Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 51 PÁLÍNA ANNA INGIMARSDÓTTIR + Pálína Anna Inginiarsdóttir fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 27. mars 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- ljarðar 30. nóvem- ber síðastliðinn. Pá- lína fluttist til Siglu- fjarðar og giftist 31. desember 1935 eft- irlifandi eiginmanni sínuin, Konráði Kristni Konráðs- syni, f. 27. desember 1904. Þau eignuðust fimm börn: 1) Ósk- ar, f. 6. ágúst 1936, maki hans er Stefanía Eyjólfsdóttir, böm þeirra: Sonja, Erla og Óskar Páll. Óskar á eina dóttur, Hönnu Mæju, af fyrra sambandi. 2) Elsku amma mín, við kveðjum þig með miklum söknuði því þú varst einstök og veittir okkur svo margar ánægjustundir. Eg hændist strax sem barn að ykkur afa og vandi komur mínar oft á Hafnargöt- una til ykkar. Þú varst ekki há í loftinu og ég man hve montinn ég var þegar var orðinn hærri en þú. Við krakkarnir bárum ómælda virð- ingu fyrir þér og þegar ærslagang- urinn var orðinn of hávær þá suss- aðir þú á okkur og hótaðir að rísa upp á afturlappirnar. Það var nokk- uð sem við þorðum ekki að verða vitni að, og svo hlóst þú að öllu sam- an. Á milli ykkar afa var einstakur lífsneisti sem kólnaði aldrei. Það var alltaf jafn sætt þegar afi byrjaði að banka með bollanum í undirskálina þegar þú varst rétt að byrja að hella upp á og sagði „Palla mín, Palla mín,“ og ekkert meira. Amma átti alltaf eitthvað í ísskápnum og búr- inu niðri í kjallara sem töfrað var fram af mikilli alúð með dúk á borð- um. Þegar við komum í heimsókn þá kallaði afi iðulega: „Palla mín, það eru komnir gestir,“ og settist við borðið því hann átti þá von á rjómatertu, soðbrauði að hætti ömmu eða frosnum pönnukökum sem veitti hverjum þeim er smakk- aði sælutilfinningu. Eftir að amma var búin að hlaða borðið með rúm- lega tíu sortum þá sagði afi oft: „Palla mín, áttu ekki eitthvað meira með kaffinu?" Á meðan afi og gest- irnir hámuðu í sig pönnukökurnar heyrðist gjarnan afi segja með stríðnisglampa í augum: „Þær eru ekki vel góðar hjá þér Palla mín,“ síðan stóð hann upp og klappaði henni hlýlega á kinnina. Svona var andrúmslofið ljúft og milt í húsinu hjá ömmu og afa. Eftir að ég kom fyrst með Eddu mína til þín bundust þið strax ein- stökum böndum sem vinkonur. Þið gátuð rætt svo vel saman og kunnuð svo vel hvor á aðra. Þegar við kom- um norður með strákana okkar tókst þú þá með trompi. Þú geymd- ir leikfangabyssu í eldhússkúffunni og sverð í kjallaranum sem þeir höfðu aðgang að, þér og þeim til mikillar ánægju, á meðan foreldr- arnir voru á nálum yfir þessu. Þú varst sko engin venjuleg amma. Þótt fjarlægðin á milli okkar væri mikil í kílómetrum var samband okkar svo gott að mér leið orðið illa ef það dróst um of að hringja til þín og tala um hitt og þetta og ekki síst hvað við hlökkuðum til að sjást næst. Við gátum líka hlegið aftur og aftUr yfir ódauðlegum sögum og orðatiltækjum af þér og samferða- fólki ykkar afa. Lífið hefur ekki alltaf verið ykkur dans á rósum og það var ykkur afar mikil raun þegar Guðmundur ykkar veiktist og þið genguð með honum í gegnum hans miklu veikindi í tíu ár og sýnduð mikið æðruleysi er hann lést. Amma trúði af einlægni á líf eftir þessa jarðvist og við erum þess líka fullviss að nú hefur þú hitt hann Guðmund þinn, en þú varst búin að bíða þess lengi. Það var ömmu mikið áfall er hún Kristinn Björn, f. 16. janúar 1940, maki hans er Kristín Þor- geirsdóttir. Börn þeirra: Anna, Páhna og Margrét. 