Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Síðari umræðu um nýja Orkuveitu Rcykjavikur frestað Um átta milljarða kr. hækkun við endurmat BORGARSTJÓRN Reykjavíkur frestaði í fyrrakvöld síðari umræðu um reglugerð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, fyrirtækið sem verður til við sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarstjóri kveðst gera ráð fyrir um 8 milljarða króna hækkun á eigin fé sameinaða fyrir- tækisins eftir endurmat sem nú stendur yfir. Borgarstjórnin samþykkti hinn 15. október sl. sameiningu Hitaveit- unnar og Rafmagnsveitunnar. Ráð- gert er að hið nýja sameinaða fyrir- tæki taki til starfa um næstu ára- mót og að sameiningunni verði að fullu lokið ári seinna. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri tjáði Morgunblaðinu í gær að ástæðan fyrir frestun síðari umræðunnar væri sú að ekki hefði tekist vegna veikinda að fara nákvæmlega yfir öll lögfræðileg atriði reglugerðar- innar, en hún yrði tilbúin til síðari Allir nem- endurnir leika á tón- leikum ALLIR átta nemendur Finn- bogastaðaskóla í Trékyllisvík, þrjár stelpur og fimm strákar, hafa síðastliðna viku dvalið í Reykjavík hjá ættingjum sínum og tekið þátt í undirbúningi fyr- ir aðventutónleika Forskóla Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Fara þeir fram í Langholtskirkju í dag, laugar- dag og heijast kl. 14 með þátt- töku 120 annarra barna í For- skólanum. Kennsla nemendanna, sem eru á aldrinum 6-14 ára, hefur að mestu farið fram heima hjá Elfu Lilju Gísladóttur, tónlistar- kennara þeirra, sem hefur kennt þeini í Trékyllisvík, en þar að auki hafa nemendurnir farið á námskeið víðsvegar í bænum og sótt sér ýmiss konar skemmtun aðra, svo sem orgelkynningu hjá umræðu á næsta borgarstjórnar- fundi. Borgarstjóri sagði fyrirtækin hafa verið vel stæð fjárhagslega, með hærra eiginfjárhlutfall en al- mennt þekkist og skýrðist það með- al annars af því að eignarhluti Reykjavíkur í Landsvirkjun, um 13,5 milljarðar króna, hefur verið foiTnlega eignfærður hjá Rafmagns- veitunni. Hún sagði það mat sér- fræðinga að óæskilegt væri að hið nýja fyrirtæki, sem væri samkeppn- isaðili og viðskiptavinur Landsvirkj- unai’, færi með svo stóran hlut í Landsvirkjun. Hafi verið lagt til að í tengslum við sameininguna verði eignarhlutinn færður til borgar- sjóðs þannig að saman fari formleg og eiginleg eignarráð. Hún sagði þessa tilfærslu engin áhrif hafa á peningalega stöðu borg- arsjóðs, en lækka talsvert eiginfjár- hlutfall hins nýja fyrirtækis, þar sem skráðar eignir þess, um 38 milljarðar alls um næstu áramót, munu lækka um 13,5 milljarða, eða í 24,5 milljarða. Megi á hinn bóginn búast við hækkun í efnahagsreikn- ingi eignamegin vegna endurmats eigna í tengslum við sameininguna. Borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið f gær að það myndi þýða um 8 milljarða hækkun á eigin fé hins sameinaða fyrirtækis og væri það jafnvel varlega áætlað. Hún sagði ekki verða farið með eig- infjárhlutfallið niður fyrir 70%. „Að öllum líkindum mun endur- mat eigna leiða í ljós að inni í fyrir- tækjunum eru fólgin dulin verð- mæti vegna mismunar sem kann að hafa safnast upp í áranna rás á milli bókfærðs verðs og raunverulegs verðmætis. Þetta endurmat mun þá gefa svigrúm til þess að fyrirtækið skili eiganda sínum einhverjum fjármunum í borgarsjóð sem notað- ir verða til að greiða niður skuldir," sagði borgarstjóri meðal annars. Morgunblaðið/Þorkell NEMENDUR Finnbogastaðaskóla ásanit skólastjóra sínum, Haraldi Oskarssyni og Elfu Lilju Gísladóttur tónlistarkennara. Herði Áskelssyni organista í Hallgrímskirkju, hlýtt á tónleika og inargt fleira. „Börnin eru mjög áhugasöm og opin,“ segir Elfa um vini sína að vestan. „Hörður Áskelsson ætlaði til dæmis aldrei að losna við okkur í Hallgrímskirkju, vegna allra spurninganna, sem rigndu yfir hann. Þau eru eld- hress og til í allt.