar um það hvernig konurnar geti hagað sér við þessar breyttu aðstæður. Fræðslubæklingurinn er unninn af hópi sjúkraþjálfara í sjálfboða- vinnu og ætlunin er að dreifa honum á heilsugæslustöðvum og sjúkrahús- um um allt land svo og á læknastöðv- um þar sem mæðravernd fer fram. Gerð bæklingsins er styrkt af heil- brigðisráðuneytinu og Félagi ís- lenskra sjúkraþjálfara, auk þess hafa stoðtækjafyrirtækin Össur og Stoð veitt fjárhagslegan stuðning. Að sögn Ernu hefur fræðsluefni sem þetta vantað og ekki síst til að draga úr hræðslu kvenna við grind- arlos. Bæklingurinn sé einnig ætlað- ur öðrum heilbrigðisstéttum því það sé mikilvægt að samræma þær leið- beiningar sem konurnar fá. Þá sé ekki síður mikilvægt að aðstandend- ur kvennanna fái upplýsingar um hvað sé á ferðinni því oft hafi konur með grindarlos mætt litlum skilningi frá umhverfi sínu. „Það er nóg fyrir þessar konur að þurfa að hafa stöðuga verki og geta aldrei lokið við verkefnin án þess að þurfa að hvíla sig á milli eða vera rúmliggjandi svo það bætist ekki við að þær þurfi að liggja undir ámæli um leti eða ímyndun,“ segir Erna að lokum. RÉTT líkamsstaða er undirstaða þess að álagið sé sem niinnst á mjaðmagrind og rnjóbak. VIKU MORGUNBLAÐIÐ Að fljúga úr hreiðrinu GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning:Nokkuð ber á því, þar sem ekki er framhaldsskóli, að foreldrar flytjast búferlum, þegar börnin komast á þann aldur og telji nauðsynlegt að halda heimili fyrir þau á skóla- staðnum, enda séu margar hættur búnar ungmennum. Stundum fer aðeins annað for- eldrið og foreldrarnir halda heimili á tveimur stöðum. Eg heyrði konu halda því almennt fram í tilefni af því að grann- kona hennar hugði á slíkt ráð, þegar yngsta barnið komst á þennan aldur, að konur væru aumingjar að elta börnin; það væri ekki vegna barnanna, að þær fylgdu þeim. Að fornu var kveðið á um, að börn færu til vistar annars staðar sextán ára; þeim skyldi sem sagt fleygt úr hreiðrinu. Hvað segir sálarfræð- in um tilfmningar tengdar því að fljúga úr hreiðrinu eða að vera fleygt úr hreiðrinu? Svar: Hér koma til mörg álita- mál. Ekki er langt síðan sveita- börn þurftu að fara í heimavist- arskóla strax á barnsaldri og vera þar alla vikuna, en koma heim um helgar. Það gat verið viðkvæmum börnum mjög erfitt og skapaði stundum meiri van- líðan hjá þeim en þau gátu stað- ið undir. Nú eru flest börn keyrð í skóla og heim á degi hverjum. Það er ekki fyrr en að grunnskóla loknum, að þau verða að fara í kaupstaðinn í skóla, stundum langt fjarri heimilum sínum, og hugsa að meira eða minna leyti um sig sjálf. Ungmenni eru lengur í for- eldrahúsum en áður var. Eink- um á það við um þau sem eiga sér heimili í þéttbýlinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þau festa ráð sitt og stofna eigið Börn og foreldrar heimili síðar en áður tíðkaðist. Mjög algengt er að þau búi heima þangað til þau ljúka námi. Fleiri eru nú lengur í námi en áður, og ekki er óal- gengt að ungmenni búi hjá for- eldrum sínum allt til loka há- skólanáms á aldrinum 25-30 ára, ef þau hafa valið þá leið. Þau sem eiga heimili í hinum dreifðu byggðum eiga þess ekki kost og foreldrum finnst vafa- laust að þau fari á mis við þann aðbúnað sem nemendum í kaup- stöðum stendur til boða og vilja bæta þeim það upp. Hvenær hefur barn eða ung- lingur nægilegan þroska til að standa á eigin fótum? Hvort er þroskavænlegra að þurfa að fljúga úr hreiðrinu á viðkvæm- um unglingsaldri eða fá að njóta öryggis og skjóls heima hjá for- eldrum sínum? Slíkt getur ráð- ist af mörgum þáttum. Bæði ávinningur og áhætta fyrir ung- linginn fylgir því að hann fái að spjara sig