Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR HÆSTARÉTTAR Sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi mikilvægt að færustu sérfræðingar legðu mat á dóminn Niðurstaðan getur haft miklar efna- hagslegar afleiðingar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði við umræður utan dagskrár á Alþingi í gær að ljóst væri að 5. grein laga um stjórn fískveiða hefði ekki gildi lengur í kjölfar dóms Hæstaréttar og gera þyrfti breytingar þar á. Mikilvægt sé að færustu sérfræð- ingar í lögum meti áhrif dómsins. Niðurstaðan geti haft miklar efnahagslegar afleiðingar. Mjög skiptar skoðanir komu fram við umræðurnar, sem Omar Friðriksson fylgdist með, um hversu afdrifaríka þýðingu dómurinn hefði. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra var fyrir svörum af hálfu ríkisstjömarinnar. Við hlið hans er Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra. neytið fór þar að lögum. Um hitt var ágreiningur hvort þau lög sem sett voru 1990 stæðust stjórnarskrána. Því hefur verið haldið fram í umræð- unni að dómur Hæstaréttar koll- varpi fiskveiðistjórnarlöggjöfinni í heild sinni. Það er á það að líta í því sam- bandi, að það er alveg augljóst, að ef sú væri niðurstaða Hæstaréttar, og atvinnuréttindin með einum dómi tekin af öllum sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins og þeim annað hvort úthlutað upp á nýtt eða veiði- rétturinn gerður algjörlega frjáls, hefði það gífurlegar efnahagslegar afleiðingar í för með sér, byggða- röskun og félagslegar afleiðingar. Þá er það spurning; var Hæstiréttur að komast að þessari niðurstöðu? Ég ætla ekki að fullyrða um neitt í því efni hér í dag. En ég ætla að benda á að í lögum um dómstóla er kveðið á um að forseti Hæstaréttar geti skipað sjö menn í dóm ef mál er sérlega mikilvægt. En það vekur at- hygli í þessu sambandi að forseti Hæstaréttar hefur ekki talið þetta mál vera sérlega mikilvægt og því var dómurinn aðeins skipaður fímm mönnum. Það bendir, að mínu mati, til þess, að það sé líklegra sem ýmsir hafa haldið fram, og þar á meðal einn fremsti fræðimaður þjóðarinnar, Sigurður Líndal, í sjónvarpsviðtali, að hér sé ekki um að ræða dóm sem hefur þær grundvallarbreytingar í för með sér sem augljósar eru ef hér væri verið að kippa með öllu fótun- um undan fiskveiðistjórnunarlög- gjöfinni, því þá er líklegt að Hæsti- réttur hefði metið það sem sérlega mikilvægt mál og skipað sjö menn í dóm,“ sagði Þorsteinn. „Það er alveg augljóst, ef horft er á dóminn, að niðurstaða hans er býsna skýr. 5. grein fiskveiðistjórn- unarlaganna telst ekki standast stjórnarskrána, þannig að það er al- veg ljóst að hún hefur ekki gildi lengur og þar verður að gera breyt- ingar. A því leikur enginn vafi. Hitt er svo annað mál hvort forsendur dómsins gefa tilefni til víðtækari ályktana og ég er ekki reiðubúinn að drajga þær ályktanir hér í dag. Eg tel að það sé mjög mikilvægt að færustu sérfræðingar í lögum meti það og leggi á ráðin áður en við hröpum að einhverri niðurstöðu í þeim efnum. Við vitum að sú niður- staða getur haft mjög miklar efna- hagslegar afleiðingar og það væri rangt að óathuguðu máli að senda nokkur skilaboð frá þessari umræðu hér á Alþingi í þeim efnum,“ sagði Þorsteinn. Styrkir sameignarákvæðið í sessi Sigríður Jóhannesdóttir sagði að mikið ósætti hefði verið um fyrir- komulag fiskveiðiúthlutunarkerfisins en stjómvöld hefðu verið tryggir varðhundar kerfisins og því væru það tímamót þegar Hæstiréttur gæfi þeim lögum falleinkun