Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 55 ÞORGEIR RUNAR KJARTANSSON + Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvem- ber 1955. Hann iést á Landspítalanum 6. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ar- bæjarkirkju 13. nóvember. þegar ég sá hann í síðasta sinn sat hann í anddyrinu á geðdeildinni. hríðskjálfandi í vetrarfrakka þegar hann sá mig heilsuðumstvið hann horfði á mig augum semísennvorudöpur og langþreytt á auðmýkingu auðmýkingunni að þurfa að biðja náunga sinn um hjálp það var ekki erfitt að hjálpa honum erfiðara að taka á móti svona stóru þakklæti (Þ.K. 1997) Fyrst þegar ég kynntist saxófón- leikaranum glæsilega hélt ég að varasamur kvennaflagari væri að fara í fjörurnar við mig. En þegar ég sá draumlynd viðkvæmnisleg augu hans vissi ég að dulbúinn engili var á ferðinni. Ég var heill- uð. Að faðma Þorgeir (Gogga) var eins og að faðma aldagamlan ástvin og hann sagði og gerði svo margt fallegt. Sagnfræðingurinn kunni ótal sögur og sagði skemmtilega frá og skáldið orti til mín Ijóð. I leyndum hirslum átti Porgeir fjár- sjóð skáldskapar eftir sjálfan sig og jós mig dýrindis Ijóðperlum: „Eg hef leitað þfn alla ævi Rúna. Óll mín ljóð hef ég ort til þín.“ Ég var orðlaus í heila viku. Þessi mað- ur sem hafði fengið þann stimpil á sig að vera geðsjúklingur og sukk- ari var snillingur. Eitt sinn orti hann tilfinningaþrungið ljóð af munni fram án blaðs og penna. Augnablikið var of töfrandi og ótrúlegt til að hægt væri að festa það á blað. Orðin dóu út jafnóðum og hann hvíslaði þeim í eyi'a mér dáleiðandi röddu. „Goggi var ljóð frá Guði,“ sagði einn vinur hans við mig klökkur eftir útförina. Með hugmyndaflugi sínu og hrífandi framkomu hafði Þorgeir andlega frjóvgandi áhrif á þá sem í kring- um hann voru. Þegar ég fékk málið aftur fór ég sjálf að svara honum í ljóðum og orti meira eftir að ég kynntist honum en áður. Hann var svo hlýr og umhyggjusamur, hvatti mig mikið og gaf mér styrk eins og mörgum öðrum. Oft var Þor- geir í hlutverki leið- toga og sálusorgara. Hann var sterkur fyrir aðra og skilningsríkur enda er „þjáningin [...] fæðingarhríð skiln- ingsins" (K. Gibran 1996: Spámaðurinn, 63). Þorgeir hafði iðu- lega þau áhrif á fólk að það opnaði sig. Margir trúðu honum fyrir leyndarmálum sínum og raunum. Hann bjó yfir sterkri réttlætiskennd og tók ávallt málstað lítilmagnans. Hroka, hræsni og hleypidóma þoldi hann ekki og mat fólk út frá öðru en ver- aldargengi þess og stöðu. Honum var ljóst að róninn á götunni getur verið jafn sönn og mikil manneskja og borgarstjórinn. A þessum tíma var Þorgeir fullur af lífsgleði, sjálfsöruggur og ákveðinn. Hann skrifaði greinar í Mannlíf, hafði skoðanir á öllu og talaði af brenn- andi hugsjónamóði. Við hlógum og lékum okkur eins og börn, sólskin var í öllum heiminum og fólk flykktist að okkur. Eins og ávallt þegar sól Þorgeirs stóð hátt á lofti leyfði hann öllum að lauga sig í Ijómanum sem frá honum stafaði. Hann dansaði um af kátínu, las upp ljóð, hélt myndlistarsýningu og tónleika. Tregablandin gleðitónlist hljómaði í eyrum alla daga. Þorgeir lék á gítar og saxófón, hljóðfærið sem hann taldi komast næst guð- dómnum allra hljóðfæra. Hann var dulspekingur og bænheitur trú- maður eins og sjá má á sálmum hans og því hvernig Júpíterslagið Manus Dei varð til. Að sögn Þor- geirs höfðu hljómsveitarmeðlimir verið að karpa og stefndi í klofning meðal þeirra. Hann fór þá fram, lagðist á bæn og bað þess ákaflega að ágreiningurinn yrði leystur. Þegar inn kom aftur hóf hann að leika á saxófóninn af mikilli ástríðu og aðrir hljóðfæraleikarar tóku undir. A eftir sagði svo einn hinna: „Eigum við ekki að kalla lagið Manus Dei - Hönd Guðs?