3) Sig- urður, f. 2. júní 1943, maki hans Dagbjört Jónsdóttir. Börn þeirra: Konráð Jón, Auður og Ás- þór. 4) Margrét Anna, f. 21. septem- ber 1945. 5) Guð- mundur Gísli, f. 19. desember 1953, d. 6. desember 1985. Pálína bjó á Siglufirði ásamt manni sínum til æviloka. Útför Pálínu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. missti svo til alveg sjónina fyrir nokkrum árum þó að ekki hefði mátt finna neinn bilbug á henni. Það var mikið frá henni tekið því hún las mikið og hafði mikla ánægju af að horfa á sjónvarp. Hennar ein- staka jákvæða og létta lund hjálpaði henni að leita annarra leiða til að stytta sér stundir. Elsku besti afi, við vitum að sökn- uður þinn er mikill og biðjum góðan Guð að styrkja þig. Elsku amma, við þökkum þér allt það sem þú varst okkur og þú munt áfram eiga sérstakt hólf í hjarta okkar. Við munum ávallt minnast þín með gleði og þakklæti. Drengj- unum okkar munum við segja áfram sögurnar af Pöllu ömmu og Konna afa. Guð geymi þig og vemdi. Þín Konráð og Edda. Nú er hún amma mín fallin frá eftir erfiða sjúki'alegu. Amma sem var orðin 86 ára og búin að skila góðu ævistarfi. Amma á Sigló eins og ég nefndi hana alla jafna var mér mikils virði. Á uppvaxtarárum mín- um dvaldi ég hluta af sumrinu hvert ár hjá henni og afa á Siglufirði. Á ég dýrmætar minningar frá Hafnar- götunni og sjávarþorpinu Siglufírði. I mínum huga var þetta hátindur hvers sumars að fá að dvelja hjá þeim og öðrum ættingjum mínum þar. Oft sátum við amma á kvöldin við eldhúsborðið, tókum í spil eða spjölluðum saman um allt mögulegt. Barst þá talið oft að síldarárunum. í minningunni eru þetta dýrmætar stundir sem við áttum saman. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt afa og ömmu rífast eða segja styggðaryrði hvort við annað. Slíkt þykir einsdæmi nú á dögum. Algjör verkaskipting átti sér stað á heimil- inu. Mér var fljótt ljóst að það var amma sem réð inni á heimilinu og afi sætti sig við þá tilhögun. Alltaf stóð afi við hlið hennar og er ég þess fullviss að betri maka hefðu þau ekki getað átt. Þau áttu fimm börn, sem hafa alla tíð reynst for- eldrum sínum vel. Mjög þungbær voru henni veikindi og missir Gumma sonar síns. Við það bættist einnig heilsubrestur hjá börnum hennar. En amma var sterk og ákveðin. Þrátt fyrir að heilsan væri ekki góð var amma mikil hannyrða- kona og afbragðshúsmóðir. Góður rómur var gerður að bakstri henn- ar, hvort sem það voru lummur, soðið brauð eða kleinur. Lamba- sneiðar að hætti ömmu hafa sér- staka þýðingu í mínum huga. Alltaf var reynt að eiga nóg bakkelsi ef óvæntan gest bæri að garði, enda var hún bæði örlát og gestrisin. Hún var félagslynd og hafði gaman af að hafa samband við vinkonur sínar og skyldmenni, hvort sem það var í formi heimsókna eða símleiðis. Hún var mjög barngóð og hafði greinilega mikla ánægju af þegar eitthvert hinna fjölmörgu barna- barna eða bamabamabama hennar bar að garði hjá þeim hjónum. Hún var stolt af niðjum sínum og fjöl- skyldum