sem auðsöfn- un einstakra sægreifa hefði byggst á. „Þetta hlýtur að leiða til þess að þessar úthlutunarreglur verði end- urskoðaðar," sagði hún. Steingrímur J. Sigfússon sagði mikilvægt að viðbrögð Alþingis í málinu væru yfirveguð og vönduð en ekki upphlaupskennd. „Eg tel að það sé tvennt sem sé mikilsverðast við þennan dóm. Það fyrra er að dóms- orðin og tilvitnanir dómsins styrkja tvímælalaust í sessi sameignará- kvæði 1. greinar laga um stjórn fisk- veiða og það er enn fjarstæðukennd- ara nú, eftir þessa umfjöllun Hæsta- réttar, en það vai- áður, að halda því fram að útgerðarmenn eða handhaf- ar kvótans, hafi öðlast nokkum hefð- ari'étt eða lögvarin atvinnuréttindi, sem Alþingi getur ekki breytt,“ sagði Steingrímur. „Hitt atriðið sem er mikilvægt en er flóknara og erfiðara að átta sig á, er að þær breytingar sem þessi dóm- ur kann að kalla á hvað varðar sjálf- an grendvöll laganna um stjórn fisk- veiða eða að minnsta kosti 5. grein þeirra. Það er stórt og afdrifaríkt mál hvort Hæstiréttur er í raun og veru að segja að það sé ekki réttlæt- anlegt að takmarka veiðiréttinn við þau skip með veiðileyfi, sem gert er í kerfinu, eða hvort Hæstiréttur er að segja að það verði beinlínis að gefa upp á nýtt. Úthlutunin sem slík hafi verið réttlætanleg sem tímabundin og tak- mörkuð aðgerð en hún sé það ekki til frambúðar. Og þá stendur Alþingi og framkvæmdavaldið frammi fyrir því sameiginlega að leysa það verkefni hvað eigi þá að koma í staðinn,“ sagði Steingrímur. Líklegt að túlka beri dóminn þröngt Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að fara þyrfti vandlega yfir dóm Hæstaréttar og ekki væri rétt að bregðast við fyrr en að þeirri athugun lokinni. „Það vekur athygli að i þessum dómi er eingöngu fjallað um 5. grein laganna. Það er ekki fjallað um 7. grein laganna, sem er ef til vill mikilvægasta grein laganna. Hins vegar eru ýmsar forsendur og tilvitnan- ir með þeim hætti, að það mætti ætla að það væri verið að fjalla um 7. greinina. Ég held að það megi alveg vera ljóst að ef Hæstiréttur hefði ætlað sér að fjalla um 7. greinina, þá hefðu verið skipað- ir sjö menn í dóminn, því það er svo stórt mál að það getur ekki hafa verið ætlun Hæstaréttar að fjalla um hana og því þykir líklegt að það beri að túlka niðurstöðu þessa dóms fremur þröngt, eins og kemur fram í lokaorðum hans, að hér sé ekki verið að taka afstöðu til um- sóknar áfrýjanda. Hins vegar vekur það athygli mína í þessum dómi að þar stendur að stefndi hafi ekki sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lög- mæta markmiði að vernda fiskistofna við ísland. Hvað hefur Al- þingi verið að gera annað á undaníornum árum og áratugum en að fjalla um það í sam- bandi við þetta mál hvort aðrar leiðir séu færar? Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir séu færastar en þær leiðir sem hafa verið valdar, hafa verið valdar á ábyrgð allra stjómmála- flokka nema Kvennalistans. Þetta hefur verið verkefni Alþingis allan þennan tíma. Hvernig í ósköpunum á Alþingi að geta sannað það að engar aðrar leiðir hafi verið færar? Hér hefur löggjafarvaldið verið að sinna skyldum sínum og þess vegna kemur það mér mjög á óvart hvernig Hæstiréttur orðar það,“ sagði Hall- dór. Stöðva rán sægreifa á auðlindinni Guðný Guðbjömsdóttir sagði að loksins fengi réttlætið að ráða. „Það hlaut að koma að því að einhver gæti stöðvað yfirvofandi rán aldarinnai', rán sægreifanna á auðlind þjóðarinn- ar og það eykur trú mína á íslandi sem réttarríki að