“ Þeir hinir vissu þó ekki hvað saxófón- leikarinn hafði verið að gera meðan hann brá sér fram. Þess má svo geta til gamans að trúmaðurinn var með undarleg siggmynduð för í lóf- unum miðjum eins og eftir nagla. Hann sagði þau hafa myndast smám saman en vissi ekki af hverju. „Lindin, sem er uppspretta gleð- innar, var oft full af tárum“ og „þeim mun dýpra sem sorgin gref- ur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað“. (K. Gibran 1996, 36). Þegar gleðin var ríkjandi í list Þorgeirs og lífi var sorgin aldrei langt undan og þegar ÁSTA GUNNSTEINSDÓTTIR + Ásta Gunnsteinsdóttir fædd- ist 10. janúar 1920. Hún lést á Landakotsspítala 21. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 30. nóvember. Mig langar til að rita fáeinar línur til minningai- um Ástu Gunnsteins- dóttur, sem jarðsungin vai1 sl. mánu- dag, og mann hennar Sigurð Jóns- son, sem dó fyrir fáeinum árum. Þannig háttaði til í lífi mínu árið 1970, að segja má að ég hafi eigin- lega verið vegalaus, 15 ára gamall. Fyrir tilstilli góðra manna komst ég þá til þeirra fóstru minnar Ástu Gunnsteinsdóttii’ og Sigurður Jóns- sonar á Melabrautinni. Fyrir var á heimilinu sonurinn Gunnsteinn, sem þá var í námi. Hann átti eftir að reynast mér sem besti bróðir. Ég tel án efa það hafa verið mín mestu gæfuspor á unglingsárum að vera á heimili þehra Ástu og Sigurðar og þeim á ég að þakka hvað ég er í dag. Þau lögðu sig öll fram um að koma mér til manns. Ég mun ávallt minn- ast þeirra með hlýhug og þakklæti fyrir öll góðu og viðburðaríku árin, sem ég átti hjá þeim. Ásta var stórbrotin persóna, traust sem klettur og vinur í raun. En Sigurðar minnist ég mest fyrir það hversu rólegur hann var, traust- ur og blíður, og ekki síður fyrir brennandi áhuga hans og traust á Chevrolet. Þar áttum við alltaf sam- eiginlegt áhugamál, sem létti hugann að ræða, þegar aðrir og dapurlegri hluth’ höfðu gert manni lífið leitt. Blessuð verið minning Ástu og Sigurðar. Ég bið einnig góðan Guð að blessa og geyma Sólveigu, Gunn- stein, börn þeiira og maka. Jón Ómar Jóhannsson. sorgin var mest áberandi kraumaði gleðin undir niðri. Ég hef aldrei upplifað eins innilega gleði og með honum en heldur aldrei eins djúpa sorg. Samband okkar stóð stutt og ást okkar átti erfitt uppdráttar. En hún var mögnuð eins og galdur. Heimili mitt brann, Þorgeir fór í maníu, brotist var inn til hans, hann missti íbúðina sína, var mán- uðum saman á spítala. Síðan vorum við bæði alsnauð á götunni. „Vel- ferðarkerfið" veitti ekki aðstoð og við hröktumst um eins og útigangs- hross í mánuð í leit að húsnæði. Loks varð á vegi okkar hrörlegt lít- ið „dúkkuhús“ á Oðinsgötu 21b sem höfðaði til okkar og þurfti jafnframt svo mikilla viðgerða að lánin sem við höfðum rétt á nægðu til kaupanna. Um stund virtist ætla að rofa til en Þorgeir greindist þá með „góðkynjað“ æxli í koki sem brátt fór að valda honum vanlíðan. Ekki þótti aðkallandi að fjarlægja það og náði æxlið að stækka þá tvo mánuði sem beðið var eftir aðgerð. Þó kom á tímabilinu út