Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 d_ ÞUSUNDÞJALASMI0UR Fékk bara liti og striga í fermingargjöf Grjetar Andrésson hefur smíðað allt frá fínustu skartgripum upp í stór einbýlishús. Og hann hefur málað frá því hann man eft- ir sér, enda fékk hann bara liti og striga í fermingargjöf. Hann hefur nú opnað sína fyrstu myndlistarsýningu í Skógarbæ, ----------------------------3»---------- þjónustumiðstöð aldraðra í Arskógum 4. / G HEFÐI valið myndlist- ina sem lifibrauð, hefði ég átt þess kost á sínum tíma,“ segir Grjetar Andrésson þegar við göngum um salinn og skoðum myndirnar sem þar hanga á veggjum. „En þegar ég var að alast upp, á bænum Berja- nesi undir Austur-Eyjafjöllum, var talið að myndlistin ein og sér gæti ekki dugað mönnum til lífsviður- væris. Pað var því ekki um annað að ræða en að læra einhverja iðn, og ég fór að læra eldsmíði í Lands- smiðjunni. Og svona eftir á sé ég ekkert eftir því og er fylhlega sáttur við hlutskipti mitt í lífinu ,“ segir Grjetar og bætir við að strax þama í Landssmiðjunni hafi hann byrjað að smíða alls konar hluti úr járni. „Ég hef alltaf haft gaman af því að smíða og ég man ekki eftir mér öðruvísi en málandi og teiknandi. Ég fékk líka bai-a liti og striga í fermingargjöf og ég á litakassana ennþá,“ bætir hann við. Grjetar sótti kvöldnámskeið hjá Myndlistar- og handíðaskólanum og fór einnig á námskeið hjá Tómstundaskólanum, hjá Hörpu Bjömsdóttur. „Svo lærði ég postulínsmálun hjá Elínu Guð- jónsdóttur og málaði matarstell og ýmsa aðra muni.“ Grjetar smíðaði einbýlishúsið sitt sjálfur, bæði að utan og innan og hann hefur smíðað sumarbústaði og Morgunblaðið/RAX GRJETAR Andrésson við nokkur verka sinna á sýningunni. EINN af mörgum postulínsmun- um, sem Gijetar hefur málað. NOKKRIR af skrautmununum sem Grjetar hefur smíðað. sitthvað fleira, allt niður í finustu skrautmuni, sem hann hefur gefið eiginkonunni, Halldóm Ragnars- dóttur, sem og vinum og vanda- mönnum. „Ég hef aðallega smíðað fyrir fjölskylduna, en ég á fjögur böm og eitt fósturbarn og barna- bömin era að verða tíu.“ Á sýningunni í Skógarbæ era 28 málverk og kennir þar ýmissa grasa. Sérstaka athygli vekja mál- verk af gömlum sveitabæjum og Arabískur draumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Rristjánsson HANN vakir yfir verkum sinum. ÞAÐ STYTTIST í jólin, allra heilögustu tíð ársins, fæðingu frelsarans, Jesú frá Nasaret í Pa- lestínu. Draumurinn um Jesú og draumurinn um Arabíu eru grein- ar af sama meiði, þeir speglast í draumnum um Guð, upphafi alls lífs og því er líf án Guðs ekkert Mf. Jesús lét líf sitt af hendi til þess að við dauðlegir menn skildum gildi þess að lifa. Vera lifandi, tjá okkur, meðtaka og vera með í líf- inu, þessari Guðsgjöf. Draumur- inn um lífíð er draumur um fram- þróun Arabíu, heimkynna Jesú. Draumur um vakningu Persíu, draumur um nýjan loga á lampa AUadíns, draumur um líf. „Mig dreymdi að ég var ein- hvers staðar í Egyptalandi að kvöldagi, himinninn var stjömu- bjartur og með mér var mann- eskja mér ókunn. Við komum að vegg, eða múr, ljósbrúnum og á honum voru upphleypt tákn, hringir og strik. Ég bjó um mig við múrinn, lagðist í gulbrúnan sandinn undir brekán og beið þess að Guð talaði af himnum of- an. Þá komu að tvær konur dökk- ar yfirlitum, skrautlegar í klæða- burði og hlaðnar djásnum, þær bjuggu um sig nálægt mér og við biðum öll í þögn með lokuð augu. Yfír hvolfdist myrkur kaldur himinn og stjömurnar, augu him- ins, sindruðu.“ Draumurinn um upphafningu mannsins er draum- urinn um galdur, að geta flogið á persnesku teppi hugsana og fundið andann í lampanum, í ljós- inu, í draumnum, í sálinni. And- ann sem breytir öllu illu í gott, öllu ljótu í fagurt, allri eymd í sælu, betlara í prins. Það er draumurinn um Guð, draumurinn sem við öll dreymum einhvern- tíma á æviskeiði okkar, draumur- inn um sæluríkið, útópíu þess lífs sem við sjáum í hillingum en höndlum ei. Draumur „Þ.K.