þeirra og fylgdist vel með högum hvers og eins fjölskyldumeð- lims. Amma naut þess að lesa, en með árunum skertist sjónin og loks fór svo að hún varð að láta sér nægja hljóðsnældur. Síðustu árin voru hún og afi orðin mjög heilsuveil. Vegna þessa fengu þau inni á öldrunar- deild Sjúkrahúss Siglufjarðar. Sér- staklega vil ég þakka öllu starfsfólki sjúkrahússins fyrir alla þá hjálp og jákvæða viðhorf sem hún naut þéssi síðustu æviár sín. Ég veit að hún mat það að verðleikum. Það var mér einnig mikils virði að finna að hún væri á sjúkrahúsinu í góðum hönd- um á meðal vina. Ometanlegt er fyr- ir mig að hafa kynnst svo hjarta- hlýjum einstaklingi eins og hún amma mín var. Afi - ég veit að harmur þinn er mikill, en hún var sátt við að fara og bíður þín þolin- móð. Um leið og við vinir hennar og ættingjar kveðjum hana skulum við gleðjast yfir því að hafa fengið tæki- færi til að kynnast svo einstakri konu. I mínum huga verður Amma á Sigló alltaf til. _ Óskar Páll Óskarsson (Palli). I fáeinum orðum langar okkur systumar að minnast ástkærrar ömmu okkar. Það var að kvöldi 30. nóvember að hringt var og tilkynnt að amma á Sigló væri látin. Það kom ekki á óvart þar sem veikindi höfðu hrjáð hana síðustu árin. Hún hafði barist vel og lengi. í þetta sinn var hún tilbúin að kveðja þennan heim. Amma var einstök í okkar aug- um. Þótt hún væri smá vexti var hún röggsöm kona sem vissi hvað hún vildi. Meira að segja var hún búin að gera ráðstafanir varðandi eigin jarðarför. Það var alltaf gam- an að koma í heimsókn á Siglufjörð til ömmu og afa. Þar dvöldum við hjá þeim í lengri eða styttri tíma á hverju sumri öll æskuárin, og er margs að minnast frá þeim tíma. Alltaf var fullt hús gesta, enda gest- risni hennar með eindæmum. Við munum ætíð minnast ömmu þegar jólin nálgast. Hún sagði alltaf: „Það eru alveg að koma jól og ekkert far- ið að gera,“ en allt varð að skrúbb- ast hátt og lágt fyrir jólin. Eða þeg- ar við tókum litla prammann í leyf- isleysi og það fjaraði svo mikið út að við komumst ekki upp að bryggju með bátinn, amma gat verið ströng en sanngjörn var hún alltaf. Amma hefur lifað yndislegu lífi með afa. I yfir 60 ár voni þau í ham- ingjusömu hjónabandi. Það var ynd- islegt að horfa upp á svo langt og hamingjusamt hjónaband og bama- lán þeirra. Með trú á Guð, fullum bolla af eigin styrk, breitt yfir með nóg af glettni, yfirsteig amma ekki bara alla þröskulda sem á vegi henn- ar urðu, heldur gerði öðrum lífið létt og ánægjulegt. Elsku afi, Magga, aðrir ættingjar og vinir, ég bið Guð að styrkja okkur í söknuði okkar, og við vitum að amma er nú á góðum stað, þar sem henni líður vel. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sonja og Erla. Mig langar með fáeinum orðum að minnast ömmu minnar eða ömmu Pöllu eins og við krakkarnir kölluðum hana. Efst í huga mér eru jólin, á hverju aðfangadagskvöldi fórum við á Hafnargötuna til ömmu og afa og fengum þar heimalöguð kramarhús með rjóma og sultu. Okkur fannst þetta herramanns- matur og þetta tilheyrði jólunum. Einnig kemur í huga mér jólatréð þeirra en það var engu líkt, vafið bómull og skrauti sem Ásþór bróðir varðveitir nú og skartar á sínu ÞÓRA JÓNSDÓTTIR + Þóra Jónsdóttir fæddist í Bessa- staðagerði