“ Mikil vinna hefur samt legið á nemendunum þar sem þeir þurftu að læra 40 mínútna langa efnisskrá á fímm dögum sem Elfa segir að sé vel mjög vel af sér vikið og lýsti jafnframt yfír ánægju sinni með traustið sem Finnbogastaðaskóli sýndi henni með því að fá hana til að aðstoða nemendurna við undirbúning tónleikanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg GOÐ mæting var á fund Vinstrihreyfingar. Landsráðstefna Vinstrihreyfíngar Lágmarkslaun hækki og vinnu- vika styttist í DRÖGUM að ályktun um kjara- og velferðarmál Vinstrihreyfingar - græns framboðs er lagt til að kaup- taxtar verði hækkaðir upp í eitt hundrað þúsund krónur á mánuði og stefnt verði að því að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35 stundir. Þá er lögð áhersla á hækk- un bóta í almannatryggingakerfinu og afnám komugjalda á heilsu- gæslustöð. Yfir 100 manns voru á landsráð- stefnu Vinstrihreyfingarinnar á Hótel Sögu í Reykjavík í gær og var setið í öllum sætum í salnum. Fyn-- verandi félagar í Alþýðubandalag- inu voru áberandi á fundinum, en þar var einnig fólk sem hefur tekið virkan þátt í starfi Kvennalistans og fleiri flokka. í drögum að ályktun um byggða- mál er lögð áhersla á markvissar aðgerðir til að koma á jafnvægi í byggðum landsins. Aðgerðirnar eigi m.a. að miða að því að gera stórátak í vegamálum, jafna aðstöðumun fjölskyldna til náms, gera stórátak í að manna stöður í heilbrigðiskerf- inu og hverfa frá sveltistefnu sem einkennt hafi þennan málaflokk eins og komist er að orði. Þá þurfi að jafna húshitunarkostnað og allan orkukostnað og því er varpað fram að til greina komi að jafna vöruverð í landinu með því að hafa lægri virð- isaukaskatt á almennri neysluvöru á afmörkuðum svæðum. I drögum að ályktun í sjávarút- vegsmálum segir að til greina komi að byggðatengja að einhverju leyti réttinn til fiskveiða. Taka þurfi á þeim þáttum sjávarútvegsmála sem mestri óánægju hafa valdið. Sölu- hagnaður veiðiheimilda skuli gerður upptækur gegnum skattkei’fið. Þá er lagt til að lagðar verði veiðiheim- ildir í sérstakan viðlagasjóð til að mæta áföllum í einstökum byggða- lögum og jafna sveiflur. Itarleg stefna var lögð fram á fundinum í umhverfismálum. Þar er m.a. lagst gegn stóriðju og stór- virkjunum í þágu mengandi iðnað- ar. Lagt er til að íslendingar gerist virkir aðilar að Kyoto-bókuninni. í drögum að ályktun um utanrík- ismál er aðild að Evrópusamband- inu algerlega hafnað. „Samskiptin við Evrópusambandið ber að þróa í átt til einfaldari, tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu, til dæmis á sviði menntamála, vinnumarkaðs- mála og umhverfismála." Lögð er áhersla á að endi verði bundinn á veru erlends hers í land- inu og úrsögn úr Atlantshafsbanda- laginu. Einnig segir að brýnt sé að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarn- orkuknúinna farartækja. Fjölmenni á fundi Mannverndar um frumvarp um miðlægan gagnagrunn Gag*nagTunnurinn yrði bjagaður og ótraustur FJÖLMENNI tók undir ræður framsögumanna á fundi Mann- verndar, samtaka um persónuvernd og rannsóknafrelsi, í Norræna hús- inu á fimmtudag. Þar var rætt frumvarp um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði og tínd til margs konar rök gegn frumvarpinu og gagnagrunninum sjálfum, yrðu lög um hann samþykkt. Allir framsögumenn voru sam- mála um að ótækt væri að leggja eins mikla áherslu á að koma frum- varpinu fljótt í gegnum Alþingi eins og þeim virtist raunin vera og lýsti Ólafur Hannibalsson því svo að Al- þingi stæði frammi fyrir hálfunnu verki. Ræður fluttu auk Ólafs, Dögg Páldsóttir hrl., Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur, Einar Árnason prófessor og Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir. Grundvöllur skýrslugerðar ótraustur Dögg Pálsdóttir fjallaði um nokk- ur álitaefni í ræðu sinni, sem hún tel- ur að þurfi að skoða vegna frum- varpsins og sagði að mikilvægi gagnagrunnsins vegna skýrslugerðar á heilbrigðissviði hefði verið undir- strikaður, en þá væri nauðsynlegt að spyrja: „Hvers konar skýrslugerð kemur út úr gagnagrunni sem ekki er skylt að vera í ?