“ Þ.K. hefur bréf sitt svo: „Ég á það til að leggja mig þegar ég kem heim úr vinnu, eins fínnst mér mjög gott að halla mér seinni part dags um helgar og það er einmitt þá sem ég man helst draumana, eftir nætursvefn era þeir fljótir að fjúka út í buskann“. Draumurinn: Mér fannst ég stödd ásamt bömum mínum í íbúð, í herbergi unglingsstúlku. Eftir smástund fínnst mér stúlk- an vera systurdóttir mín (15 ára). Við sátum á heldur óhrjálegu rúmi (dívan) hennar, það var frekar dimmt þar inni (hafði á til- finningunni að íbúðin væri í kjall- ara) og hún sagði mér að hún væri í sambandi við geimveru, ungan dreng sem hún kæmist í samband við hvenær sem hana langaði til. Þetta fannst mér mjög forvitnilegt og fór að spyrja nán- ar, hún svaraði en virtist ekki áfjáð í að gera úr þessu stórmál. Hún sýndi mér hluti sem hann hafði gefíð henni, þrír hlutir héngu á veggnum fyrir ofan rúm- ið. Hver hlutur á sínum nagla, lyklakippa, spjald og eitthvað sem ég man ekki - annað spjald held ég og nokkrar gylltar (ekki gull) málmþynnur með ágröfnum myndum. Þá sýndi hún mér stóra grímu sem hún setti á sig þegar hún kallaði á drenginn. Gríman var stór, náði frá bringu og tölu- vert yfír höfuð hennar (40 sm). Svo var stúlkan með þriggja sentímetra breitt, gyllt band sem hún bar um ennið. Ég spurði hvort ég gæti náð sambandi og hún sagði að það væri ekkert mál, bara leggjast útaf og „senda“ út spurningu. Ég geri það og um leið fínn ég hvernig hönd er lögð á hvirfilinn á mér, ég bregst illa við, því ég hélt að „sendingin" hefði ekki komist af stað, en enginn viðstaddra sagðist hafa lagt hönd á höfuðið á mér. Um leið fór spjaldið á miðjunaglanum að sveiflast til af miklum krafti. „Þetta gerist alltaf ‘ sagði stúlkan og um leið virtist rafmagnið fara af í augnablik með miklum bloss- um. „Þetta gerist alltaf* sagði hún. Ég spurði mömmu hennar (systur mína) sem lá á fjórum fót- um við að skúra gólfið í næsta herbergi, hvort henni þætti þetta ekki merkilegt? Hún hálfpartinn sneri upp á sig og sagðist ekki hafa neinn áhuga á þessu. „Hér hringir síminn og vekur mig, ég þurfti ekki að svara og gat því legið áfram og rifjað upp drauminn. I töluverða stund eftir að ég vaknaði fannst mér eins og ég finndi enn fyrir lófanum, vel volgum með löngum fingrum á hvirflinum. Ég hef áhuga á að vita hvort eitthertð vit sé í þessu, þessi draumur er nú með þeim ein- kennilegri sem mig hefur dreymt.“ Ráðning Draumar hafa þá sérstöðu að geta hagað gerð sinni eftir dreymandanum og unnið gagn- virkt með tákn sín til að koma skilaboðum sínum og meiningum í hug dreymandans, líkt og nú er að hefjast í tölvuheiminum. En draumurinn hefur það umfram tölvu/sjónvarp að geta farið milli þilja lífsins og smogið að baki þeirra tjalda sem hylur okkur sýn á önnur stig lífsins, svo kall- aða andaheima. Þessi draumur fer með þig/sál þína og næmi yfir á annað svið og notar til þess kunnugleg tákn (systurdóttir) þó flest önnur séu ókunnug. Ferðin skýrist með kjallaranum (dýpri vitundarsvið), myrkrinu (geimurinn), óhrjálegu rúmi (ferðin) í ákveðið herbergi (staðsetning). Svo er það sam- band þitt og samskipti þín við „geimveruna". Lýsingin minnir á sögu Jostein Gaarder, „Halló! Er einhver þama“, en einnig lýsing- ar á gervum forn egypta/faróa (gríman og hlutimir). Það leiðir svo hugann að pistli mínum 21. nóvember um Stóra drauminn, Guð og „merkissteininn í eyði- mörkinni" (pýramídann mikla) og tengsl þar á milli. Draumur þinn gefur í skyn að þau tengsl séu fyrir hendi og geimveran sé æðri máttur sem vilji þér eitthvað gott, benda þér á eitthvað (skoðaðu hlutina betur) eða beina leið þína. Af hverju hann kemur til þín en ekki einhvers annars er ekki gott að segja, enda eru vegir Guðs „órannsakanlegir". • Þcir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.