sjálfur. Unglingar eru misjafnlega á vegi staddir sext- án ára gamlir. A þessum aldri eru þeir þó flestir að skerpa sína eigin sjálfsmynd og sjálf- stæði og eru jafnvel í uppreisn gegn foreldravaldinu. Heilbrigð- ir unglingar á þessum aldri hafa oftast gott af að fara um tíma að heiman, þótt þeim sé það mikil- vægt að geta komið heim þegar þeir geta og vilja. Margir for- eldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, að þau lendi í erfiðleikum eða óreglu án stuðnings foreldra sinna. Nemendur sem þurfa að fara „suður“ í skóla eru þá best komnir hjá ættingjum eða vin- um, þar sem þeir njóta hæfilegs öi-yggis og aðhalds. Þetta er sú leið sem oftast er valin sé þess kostur, a.m.k. í fyi'stu á meðan unglingurinn er að fóta sig. Að- ur en langt um líður kjósa margir þeirra að spjara sig al- farið sjálfir og búa í heimavist eða leiguhúsnæði. Margir ung- lingar eiga þess kost að gerast skiptinemar í fjarlægum lönd- um, 17-18 ára gamlir. Það verð- ur þeim oftast ómetanleg og þroskandi lífsreynsla, þótt hún geti stundum verið þeim sjálfum og foreldrunum nokkuð erfið. Margir foreldrar eiga mjög erfitt með að sleppa hendinni af börnunum. Þau verða að þessu leyti háð börnum sínum og um- hyggja þeirra gerir börnin háð þeim og kemur í veg fyrir að þau fái að þroska sjálfstæði sitt. I þeim tilvikum grípa foreldrar, annað eða bæði, stundum til þess ráðs að fylgja börnum sín- um og halda fyrir þau heimili þar sem þau ganga í skóla. For- eldrar þurfa þó að hafa nokkuð góð efni til að halda heimili á tveimur stöðum. Stundum er þetta liður í þeim undirbúningi að flytja sjálf úr sveitinni, að eiga sér íbúð „á mölinni“ til að hverfa að. Einnig getur það ver- ið viðleitni þeirra til að koma fótunum undir barnið, sjá því fyrir framtíðarhúsnæði og eiga þar athvarf sjálf þegar svo ber undir. Þetta eru hagkvæmnisá- stæður, sem vel eiga rétt á sér. Höfuðmáli skiptir þó að hjálpa unglingnum til að standa á eigin fótum og verða sjálfstæður og sjálfbjarga einstaklingur. • Lcsendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn uni það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. Hátíðir o g hollusta IKIÐ hefur verið rætt um mataræði og hollustu í heimin- um á undanförn- um árum enda eru vísindamenn stöðugt að finna ný og nákvæmari tengsl á milli þess sem við látum of- an í okkur og tíðni fjölmargra sjúk- dóma. Margar tegundir krabba- meins, hjarta- og æðasjúkdóma og ýmissa velmegun- arsjúkdóma ann- arra má rekja beint til mataræðis og hreyfing- arleysis. Aftur og aftur kemur í ljós að það mataræði sem kennt er við Miðjarðarhafssvæði Evrópu virðist vera til fyrirmyndar hvað flesta hollustuþætti varð- ar. Olívuolía, rauðvín og hvítlaukur eru hið besta mál. Að sama skapi má færa sterk rök fyrir því að hið hefðbundna „íslenska" eða norður-evr- ópska mataræði sé hættuspil. Aldrei er það mataræði hins vegar eins ýkt og nú í desem- bermánuði þegar menn keppast við að snæða sem mest af fítu, reyktu eða söltuðu kjöti, rjómasósum og sykurbættu rauðkáli, smákök- um, smjöri og öðru, sem vart getur talist til hollustufæðis. Jafnvel íslenska laufabrauðið, eins ómissandi og það nú er á jólunum, er auðvitað ekkert annað en hveiti djúpsteikt í dýrafitu. Ekki ætla ég að leggja það til að þjóðin leggi af gamla siði og taki upp grænmetisát einvörðungu á að- ventu. Eg er eflaust jafn sekur og hver annar í þessum efnum. Hins veg- ar er þetta ágætur tími til að velta þessum málum fyrir sér og spyrja sjálfan sig hvort einhverju megi Desember er í hugum margra mánuður nautna og óhófs, hlað- borða og átveislna. Samviskubit hrjáir síðan flesta í janúar og líkamsræktar- stöðvarnar fyllast. Steingrímur