fyrsta ljóðabók Þorgeirs Þar sem það er séð og birtist í henni brot þess skáldskapar sem hann hefur látið eftir sig. En þegar til kom reyndist æxlið illkynjað, við tók þriggja mánaða skelfileg geislameðferð og ástvinur minn hrapaði ofan í hyl- djúpa helnótt hjartans. Þar voru engar stjörnur og aðeins einn máttfarinn ljósgeisli. En meira ljós þarf til að þunglyndisskuggar hörfi. „Ég er einskis virði Rúna, - ég hef enga stöðu í lífinu, - ég er ekki neitt,“ sagði þessi snillingur tón- listar og orðlistar. „Ég vil bara fá að deyja." Þorgeiri leið eins og mér þegar hann huggaði mig fyrr um veturinn. Við urðum svo lítil og vanmáttug og hjálparköll okkar veikluleg. Öll sund virtust lokuð og engin leið út úr þjáningunni nema dauðinn. Samt þráðum við að fá að vera til. En í grimmum heimi eiga ofurnæmar listrænar sálir sér stundum hvergi skjól nema í laun- djúpum hugans. Fáir gátu fylgt Þorgeiri inn í svartnættið. „Þú ert yndisleg manneskja Þor- geir,“ mótmælti ég. „Allir sem þekkja þig dá þig og elska.“ Ég taldi upp allt sem hann hafði afrek- að, það sem vinir, kunningjar og samstarfsmenn hafa borið lof á hann fyrir í fallegum minningar- greinum sínum. En Þorgeir hafði vegna veikinda sinna misst tvö störf á fjölskrúðugum ferli sínum. Það sat eftir í myi’kri minningunni. Engu máli skipti þótt öllum bæri saman um að hann væri framúr- skarandi starfsmaður. Allt sem Þorgeir tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hefði hann líka misst vinnuna ef hann til dæmis hefði verið hjartveikur? Það var erfitt að halda sjálfsvirðingunni andspænis sleggjudómum heimsins. „Þú ert besti saxófónleikari í heimi,“ hélt ég áfram þrjóskulega. „Og ljóðin þín. Öll undursamlegu ljóðin sem þú hefur ort.“ „Ég er ekkert sérstakur og ljóð- in eru léleg,“ hreytti hinn blíðlyndi listamaður út úr sér, óvægnari við sjálfan sig en nokkurn annan. Langt var síðan hann hafði leikið á saxófóninn og ljóðabókin eina sem komið hafði út seldist illa (eins og aðrar ljóðabækur). Neikvæði dóm- urinn í Mogganum særði lista- mannssálina og skyggði á góða dóminn í DV. Þorgeir gat ekki einu sinni fengið að birta ljóð í TMM og „aldrei aldrei / var til nokkur hugg- un“ (Þ.K. 1997, 32). Við einangruðumst eins og tvö helsærð dýr og reyndum að sleikja sárin en í hvert skipti sem þau voru farin að gróa urðum við fyrir nýj- um áföllum með nýjum sárum. Vorið kom með birtu sína og brot- hætta von en seinlega gekk að gera upp húsnæðið og var á mörkunum að það væri íbúðarhæft. Allar vatnsleiðslur reyndust til dæmis ónýtar svo við þurftum á tímabili að sækja neysluvatn út í fötu. Síð- an fundust meinvörp frá æxlinu í lungum Þorgeirs og beinum og vonin brotnaði. Við fengum loksins aðstoð og fluttum í j-auðakrossíbúð á Rauðarárstíg 33. Ég vann myrkr- anna á milli í fornleifauppgreftri og íbúðinni á Óðinsgötu auk þess sem ég reyndi að hlúa að elskuvini mín- um. Hann var svo veikur, ég svo þreytt, en við byggðum samt upp nýja von. Þorgeir var nú staðráð- inn í að sigrast á veikindunum - hann ætlaði að lifa - og ég trúði því með honum að þetta fengi farsælan endi. Þegar tekist hafði eftir sum- arið að koma Óðinsgötuíbúðinni í betra ástand snerum við aftur og fluttum með aðstoð góðra vina fá- tæklegar eigur okkar sem verið höfðu tæpt ár í geymslu. Þorgeir tók nú gleði sína aftur og virtist vera að hressast. Við hreiðruðum um okkur á hlýlegu draumaheimili vonblíð á leið inn í ljósið en þá dundi síðasta reiðarslagið yfir. Þótt líðan Þorgeirs hefði verið ágæt þennan mánuð hafði sjúkdómurinn tekið sig upp. Lyfjameðferð með slæmum aukaverkunum hafði ekki skilað árangri og krabbamein breiðst út um beinagi’indina auk þess sem nýtt æxli hafði myndast í kokinu. Þorgeir varð enn einu sinni að leggjast inn á spítala. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að aka þessum lífsfjöruga manni svo þjáðum um í hjólastól með súrefniskút. Aldrei aldrei var neitt eins sárt. Samt var hann svo hugrakkur og hvíslaði að mér mörgum ástúðugum orðum. Eftir síðustu nóttina hrökk ég upp við að hann hljóp fram úr rúminu kallandi: „Eg verð að fara! Hjálp- aðu mér Rúna.“ Hann hné niður hjá dyrunum þar sem ég faðmaði hann að mér: „Þorgeir, Þorgeir." Með grát minn í eyrunum yfirgaf hann loks helsjúkan likama sinn. Þegar ég hugsa um hlutskipti þessa fjölhæfa manns verður mér hugsað til sögunnar um fornkapp- ann Starkað. Starkaður þoldi óvild Þórs, varðguðs hefðbundinnar samfélagsskipanar en naut hylli Óðins, guðs skáldskapar, lista, leiðslu og æðis. Þór lagði mikla ógæfu á Starkað en Óðinn brást við með því að gefa honum margar gáfur. Ógæfu hetjunnar fylgdu því guðsgjafir. Ef til vill ber heldur ekki að líta á mótlæti Þorgeirs sem bölvun eingöngu. Það er eins og sársaukinn hafi að sumu leyti knúið hann áfram því hann náði að af- kasta óvenjulega miklu á skammri ævi og meiru en margir sem lifa helmingi lengur. Kannski gaf Guð honum orku til að ljúka því sem honum var ætlað á skemmri tíma en öðrum. „Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins“ hljótum við „að kynnast þján- ingunni." (K. Gibran 1996, 63). Kannski markaði Veðraspá Þor- geirs upphafið, langt og torrætt kvæði sem varð til um það leyti sem hann veiktist fyrst. Kvæðið á ekki sinn líka í íslenskri nú- tímaljóðagerð en minnir helst á heimsádeilu- og særingakvæði fyrri alda. Þorgeir var alltaf list- rænn en á tímabilinu sem í hönd fór hófust listrænir hæfíleikar hans í æðra veldi. Flest ljóð sín orti hann að eigin sögn eftir þrítugt - eftir að hann veiktist - og Júpíters og fleiri hljómsveitir urðu einnig til á þeim tíma. Geðveikin var samofin snilligáfu. Þorgeir stóð sig furðu- lega vel á þrettán ára þrautagöngu. Frjóvgaði þjáningin kannski sköp- unargáfuna? Þorgeir hélt auk þess áfram að skapa mjög langt leiddur í maníu. Mér er minnisstætt þegar vinir hans Tómas Ponzi og Stein- gi’ímur Eyfjörð fengu hann til að hjálpa sér með frumlegt listaverk sem síðan var til sýnis á Nýlista- safninu. Þeir bjuggu til myndir og óróa úr þeim sem fól í sér mynda- sögu en Þorgeir samdi textann. Vinir hans sýndu honum myndirn- ar og meitlaðar setningar hrutu jafnóðum af vörum hans. Þetta tók aðeins eina klukkustund. Nokkru eftir að ég kynntist Þor- geiri fór fólk að vara mig við því að hann væri geðveikur. Ég hafði aldrei áður kynnst geðveikum manni en var vön að svara að fleiri ættu þá að vera þannig veikir því Þorgeir var svo yndislegur. Ég komst síðar að því að þegar geð- veikin tók völdin gat það haft lítt yndislegar afleiðingar og þó var Þorgeir alltaf heillandi - líka í geð- veikinni. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart því tungumál geðveik- innar er náskylt tungumáli skáld- skaparins og sá sem yrkir fallega * hlýtur líka að vera fallegur í geð- veiki. Þegar Þorgeir var í maníu varð líf hans allt að skáldskap. Hann lifði hugmyndir sínar í stað þess að setja þær fram í ljóðum og sögum. Mörkin milli lífs og listar, draums og vöku leystust upp. Skáld getur við sköpun sína farið í eins konar leiðslu og manía Þor- geirs fól í sér skáldlega leiðslu. Eins og göfugur ævintýraprins reyndi hann að vera góður við alla menn og vildi breyta heiminum. Ólíkt skáldinu sem veit að það er ■ - að yrkja og kemst úr leiðslu sinni af sjálfsdáðum var Þorgeir hins vegar ekki meðvitaður um að hann væri í leiðslu og þurfti hjálp til að komast úr henni. Allt var þetta stundum svo sárt fyrir þig elsku vinur og kannski var efnið sem þú varst gerður úr of fíngert fyrir þennan grófa heim. Eins og þér hefur mér verið sagt að ég sé of viðkvæm og megi ekki láta tilfinn- ingarnar hlaupa með mig í gönur. En þótt óskaplega erfitt sé að vera viðkvæmur og tilfinninganæmur er það ekki ámælisvert og tilfínningar eru oft skynsamlegar. Sorgin er samsett úr mörgum tilfinningum svo sem söknuði, sársauka, reiði og ‘ kvíða. Beiskja verður hins vegar aðeins til þegar sársauki er byrgð- ur inni eða reiði þögguð niður. Svo ég verð að segja frá hvernig þér leið og mér líður. Ég má ekki svíkja þig og mig. Við vorum svo lík, hugsuðum og fundum til á sama hátt, vorum oft einfarar en hughreystum og studdum hvort annað þessi tvö ár. Nú ert þú far- inn, sálufélagi minn, ég er aftur ein og enginn lengur til sem skilur mig eins og þú skildir mig. Ég óskaði þess svo að þú fengir að lifa heill heilsu og njóta verka þinna. Kannski öðlastu þá viðurkenningu sem þú átt skilið nú þegar þú ert dáinn en hvað verður um mig án þín? Manstu þegar við sátum í bænhúsinu á Núpsstað, lokuðum augunum og héldumst hljóð í hend- ur. Ég óskaði þér sigurs í öllu, þú óskaðir þess að allir mínir draumar rættust. Þér var nauðugur einn kostur að fara frá mér ástin mín, en þú skildir ljóðin þín eftir í sára- bót. Af innsæi þínu hafðir þú ort um líðan mína núna: Við djúpin blá er biðukolla ein sem bíður þess að sundrast út í vindinn og vonar að hún verði ekki of sein og vonast til að svífa yfir tindinn og útá götu gengur stúlkutötur gráti næst - því forlög eru hörð og endalaus var þessi vondi vetur og verri en ekkert þessi gráa jörð en gráttu ekki - gleðin kann að vera í göngufæri - rétt við næsta horn og alltaf skaltu blíðan ávöxt bera til birtunnar þú fríða stúlkukorn (Óprentaö handrit) Þú vissir ekki aðeins hvernig mér myndi líða heldur skildir einnig eftir handa mér huggunar- orð og í list þinni munu vinir og fjöldamargir aðrir geta sótt sér hugfró um ókominn tíma. Með einlægni þinni snartstu alla djúpt sem kynntust þér. Sumir beinlínis elskuðu þig. Ég náði ekki að kynnast öllum þínum vinum og ættingjum árin okkar tvö en þeim sem þótti vænt um þig eins og þú varst þykir nú vænt um mig eins og ég er. Ég finn hlýju og samúð streyma til mín úr öllum áttum. Þakka ykkur vinir og vandamenn fyi’ir alla hjálpina. Þakka ykkur starfsfólk deildar 11E fyrir að ann- ast okkur síðustu erfiðu vikurnar. Þakka þér sérstaklega Valgerður fyrir gæsku þína og góðvild og þér móðir mín fyrir styrk þinn og um- hyggju. En þér elsku Þorgeir fæ ég ekki nógsamlega þakkað fyrir að treysta mér, trúa á mig og lofa mér að kynnast þér svo náið. Rúna K. Tetzschner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.