Hæstiréttur hafi kveðið upp þann dóm að fiskveiði- stjómunarkerfi, sem skerðii- at- vinnufrelsi og mismunar þegnunum, án þess að nauðsyn beri til, stríðir gegn stjórnarslö'á lýðveldisins," sagði hún. Guðný sagði dóminn vera áfellisdóm fyrir löggjafann. Hún sagði að Alþingi þyrfti að gaumgæfa þá stöðu sem upp væri komin og augljóst væri að breyta þyrfti 5. SJÁ SÍÐU 12 Morgunblaðið/Ásdís Túlkun ráðherra gagnrýnd Rannveig gagnrýndi viðbrögð for- sætisráðherra við dómnum og sagði þau vekja undrun og vonbrigði. Tóku fleiri stjórnarandstöðuþingmenn undir þá gagnrýni. „Það virðist ekki vera ætlunin að fara eftir dómi hæstaréttar, heldur skoða hvernig hægt sé að fara fram hjá honum. Hann reynir að gera lítið úr niðurstöðum Hæsta- réttar eins og hann hafi ekki almenna skírskotun heldur að- eins gildi gagnvart stefnanda málsins, það er hvort réttmætt hafi verið að synja honum um veiðar í lögsögunni. Forsætis- ráðherra fjallar ekki um þann þátt dómsins þar sem tekin er af- staða til þeirrar að- ferðar sem gilt hefur um úthlutun veiðileyfa til þessa á grundvelli 5. greinar laga um stjórn fiskveiða. En það er einmitt kjarni málsins. Hæstiréttur segir að úthlutun veiðileyfanna feli í sér svo alvarlega mismun- un fyrir þegnana að hún brjóti í bága við stjórnai-skrána. Mér finnst alvarlegt að með ummælum sín- um rýrir forsætisráð- herra þjóðarinnar álit Hæstaréttar og vegur þar með að grundvall- arsjónarmiðum stjómskipunar í land- inu. Það er alvarlegt og það vekur ugg að túlkun ráðherranna virðist vera að ekki þurfi að gera breytingar á kerf- inu, sem hefur verið í þágu fárra út- valdra. Því beini ég þeirri spurningu til hæstvirts sjávarútvegsráðhema hvort það sé ætlun ríkisstjórnarinn- ar að viðhalda stjórnkerfinu með því að sniðganga niðurstöðu Hæstarétt- ar?“ sagði Rannveig. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði vandasamt að bregð- ast við dómi Hæstaréttar. í máli hans kom fram að þáverandi ríkis- stjórnarflokkar, Framsóknarflokk- ur, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, hefðu staðið að setningu núgild- andi laga um stjórn fiskveiða. „Þessi lög hafa síðan verið í framkvæmd undir tveimur ríkisstjórnum, fyrst ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, sem framkvæmdi og varði þessa löggjöf á þeim tíma, og síðan ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. Vísbending um að málið sé ekki sérstaklega mikilvægt „Það er mikilvægt að hafa það í huga í þessari umræðu að það kem- ur fram í dómi Hæstaréttar að sá sem höfðaði málið bar ekki brigður á það að ráðuneytið hefði farið að lög- um þegar það synjaði um leyfi. Um það er ekki ágreiningur; að ráðu- UMRÆÐA fór fram utan dagskrár á Alþingi í gær í tilefni af dómi Hæstarétt- ar í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu um úthlutun veiðiheimilda. Umræð- an fór fram að ósk Rannveigar Guð- mundsdóttur. Rannveig sagði dóm- inn stórtíðindi í íslenskri pólitík. ,A1- þingi verður að bregðast við þessu alvarlega máli. Niðurstaða Hæsta- réttar er ki-afa um að lögunum verði breytt,“ sagði Rannveig. „Hæstiréttur sagði að úthlutun veiðileyfa samræmdist ekki jafnræð- is- og atvinnufrelsisreglu stjórnar- skrárinnar. Hæstiréttur tók ekki af- stöðu til úthlutunar kvótans að þessu sinni. En spurningar vakna um skiptingu kvótans. Líklegt verður að telja að úthlutun kvótans til fárra sem byggir á sama grunni og veiði- leyfið brjóti einnig í bága við stjórn- arskrána,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.