í Fljóts- dal 13. apríl 1921. Hún lést á Landspít- alanum 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stöðvarfjarðar- kirkju 27. október. Hún amma er dáin, hún amma sem alltaf var svo góð við okkur, skammaði okkur aldrei, huggaði okkur þegar við vorum að gráta eða illa lá á okkur, prjónaði margt fallegt handa okkur og gott var að koma inn í hlýjuna til, þegar okkur var kalt. Ég sé þau fyrir hug- skotssjónum mínum, litlu börnin í Vinaminni, sitjandi hljóð við síðasta hvílurámið hennar, döpur á svip með spurn í augum. Það er búið að segja þeim að hún sé komin til Guðs. Um hugann fer spumingin hvar Guð sé, við sjáum hann ekki. Einmitt svona orðaði dóttursonur minn það er hann fór í kirkju með mér í fyrsta sinn. Já, hún Þóra mín blessunin er farin, hún gat ekki meira, gat ekki barist lengur. Það er aðdáunarvert hve vel hún hefur staðið sig, af ein- stöku æðruleysi og viljaþreki. í áraraðir hefur hún gengið milli lækna og sjúkrahúsa. Það virðist enginn mannlegur máttur getað læknað þennan sjúkdóm. Við töluð- um oft saman, sérstaklega á kvöld- in þegar rólegt var orðið, stundum var hún að fara á sjúkrahús eða koma af því. Ég minnist þess ekki að hún væri að kvarta yfir því að illa gengi. Henni var þakklætið efst í huga og bar öllu starfsfólki góða sögu, það væri svo gott við sig og vildi allt fyrir sig gera. Ég hef frétt frá hjúkr- unarliði hve það dáðist að því hve léttlynd og bjartsýn hún vár, átti það meira að segja til að spauga með vand- ræðin. Ég trúi þessu vel, því hún gat verið meinfyndin. Meira að segja er ég heimsótti hana á sjúkrahúsið, eftir að hún hafði gengið undir erfiða að- gerð, var hún að reyna að gera að gamni sínu. Hún var svo þakklát fyrir öll blómin sem hún var búin að fá, sýndi mér sérstaklega falleg- an blómvönd frá ungum vini sínum fyrir austan. „Hann hefur alltaf verið svo góður við mig,“ sagði hún. Eitt sinn er ég kom til Þóru var hún að þakka Guði fyrir að Kjartan eiginmaður hennar hefði ekki þurft að liggja á sjúkrabeði, hann hefði ekki þolað það, annar eins ákafa- maður og hann var. Það var alltaf sama umhyggjan fyrir honum frá fyrstu til hinstu stundar. Það var sönn ást sem hún bar til hans, svo hrein og fölskvalaus að fátítt er. Þau voru svo hamingjusöm saman alla tíð. Ég held að hún hafi varla litið glaðan dag eftir fráfall hans. Það er nú best að byrja á byrjun- inni og gleyma dökku hliðunum í bili. Þóra og Kjartan gengu mjög ung í hjónaband. Þau byggðu sér hús skammt frá heimili foreldra minna, er þau nefndu Vinaminni. Það var alla tíð mikill samgangur milli heimilanna og mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Sú vinátta var mikils virði fyrir mömmu og pabba, þegar þau voru orðin ein eftir á Ekru. Eftir að ég fór að heimili. Amma Palla var alltaf til staðar, hún var alltaf heima og gat maður komið til hennar öllum stundum og fengið eitthvað gott í munninn. Alltaf lumaði hún á ein- hverju góðgæti og þótt árin liðu og við yrðum eldri urðu heimsóknir til hennar alltaf með sama hætti, við máttum með engu móti fara svöng heim. Úr litla húsinu þeirra ömmu og afa Konna eigum við margar góðar minningar sem aldrei líða úr minni, þetta var samkomustaður fjölskyldunnar, þarna hittust allir