“ sagði Dögg. „Og hverjir munu aðallega leggja bann við að upplýsingar um þá verði í grunninum? Væntanlega þeir sem eru helstu notendur heilbrigðisþjón- ustunnai’. Hinum, sem vita að litlar sem engar upplýsingar um þá eru til mun sennilega verða sama. Þar með verður allur grundvöllur skýrslu- gerðarinnar ótraustur og þýðir í raun að á honum einum og sér verður ekki byggt við skýrslugerð í heilbrigðis- þjónustu." Dögg sagði að ekki hefðu verið gerðar miklar tilraunir til að útskýra nánar tilgang grunnsins. Um 10. gr. frumvarpsins, þar sem komið er inn á tilgang grunnsins um að þróa eigi nýjar/bættar aðferðir við heilsuefl- ingu, forspá, greiningu og meðferð sjúkdóma, til að leita hagkvæmustu leiða í rekstri heilbrigðiskerfa og þágu skýrslugerðar á heilbrigðis- sviði, sagði Dögg, að engin tilraun væri gerð í greinargerð með 10. gr. til að útskýra hvemig unnt verður að nota upplýsingamar með þeim hætti sem 10. gr. fjallar um. í fyrstu grein fimmvarpsins, þar sem fjallað er um að auka þekkingu til að bæta heilsu og efla heilbrigðisþjónustu, benti Dögg á, að heldur væri dregið úr orðalagi í greinargerð með 1. gr. þar sem talað væri um að nýrrar þekk- ingar mætti afla með því að safna upplýsingum úr sjúkraskrám. „Eftir stendur því eingöngu fjárhagsleg hagnýting upplýsinga fyrir rekstrar- leyfishafann og ljóst er að hann mun geta notað þessar upplýsingar í fjár- hagslegum tilgangi," sagði Dögg. IVflög erfítt að leiðrétta gögn vegna dulkóðunar Einar Árnason prófessor, sagði í sinni ræðu að mikilvægara væri að byggja upp smáa hágæða gagna- grunna heldur en einn stóran, þar sem fagfólk hefði betri yfirsýn yfir gögn í grunnunum. „Við notum dulkóðun einungis til að tryggja að óviðkomandi komist ekki í gögnin," sagði Einar. „En fagfólkið, sem kemur málið við verður að hafa aðgang til að leið- rétta og uppfæra grunnana. Við treystum því fólki sem við höfum falið umsjón þessara grunna og þetta fólk hefur ekki brugðist trausti okkar.“ Einar taldi að mjög erfitt yrði hins vegar að leiðrétta gögn og uppfæra þau í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði vegna hinnar miklu dulkóðunar, sem þar yrði. Bjagaður gagnagninnur meiðir fóik Einar sagði ennfremur að gagn- grunnur á heilbrigðissviði yrði bjag- aður og myndi þar af leiðandi meiða fólk og rökstuddi þá staðhæfingu með dæmi. „Flestir hafa heyrt um BRCA (Breast Cancer) genin, sem eru áhættuþættir krabbameins. Nú k er verið að markaðssetja í Banda- ríkjunum próf fyrir þessum áhættu- þáttum. Konur með stökkbreytingu í þessum genum eru, í Bandaríkjun- um, sagðar vera í 70-90% áhættu á að fá krabbamein við sjötugsaldur. Hvað er síðan gert við svona upp- lýsingar? Fólki er gefin ráðgjöf á grundvelli þessa. Ef þú ert kona á ákveðnum aldri er ráðið oft að fara í aðgerð og láta taka af þér brjóstin. Og þetta gera margar konur.“ L Einar þar síðan saman sambæri- legar tölur frá íslandi við þær bandarísku, sem leiddu í ljós 37% 1 áhættu á stökkbreytingu við sjö- tugsaldurinn. Þótt ýmsar skýringar kunni að vera á þessum mikla mun, taldi Einar að veigamikil skýring lægi í gæðum gagnanna. Valið væri inn í gagnagrunnana, sem notaðir væru í Bandaríkjunum og út úr þeim kæmu bjagaðar upplýsingar, „og bjagaðar upplýsingar meiða l fólk. I þessu tilfelli konur, sem láta taka af sér brjóstin vegna þess að | þeim er sagt að áhættan sé miklu | meiri en hún í reynd er. Konan er blekkt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.