Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 71 KIRKJUSTARF Aðventukransar AÐVENTUKRANSAR sem út- búnir eru til heimilisskrauts á jólaföstu eru tiltölulega ungt fyr- irbæri. Snemma á 19. öld var byrjað að útbúa aðventukransa í Norður-Þýskajandi til að selja á jólamarkaði. Á kransinum voru fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í jólaföstu. Seinna hafa þróast ýmis afbrigði sem meðal annars koma fram í sérstökum lit á skreytilindum fyrir hvern sunnudag. Almennt fóru aðventu- kransar ekki að sjást á íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyijöld. Þeir breiddust mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en á árunum 1960-70. Kirkjustarf í Eyjafírði Akureyrarkirkja: Sunnudaga- skóli á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kvenfé- lag Akureyrarkirkju verður með heitt súkkulaði og kleinur í safn- aðarheimili eftir guðsþjónustu. Öldruðum boðinn akstur til kirkju. Bíll fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð. Að- ventukvöld í Akureyrarkirkju annað kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, m.a. söngur Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju. Ræðumaður er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Félagar úr Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju verða með stuttan helgileik. Bi- blíulestur í safnaðarheimilinu í umsjá Guðmundar Guðmunds- sonar á mánudagskvöld kl. 20.30. Mömmumorgunn í safn- aðarheimili kl. 10-12 á miðviku- dag, jólastund, síðasta samvera fyrir áramót. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12 á fímmtudag. Glerárkirkja: Barnasamvera verður í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 11. Messa verður kl. 14. Flautuflokkur leikur und- ir stjórn Jacqueline FitzGibbon. Heitt súkkulaði og smákökur að messu lokinni. Ath. kvenfélagið Baldursbrá verður með basar í anddyri kirkjunnar eftir messu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, sakra- menti og fyrirbænir, léttur há- degisverður á vægu verði að lok- inni helgistund. Hjálpræðisherinn: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma kl. 17 sama dag. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. Hn'seyjarprestakall: Sunnu- dagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Fundur í æskulýðsfélaginu Kátir krakk- ar á mánudag kl. 16. Aðventu- kvöld í Stærri-Árskógskirkju sunnudagskvöldið 6. desember kl. 20.30. Húsavíkurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag, í umsjá Sighvats, Hafliða og Pá- línu. Minnt er á æfmgu fyrir helgileik á miðvikudag kl. 17. Aðventuhátíð kirkjukórsins kl. 17 á sunnudag, fjölbreytt dag- skrá, stjórnandi er Pálína Skúla- dóttir. Hvítasunnukirkjan: Bænastund kl. 20 til 21 í kvöld, laugardags- kvöldið 5. desember. Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11.30 á morgun, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa. G. Rúnar Guðnason verður með biblíufræðslu. Léttur hádegis- verður á vægu verði kl. 12.30. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, fjölbreyttur söngur, barnapössun fyrir yngri en sex ára. Vonarlínan, 462-1210, sím- svari með uppörvunarorð úr ritningunni. Kaþólska kirkjan: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og KFUK: Aðventusam- koma kl. 17. Jólalögin sungin, Sigríður Halldórsdóttir talar. Veitingar, allir velkomnir. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára kl. 17.20 á mánudag. Safnaðarstarf Gerðubergs- kórinn í Breiðholts- kirkju VIÐ fáum góða heimsókn í Breið- holtskirkju í Mjódd á morgun, annan sunnudag í aðventu. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfs- ins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14, undir stjórn Kára Frið- rikssonar, en sú hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heim- sókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur úr fé- lagsstarfinu, þau Anna Jónsdóttir, Ármann Kr. Einarsson, Jakob Þor- steinsson og Dagbjört Þórðardóttir, lesa ritningarlestra og bænir. Að messu lokinni verður síðan kaffisala Stúlknakórs Breiðholts- kirkju, en kórinn er nú að undirbúa þátttöku í norrænu barnakóramóti í Finnlandi næsta vor. Að lokum skal þess getið, að í dag, laugardag, kl. 15, verður stúlknakór- inn með basar og flóamarkað í safn- aðarheimili kirlgunnar til fjáröflunar fyrir Finnlandsferðina. Sr. Gísli Jónasson. Kökusala s Askirkju HIN árlega kökusala til styrktai- safnaðarstarfi Áskirkju verður sunnudaginn 6. desember kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar við Vest- urbrún. Móttaka á kökum verður frá kl. 11 sama dag. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 6. desember verður auk venjulegrar morgun- messu og barnastarfs kl. 11 kvöld- messa kl. 20.30. Kvöldmessan verður með einföldu sniði og lögð áhersla á bæn og íhugun. Efni kvöldsins verð- ur „Vakið og biðjið". Sr. Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri kirkjunnar mun hafa hugvekju og þjóna í mess- unni ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie. I lok messunnar verður kirkju- gestum afhent bænaspjald, sem þeir geta tekið með sér heim og notað á aðventu. Tónleikar TÓNLEIKAR kirkjukóra Árbæjar- kirkju og Fella- og Hólakirkju ásamt einsöngvurum og strengjasveit verða í Ái-bæjarkirkju í dag, laugar- dag, kl. 17. Stjórnendur eru Pavel Smid og Lenka Mátéová. Fjölskyldan og jólaundirbún- ingurinn SR. ANNA S. Pálsdóttir prestur í Grafarvogi og starfsmaður hjá fjöl- skylduþjónustu kh'kjunnar er gestur í hjónastarfi Neskirkju nk. sunnudag kl. 20.30. Þar fjallar sr. Anna um efnið: „Jó- laundirbúningurinn - álag eða ánægja fyrir fjölskylduna?“ og ræðir hvernig þessi erilsami tími fyrir fjöl- skylduhátíðina jólin getur beinlínis orðið fjölskyldufjandsamlegur. Þá kemur hún inn á leiðir til að gera þennan tíma fjölskylduvænni. Fundurinn í hjónastarfi Neskirkju er haldinn í safnaðarheimili kirkj- unnar og er öllum opinn. Breiðholtskirkja. í dag, 5. desem- ber, verður haldin flóa-, köku- og föndurbasar til styrktar Finnlands- för stúlknakórs Breiðholtskirkju. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hliðasmára 5. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK, aðalstöðvar við Holtaveg. Samkoma verður á morg- un, annan sunnudag í aðventu, kl. 17 í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Ritningarlest- ur og bæn: Bjarni Árnason. Sagt frá starfi félaganna utan Reykjavíkur- svæðisins: Gyða Karlsdóttir æsku- lýðsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK og Haraldur Guðjónsson æskulýðs- fulltrúi félaganna á Vesturlandi. Herdís Hallvarðsdóttir syngur einsöng og kynnir nýútkominn geisladisk sinn. Á samkomunni verður happdrætti á vegum basar- nefndar KFUK. Glæsilegir munir verða í boði. Ræðumaður sr. Bjarni Þór Bjarnason prestur í Garðabæ. Stund fyrir börn á meðan á ræðunni stendur. Eftir samkomuna verður hægt að fá keypta samfélagseflandi máltíð á fjölskylduvænu verði. Helen Kelly DÖMUSKÓR Teg.: 6956 Litur: D ökkblár Stærðir: 36-41 Verð: kr. 3.995 Opið laugard. 10-18, Sunnud. 13-17 Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 5521212 PÓSTSENDUIVI SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af vönduðum borðstofuhúsgögnum á góðu verði frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Skovby <@h usqöqn Armúla 8 -108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.