og styrktu fjölskylduböndin sem svo dýrmæt eru. Við systkinin flutt- um hvert á eftir öðru frá Siglufirði og sáum við því minna af ömmu og afa. I hvert sinn er við komum í heimsókn kviðum við fyrir að þurfa að kveðja þau. Svo mikið áttu þau að gefa og ástúðin og umhyggjan leyndu sér ekki í augum þeirra er við hittumst á ný. Síðastliðið sumar fór ég til Siglufjarðar með fjöl- skyldu minni í heimsókn til ömmu og afa. Það var yndislegt að sjá þau saman eins og alltaf og seint mun líða mér úr minni hve erfitt var að kveðja. Það var eins og amma vissi að þetta væri í síðasta sinn sem hún sæi okkur. Hún dró hring af fingri sér og setti í lófa minn og sagði að þessi hringur hefði alltaf verið ætl- aður mér. Hún vildi láta mig fá hann strax svo hann kæmist í réttar hendur. Við felldum tár þegar við kvöddumst og kveðjustundin var erfið. Hún kyssti litlu drengina mína og hafði orð á því hve gaman það hefði verið að sjá þá. Hún virt- ist vera að undirbúa brottför sína, hún vissi að sinn tími væri senn á enda hér og að á öðrum stað sem við ekki þekkjum biði Gummi yngsti sonur hennar, sem lést langt um aldur fram. Minning um yndislega ömmu lifir í hjörtum okkar og afi kveður með söknuði lífsförunaut sinn sem staðið hefur við hlið hans öll þessi ár. Elsku Magga, mikið tómarúm hefur nú myndast sem ekki verður fyllt og bið ég Guð um að styrkja afa og okkur öll. Auður. dvelja á sumrin á Ekru var Þóra alltaf boðin og búin að aðstoða mig, hvort heldur var að lána mér síma eða útvega gistingu ef á þurfti að halda, eins og þegar faðir minn var jarðsettur. Þau voru samhent um það hjónin að gera öðrum greiða ef mögulegt var. Kjartan og félagar hans stofn- uðu Varðarútgerðina sem þeir ráku í mörg ár með miklum myndug- leika og nefndu fyrirtækið eftir fyrsta stóra bátnum er Vörður hét. Lengst af áttu þeir stórt skip, Heimi, mikið aflaskip, enda fengu þeir frænda Kjartans sem skip- stjóra, en hann var með mestu afla- mönnum í flotanum og allt blómstraði hjá þeim. En þeir fengu líka mikinn stuðning hjá húsmóð- urinni í Vinaminni í öllu þessu um- stangi. Þar var oftast nær fjöldi manna í fæði, iðnaðarmenn, verka- menn og sjómenn í landlegum, auk allra gesta og gangandi er fóru þar um, meira að segja þingmenn og ráðherrar. Sjómaður frá Fáskrúðs- firði er var þar um tíma sagðist aldrei á ævinni hafa fengið betri mat en hjá Þóru. Allt þetta leysti hún af hendi með prýði, var harð- dugleg og mikil matmóðir sem bak- aði allt matar- og kaffibrauð. Eitt fannst mér óskiljanlegt og aðdáun- arvert; aldrei var neitt lauslegt á borðum. Eftir notkun hurfu allir hlutir jafnóðum á einhvern dular- fullan hátt. Hvernig hún fór að því er kafii út af fyrir sig. Stöðvarfjörður hefur nú misst einn einlægasta aðdáanda sinn. Hún sagði eitt sinn við mig að aldrei skyldi hún fara héðan, þó allir aðrir færu. Henni þótti miður að alltaf fækkaði íbúunum á Stöðvarfirði. Nú hvíla þau Þóra og Kjartan í friði inni í Stöðvarkirkjugarði. Þaðan er fagurt útsýni til hafsins og æsku- stöðvar þeirra blasa við, þar sem ástin blómstraði. Vertu sæl, Þóra mín. Ég þakka þér alla tryggðina og vináttuna. Guð blessi þig og þína. Þorbjörg Einarsdóttir frá Ekru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.