Sigur- geirsson veltir fyrir sér hvort ekki sé ráð- legt að láta skynsem- ina ráða ferðinni, einnig á aðventunni. Sælkerinn Morgunblaðið/Ásdís breyta, allt er jú best í hófi og það er að minnsta kosti of seint að velta því fyrir sér í janúar. Mál af þessu tagi eru m.a. reifuð í nýlegu hefti tímaritsins Newsweek þar sem raktar eru ný- legar rannsóknir á tengslum fæðu og krabbameins. M.a. kemur þar fram að talið sé að þriðjung allra krabbameinstilfella megi rekja til óskynsamlegs fæðuvals og er það jafnhátt hlutfall og hægt er að rekja til reykinga. Það er kannski ekki nema von að bækur um þessi mál tróni á metsölulistum vestan- hafs. Auðvitað getur rétt mataræði og heilnæmur lífsstíll aldrei tryggt ör- ugga vörn gegn krabbameini eða öðrum sjúkdómum. Vísbendingarn- ar um að mataræði geti dregið verulega úr líkum á mörgum teg- undum krabbameins, t.d. í ristli eða þönnum, eru hins vegar það sterk- ar að það væri óðs manns æði að líta fram hjá þeim. Þegar við þetta bætist að þau matvæli sem mælt er með eru einhver þau bragðbestu og ljúffengustu sem hægt er að hugsa sér blasir við að þetta er þar að auki tilvalin „afsökun“ fyrir því að borða góðan mat. En hvaða matvæli eru það sem sérfræðingar á þessu sviði telja best til þess fallinn að draga úr myndun krabbameinsæxla? Þar ber fyrst að nefna grænmeti og ávexti sem eru hlaðin andoxunar- efnum, c- og e-vítamíni og beta- karótini. Sama má segja um rauðar þiúgur, rauðvín og grænt te. Sam- setningin tómatar, hvítlaukur og ólívuolía er klassísk í ítalskri mat- argerð, að ekki sé minnst á rauð- vínsglasið og smellpassar þar að auki að þessum kenningum. Ekki síst þar sem að elda verður tómata til að losa þau efni (lycopene) er við sækjumst eftir. Raunar skaut þeirri spurningu upp við lestur greinarinnar hvort að hún væri „kostuð" af einhverjum hollvina- samtökum ítalskrar matargerðar, því samkvæmt henni er sígildur ítalskur réttur á borð við pasta með heimalagaðri tómatasósu og glas af rauðvíni með eitt mesta hollmeti sem hægt er að láta ofan í sig. Brokkólí og blómkál eni græn- metistegundir sem hægt er að nota á mjög fjölbreyttan hátt sem með- læti og exu jafnframt mjög ofai'lega á listanum yfir æskilega fæðu. Að auki má nefna baunir, t.d. linsu- baunir, kjúklingabaunir eða nýrna- baunir, sem gjai'nan má finna í ítal- skri og spænski’i jafnt sem t.d. ind- verskri matargerð. I nýlegu hefti Harvard Health Letter eru baunir teknar sérstak- lega fyx'ir og þá ekki bara þær sem við kaupum þurrkaðar heldur einnig ferskar á boi'ð við sti’engja- baunir og sykui-baunir, og hollusta þeii'i'a lofuð í bak og fyrir. Sama má segja um hnetur. Fiskur er sömuleiðis alltaf ofar- lega á blaði og það ætti að vera auð- velt að nálgast hann á íslandi. Hvað kjötið varðar, vei'ðum við að gæta þess að brenna það ekki á grillinu. Fitumagn virðist ekki hafa mikil áhrif á krabbameinsmyndun skv. þessum kenningum en allir vita jú um áhrif fitu á hjarta og æðakei-fi. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af myndun æxla í blöði'uhálsi eða bi'jóstum gæti vei'ið skynsamlegt að velta sojafæði fyxir sér, skv. hinum bandai'ísku kenningum, hvoi-t sem er sojabaunir eða t.d. tofu, sem og rósmaxín, guh'ótum og vínþxúgum. Samkvæmt þessu má sjá að þeg- ar mælt er með hollu mataræði er einnig að mörgu leyti vei'ið að gefa uppski'if't að góðu, fjölbreyttu og spennandi matai'æði. Andstæða þess væri óspennandi í'uslfæði er byggðist á skyndibitafæði, majo- nessósum og gosi eða þá fæði er byggir á söltuðu og reyktu kjöti, fitumiklu kjöti og litlu grænmeti og ávöxtum. Er þetta spui'ning?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.